Morgunblaðið - 11.02.1984, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 11.02.1984, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 1984 5 Tveir sjúkrabflar, sex lögreglubflar og slökkviliðsbfll komu brátt á staðinn. Voru börnin og bflstjórinn flutt á slysadeild Borgarspítalans. Morgunbladiö/ Júlíus. Mildi að börnin slösuðust ekki sagði Guðmundur Birgir Salomonsson „Það er óskapleg hálka á vegin- um þarna. Skipti því engum togum að þegar vindhviða skall á bflnum rann hann til á brúnni. Bíllinn fór á brúarhandriðið, sem gaf undan og brotnaði og síðan valt hann út í ána. Ég get ekki annað sagt en að það var mesta mildi að ekkert barnanna skyldi slasast," sagði Guðmundur Birgir Salomonsson, bflstjóri lang- ferðabifreiðarinnar sem valt af brú á lciðinni að Elliðavatni laust fyrir kl. 13 í gsr. „Krakkarnir, sem eru á bilinu sex til fjórtán ára, stóðu sig eins og hetjur, en auðvitað greip nokk- ur hræðsla um sig. Það gekk ágætlega að koma þeim út úr bíln- um og hjálpaði Ásgeir Jamil, einn þeirra, mér við það. Síðan komu lögreglubílar, tveir sjúkrabílar og slökkviliðsbíll fljótlega á staðinn, en sem betur fer slasaðist enginn alvarlega, krakkarnir fengu skrámur og í einum brotnaði tönn. „Hálkan þarna er óskapleg, til dæmis átti annar sjúkrabíllinn i miklum vandræðum með að kom- ast upp brekkunna að brúnni og á endanum var hann dreginn upp af slökkviliðsbílnum. Það virðist ekki eiga af okkur að ganga á þessum vegarkafla. Á fimmtudag- inn í síðustu viku sátum við föst, fimm krakkar og ég, í fimm klukkutíma á sama stað og svo þetta núna. Erfíðast að kom- ast út úr bflnum sagði Ásgeir Jamil Allansson, 14 ára „ÉG HELD að það hafl bjargað okkur hvað þetta gerðist svo rólega. Við vorum á lítilli ferð niður brekk- una þegar bíllinn kom að brúnni og fór á hliðina ofan í ána,“ sagði Ás- geir Jamil Allansson, 14 drengur sem var einn af nemendum Ár- bæjarskóla í langferðabflnum. „Verst var að komast út úr bflnum. Það var komið töluvert vatn inn í hann og krakkarnir voru orðnir blautir og kaldir og náttúrulega hræddir. Birgir bílstjóri reyndi fyrst að opna hurðina, en þegar það gekk ekki reyndi hann að brjóta rúðu til að við kæmumst út. Þá kom þarna maðurinn af næsta bæ, en hann og konan hans höfðu séð hvað gerðist og hringt á hjálp. Þegar hann var kominn gekk okkur vel að opna hurðina og hann hélt henni á meðan krökk- unum var komið út. Okkur var öll- um ægilega kalt og við fórum inn í bílinn hans. Þar var auðvitað þröngt á þingi, tólf manns í einum Ljósm. Mbl / KEE. Ásgeir Jamil Allansson kominn heim og sestur niður við námið eftir erflðan dag. bíl. Síðan biðum við í hlýjunni þangað til lögreglan og sjúkrabíl- arnir komu, sem var mjög fljót- lega. Það má segja að þetta hafi verið mikil reynsla," sagði Ásgeir Jamil að lokum. SigurJóhannsí úrslitaskákinni Skák Margeir Pétursson JOHANN Hjartarson bætti enn um betur f tíundu og næstsíðustu umferð BúnaðarbankamóLsins með því að vinna einn helsta keppinaut sinn um efsta sætið, llelga Olafsson, í æsispennandi skák. Helgi, sem hafði svart, náði að jafna taflið eftir byrjunina og virtist um tíma standa betur. I 31. leik seildist Jóhann síðan í fjar- lægt kantpeð með drottningunni og virtist þar með bjóða hættunni heim því Helgi fékk nú hættuleg sóknarfæri. En þegar neyðin virtist stærst lumaði