Morgunblaðið - 11.02.1984, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 11.02.1984, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 1984 17 Landssamtök um stjórn arskrá og jafnrétti mjög að sér kveða í ýmsum póli- tískum málum á áratugnum 1970 til 1980. Hann var til dæmis dug- legur við að móta skoðun Norð- manna gegn grísku herforingja- stjórninni og einmitt þá hófst samband hans við Jens Evensen, sem var „saksóknari" gegn herfor- ingjastjórninni í Evrópuráðinu. Treholt hóf að starfa í æsku- lýðsfylkingu Verkamannaflokks- ins skömmu eftir að andstæðingar NATO náðu undirtökunum í henni. Gerðist þetta árið 1969, í miðju Víet Nam-stríðinu og litlu eftir að blaðafregnir birtust í Bandaríkjunum þess efnis, að CIA fjármagnaði æskulýðshópa er- lendis. Um þetta leyti rak rússneska sendiráðið í Ósló harðan áróður innan norskra æskulýðshópa. Am- eríska sendiráðið reyndi einnig að halda sambandi við æskulýðshópa, en æskulýðsfylking Verkamanna- flokksins neitaði öllum samskipt- um við sendiráðið. (Að loknu Víet Nam-stríðinu tók æskulýðsfyiking Verkamannaflokksins aftur upp samband við ameríska sendiráðið, en var áfram andvíg NATO.) Skömmu eftir handtöku Tre- holts tilkynnti æskulýðsfylking Verkamannaflokksins að hún hefði slitið sambandi við rússn- eska sendiráðið. Fyrst Treholt fór aldrei leynt með að hann væri andvígur Bandaríkjunum og NATO, er mest deilt um það nú, hvaða áhrif hann hafi haft á deiluna um öryggis- stefnu innan Verkamannaflokks- ins. Gro Harlem Brundtland, for- maður Verkamannaflokksins, heldur því fram, að Treholt hafi haft lítil áhrif. Aðrir benda á, að það hafi verið ræða Jens Evensens haustið 1980 (sem Treholt kvað hafa átt þátt í að semja), sem kom af stað umræðum í Verkamanna- flokknum um kjarnorkulaust svæði á Norðurlöndum. Umræðan varð til þess að flokkurinn fór að efast um tvíþætta ákvörðun Atl- Norrænt umferðar- öryggisár: Fossvogs- skóla veitt viðurkenning Samvinnutryggingar veittu í lok ársins 1983 viðurkenningu fyrir vel unnið fræðslustarf á Norrænu um- ferðarári. Kom hún í hlut Foreldra- og kennarafélags Fossvogsskóla og nemenda skólans. Á umferðarár- inu unnu nemendur Fossvogsskóla að margvíslegum verkefnum í því skyni að glæða áhuga og skilning á auknu öryggi gangandi vegfar- enda og ökumanna. Viðurkenningin var mynd- bandstæki og litasjónvarp sem notað verður til margs háttar kennslu og fræðslu í skólanum, ekki síst umferðarfræðslu. Fundur um af- vopnunarmál FRIÐARHREYFING íslenskra kvenna efnir til fræðslufundar í Norræna húsinu, laugardaginn 11. febrúar kl. 14. EFni fundarins er afvopnunarviðræður stórveldanna og sú spurning hvers vegna ekki hefur tekist samkomulag um stöð- vun á framleiðslu kjarnorkuvopna og fækkun á þeim vopnum sem beint er bæði í austur og vestur. Framsögumenn verða Magnús Torfi Ólafsson, blaðafulltrúi ríkis- stjórnarinnar, Gunnar Gunnarss- on, starfsmaður Öryggismál- anefndar alþingis og Guðrún Agn- arsdóttir, alþingismaður. Fundurinn er öllum opinn. Frétutilkynning. antshafsbandalagsins frá 1979 varðandi bandarísku Evrópu- flaugarnar — eftir að flokkurinn lenti í stjórnarandstöðu að lokn- um kosningum 1981. Stjórnmálalegar afleiðingar handtöku Treholts Andrúmsloftið í stjórnmálum hlýtur, að minnsta kosti um stundarsakir, að verða öndvert þeim, sem hafa reynt að notfæra sér ótta almennings við kjarn- orkuvopn til að grafa undan stuðningi Norðmanna við NATO. Stjórnmálaferill Evensens beið óbætanlegan hnekki þegar upp komst um Treholt. Spurningin er, hvað sumir nánir vinir Trehoits hafi orðið fyrir miklum álits- hnekki. Sá sem stendur best til höggs er Einar Förde, varafor- maður Verkamannaflokksins. Of fljótt er að ætla, hvaða áhrif handtaka Treholts muni