Morgunblaðið - 10.02.1984, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 10.02.1984, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1984 stoðar að leita svara við spurning- unni áleitnu, hvers vegna þeir dæmist svo snemma úr leik, en í þess stað skulum við vera þakklát fyrir að geta átt góðra manna að minnast og dugandi drengja. Mér varð óneitanlega hverft við, þegar ég frétti á dögunum, að vin- ur minn og samverkamaður í röska þrjá áratugi, Sigurður Óli Brynjólfsson, hefði veikst hastar- lega og honum væri ekki hugað líf. Að vísu hafði hann legið á sjúkra- húsi og verið frá störfum um nokkurn tíma fyrir áramót, en með hækkandi sól óx bjartsýni á batahorfur, þar til skyndilega dimmdi yfir aftur og vonin slokknaði. Sigurður óli var snjall skákmaður og annálaður fyrir að koma auga á varnarleiki, sem aðr- ir sáu ekki, en í þessari síðustu skák við dauðann sjálfan var enga vörn að finna lengur. Hún var töp- uð, en með fullum sóma. Sigurður óli Brynjólfsson fædd- ist í Steinholti í Glerárþorpi 8. september 1929, en ólst upp • að mestu í Ytra-Krossanesi, þar sem foreldrar hans bjuggu búi sínu. Þau voru Guðrún, dóttir Þorgerð- ar Septínu Sigurðardóttur frá Kjarna í Arnarneshreppi og Rós- inkars Guðmundssonar frá Æðey, og Brynjólfur kennari, sonur Guð- rúnar Emilíu Jónsdóttur ljósmóð- ur frá Laugalandi á Þelamörk og Sigtryggs Sigurðssonar sjómanns frá Syðribakka í Arnarneshreppi. Þau Guðrún og Brynjólfur voru bæði stórvel gefin og dugnaðar- hjón, enda eignuðust þau hóp barna, sem reyndust manndóms- fólk. Elst var Ragnheiður, sem lést 1947, þá Þorgerður Septína Garn- es, húsfreyja í Álasundi, Ari, doktor í eðlisfræði og kjarnorku- fræðingur í Boston, Sigrún, hús- freyja í Reykjavík, Sigurður Óli, sem við kveðjum í dag, Áslaug, fræðslustjóri í Reykjavík, og Helga, læknaritari og húsfreyja í Reykjavík. Fundum okkar Sigurðar óla bar fyrst saman þegar hann gerðist kennari við Gagnfræðaskóla Ak- ureyrar haustið 1951, en áður hafði ég oft heyrt Þorstein M. Jónsson, skólastjóra, og samkenn- ara mína tala um hann með að- dáun fyrir námsgáfur og ástund- un, sem hann hafði sýnt meðan hann var nemandi skólans. Það fylgdi með, að aldrei kæmu þau Krossanessystkin of seint í skól- ann og ekki létu þau veður aftra sér, þó að þau ættu langt að sækja og hefðu ekki önnur farartæki en tvo jafnfljóta eða, þegar best lét, reiðhjól eða skíði. Þorsteinn þóttist líka vel hafa veitt þegar hann réð Sigurð óla stundakennara við GA. Hann hafði þá verið eitt ár í verkfræði- deild Háskóla íslands og stundaði nám áfram í stærðfræði og eðlis- fræði með kennslunni næsta vet- ur, en var aftur í háskólanum 1952—1953. Hann lauk BA-prófi vorið 1954 ásamt prófi í uppeldis- og kennslufræðum og hafði þá verið stundakennari fyrir norðan veturinn áður. Þótti það vel af sér vikið. Haustið 1955 varð hann fasta- kennari við GA og var í heilli stöðu allt til ársins 1976, þegar hann gerðist fastakennari að hálfu við GA og að hálfu við Iðnskólann á Akureyri. Þannig stóðu leikar til ársins 1981, en þá lét hann af kennslu við GA. Hann hafði launalaust leyfi næsta ár, en sagði svo stöðunni þar lausri 1982, en hélt stöðu sinni við Iðnskólann til æviloka. Sigurður Óli var mikilvirkur kennari og lét sér annt um að nemendur lærðu vel og skildu vel námsefnið. Að prófum loknum átti hann til að halda áfram að útskýra fyrir þeim þau atriði, sem prófúrlausnir sýndu, að þeir höfðu ekki náð fullum tökum á. Hann fylgdist vel með gengi nemenda sinna í námi þeirra og lífi, einnig eftir að þeir voru horfnir úr skól- anum, féll illa, ef miður gekk, en gladdist, þegar þeim vegnaði vel. Hann var góður og glaðvær fé- lagi á kennarastofunni, hafði gaman af kappræðum og málefna- legum umræðum