Morgunblaðið - 11.02.1984, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 11.02.1984, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 1984 Einsog mer synist Dagbókar- þankar undan skafli • • • • (lísli J. Asthórsson Fyrsti dagur Einn af þessum dögum þegar maður óskar þess satt að segja að það hefði verið Ingólfur Guð- brandsson sem sinnaðist við þá þarna útí Noregi um árið en ekki nafni hans Ingólfur Arnarson. Einn af þessum dögum þegar maður hefði fremur kosið að Ingólfur hefði rokið í fússi til Kanarí- eyja í staðinn fyrir hingað norðureftir. Upp einsog hani og mokaði mig útúr skaflin- um og góðakstraði í bæinn með umtalsverðum til- þrifum. Listin er að fara ekki hraðar en fótafúin skjaldbaka með afleita timburmenn og láta drusluna ráða ferðinni þegar hún hlammar sér oní hraðfrystu hjólförin og heldur að hún sé spor- vagn. Þannig má oftast komast þangað sem mað- ur þykist vera að fara ef maður velur réttar götur með réttum sporbrautum. Nú, og hafi maður aldrei komið í áburðarverk- smiðjuna í Gufunesi að vetrarlagi, þá er það þó frá. Hér á næstu grösum við Rívíeruna í Kópavogi (og endimörk skolplagnakerf- isins), þarsem lóðirnar eru tíðum meira en helm- ingi stærri en vænstu lóð- ir í Reykjavík (hí á Dav- íð), dunda menn sér við það um helgar að moka sig útúr húsunum sínum og niðrá götu; pústa þá smástund í iðulausri stórhríðinni og moka sig rösklega heim aftur. Elstu menn hér um slóðir muna ekki annað eins fannfergi síðan í gær. Á rúmhelgum dögum byrja menn daginn aftur á móti á því að kafa niðr- að druslunum sínum og róta frá þeim, og beygja sig þá sem einn maður niðrað þeim og sjúga þær. Þeir eru að anda þíðviðri inní beinfrosna lása, og geimverurnar, sem sumir þykjast vita að fylgist með hverju okkar fótmáli, hljóta að álíta að við séum mestu durtar. Mun fleiri eiginmenn sjúga drusluna en kvensuna sína áður en þeir halda í bæinn, stend- ur eflaust í ferðabækling- unum þeirra; og á góð- viðrisdögum á sumrin standa þessir sömu menn yfir druslunum og nudda þær eins og vitlausir menn á meðan eiginkon- urnar væflast undir rifs- berjarunnunum og plokka illgresi og dauða snigla. Mokaði mig útúr bíla- stæðinu í miðbænum og góðakstraði tíðindalaust heim og komst mátulega í gegnum ýsuna og að skjánum til þess að missa ekki af því þegar Ómar okkar var að útlista fyrir okkur í máli og myndum hvernig maður ætti að pjakka sérhannaðri pjötlu undir drusluna sina þegar henni yrði hált á svellinu og neitaði að fara lengra. Sjálfur var ég þá nýbúinn að góðakstra langleiðina til Þingvalla án þess að hreyfast úr stað. Ómar okkar hefur sem kunnugt er brennandi áhuga á druslum, og þar af leiðandi, og afþví sjón- varpið okkar er nú einsog það er, þá er umfjöllun þess um druslur líklega rækilegri en í nokkru öðru samfélagi á norðurhveli jarðar. Ekki að þetta sé nema meinlaust: það voru ekki mín orð. En samt veit ég um nokkra bölsýnismenn sem lifa í sífelldum ótta við það að Ómar fái einn góðan veðurdag brenn- andi áhuga á buxnasaumi. Næsti dagur Verð sífellt sannfærðari um hvað það sé heilnæmt fyrir sálartetrið að halda dagbók. Allir hafa gott af því að hafa eitthvað að föndra við í tómstundum sínum, en allir hafa því miður ekki efni á því né einu sinni tíma að lemja „Elstu menn muna ekki...“ af alefli i kúlu og tölta síðan útí móa að leita að henni. Auðvitað gengur mönnum misjafnlega að komast af stað og finnst jafnvel til að byrja með að þeir hafi ekkert markvert að segja frá, en þetta kemur allt með þraut- seigjunni. Ég veit um pilt sem fékk forláta loftriffil f jólagjöf og sömuleiðis forláta dagbók. Fyrsta daginn skrifaði hann: „Þoka og súld.“ Næsta dag skrifaði hann: „Þoka og súld.“ En þriðja daginn skrif- aði hann: „Þoka og súld. Skaut ömmu.