Morgunblaðið - 10.02.1984, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 10.02.1984, Blaðsíða 48
EITT KORT ALI5 SIAÐAP FÖSTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1984 VERÐ í LAUSASÖLU 20 KR. Atvinnu- lausir hátt á fjórða þúsund HÁTT á fjórða þúsund manns gengu að jafnaði atvinnulausir á ís- landi dag hvern í janúarmánuði og mun það jafngilda því að nálega 3,5% mannafla á vinnumarkaði hafi verið án vinnu í þeim mánuði. Upp- hæð útgreiddra atvinnulevsisbóta hefur því numið nálega 35—40 milljónum. Samkvæmt þessu hefur atvinnuleysi stóraukist í janúar samanborið við desember, en þá var atvinnuleysi 2% af mannafla á vinnumarkaði, og var það tvö- földun, ef miðað er við meðaltals- atvinnuleysi á árinu 1983 sem var 1%. Atvinnuleysisdagar í des- ember voru samtals nálægt 48 þúsund á öllu landinu, sem jafn- gildir því að um það bil 2.200 manns hafi gengið atvinnulausir í þeim mánuði. Þegar Morgunblaðið kannaði atvinnuleysið á nokkrum stöðum á landinu í gær var það nær ein- róma niðurstaða að ástandið væri verra í janúar en það var í des- ember, þó finna mætti einstaka undantekningar. í Reykjavík einni hafði atvinnuleysi aukist úr rúmlega 10 þúsund atvinnuleys- isdögum í desember f tæplega 17 þúsund í janúar, en það jafngildir að 850 manns hafi verið atvinnu- lausir í Reykjavík allan mánuðinn á móti 468 að meðaltali dag hvern í desember. Á Akureyri voru 5.160 atvinnu- leysisdagar í janúar, sem jafn- gildir því að 235 hafi verið atvinnulausir að staðaldri. Það sem af er febrúarmánuði hefur ástandið f atvinnumálum lagast, þar sem mörg fiskvinnslu- fyrirtæki eru komin af stað á ný, en að sögn kunnugra má búast við að febrúarmánuður verði einnig talsvert þungur í skauti áður en ástandið fer að batna til muna. Lögreglumenn leita að hugsanlegum vitnum fyrir framan útibú Iðnaðarbankans í gærkvöldi skömmu eftir að þjófur komst undan með á fjórða hundrað þúsund krónur. Morgunblaðið/Júlíus. Þjófnaður úr útibúi Iðnaðarbankans í gærkvöldi: Hrifsaði á f jórða hundrað þúsund úr skúffu gjaldkera Þjófurinn náði að slíta sig lausan þegar starfsfólk reyndi að hefta för hans UNGUR maður stal á fjórða hundrað þúsund krónum úr útibúi Iðnaðarbanka fslands í Drafnar- felli í Breiðholti um hálfsjö í gær- kvöldi. Þjófnaðurinn átti sér stað hálftíma eftir að bankanum var lokað og samkvæmt heimildum Mbl. var manninum hleypt inn um hliðardyr og mun hann hafa hrifs- að féð úr skúffu gjaldkera. Ekki er Ijóst af hverju manninum var hleypt inn. Starfsfólk, sem vann að uppgjöri eftir annríki dagsins, reyndi að hefta för mannsins þeg- ar hann flýði með féð, en hann náði að slfta sig lausan og hverfa út í myrkrið. Lögregla var þegar kölluð á vettvang og var um tuttugu lög- regluþjónum stefnt á staðinn. Víðtæk leit fór fram í nágrenn- inu og lögreglumenn hófu að yf- irheyra fólk í nágrenninu. Lög- reglumenn gengu í sjoppur og myndbandaleigur í verslunar- miðstöðinni við Drafnarfell og leituðu að hugsanlegum vitnum. Rannsóknarlögreglumenn komu fljótlega á vettvang og hófu rannsókn málsins. Ekki hafði tekist að hafa hendur í hári þjófsins þegar Mbl. fór f prentun í nótt. Maðurinn var óvopnaður og reyndi ekki að hylja andlit sitt. Ekki hafði verið gefin