Morgunblaðið - 11.02.1984, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 11.02.1984, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 1984 íslandssaga/samfélagsfræði Um mikilvægi þjóðarsögunnar eftir Guömund Magnússon í síðustu grein hélt ég því fram að hin nýja íslandssaga, samfélagssag- an, sem farið er að kenna í grunn- skólum í stað hefðbundinnar atburðasögu, risi ekki undir nafni sem þjóðarsaga. Nú ætla ég að fara nokkrum orðum um nauðsyn þess að lögð sé rækt við þjóðarsögu ís- lendinga í skólum, og fjalla um gagnrýni kennslufræðinga og ann- arra formælenda samfélagsfræði á atburðasögu. Allt frá því skipuleg barna- fræðsla hófst hér á landi á ofan- verðri 19. öld hefur verið talið sjálfsagt að Islandssaga væri á námsskrá skóla. Að þeirri afstöðu hníga einföld rök og auðskilin: Mál okkar og menningararfur ræður því að við erum sérstök þjóð. Það er óhugsandi að við get- um fengið að vera í friði í sjálf- stæðu þjóðríki ef við glötum tung- unni eða eigum ekki sameiginleg- ar minningar um fortíð okkar sem þjóðar. Söguþekking er m.ö.o. ein af forsendunum fyrir tilveru Is- lendinga. Skólarnir hafa veigamiklu hlut- verki að gegna við að miðla hinni sögulegu þekkingu frá kynslóð til kynslóðar og þar er ábyrgð grunnskóla auðvitað mest. Sú röskun sem orðið hefur á fjöl- skyldulífi í landinu á síðari árum hefur sannarlega ekki dregið úr þýðingu þeirra í þessu efni. Staðreyndir sögunnar óteljandi Gagnrýni á atburðasögu virðist vera af þrennu tagi. Ein er sú að sögulegar staðreyndir séu ótelj- andi og enginn geti svarað því hverjar þær staðreyndir eru sem skipta máli og kenna beri í skól- um. Heimir Pálsson menntaskóla- kennari kom orðum að þessari að- finnslu í heldur þokulegu skrafi um „skilning og þekkingu" í Helg- arpóstinum 26. janúar sl. Það er svolítið fyndið, þótt aukaatriði sé, að Heimir hefur sjálfur samið kennslurit um bókmenntasögu, þar sem greint er frá merkustu staðreyndum í bókmenntalífi íslendinga á liðnum öldum. Dæmi hans sýnir, að þótt erfitt kunni að vera að veljja, sigr- ast menn á vandanum með ein- hverjum hætti. Lausnin er ekki (og verður aldrei) byggð á óve- fengjanlegum, vísindalegum úr- skurði, heldur mati manna á hverjum tíma. Það hvernig menn meta stað- reyndir fortíðar og flokka í „verð- ugar“ og „óverðugar" er allt of margbrotið efni til þess að unnt sé að fjalla um það í blaðagrein, en mér virðist nægilegt að benda á að matið byggir t.d. á „bestu manna yfirsýn", og ræðst m.a. af hefð og vana og ekki síst því hvaða heim- ildir mönnum eru tiltækar. Saga er að sjálfsögðu ekki „hlutur" eða safn teljanlegra staðreynda, og endanlegir dómar um viðburði og samfélög fyrr á öldum verða ekki kveðnir upp. í þessu samhengi er rétt að vekja athygli á því, að ekki er fyrir hendi neinn markverður ágrein- ingur um það hvaða atburðir ís- landssögunnar það eru sem mestu skiptir, að allir landsmenn hafi einhverja þekkingu á eða a.m.k. hugboð um. Ég hef þá í huga þau atvik eða þær hræringar sem ráð- ið hafa framvindunni allt til nú- tímans, og atriði sem við verðum að vita einhver deili á til að skilja orðtök, málshætti, hugtök og hugmyndir í samtímanum. Er saga leiðinleg? Atburðasaga hefur í öðru lagi verið gagnrýnd fyrir að vera ófrjótt stagl, lífvana upptalning, sem engan áhuga vekur hjá nem- endum. f tímaritinu Sögnum, sem út kom í nóvember, er haft eftir Erlu Kristjánsdóttur, námsstjóra í samfélagsfræði, að afleiðing hefðbundinnar kennslu í atburða- sögu sé m.a. sú að „langflestir nemendur líta á sögu sem einn fjandans atburðinn á eftir öðrum, tilgangslausa upptalningu á kóng- um og stríðum." (Orðalag námsstjórans býður heim grunsemdum um að þessa gagnrýni sæki hún í einhverja danska bók. En látum það vera, vitleysa er hvorki betri né verri þótt hún sé dönsk). Fyrst er á það að benda, að stað- hæfing námsstjórans um að skóla- börnum leiðist saga, er engum rökum studd og reynsla mín (sem fyrrum kennara í fslandssögu í grunnskóla) og fjölda annarra mælir eindregið gegn henni. Enn er þess að geta að aðfinnsla af þessu tagi hittir ekki atburðasögu sem slíka, heldur það hvernig hún er rakin í bókum eða kennd í skól- um, og það er vitanlega allt annar handleggur. Vel má vera að einhver af þeim lesbókum sem notaðar hafa verið í sögukennslu á undanförnum árum sé svo þurr upptalning staðreynda og merkisviðburða, að hún dragi úr áhuga nemenda á sögu fremur en að efla hann. Augljóslega þarf að taka slíka bók úr umferð, og ef einhver bið er á því hlýtur kennari á meðan að „klæða beinagrindina holdi og blóði.