Morgunblaðið - 10.02.1984, Page 41

Morgunblaðið - 10.02.1984, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1984 41 Sigríóur Pétursdóttir Nesi - Minningarorð Fædd 13. mars 1899 Dáin 1. febrúar 1984 „Að hryggjast og gleðjast hér um fáa daga, að heilsast og kveðjast, það er lífsins saga.“ Á skilnaðarstundu koma okkur í hug þessi fleygu orð Páls J. Árdal æskuvinar ömmu okkar, Sigríðar Pétursdóttur, og eins af uppá- haldsskáldum hennar. Svo lengi sem við munum hefur hún glaðst með okkur glöðum og hryggst með okkur hryggum. Hún var ein af þeim sem kunni það manna best. Einlæg hlýja, umhyggja og mannskilningur voru eiginleikar sem henni voru gefnir í ríkum mæli og sem allir fengu að njóta sem í návist hennar voru. „Að heilsast og kveðjast, það er lífsins saga.“ Nú er komið að kveðju- stundinni stóru. Það er alltaf erf- itt að kveðja ættingja sina hinstu kveðju og þegar við kveðjum ömmu kveðjum við jafnframt góð- an vin. Við barnabörnin sem ólumst upp í túnfætinum hjá ömmu Sig- ríði og afa Steingrími áttum þar ætíð svo öruggt athvarf að Nes var okkar annað heimili og afi og amma okkar aðrir foreldrar. Þeg- ar litið er um öxl koma upp í hug- ann ótal minningar um ferðir okkar yfir túnið út i Nes. Alltaf var litlum gestum boðið upp á eitthvað góðgæti, eftirminnilegast er líklega nýbakað flatbrauð með nýreyktum silungi eða laxi, eða sætabrauð sem alltaf var til i bauk. Oft var líka notalegt að skríða undir sæng afa og ömmu ef kalt var úti eða ef gist var í Nesi. í minningunni eimir enn eftir af sérstakri, þægilegri lykt sem til- heyrir þessum löngu liðna tíma og tif gömlu vekjaraklukkunnar ómar enn i eyrum og minnir okkur á óstöðvandi framrás tímans. Ein- staka sinnum stálumst við i garð- inn hennar ömmu og gerðumst þá djarftæk bæði til hindberja og rifsberja. Slíkt góðgæti spratt ekki í hverjum garði á þessum tíma, en amma vann natin við garðyrkjuna. Okkur er lika minn- isstætt þegar við sátum í gamla „skála" og nöguðum nýreykta laxasporða úr reykkofanum frá afa. Alltaf töluðu amma og afi við okkur af mikilli þolinmæði og skynsemi og fórum við jafnan vis- ari af þeirra fundi. Sama gilti um börnin okkar þó að fæst þeirra nytu þess að kynnast langafa sín- um, Steingrími, en hann lést fyrir 15 árum. En langamma fylgdist vel með uppvexti barnabarna- barna sinna. Þau leituðu oft á hennar fund eftir að þau komust á legg. Það segir raunar meira en mörg orð, enda var umhyggja hennar fyrir þeim jafnt og okkur einstök. Þó að barnabörnin væru 9 og barnabarnabörnin 16 þá gleymdist aldrei neinn. Allir áttu rúm í hennar stóra hjarta. Segja má að hún fengi aldrei nóg af börnum. Hún var alltaf boðin og búin að tala við þau, lesa fyrir þau, prjóna á þau sokka og vettl- inga eða gera fyrir þau hvað ann- að sem kom þeim best. Oft benti hún okkur á hvaða eiginleika þau hefðu hvert fyrir sig og var hún furðuglögg á slíkt. Þær eru lika ófáar kveðjurnar og árnaðarósk- irnar sem fylgja börnum okkar út í