Jóhann á stórkost- legum varnarleik, (37. He6!!) sem létti nægjanlega á stöðunni. Síðan fór skákin í bið og ljóst að Jóhann stæði betur, þó miklar hættur væru í stöðunni. Helgi hafði drottningu og riddara sem voru bæði tilbúin til sóknar og áttu margir því von á að Jóhann myndi láta sér nægja að taka jafntefli með þráskák. En í klukkustundarhléinu, sem gert var áður en biðskákir voru tefld- ar, fundu Jóhann og hjálpar- kokkar hans stórkostlega mannsfórn sem tryggði sigurinn. Jóhann hafði aðeins tvö peð fyrir riddara, en slíkar skepnur eru skrefstuttar og eftir að hann náði að mynda sér frípeð, bæði á a-línunni og h-lfnunni, voru úr- slitin ráðin, því riddarinn komst ekki yfir að gæta þeirra beggja. Hér kemur þessi stórskemmti- lega spennuskák, tvímælalaust sú eftirtektarverðasta á mótinu: llvítt: Jóhann lljartarson Svart: Helgi Ólafsson Spænski leikurinn 1. e4 — e5, 2. Rf3 — Rc6, 3. Bb5, — a6, 4. Ba4 — Rf6, 0-0 — Be7, 6. d4 — exd4, 7. e5 — Re4, 8. Rxd4 — 0-0, 9. Rf5 — d5, 10. Bxc6 — bxc6, 11. Rxe7+ — Dxe7, 12. Hel — He8, 13. f3 — Rd6, 14. b3 — f6, 15. Bb2 — RI7, 16. f4 — fxe5, 17. fxe5 — Bf5, 18. Rc3 — Had8, 19. Dd4 — Rg5, 20. Ra4 — Re6, 21. Dd2 — d4, 22. Hfl — Hf8, 23. Hael - Bg6, 24. Bcl - Hxfl+, 25. Hxfl — h6, 26. Rb2 — Rg5, 27. Rd.3 — Re4, 28. Da5 — Rc3, 29. Rf4 — Be4, 30. Hel — c5, 31. Dxa6 — I)xe5, 32. Bd2 — Kh7, 33. a4 — Hd6, 34. Dc8 — Hf6, 35. g3 — Dd6, 36. a5 — Bc6, 37. He6 — Hxf4, 38. Bxf4 — Dd5, 39. Hxc6 — Dxc6, 40. Df5+ — Kg8, 41. Dc8+ — Kh7, 42. Df5+ — Kg8, 43. Be5 — Re2+, 44. Kf2 — Rc3, 45. Dc8+ — Kh7, 46. | DI5+ — Kg8, 47. Dc8+ — Kh7, 48. Dxc7 — Dg6, 49. I)xg7+ — Dxg7, 50. Bxg7 — Kxg7, 51. a6 — Rb5, 52. Ke2 — Kf6, 53. Kd3 — Ke5, 54. Kc4 — Rc7, 55. a7 — Kd6, 56. g4 — Kc6, 57. h4 - Kb6, 58. h5 - Kxa7, 59. g5 — hxg5, 60. h6. Hér átti að hefja skákina í þriðja sinn í gærdag, en Helgi ákvað að gef- ast upp án frekari taflmennsku. Vegna tímaskorts hefur orðið að láta skákina koma hér skýr- ingarlausa, en vonandi verður hægt að bæta úr því innan skamms og sýna þá svart á hvítu hvar Helga varð fótaskortur í annars ágætri stöðu. Þetta eru skilaboö v dagsins frá Daihatsusalnum Hér fyrir neöan sjáið þið örlítið sýnishorn af frábæru úrvali notaðra bíla í hinum glæsilega Daihatsu-sal. Komið og gerið okkur tilboð. Við erum mjög sveigjanlegir. Árg. Lilur Km Verö \ Daihatsu Charade XTE 5 dyra '83 Vínr. met. 15.000 240 þús. Daihatsu Charade XTE 5 dyra '82 Silf.bl. met. 35.000 210 þús. Daihatsu Charade XTE 5 dyra ’81 Vínrauður 19.000 190 þús. Daihatsu Charade XTE 5 dyra ’80 Vínrauður 23.000 155 þús. Daihatsu Runabout Turbo ’82 Svartur 33.000 280 þús. Daihatsu Runabout XTE 5 gíra '82 Vínrauður 24.000 210 þús. Daihatsu Runabout XTE 4ra gíra ’81 Blár met. 35.000 190 þús. Daihatsu Runabout XTE 4ra gíra ’80 Silfurgr. 57.000 150 þús. Daihatsu Charmant 1600 LGS ,5 gíra ’83 Gullbrons. 3.000 345 þús. Daihatsu Charmant 1300 LC 4ra gíra ’83 Silfurblár 10.000 290 þús. Daihatsu Charmant 1600 LE 5 gíra '82 Gullbrons 10.000 280 þús. Galant 1600 4ra gíra ’81 Grænn met. 30.000 240 þús. Toyota Tercel 4-dyra 5 gíra '82 Silfurgrár 28.000 245 þús. Mazda 323 GT 5 gíra ’81 Rauður 29.000 250 þús. Honda Accord 3-dyra 5 gíra 79 Vínrauður 29.000 185 þús. Opiö í dag DAIHATSUUMBOÐIÐ Armúla 23 85870-81733.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.