“ Ég heyrði einhvers staðar eða las að Stein- grímur forsætisráðherra fengist við smíðar í tómstundum sínum og að hann hefði meira að segja komið sér upp smíða- kompu í kjallaranum í Arnarnesinu. Vissulega lofsvert framtak, en ég held samt hann ætti að leggja þetta á hilluna (kannski er hann meira að segja búinn að klambra einni saman) og helga sig dagbókinni f staðinn. Menn segja margt mis- jafnt um ráðherrana okkar (þóað það viti sá sem allt veit að ég er ekki í þeim hópi), en það verð- ur samt ekki af þeim skaf- ið að þeir vinna fyrir kaupinu sínu. Það ég hef séð til þeirra get ég varla ímyndað mér erilsamara starf, nema ef vera skyldi hjúkrunarkvensu að stumra yfir bráðri iðra- kveisu. Ráðherrar eiga bókstaflega aldrei frf- stund, og meira að segja á kvöldin, þegar þeir eru búnir að naga sig gegnum ýsuna og halda að þeir geti loksins byrjað að slappa af, þá byrjar síma- skrattinn. Ég sé ekki hvernig Steingrímur getur sinnt þessum smíðum sínum og samt svarað f símann. Sendist hann kannski niðrí kjallara og skrúfar eina skrúfu, þýtur svo einsog byssubrenndur upp kjallarastigann og öskrar: „Fjögur prósent" í síma- tólið, þeytist þá niður aft- ur og sagar kannski eitt sag og flengist þá enn uppúr kjallaranum og gargar: „Sex prósent"? Þvílíkt líf. Svona getur enginn maður lifað og haldið sönsum, en dagbók hefur það sér til ágætis meðal annars að menn geta hæglega gengið með hana í rassvasanum og þurfa þar af leiðandi ekki að vera á sffelldum þönum niðrí kjallara. Ef Stein- grfmur svarar því til að þetta séu engin rök, þá ætti hann bara að reyna að ganga með hefilbekk í rassvasanum. Aftur á móti vil ég ein- dregið ráða forsætis- ráðherra frá því að byrja að lemja af alefli í kúlu og tölta síðan útí móa að leita að henni. Ég fullyrði að vísu ekkert, en dálítið undarleg tilviljun var það samt að eini maðurinn í fyrrverandi ríkisstjórn sem lamdi af alefli í kúlur missti ráðherradóminn þegar allt hætti allt í einu að vera betra en ihaldið. Ef ég man rétt var Tómas dálftið beiskur. En jafnvel hér uppá íslandi, þarsem framtíð einnar tíkur veldur meira fjaðra- foki en barningur þrjú þúsund atvinnuleysingja, getur það dregið dilk á eftir sér þegar ráðherra er ekki viðlátinn af vit- lausum ástæðum. Menn fara að hugsa sitt þegar símastúlkan ansar dag eftir dag: „Nei, hann er ekki við, því miður. Hann er útí móa að leita að litlu kúlunni sinni." Þá kom dagur Hálfgerður fratdagur. Einn af þessum laugar- dögum með mánudagsyf- irbragði. Spörfuglar að fjúka undan veðrinu, hrafnar á leitarflugi yfir læknum, ein og ein harð- gerð sál að leika Peary að berja á Norðurpólinn eða Amundsen að berja á Suð- urpólinn ef menn kjósa fremur að halda í þá átt- ina. Helst að það lifnaði ögn yfir mér þegar sjón- varpskvensan birtist á skjánum og sagði okkur að þeir yrðu með vestra í kvöld. Gaman, gaman, hugsaði ég, þóað það megi alls ekki spyrjast, þvfað þá fá allir þenkjandi menn svo mikla skömm á mér. Vestrar eru eitthvað svo auðmeltir, allt er svo slétt og fellt. Allir sem vettlingi geta valdið eru skotnir og allir deyja af því nema hetjan. Svo er fólið oftast á svörtum hesti og kvensan má ekk- ert aumt sjá nema dauða indíána. En svo var þetta bara alls ekki vestri. Það er mikill misskilningur hjá þeim á sjónvarpinu ef þeir halda að ef mynd gerist í „vestrinu" (þarna var Mexíkó raunar sögusvið- ið), þá teljist hún þarmeð sjálfkrafa til vestranna. Sé svo þá er „Dagur í lífi Ivans Denisovich" austri, „Á hverfanda hveli" suðri og „Fjalla-Eyvindur" Sví- anna dæmigerður norðri. Mundi líklega senda þeim línu um málið ef ég væri ekki nýbúinn að hafa allt á hornum mér útaf pex- og nöldurbréfum. Mikið hvort ég mundi ekki líka byrja að bauna