lífið frá langömmu, margar í vísuformi. Hún unni ljóðlist og var létt um að gera fallegar tæki- færisvísur. Það var alltaf gaman að koma til ömmu Sigríðar, eða „ömmu lang“ eins og langömmubörnin kölluðu hana. Alltaf var hún glöð og gamansöm og alltaf vissi hún hvernig okkur öllum vegnaði. Ef eitthvað fór úrskeiðis var kannski ekki endilega sagt margt, heldur höndin þrýst og djúp, leiftrandi augun látin tala. Á góðum stund- um var glaðst af einlægni og dill- andi hlátur hennar hljómar ennþá í minningunni. Vegna þess hve amma Sigríður var alltaf virkur þátttakandi í lífi okkar er kveðjustundin sár, þó að hér lútum við því lögmáli lífsins að þeir sem komnir eru á efri ár hverfi héðan. En hún amma varð bara aldrei gömul. Síung og ern fram á síðasta dag, stöðugt að rifja upp og segja frá gamalli tíð, gömlum vísum og gömlum sögum. En hún lifði líka í nútímanum og horfði af raunsæi fram á við. Vegna þess hve fortíð ömmu var alltaf sjálfsagður hluti af henni sem við áttum hlutdeild í langar okkur að rifja hana upp í stærstu dráttum. Hún hét fullu nafni Sigríður Vilhelmína Pétursdóttir og fædd- ist á Sýreksstöðum í Vopnafirði árið 1899. Yngsta barn hjónanna Kristbjargar Guðmundsdóttur frá Húsavík í S-Þing. og Péturs Stef- ánssonar frá Sænautaseli í Jök- uldalsheiði. Eldri systkini hennar voru Stefanía og Karl Valdimar og elstur hálfbróðir, ólafur Jónsson. Barnung missti Sigríður föður sinn og leystist þá heimilið á Sý- reksstöðum upp. Eldri börnin fóru til vandalausra en Sigríður fylgdi móður sinni. Voru þær fyrst nokk- ur ár í Vopnafirði en fluttust síð- an til Húsavíkur þar sem þær unnu fyrir sér og Sigríður gekk í unglingaskóla Sigurðar Bjarklind. Sigrfður undi sér vel á Húsavík og þótti alla tíð vænt um staðinn. En sem unglingsstúlka réðst hún barnfóstra og síðar kaupakona að Garði í Aðaldal til Bergljótar Benediktsdóttur og Sigurðar Bald- vinssonar. í Garði réðust örlög Sigríðar því að þar kynntist hún Steingrími Baldvinssyni frá Nesi sem síðar varð eiginmaður henn- ar. Þau gengu i hjónaband árið 1919, þegar Sigríður var 20 ára gömul, og fluttust að Nesi þar sem þau bjuggu síðan allan sinn bú- skap í farsælu hjónabandi. Þau eignuðust fjögur börn sem eru tal- in í aldursröð: Jóhanna Álfheiður, Pétur og tvíburarnir Arndís Björg og Kristbjörg Freydís. Nes er kirkjustaður og voru þau hjón staðarhaldarar um langt árabil eða allt þar til Steingrímur féll frá, 1968. Nes er mikii laxveiðijörð og þar voru veiðimenn snemma tíðir gestir og ráku þau hjónin lengi greiðasölu í þvf sambandi. Lengi var Steingrímur kennari í Aðaldal og var oft farskóli f Nesi eins og á fleiri bæjum. — Oftast var því mannmargt í Nesi og gestkvæmt hjá þeim Siggu og Steina, voru þau líka bæði félags- lynd og skemmtileg heim að sækja. Eftir að Steingrímur lést hélt Sigríður heimili með Pétri syni sínum, fyrst í Nesi og síðustu árin i Laxárnesi hjá honum og önnu Maríu tengdadóttur sinni. Hún amma hefði orðið 85 ára 