hafa á átökin um öryggisstefnuna innan Verkamannaflokksins. Rótgrónir stuðningsmenn NATO innan flokksins, sem hafa átt í vök að verjast, hljóta að fagna því hléi, sem Treholtsmálið veitir þeim fyrir frekari árásum gagnrýnenda NATO í flokknum. Hvernig ríkisstjórn Káre Will- ochs og Verkamannaflokkurinr fást við þetta hneykslismál, getui ráðið úrslitum í kosningunum 1985. Þótt fjölmiðlar geti ekki til lengdar fjallað um Treholtsmálið, sem nú er efst á baugi hjá þeim, er sennilegt, að það verði á vörum fólks í langan tíma. Fory.sta Verkamannaflokksins hlýtur að kvíða réttarhöldunum yfir Treholt í haust eða næsta vor, en þá kynnu margir flokksforingjar að þurfa að horfast í augu við Treholt í réttarsalnum. Þá verður harm- leikurinn settur á svið að nýju og fjallað um málið í smáatriðum. En hvað verður gert í sambandi við KGB í Noregi? Að sögn Jo- steins Erstads, yfirmanns gagn- njósnaþjónustunnar, eru um 75 til 100 KGB-útsendarar í Noregi, auk annarra útsendara frá löndum Austur-Evrópu. 1. febrúar til- kynnti norska stjórnin, að 5 starfsmenn sovéska sendiráðsins í Ósló væru reknir úr landi og 4 að auki væri bannað að snúa aftur til Noregs. Hætt hefur verið við för norskra þingmanna til Sovétríkj- anna. Ef til vill verður gengið til fleiri aðgerða. Enginn Norðmaður, eins og ein- hver fréttamaður komst að orði, mun mótmæla, hvað sem stjórnin kann að ákveða að gera. Samtímis verður stjórnin að vega og meta hvaða áhrif gjörðir hennar muni hafa á samband Norðmanna og Rússa. John C. Ausland er fyrrverandi starfsmaður í bandarísku utanrík- isþjónustunni. Stofnfundur Landssamtaka um stjórnarskrá og jafnrétti var hald- inn á Hótei KEA á Akureyri þann 31. janúar sl. Er tilgangur samtak- anna að stuðla að auknu jafnrétti á milli landshluta. Á fundinum lýstu samtökin yfir mikilli andúð á sívaxandi miðstýringu og alræðisvaldi stjórnkerfisins. Þá telja samtök- in óeðlilegt að íbúar dreifbýlis- ins hafi eins lítil áhrif á skipt- ingu þjóðartekna og nú er, þar NÚ ER því spáð, að hagvöxtur inn- an Efnahagsbandalags Evrópu verði í heild 2% á þessu ári í stað- inn fyrir V/í% sem áður hafði verið gert ráð fyrir. Skýrði Francois-Xavier Ortoli, forseti efnahagsmála- ráðs EBE frá þessu í dag á fundi sem 60% af útflutningsverð- mætum verði til á landsbyggð- inni. Á stofnfundinum voru kosnir fulltrúar í stjórn Landssamtak- anna og ný stjórn samtakanna í Norðurlandskjördæmi eystra var kjörin. Einnig var kosið í vinnunefndir, m.a. í stjórnar- skrárnefnd, til að athuga þær breytingar sem framundan eru á stjórnarskrá íslands. (t r rréttatilkynninKu.) með efnahagsmálaráðherrum bandalagsins. Ortoli sagði, að skýringuna á auknum hagvexti EBE væri að finna í vaxandi heimsverzlun, batnandi efnahagsástandi í Bandaríkjunum og bættri sam- ræmingu aðildarlanda EBE á stefnu þeirra í efnahagsmálum. Það munar MIKLU Spurning: Hefur þú hugsaö út í hverju munar við hvern bensínlítra, sem sparast á 100 km, miöaö viö t.d. 20.000 km akstur á ári? Svar: Hvorki meira né minna en 4.600 kr. Til þess að hafa þaö fé í vasanum eftir árið þarftu að vinna þér inn 10.000 kr. viö- bótartekjur áður en skatturinn er greiddur. Einn lítri í sparnaö á hverja 100 kílómetra samsvarar því 10.000 kr. skatt- skyldum viöbótartekjum, 2 lítrar samsvara 20.000 kr. o.s.frv. Reiknaðu sjálfur áfram. Suzuki margfaldur íslandsmeistari í sparakstri að eyða litlu Nýi Suzuki SA310 ma notaraðeins 4.2 lítra á 100 km IDQkm (á 90 km hraða) Nú eru allir Suzuki bílar með 6 ára ryðvarnarábyrgð Ðílasýning • ( dag kl. 10-17 SVEINN EGILSSON HF. Skeifan 17 Sími: 85100 Verð frá kr. 249.1 Nýr og stærri Suzuki: SUZUKI EBE: Aukinn hagvöxtur Bnimel. 6. ianúar. AP.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.