og lét þá ógjarna hlut sinn, hélt fast við skoðun sína, sem hann reisti á skarp- skyggni og hvössum skilningi. Hann kom oft auga á nýja fleti á málum, nýjar lausnir, sem öðrum hafði ekki dottið í hug eða sést yfir. Hann hugsaði sjálfur og sjálfstætt, var ótöm hermilist eða hóphugsun. Hann var fljótur að hugsa og skjótur í svörum, gat orðið nokkuð hvass í orðum stund- um, en það var aðeins hluti af hreinskilni hans, því að öll undir- h.vggja var honum fjarri skapi. Ósjaldan bar við, að við vorum ósammála á kennarafundum og áttumst þá orð við, en alltaf í besta bróðerni. Við áttum líka oft einkasamtöl í fullum trúnaði og sögðum þá hvor öðrum allan hug í einlægni, enda varð vinátta okkar því meiri og heilli, sem við störf- uðum lengur saman. Það var gott til hans að leita, þegar vanda bar að höndum, því að hann var bæði snjallráður, hollráður og skjótráð- ur. Sigurður óli hóf ungur afskipti af stjórnmálum, einkum sveitar- stjórnarmálum, og fylgdi alltaf Framsóknarflokknum. Hann varð varabæjarfulltrúi á Akureyri árið 1958, en sat í bæjarstjórn samfellt frá 1962 til æviloka. Hann gegndi ýmsum trúnaðarstörfum á vegum bæjarstjórnar Akureyrar, eins og vænta mátti, sat oft í bæjarráði og ýmsum öðrum nefndum og átti lengi sæti í stjórn Útgerðarfélags Akureyringa hf. Ef til vill verður hans lengst minnst sem formanns skólanefnd- ar Akureyrar í 20 ár og fyrir störf að skóla- og menntamálum í bæn- um. Hann barðist af hörku og dugnaði fyrir byggingu Glerár- skóla og Lundarskóla, svo að eitt- hvað sé nefnt, og ýmsum endur- bótum á húsnæði, búnaði og starfsskilyrðum allra skólanna á Akureyri. Var þó einatt erfitt að eiga undir högg að sækja og þolin- mæðisverk að berjast sífellt upp fyrir sig við tregðutröll fjárveit- ingavalds og skrifræði íslensks stjórnkerfis. En sigrar unnust og glöddu vin vorn, því að hann vissi, að hann hafði barist fyrir góðum og réttum málstað og búið í hag- inn fyrir skólastarfið á Akureyri. Þó að hann vildi, að skólarnir væru sem allra sjálfstæðastir um innra starf og leystu sjálfir sem mest af sérmálum sínum, fylgdist hann öll þessi ár vandlega með starfi þeirra og vildi vita, hvernig þar væri högum háttað. Þegar framhaldsdeildir voru settar á stofn við GA studdi hann það mál með ráðum og dáð og eins eflingu þeirra og viðgang og hafði oft orð á því, að þær byðu einmitt upp á nýjar og þarfar menntunarleiðir, sem ekki hefði verið völ á áður í skólabænum Akureyri, en væru til mikilla hagsbóta fyrir einstakl- inga og heild, sem sæist best á því, að auk uppeldisbrautar væri nú bæði til fullgildur verslunarskóli og sjúkraliðaskóli á Akureyri. Þegar grunnskólalögin komu til framkvæmda og fræðsluráð Norð- urlands eystra tók til starfa, var hann kosinn formaður þess og gegndi formennsku fram á síðasta ár. Auk þess var hann í blaðstjórn Dags, um skeið í miðstjórn Fram- sóknarflokksins og var lengi vara- formaður Kaupfélags Eyfirðinga. Er þá ýmislegt ótalið af störfum á sviði stjórnmála og félagsmála, sem honum voru falin á hendur, af því að honum var til þess treyst að leysa þau vel af hendi. Hann hafði líka gaman af stjórnmálastörfum, þau voru honum í senn hugsjón og skemmtan. Þó að þau ættu vel við eðli hans, kann að vera, að þau hafi ekki átt eins vel við heilsu hans. En hvers vegna hafði Sigurður Óli gaman af stjórnmálum? Ég þykist vita, að svarið liggi í því, að hann hafi talið, að með afskiptum af opinberum málum fengi hann tækifæri til að bæta samfélagið, bæta líf heildarinnar og líf ein- staklinganna, því að hann vildi öllum vel og vildi öllum gott gera, leysa vanda sem allra flestra, ef það stóð í valdi hans. Þeir voru margir, sem þess nutu, fleiri en ókunnugir geta rennt grun í, enda lét hann ekki á því bera. í augum