13. mars næstkomandi ef hún hefði lifað. Hún lést f Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri eftir fárra daga legu þar. Ekki hefði okkur dottið í hug síðastliðin jól, er hún dvaldi glöð og hress heima í Árnesi, að hún ætti aðeins eftir að vera rúm- an mánuð á meðal okkar. En áreiðanlega hefur hana sjálfa grunað að tíminn styttist, þannig talaði hún, en hún hlakkaði til endurfundanna við ástvininn sinn sem alltaf var henni efst í huga. Til hennar orti hann meðal annars þessa vísu: Framundan ókunn eilífð. — Inn á hin duldu svið, — öruggur get ég gengið og glaður með þig við hlið. (S.B.) í fullvissu um að afi og amma gangi nú glöð hlið við hlið á þvf sviði sem okkur er dulið munum við ætíð minnast þeirra með djúpri virðingu og þakklæti. Völundur, Sigríður, Hildur, Hilmar og fjölskyldur. Nokkur orð til frænku og fóst- urmóður minnar, Sigríðar Péturs- dóttur, sem kvaddi þennan heim 1. febrúar í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Hún var fædd að Síreksstöðum í Vopnafirði 13. mars 1899. Gift Steingrími Baldvinssyni kennara og bónda frá Nesi í Áðaldal. Þau tóku mig að sér á unga aldri og reyndust mér sem bestu foreldrar. Steingrímur andaðist því miður fyrir aldur fram, 1968. Eg minnist sérstaklega allra vetrarkvöldanna, sem við frænka vorum einar heima meðan Steingrímur var við kennslustörf. Þá var ekki sjónvarp eða önnur hjálpartæki til að stytta stundirnar, en við fundum okkur alltaf eitthvað til. spil eða hún sagði mér sögur. Á þessum kvöldum lærði ég margt sem kom- ið hefur mér vel í lffinu. Þessi fátæklegu orð eru hinsta kveðja mín til frænku. Hafi hún þökk fyrir allt og allt. Kristbjörg Ólafsdóttir Ragnheiður Jóns- dóttir - Minning Fædd 4. mars 1891 Dáin 31. janúar 1984 Þann 31. janúar 1984 lést að Dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, Ragnheiður Jónasdóttir, fv. hús- frú á Vestra-Miðfelli Hvalfjarðar- strönd. Ragnheiður var fædd að Bekanstöðum í Skilmannahreppi 4. marz 1891, þar bjuggu foreldrar hennar árin 1890—95, hjónin Jón- as Sveinsson og Guðrún Jónsdótt- ir. Á Ölvaldsstöðum bjuggu þau 1895—98 og á Vestra-Miðfelli eftir það meðan bæði lifðu. Þau voru borgfirskrar ættar, hann ættaður úr Reykholtsdalnum, sonur Sveins Björnssonar og k.h. Eirnýjar Guð- mundsdóttur. Guðrún var dóttir Jóns Runólfssonar bónda á Vatnshömrum. Hún átti systkini hér á Akranesi, Þorstein á Grund, Vilhjálm í Þinghól og Júlíönu á Völlum. Móðir þeirra var Ragn- heiður Jóhannsdóttir Tómássonar prests á Hesti. Ragnheiður var ein dóttir sinna foreldra, bræður hennar þrír, Jón, Jónas og Sigurð- ur, dóu ungir að árum. Þann 11. maí 1918 gekk Ragnheiður að eiga Arnfinn Björnsson. Hann var fæddur að Fjarðarhorni í Gufu- dalssveit 16. des. 1893. Foreldrar hans voru Björn Arnfinnsson, bóndi þar, og k.h. Guðrún Guð- mundsdóttir Jónjsonar (Arnar- dalsætt). Arnfinnur var lærður skipasmiður og vann langa tfð að þeirri iðn. Jafnframt var hann bóndi á Vestra-Miðfelli 1918 til 