“ Annars virðist mér að rausið um ártalaþulur og nafnaskrár sé að drjúgum hluta tímaskekkja, og sú skoðun fær stuðning af athug- un á því hvert kennslufræðingar og samherjar þeirra leita þegar þeir halda að þeir séu að gagnrýna atburðasögu. Þeir lesa Lýömennt- un, hið ágæta rit Guðmundar heit- ins Finnbogasonar (útg. 1903), og þylja upp úr því hæðnisorð hans um „andlausar beinagrindur sem er skrölt með i skólunum," en veita því ekki athygli að nafni minn var að finna að söguritum sem notuð voru í skólum á fyrsta áratugum aldarinnar, og hvetja til vakningar í sögukennslu af því tagi sem birtist í kennslubók Jón- asar Jónssonar frá Hriflu; þeirri bók sem kennslufræðingar eru æf- ir út í. Mér sýnist m.ö.o. að athuga- semd Erlu sé til marks um að hún sé ekki vel heima í þeim sögubók- um sem hún vill ekki leyfa börn- um okkar að lesa. Engin sögubók á síður skilið en bók Jónasar Jóns- sonar að vera nefnd „einber upp- talning", „andlaus beinagrind" og annað í þá veru. Hún hefur ýmsa annmarka, sem ég hef áður fjallað um, en ekki þá sem hér eru til umræðu. Hitt er svo annað mál, að þótt ekki sé vert að ætla börnum að nema mikinn fjölda nafna og ár- tala úr sögunni, er nokkur þekking af því tagi nauðsynleg, og hefur ekki valdið börnum skaða fram að þessu. Vanmat á börnum í þriðja lagi er það talið samfé- lagssögu til gildis, umfram at- burðasögu, að viðfangsefni hennar tengist „mun betur lífi og reynslu nemenda en viðfangsefni sem taka „Ekki er fyrir hendi neinn markverður ágrein- ingur um það hvaða at- burðir íslandssögunnar það eru sem mestu skiptir, að allir landsmenn hafi einhverja þekkingu á eða a.m.k. hugboð um. Ég hef í huga þau atvik eða þær hræringar sem ráðið hafa framvindunni allt til nú- tímans, og atriði sem við verðum að vita einhver deili á til að skila orðtök, málshætti, hugtök og hugmyndir í samtíman- „„ u um. til einstakra atburða og persóna." Höfundur hinna tilvitnuðu orða, sem tekin er, úr tímaritinu Sögn- um, er Erla Kristjánsdóttir náms- stjóri. Ég dreg ekki í efa að mörg atriði í námsefni samfélagssögu vekja áhuga nemenda af því að þeir þekkja ýmislegt sem fjallað er um af daglegri reynslu sinni. Samfé- lagssaga er í senn virðuleg fræði- grein og hinn skemmtilegasti fróðleikur, en hún getur á hinn bóginn ekki leyst atburðasögu af hólmi. Atburðasaga er hin eina og sanna þjóðarsaga, eins og fyrr var á bent. Ég held að Erla, og aðrir sem halda fram samfélagssögu á grundvelli hinna tilvitnuðu orða, ætti að lesa kaflann um sögunám í MÁLMTÆKNI IMÝTT EFNI TIL YFIRBYGGINGA Á FLUTN- INGABÍLA Efnið er létt, sterkt og einangrandi úr glertrefjum (glassfiber) og póliúriþani. Uriþan er besta einangrunarefni sem völ er á i dag og þess vegna eru húsin sérstaklega hentug til flutninga á mat vælum og annarri kælivöru. Gólf og loft eru einangruð. Hægt er að fá húsin i ollum stærðum. Verð er mjög hagstætt. Húsin eru ætluð á sendibila og vöruflutningabila til allra almennra flutn- inga á hvers konar vörum. Mjög auðvelt er að þrifa þau að innan og utan. Upplýsingar i Málmtækni, Vagnhöfða 29, simar 83045 og 83705. Viðtalstími borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins verða til viðtals í Valhöll, Háaleitisbraut 1, á laugardögum frá kl. 10—12. Er þar tekiö við hvers kyns fyrirspurnum og ábendingum og er öllum borgarbúum boöið að notfæra sér viötals- tíma þessa. Laugardaginn 11. febrúar verða til viðtals Hulda Valtýsdóttir og Einar Hákonarson. I m § Meísölublad á hverjum degi! Verulega dró úr innflutningi heimil- istækja 1983 VERULEGA dró úr innflutningi á ým- iss konar heimilistskjum á síðasta ári, eins og reyndar fleiri vörutcgundum. Sem dæmi um samdráttinn má nefna, að alls voru flutt inn 4.452 kæli- og frystitæki fyrstu ellefu mánuði ársins, borið saman við 7.333 tæki á sama tíma árið 1982. Samdrátturinn milli ára er tæplega 40%. Ef litið er á innflutning þvottavéla fyrstu ellefu mánuði ársins, kemur í ljós liðlega 30% samdráttur. Inn voru fluttar samtals 3.704 þvottavél- ar, borið saman við 5.329 vélar á sama tíma árið 1982. Enn frekari samdráttur varð í innflutningi á litsjónvörpum fyrstu ellefu mánuði síðasta árs. Alls voru flutt inn 3.101 tæki, en til saman- burðar voru flutt inn 5.516 tæki á sama tíma árið 1982. Samdrátturinn er tæplega 44%. Loks er hægt að líta á innflutning hljóðvarpsviðtækja. Alls voru flutt inn 11.685 tæki fyrstu ellefu mánuði síðasta árs, en til samanburðar voru flutt inn 28.562 tæki á sama tíma árið 1982. Samdrátturinn milli ára er tæplega 60%.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.