hans var valdið ekki takmark í sjálfu sér, heldur tæki til þess að koma góðu til leiðar. Hjálpsemi hans var líka mikil við foreldra og systkini. Hann var þeim til að mynda mikil stoð við búskapinn í Ytra-Krossanesi, ekki síst eftir að faðir hans féll frá. Oft var hann búinn að fara í fjós og skila mjólkinni í Mjólkursamlag- ið, áður en kennsla hófst í skólan- um á morgnana. Það var yfirleitt fullkomið undrunarefni, hverju hann gat afkastað og komið í verk, en skýringarinnar er annars vegar að leita í skerpu hans og snerpu og hörku við sjálfan sig, en hins veg- ar í eðlislægu glaðlyndi hans, bjartsýni og jákvæðri afstöðu til samferðafólksins. Hinn 1. ágúst 1953 kvætnist Sig- urður Óli Hólmfríði Kristjáns- dóttur sjúkraliða frá Holti í Þist- ilfirði, dóttur hjónanna Ingiríðar Árnadóttur frá Gunnarsstöðum og Kristjáns Þórarinssonar frá Efrihólum í Núþasveit, og lifir hún mann sinn ásamt fimm börn- um þeirra, en þau eru: Þorsteinn, 39 verkfræðingur, Guðrún Brynja, kennari, Ingiríður, sem nú er að ljúka námi í læknisfræði, Ragn- heiður, nemi í tölvunarfræði við Háskóla íslands, og Arnbjörg, sem er aðeins 11 ára. Ég sakna Sigurðar Óla Brynj- ólfssonar sárt, en er þakklátur fyrir að hafa átt hann að vini og félaga frá fyrstu kynnum. Ég þakka honum styrk og stuðning og margt drengskaparbragð, góðvild og hjálpsemi. Það er undarlegt til- hugsunar að eiga ekki framar von á að sjá hann vinda sér inn um dyrnar með snjalla hugmynd Og ræða hana eða til að spjalla um gagn og nauðsynjar skólans. Gagnfræðaskóli Akureyrar þakkar vöskum nemanda sínum, dugmiklum kennara sínum og öt- ulum málsvara sínum langa og góða sambúð. Við Ellen sendum Hólmfríði og börnum þeirra, systkinum Sigurð- ar óla og öðrum vandamönnum einlægar samúðarkveðjur á stund saknaðar og trega, en jafnframt stund bjartra minninga um úr- valsdreng og afbragðsmann. Hon- um fylgir heitur vinarhugur okkar allra, sem fengum að kynnast hon- um og njóta mannkosta hans. Sverrir Pálsson. Sigurður Óli Brynjólfsson and- aðist á Akureyri þriðjudaginn 31. janúar sl. Þessi mikli höfðingi í ríki andlegs atgervis og mann- kosta er horfinn yfir móðuna miklu löngu fyrir aldur fram. Ættingjar og vinir fylgja honum síðustu sporin frá kirkju til grafar í dag, þungum harmi slegin og ráðþrota gagnvart þeim efstu rök- um, sem kallað hafa þennan dýrmæta samferðamann á brott frá eiginkonu, börnum, ættingjum og vinum — frá heilum byggðum, sem báru mikið traust og hlýhug til hans og finnst nú skarð fyrir skildi. Þeim efstu rökum hnekkir enginn, en tómarúmið, sem eftir situr, er stórt og verður aldrei fyllt að fullu. Orðatiltækið, að maður komi jafnan í manns stað afsannast, ekki eingöngu gagnvart fjölskyldu og vinum, heldur einnig gagnvart samfélaginu. Enginn einn maður fyllir félagslegt skarð SJÁ NÆSTU SÍÐU LAUGAVEGI 33 Q 11508-REYKJAVIK Ut þennan mánuð bjóðum við 20% af- slátt af öllum kántrý-plötum í búð- inni. Hér við hliðina er listi yfir smá brot af úrvalinu. Upptalning á plötum Merle Haggard — Rainbow Stew Charley Pride — Very Best . . . Alabama — Mountain Music Oak Ridge Boys — American Made Ronnie Milsap — Keyed Up Dolly Parton — Burlap & Satin Sylvia — Sylvia Emmylou Harris — Cimarron T.G. Sheppard — Finally Ray Price — Town & Country Charlie Daniels Band — Full Moon Bobby Bare — 20 of the Best Don Williams — Yellow Moon Waylon Jennings — Waylon & Co. David Allan Coe — Rough Rider Glen Campbell — 20 Golden Greats Loretta Lynn — Gr. Hits. Vol. 2 Crystal Gayle — Hollywood Tennessee Arlo Guthrie — Power Of Love Kenny Rogers — We’ve Got Tonight Little River Band — Gr. Hits Willie Nelson — 20 of the Best Lee Greenwood — Somebody’s Gonna Love You

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.