1944. Það ár fluttu þau hjón til Akraness, byggðu sér þar stórt steinhús á Vesturgötu 96, þar áttu þau sitt heimili upp frá því, meðan bæði lifðu. Arnfinnur dó 13. okt. 1970. Þau Ragnheiður og Arnfinn- ur eignuðustu 10 börn hér talin í aldursröð: Björn Scheving bifr.stj.; Guðrún Lára húsfrú Hrafnabjörgum; Aðalheiður hús- frú Akranesi; Sigríður húsfrú á Skrauthólum; Kjalarnesi; Ásdís húsfrú í Hafnarfirði; Jónas múr- ari á Akranesi; Grétar lést ung- barn; Arnfinnur rafvirki á Akra- nesi; Margrét húsfrú á Patreks- firði; og Ragnar múrari á Akra- nesi. Þetta er hinn ytri rammi lífsmyndar Ragnheiðar, innan hans hefur að sjálfsögðu gerst stór saga margofin ýmsum þráð- um hins mannlega lífs. Oft var líf- ið áhugavert og ánægjulegt, hjá hinu varð tæpast komist að mæta einhverjum erfiðleikum. En eitt er víst, á mótlætinu var sigrast af heilli dáð og dugnaði. Þessari heiðurskonu var ekkert fisjað saman. Hún var einstök af létt- leika, fjöri og orku til að takast á við hin erfiðustu verkefni. Þeir sem gleggst vita muna þá tíð þeg- ar Ragnheiður, húsmóðir á Vestra-Miðfelli, tíu barna móðir, börnin sitt á hvoru árinu ung að árum, oft nýr erfingi á leiðinni; þannig á sig komin mátti þessi hugdjarfa kona sjá um börn og bú, í fjarveru manns síns, sem vann við skipasmíðar á Akranesi, til að afla heimilinu tekna svo öllum mætti vel lfða. Þau hjónin áttu snoturt bú og því varð að sinna. Því má ekki gleyma að sér til að- stoðar hafði Ragnheiður gamla, góða vinkonu, sem vann mikið að útiverkum, það var engin einn sem hafði Siggu gömlu í verk'unum, hún var dyggðarhjú og húsbónda- holl. Þarna var vel um búfé hirt. Búshættir á þeirri tíð voru form- fastir, erfiðir og þægindasnauðir, miðað við það sem nú þekkist. Ragnheiður stofnaði sitt heimili í sínum föðurgarði, sem henni var einkar kær. Hún var sveitabarn í eðli sínu og unni æskusveitinni sinni. Á Vestra-Miðfelli hygg ég að hún hafi best unað hag sínum, þó oft ætti hún þar annasama daga. Það er fallegt á Vestra-Miðfelli og jörðin notadrjúg, þetta er aðlað- andi sveit, því engin furða þó fólk festi þar djúpar rætur. Arnfinnur var mikill dugnaðaðarmaður, hann lagaði til á Vestra-Miðfelli, byggði þar hið srotrasta íbúðar- hús, járnklætt timburhús, gripa- húsin voru einnig hin þokka- legustu, miðað við þann tíma. Fal- lega túnflöt ræktaði hann sunnan við túnið. Það þótti góð viðbót við túnið í þá daga, þó síðar hafi allt orðið stórtækara, með aukinni tæknivæðingu. Þrátt fyrir það að Arnfinnur lagaði til á jörð sinni, fann hann sig ekki í bóndastarf- inu. Ég hdd honum hafi leiðst það, hann var á öðru sviði. Hann var mikill og góður smiður, ham- hleypa til verka, það gilti einu hvort smíðað var úr tré eða málmi. Hann sætti lagi að komast heim hvenært sem hlé varð á smíðum á Akranesi. Þótt heim væri komið hélt hann ekki að sér höndum. Ég minnist þeirra góðu stunda fyrir löngu síðan þegar ég var staddur í smiðjunni hjá hon- um, þegar hann var að hamra járnið