Morgunblaðið - 11.02.1984, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 11.02.1984, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 1984 Breytt heimilisfang nýtt símanúmer Skrifstofan er flutt í Hús verslunarinnar viö Kringlumýrarbraut (önnur hæð). Nýtt símanúmer er 68—7900. Eyjólfur K. Sigurjónsson, löggiltur endurskoðandi, Húsi verslunarinnar, 108 Reykjavík, sími 687900. 73ítdmdiha?uzinn ^^■tettnyötn 12- 18 „Eftiraóttur dwMl j*ppi“ Toyota Hilux 1982 Rauður. 5 gíra m/aflstýri. utvarp+ segul- band. sportfelgur o.fl. Yflrbyggður hjá R. Valssynl, ekinn 37 þús. km. Verö kr. 660 bús. BMW 315 1981 Silfurgrár, ekinn 20 þús. Snjó- og sumar- dekk. Verð 320 þús. Bonz Únimoc Lltur Orange, vál 6 cyl. Ekinn 36 þús. km. 6 gira. talstöð ToHrarutrðtl { toppstandi. Verð 290 þús. Citroén CB Roflex 1982 Hvítur, ekinn 53 þús. km. Aflstýri, útvarp og segulband. Verö 410 þús. ingor Rover 1978 Drapplitur, ekinn 100 þús. km. Beinskiptur m. overdrive. Uppt. kassl o.fl. Verö 470 þús. Verftlaunabfllinn vinsnli Rat Uno 45 1984. Blásanseraöur (ókeyröur). Verö kr. 230 þús. Saab 99 GL 1980 Drapplitaöur, 4ra dyra, eklnn 50 þús. Útvarp og segulband, 2 dekkjagangar. Dráttarkúla o fl. Verð kr. 260 þús. Mazda 323 (1500) 1983 Vínrauöur. ekinn 16 þús km. Utvarp ♦ seg ulband. 2 dekkjagangar. Verö kr. 275 þús. UsTits 626 2000 1981 Dökkbrúnn, eklnn 47 |>ús. km. Sjálfsk.. út- varp, segulband. Snjö- og sumárdekk. Verö 240 þús. Nú er þaö Reagan Þegar dró að kosningum í Bretlandi voru útvarps- hlustendur á íslandi sann- færðir um að Margaret Thatcher nseði því aldrei að verða forsætisráðherra aftur, svo illa hafði verið talað um hana í langan tíma í fréttum Ríkisút- varpsins að með öllu var óhugsandi að nokkrum skynsömum manni dytti i hug að veita henni stuðn- ing. Kosningarnar fóru fram og þeir sem biðu ósig- ur í þeim voru andstæð- ingar Thatchers, þeirra á meðal Einar Sigurðsson sem nú er kominn í fasta stöðu á fréttastofu sjón- varpsins en var áður frétta- ritari hlóðvarpsins í Lon- don. Nú dregur að þvi að kos- ið verði í forsetaembættið í Bandarikjunum. Það kem- ur í sjálfu sér engum á óvart að Stefán Jón Haf- stein sem nú er fréttaritari hljóðvarpsins i Bandaríkj- unum sé greinilegur and- stæðingur Reagans. Væri annað upp á teningnum hefðu orðið merkileg straumhvörf og þáttaskil á þessari ríkisreknu frétta- stofu sem nýtur einokunar á öldum Ijósvakans. Til marks um andúð Stefáns Jóns Hafsteins á stefnu og störfum Reagans nægir að nefna pistil sem hann las þjóðinni í kvöld- fréttum á fimmtudag. Þar var Reagan bæði gagn- rýndur fyrir að senda land- gönguliða til Beirút og einnig fyrir að kalla þá á brott þaðan. Raunar er það dæmigert fyrir mat frétta- stofunnar á atburðum á al- þjóðavettvangi að hún telur mestu skipta að líta á þá í gegnum gleraugu stjórnar- andstæðinga í Bandaríkj- unum. Fyrir Bandarikja- menn skiptir miklu hvort hundruð eða þúsundir landa þeirra eru í hættu f Beirút og eðlilegt er að ör- lög þeirra hafi áhrif á bandariskt stjórnmálalif. „Ameríkanisering“ Þeir sem hlusta á erlendar fréttir í ríkis- fjölmiðlunum ættu aö beina athyglinni aö því af og til hve oft litiö er á þróun mála þar í gegnum bandarísk gleraugu. Ekki fer heldur á milli mála aö yfirleitt komast fréttastofurnar aö þeirri niðurstööu aö stjórnvöld í Bandaríkjunum séu mesti bölvaldurinn á alþjóöavettvangi. Ein markveröasta undantekningin frá þessari „ameríkaniseringu" var þegar fréttastofa hljóövarps lét lesa úr leiöurum sænskra blaða um þaö þegar Ronald Reagan náöi kjöri. en þegar þessi áhrif eru orðin aðalatriðið f fréttum íslenska hljóðvarpsins, en ekki örlög Líbana sjálfra og eyðlegging á landi þeirra og þjóðfélagi, er ein- um of langt gengið. Þannig er þessu raunar háttað um miklu fleiri mál og nægir þar til dæmis að nefna atburði og þróun í Mið-Amoríku. Þessi „am- eríkanisering" á frétta- fhitningi er mjög áberandi í báðum ríkisfjölmiðlunum og tekur á sig fáranlega mynd þegar hún leiðir jafn- framt til þess að frétta- mennirnir telja sér skylt að ganga jafnan á hólm við Ronald Reagan, stefnu hans og störf. Ólafur á flótta Eitt af helstu einkennum á stjórnmálastörfum Ólafs R. Grímssonar, fyrrum þingmanns Alþýðubanda- lagsins, er að hann býr til ákveðin mál og hleypur síð- an frá þeim þegar megin- drættir þeirra taka að skýr- ast og við blasir að um póli- tiska loftkastalasmíð var að ræða. Eitt þannig mál er nú á döfinni milli Ölafs R. Grímssonar og Hannesar H. Gissurarsonar. Ólafur héh því fram að hug- myndasmiður Hannesar, Milton Friedman, væri talnafalsari og bar Ólafur fyrir breska fræðimenn meðal annars mann nokk- urn með ættarnafnið Hendry. Hannes mótmælti fyrir hönd Friedmans og skoraði á Ólaf í kappræður um málið. Eftir nokkurn umhugsunarfrest hefur Ólafur R. Grímsson komið með þá frumlegu tillögu að hann taki kannski áskorun Hannesar ef þeir Fried- man og Hendry rífist fyrst um talnarunurnar á opin- berum fundi í Reykjavík. Mál þetta hefur því fengið sama endi og önnur hjá Olafi, hann leggur á flótta frá eigin samsæri. Fylkingin í flokkinn aftur Fylkingin, gamla /Esku- lýðsfylkingin, sem yfirgaf Alþýðubandalagið á sínum tíma meðal annars til að helga sig stuðningi við helsta talsmann heimsbylt- ingarínnar, Leon Trotsky, sem drepinn var af laun- morðingja að undirlagi Stalíns, ætlar nú að ganga inn í Alþýðubandalagið aft- ur að því er segir í forsíðu- frétt f Þjóðviljanum í gær. Fylkingin er í alþjóðasam- tökum kommúnista sem stefna að því að heimurinn alhir komist undir marx- iska alræðisstjórn og Már Guðmundsson, fylkingarfé- lagi og hagfræðingur í Soðlabanka íslands, segir í Þjóðviljaviðtali í gær, að ákvörðunin um að ganga í Alþýðubandalagið sé í samræmi við stefnu „fjórða Alþjóðasambands- ins“ en þar hafi „sú lína lengi vorið uppi að starfa innan stórra verkalýðs- flokka eins og félagar okkar í Bretlandi starfa í Verkamannafiokknum og svo framvegis". Það eru einmitt trotskyistar og fé- lagar í slíkum öfgahópum sem taldir eru hafa spillt mest fyrir breska Verka- mannafiokknum í síðustu kosningum í Bretlandi, en hjá Alþýðubandalaginu er allt hey í harðindum eins og kunnugt er og þar hafa ráðmenna lengi litið von- glöðum augum til þess tíma að innviðir flokksins styrktust með liðssveitum Fylkingarinnar. HÖNNUNTIL sýning á Kjarvalsstöðum dagana 10.-19. febrúar •Ný íslensk skólahúsgögn — hönnuð með aukið heilbrigði íslenskra barna að leiðarljósi. •Ný skrifstofuhúsgögn - skrifstofustólar tölvuborð •Ný húsgögn úr beyki fyrir fundarsali og félagsheimili. •Stacco-stóllinn í nýjum búningi. Stjórnendur skóla og fýrirtækja og aðrir þeir sem láta sig varða heilbrigði skólabarna og skrifstofufólks ættu ekki að láta þessa sýningu fram hjá sér fara. STÁLHÚSGAGNAGERÐ STEINARS HF. SKEIFUNNI 6.SÍMAR: 33590.35110. 39555

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.