bréf- um á forráðamenn kvik- myndahúsanna og spyrja þá hæversklega hvort fólkið sem fæst við þýð- ingar hjá þeim sé allt starfi sínu vaxið. Maður mér nákominn fór að sjá aðra Bond- myndina sem gekk hér yf- ir um daginn og varð vitni að því hvar harðjaxlinn Bond var á kvennafari og spurði kvensuna ísmeygi- lega hvort hann mætti kannski bjóða henni „nightcap". I íslenska textanum var Bond látinn bjóða kvens- unni nátthúfu. Bridge Arnór Ragnarsson Bridgedeild Skagfirðinga Eftir er að spila þrjár umferð- ir í yfirstandandi sveitakeppni og hefur sveit Guðmundar Theo- dórssonar tekið afgerandi for- ystu með 92 stig. Sveit Guðrúnar Hinriksdóttur 75 Sveit Magnúsar Torfasonar 74 Sveit Sigmars Jónssonar 73 Næst er spilað þriðjudaginn 14. feb. í Drangey, Síðumúla 35, kl. 19.30. Bridgefélag Hafnarfjardar Nú er aðeins eitt kvöld eftir af barómeter félagsins, og verða þá spilaðar 5 umferðir. Spennan er að miklu leyti horfin úr mótinu hvað efsta sætið varðar, en þar tróna þeir félagarnir Árni og Sævar. Minnir það á gömlu góðu dagana en þeir unnu flest mót félagsins með miklum yfirburð- um. Staðan fyrir síðasta kvöldið er annars þessi: stig Árni Þorvaldsson — Sævar Magnússon 323 Ólafur Valgeirsson — Ragna Olafsdóttir 230 Björn Eysteinsson — Krisófer Magnússon 208 Georg Sverrisson — Kristján Blöndal 173 Bjarnar Ingimarsson — Þórarinn Sófusson 149 Ásgeir Ásbjörnsson — Guðbrandur Sigurbergss. 143 Næstu umferðir verða spilað- ar mánudaginn 13. feb. en síðan byrjar að öllum líkindum firma- keppni. Hreyfill — BSR — Bæjarleiðir Þegar 4 umferðum er ólokið í aðalsveitakeppni bílstjóranna hefir sveit Antons Guðjónssonar enn forystu með 157 stig en margar sveitir eru kallaðar og ekki gott að misstfga sig á loka- sprettinum eins og staða næstu sveita sýnir: Cyrus Hjartarson 146 Þórður Elíasson 136 Guðmundur Magnússon 132 Flosi ólafsson 117 Þórir Guðmundsson 102 Mikhael Gabríelsson 100 Næsta umferð verður spiluð á mánudaginn kemur í Hreyfils- húsinu 3. hæð kl. 20. Bridgedeild Barð- strendingafélagsins Mánudaginn 6. febrúar voru spilaðar 9. og 10. umferð í aðal- sveitakeppni félagsins. Staða 6 efstu sveita: Þórarinn Árnason . 174 Ingvaldur Gústafsson 142 Sigurður Kristjánsson 121 Viðar Guðmundsson 120 Þorsteinn Þorsteinsson 120 Sigurður ísaksson 110 Næst verður spilað mánudag- inn 13. febrúar og hefst keppni stundvíslega kl. 19.30. Spilað er í Síðumúla 25. Bridgefélag Akureyrar Þrjátíu og fimm umferðum af 49 er lokið í barómeterkeppninni og er staða efstu para nú þessi: Guðmundur V. Gunnlaugsson — Stefán Vilhjálmsson 468 Stefán Ragnarsson — Pétur Guðjónsson 468 Símon Gunnarsson — Jón Stefánsson 460 Anton Haraldsson — Gunnar Berg jr. 349 Magnús Aðalbjörnsson — Gunnlaugur Guðmundss. 327 Sveinbjörn Jónsson — Einar Sveinbjörnsson 314 Gylfi Pálsson — Helgi Steinsson 284 Úlfar Kristinsson — Hilmir Jóhannsson 283 Kristján Guðjónsson — Jón Sverrisson 264 Örn Einarsson — Zarioh Hammado 255 Páll Pálsson — Frímann Frímannsson 250 Ólafur Ágústsson — Grettir Frímannsson 237 Seinni hluti firmakeppninnar verður spilaður næsta spilakvöld og úrslita getið um næstu helgi. Spilað er í Félagsborg á þriðjudögum kl. 19.30 stundvís- lega. Bridgefélag Hveragerðis 10 sveitir taka þátt í sveita- keppni sem nú stendur yfir hjá félaginu og er lokið tveimur um- ferðum. Sveit Guðmundar Jak- obssonar hefur ein sveita hlotið fullt hús stiga en röð næstu sveita er annars þessi: Lars Nielsen 32 Einar Sigurðsson 23 Hans Gústafsson 20 Þórður Snæbjörnsson 19 Sturla Þórðarson 18 Stefán Garðarsson 16 Birgir Bjarnason 15 Sveinn Símonarson 10 Einar Nielsen 7 Þriðja umferð verður spiluð nk. fimmtudagskvöld í Félags- heimili ölfusinga kl. 19.30.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.