heitt. Þeir voru margir sveitungarnir, sem áttu erindi við þennan leikna greiðamann. Það vantaði skeifur og skaflajárn og hina ýmsu búshluti. Ég veit að Arnfinnur var mikill greiðamað- ur, en launin fyrir unnin verk voru áreiðanlega ekki há. Mér eru fáar stundir í minningu þessara ára kærari en þær sem ég átti í smiðj- unni hans Arnfinns á Miðfelli. Hann var glettinn og gamansam- ur og hafsjór af bröndurum. Alltaf var hann jafn vingjarnlegur og alúðlegur í viðmóti, við okkur sem vöndum leið okkar til hans. Þá var viðmótið hlýtt og glaðlegt hjá hús- móðurinni. Hún bjó yfir miklu jafnaðargeði, hún Ragnheiður. Þrátt fyrir margt fólk í heimili og frekar þröngan húsakost, miðað við nútímann, þá var þarna skóla- hald, svonefndur farskóli, og þar sóttum við nám krakkar af öðrum bæjum og gengum á milli bæja. Allt þætti þetta önugt og erfitt nú til dags, sem þótti ágætt í þá gömlu góðu daga. í sannleika sagt eru mínar minningar frá þessum tíma afar kærar. Og þá ekki hvað síst veran á Vestra-Miðfelli, í fyrsta lagi vegna þess hve mér lík- aði vel við þetta fólk. Þau voru samvaldar ágætis manneskjur, Vestra-Miðfellshjónin. Alla tíð átti ég þau að tryggðarvinum. Hvar og hvenær sem þau urðu á vegi mínum sýndu þau sinn dygga vinarhug. Ragnheiður var létt á fæti og naut þess að hreyfa sig og fara göngutúra. Hún hélt sér líka ótrúlega vel til hárrar elli. Hún var svo létt og nægjusöm með það sem henni var ætlað í tilverunni. Þau hjón bjuggu við barnalán. Börn þeirra eru mikið ágætisfólk, vel gert dugnaðarfólk. Mér er sagt að Ragnheiður hafi mætt hress og glöð að vanda í morgunverkin, farið að því loknu inn og lagt sig og ekki vaknað til þessa lífs aftur, slík lausn hlýtur að vera óskastund gamals fólks, sem er á förum. Eg samgleðst þessari heiðurskonu vegna þess sem lífið henni var og óskastund- inni, sem batt enda á það að lok- um. Við hjónin eigum góðan hug til þeirra hjóna, minningin um þau er okkur kær. Megi þeim vel vegna á landi ljóss og friðar. Valgarður L Jónsson frá Eystra-Miðfelli. t Eiginmaður minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi, ÞÓRARINN STEFÁNSSON, Bifröst, Reyöarfiröi, er lést mánudaginn 6. febrúar, verður jarösunginn frá Búðareyrar- kirkju, laugardaginn 11. febrúar, kl. 14.00. Anna Björnsdóttir, Asta Hrafnkelsdóttir, Sigriöur Þórarinsdóttir, Siguröur Guöleifsson, Guöríöur Þórarinsdóttir, Benedikt Brynjólfsson, Margrét Þórarinsdóttir, Þorsteinn Jónsson, Stefán Þórarinsson, Ólöf Magnúsdóttir, Guömundur Þórarinsson, Dagný Siguröardóttir, Maria Þórarinsdóttir, Leif Egeskov, Sigurberg Þórarinsson, Edda Snorradóttir, Þór Þórarinsson, Kolbrún fvarsdóttir, Sveinbjörn Þórarinsson, Dögg Kjartansdóttir, Vilmundur Þórarinsson, Kristín Þórarinsdóttir, Elmar Ingibergsson, Guörún Rúnarsdóttir, Ingibergur Stefánsson, Saga Helgadóttir, Ketill Jónmundsson, Sólveig Helgadóttir, Gunnlaugur Arnason, Guörún Helgadóttir, og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.