Morgunblaðið - 10.02.1984, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 10.02.1984, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1984 Fyrstu gullverðlaunin til Finnlands: „Uppskar nú loks margra ára vinntT — sagði sigurvegarinn í 10 km göngunni Frá fréttamanni AP, Mika Clark, í Sarajevo: FYRSTU gullverölaun 14. vetrarólympíuleikanna í Sarajevo vann finnska stúlkan Marja Liisa Hamalainen, er hún sigraöi meö glæsibrag í 10 km skíöagöngu í gærdag. Tími hennar var 31:44:2 mín. Tími Marja Liisa var 18,7 sek. betri en rússnesku stúlkunnar Smetaninu, sem varö í öðru sæti. En Smetanina hefur unniö gullverölaun í 10 km skíða- göngu á síöustu þremur ólympíuleikum. Finnsku stúlkunni var ákaft fagnað af löndum sínum er húr kom í mark sem sigurvegari. Hún hafði náð bestum tíma allra kepp- Körfuknattleikur: Keflavík mætir UMFN EINN LEIKUR fer fram í úrvals- deildinni í körfuknattleik í kvöld. Keflavík og Njarövík mætast í Keflavík og hefst leikurinn kl. 20. Staðan er þessi: Njarövík 15 12 3 1211:1115 24 KR 15 8 7 1078:1073 16 Haukar 15 8 7 1082:1093 16 Valur 15 7 8 1244:1162 14 Keflavík 15 6 9 1002:1129 12 ÍR 15 4 11 1124:1169 8 Stigahæstir: Valur Ingimundarson Njarðv. 400 Pálmar Sigurösson Haukum 328 Kristján Ágústsson Val 297 Þorsteinn Bjarnason Keflav. 250 Torfi Magnússon Val 246 Jón Kr. Gíslason Keflav. 240 Hreinn Þorkelsson ÍR 236 Gunnar Þorvaröarson Njarðv. 220 enda strax eftir fimm kílómetra og bætti stööugt stööu sina í göng- unni. Sigur hennar var aldrei í hættu. Þetta eru þriöju ólympíu- leikarnir sem Marja tekur þátt í. Hún sagöi viö fréttamann AP eftir gönguna í gær: „Ég uppskar loks margra ára vinnu viö erfiöar æf- ingar og undirbúning, en þetta var vel þess virði.“ Reiknaö er meö því aö Marja Liisa eigi góöa möguleika á sigri í 5 km skíöagöngunni á sunnudag og líka í 20 km göngunni 18. febrúar. Athyglisvert er, aö fjórar norskar stúlkur voru í 10 fyrstu sætunum í keppninni í gær. Úrslit í 10 km skíðsgOngu kvsnna: Marja Liisa, Finnlandi 31:44.2 Raissa Smetanina, Sovétr. 32:02.9 Brit Pettersen, Noregi 32:12.7 Berit Aunli, Noregi 32:17.7 Anne Jahren, Noregi 32:26.2 Lillemor Marie Risby, Svíþj. 32:34.6 Marit MyrMael, Noregi 32:35.3 Youlia Stephanova, Sovétr. 32:45.7 Nadejda Bourlakova, Sovétr. 32:55.8 Kvetoslava Jeriova, Tékkósl. 32:58.7 Morgunblaölö/Símamynd frá Sarajevo. AP. Tom Smart. • Hún er stór og stæóileg finnska stúlkan Marja Liisa Hamalainen sem sigraói í gær í 10 km skíöagöngu. Hún hlaut fyrstu gullverölaun vetrarólympíuleikanna aö þessu sinni, sigraði örugglega í sinni grein. „Ólympíublaóið" ÓLYMPÍUNEFND íslands hefur ákveöió aö gefa út blað einu sinni á ári ( framtíöinni — Ólympíu- blaöið — en þaö mun reyndar koma tvisvar út þau ár sem leik- arnir fara fram. Fyrsta tölublaöið kemur út í kringum 20. þessa mánaöar. „Blaöiö á aö vera sögulegs eöl- is. Hér er ekki um fréttablaö aö ræöa. Viö drögum fram ýmsar al- mennar upplýsingar um Ólympíu- leikana og íslensku Ólympíunefnd- ina, störf hennar og sögu," sagöi Gísli Halldórsson, forseti íslensku Ólympíunefndarinnar, í samtali viö Morgunblaöiö í gær. Blaöiö veröur 20 síöur í A-4 broti. Því veröur dreift gegnum dreifingarkerfi ÍSÍ. Ritstjóri blaös- ins er Kjartan L. Pálsson, blaöa- maöur. — SH Næsta sumar: „Þjálfari mánaóarins* valinn Á NÆSTA keppnistímabili mun Adidas-umboöiö í samstarfi viö KSÍ og KÞÍ gangast fyrir kosn- ingu „Þjálfara mánaöarins" í knattspyrnunni. Atkvæöisrétt munu þjálfarar allra deilda hafa og kjósa þeir einn úr sinni deild. Kosið verður fjórum sinnum, fyrir júní, júlí, ágúst og september. í 4. deild veröa kosnir tveir bestu þjálfarar sumarsins. Svipaöar kosningar tíökast víöa erlendis, t.d. í Englandi, þar sem „Manager of the Month" er ætíö valinn. Þeir sem bestir þykja þar fá talsvert magn ákveðins drykkjar í verölaun! Ekki er vitaö hvort ein- hver slík aukaverölaun fylgja nafnbótinni hér á landi. — SH. ÖjfclaShiCA si I n vun- X' V: ^ Alpa- greinar fcarla greinar fcvenna Ólympíu þorpið 1. ~ s, • — Skaula-1 JT t f \ Satning hlaup Liathlaup lahokkí # Á þessari mynd má sjá Ólympíusvæðið í Sarajevo, og inn á hana er merkt hvar keppt er í hveri grein.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.