út lýsing á manninum, en samkvæmt heim- ildum Mbl. er líklegt að hann sé um tvítugt. Hann var klæddur gallabuxum, vestisúlpu og létt- um íþróttaskóm. Rannsóknar- lögregla ríkisins varðist frétta af gangi mála í gærkvöldi. Vinna fallið niður í tvo daga af fjórtán SAMNINGANEFNDIK starfsmanna og framkvæmdastjórnar íslenska ál- félagsins hófu að funda að nýju hjá Kíkissáttasemjara klukkan 11 í gærmorgun, og var fundað í allan gærdag. Um kvöldmatarleytið var gert matarhlé og hófst fundur að nýju kl. 21.00 og var búist við að hann myndi standa eitthvað frameftir. í dag verður byrjað að minnka straum á kerum í álverinu, en gerð hefur verið áætlun um minnkun straums sem nær fram til 23. febrú- ar. Þá verður að vera búið að minnka framleiðsluna um 20% og allt tilbúið til að loka álverinu, en um það eru ákvæði í kjarasamning- um, að vinnu eigi að halda uppi í álverinu í að minnsta kosti 4 vikur eftir að verkfall skellur á til að koma í veg fyrir skemmdir á fram- leiðslutækjum, en á miðnætti í nótt voru 2 vikur síðan verkfallið hófst. Vegna fyrrgreindra ákvæða hefur vinna í raun aðeins legið niðri að fullu í tvo daga af fjórtán. EBE býður Grænlendingum 450 milljónir árlega fyrir veiðiheimildir: Koma verður í veg fyrir að EBE komi inn um bak- dyrnar með rányrkjuna — segir Eyjólfur Konráð Jónsson alþingismaður Morgunblaðið innti alþing- ismanninn Eyjólf Konráð Jóns- son álits á þessu máli og hafði hann eftirfarandi að segja: „Mér finnst það furðulegt framferði Efnahagsbandalags Evrópu að ætla sér að notfæra sér fjárhagserfiðleika Grænlend- inga, sem eru að fikra sig til sjálfstæðis, með því að bjóða þeim fjárgreiðslur gegn ávísun á lífsbjörg þjóðarinnar í bráð og lengd. Islendingum ber að sýna Græniendingum fullan skilning og skipa sér við hlið þeirra gegn þessari nýju nýlenduveldaásókn. Hagsmunir okkar, Grænlendinga og Færeyinga fara saman og okkur ber að vernda norðurhluta Atlantshafsins og hafa um það samvinnu og samráð við Norð- menn þar sem íslendingar hafa þegar samning við Norðmenn um samnýtingu hafsvæðanna um- hverfis Jan Mayen. Frá mínu sjónarmiði finnst mér alveg koma til greina, að Islendingar skuldbindu sig til að greiða Grænlendingum þá upphæð, sem Efnahagsbandalagið býður án þess að íslendingar veiddu einn einasta ugga í grænlenzkri lög- sömi. I öllu falli ber okkur að bregð- ast hart við þessum óhugnaði og leitast við að koma í veg fyrir að EBE-ríkin komist inn um bak- dyrnar í rányrkjustefnu sinni gagnvart okkur og nágrönnum okkar,“ sagði Eyjólfur Konráð Jónsson. Sjá nánar viðtal við sjávarút- vegsráðherra, frétt um tillögur framkvæmdastjórnar EBE og frásögn af umræðum um málið á Alþingi í gær á miðopnu blaðsins í dag. SAMKVÆMT tillögu framkvæmdastjórnar EBE verða Grænlendingar að veita EBE-löndunum verulegar veiðiheimildir við landið gegn aukaaðild að bandalaginu eftir úrsögn Grænlands úr því. Framkvæmdastjórnin býður Grænlendingum 450 milljónir króna árlega í fimm ár sem greiðslu fyrir veiðiheimildirnar. Sjávarútvegsráðherra, Halldór Ásgrímsson, segir í við- tali við Morgunblaðið, að fiskistofnar við Grænland séu í mikilli hættu og veiðar EBE þar gætu aukið nokkuð á hana.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.