Morgunblaðið - 11.02.1984, Síða 20

Morgunblaðið - 11.02.1984, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 1984 Stuttum leiðtogaferli Andropovs lokið: Skilur ekki eftir sig djúp spor í sögu Sovétríkjanna YURI Vladimirovich Andropov tók við æóstu völdum í Sovétríkjunum eftir aó hafa verið yfirmaður KGB, leynilögreglu landsins, í 15 ár. Er hann varð forseti og leiðtogi komm- únistaflokksins hét hann því að blása nýju lífi í efnahag landsins og draga úr skrifræðinu, sem hvarvetna er þar alls ráðandi. Hann gerði ýms- ar bráðabirgðabreytingar, en honum entist ekki aldur til þess að hafa nein varanleg áhrif á stjórnkerfi Sovétríkjanna. Andropov hafði vanizt þeirri leynd, sem jafnan hvíldi yfir leynilögreglunni KGB og því um- lukti hann jafnvel enn meiri leynd en verið hafði yfir fyrirrennurum hans í embætti æðsta valdamanns Sovétríkjanna. Svo lítið er vitað um fjölskyldu hans, að menn eru jafnvel ekki á einu máli um, hvort kona hans, Tatyana, sé enn á lífi. En á því rétt rúma ári, sem Andropov náði að vera Ieiðtogi sovézka kommúnistaflokksins, fór ekki hjá því að athygli heimsins beindist að honum í ríkum mæli. Því olli auk annars viðleitni hans til þess að taka upp nýjan stjórn- arstíl en síðan sífelldar fréttir um versnandi heilsufar hans. Tók við af Brezhnev Andropov tók við völdum 11. nóvember 1982 eftir dauða Leonid Brezhnevs forseta og hefur enginn maður verið honum eldri að árum, er hann tók við embætti aðalrit- ara sovézka kommúnistaflokksins. Nokkrar bollaleggingar voru þá á kreiki um, að hann hefði aðeins tekið við embættinu til bráða- birgða á meðan forsætisnefnd flokksins væri að ná samkomulagi um framtíðarleiðtoga. En Andr- opov gerði sér það strax ljóst, að hann yrði að hafa virk áhrif á gang atburða en ekki sitja hjá sem aðgerðalítill áhorfandi, enda þótt hann væri orðinn heilsutæpur. Hann átti þó við ramman reip að etja við að koma á nokkrum um- talsverðum breytingum. Því olli þunglamalegt sovétkerfið og and- staða fjölmenns hóps innan stjórnmálaráðs flokksins. Fram að miðju ári í fyrra bar mikið á Andropov, en síðan var eins og hann hyrfi úr opinberu lífi. Orðrómur var á kreiki um, að hann væri þjáður af nýrnasjúk- dómi, sem sumir sögðu, að ætti rót sína að rekja til sykursýki. Eftir þetta átti sér stað hver meiri hátt- ar atburðurinn á opinberum vett- vangi í Sovétríkjunum, án þess að Andropov væri viðstaddur. Samt sem áður héldu sovézk stjórnvöld því fram, að eftir sem áður hefði hann æðstu stjórn landsins með höndum. Sögðu sumar heimildir, að hann stjórnaði frá sveitasetri sínu (dacha) fyrir utan Moskvu. Á þessu tímabili voru margs konar mikilvægar yfirlýsingar gefnar út í nafni Andropovs. Þar á meðal var ein gefin út 28. sept. sl., þar sem utanríkisstefna Banda- ríkjanna var harðlega gagnrýnd og önnur í nóvember sl., þar sem gefin var skýring á því, hvers vegna Rússar hefðu hætt þátttöku í afvopnunarviðræðunum í Genf. Þrátt fyrir veikindi sín hófst Andropov handa um mestu breyt- ingar og endurnýjun á flokkskerf- inu innan kommúnistaflokksins, sem orðið hafa í tvo áratugi. Þá beitti hann sér einnig fyrir nýjum tilraunum í efnahagslífi landsins, sem hófust nú í janúar sl. Aðstoðarmenn sjást hér styðja Yuri Andropov, er hann fór til fundar við Mauno Koivisto, forseta Finnlands, sem haldinn var í júní í fyrra. Mynd þessi sýnir hve lasburða Andropov var þá þegar orðinn. Við útför Arvid Pelshe, eins af meðlimum forsætisnefndar kommúnista- flokks Sovétríkjanna. Mynd þessi var tekin í maí í fyrra og á henni eru talið frá vinstri: Dmitri Ustinov, Konstantin Chernenko, Nikolai Tikhinov og Yuri Andropov. flokksins. Var sú ráðstöfun greini- lega áfangi að því marki að verða flokksleiðtogi og nauðsynleg í því skyni að losa Andropov opinber- lega við öll tengsl við leynilög- regluna. Valdabarátta við Chernenko Á tímabilinu frá því í maí fram til nóvember 1982 er talið, að Andropov hafi átt í harðri valda- baráttu við Konstantin Chern- Andropov (til vinstri) á fundi í Kreml með Daniel Ortega (til hægri), einum af leiðtogum sandinista í Nicaragua. Bældi niður innrásina í Ungverjalandi Yuri Andropov var fæddur 15. júní 1914 í þorpinu Nagutskaya við Stavropol og var faðir hans járnbrautaverkamaður, sam- kvæmt hinni opinberu ævisögu hans. Andropov vakti fyrst at- hygli sovézkra leiðtoga á sér á ár- unum eftir 1950 í glundroða þeim, sem upp kom eftir dauða Jósefs Stalíns. Við það tómarúm, sem skapaðist í skrifræðisveldi Sovét- ríkjanna af völdum hreinsana Stalíns, óx vegur Andropovs og hann var sendur til Búdapest til starfa í utanríkisþjónustunni. Ár- ið 1954 varð hann sendiherra í Ungverjalandi og hafði sem slíkur meiri áhrif en nokkur annar á gang mála, er uppreisnin þar í landi var bæld niður 1956. Árið eftir var Andropov kallað- ur aftur heim til Sovétríkjanna og að launum fyrir frammistöðu sína í Ungverjalandi fékk hann stöðu sem yfirmaður embættismanna- kerfis flokksins og voru samskipt- in við aðra kommúnistaflokka í Austur-Evrópu einn helzti þáttur- inn í starfi hans. Sumir stjórn- málasérfræðingar halda því fram, að fastari tök Sovétríkjanna á kommúnistaflokkum Austur- Evrópu megi fyrst og fremst rekja til Andropovs. Smám saman tók Andropov að klífa ofar í æðsta metorðastiga Sovétríkjanna. Árið 1961 varð hann meðlimur í miðstjórn komm- únistaflokksins. Sex árum síðar jókst vegur hans enn, er Svetlana, dóttir Stalíns, flýði land og Vlad- imir Semichastny, yfirmaður leynilögreglunnar, var lækkaður í tign. Margir telja, að þá hafi for- ysta kommúnistaflokksins tekið að leita að nýjum yfirmanni KGB, sem gæti haft fast taumhald á leynilögreglunni og njósnakerfinu. Andropov þótti þá öðrum mönnum hæfari í þetta starf, þar sem hann hafði þegar sannað getu sína og hollustu við flokkinn. Sem yfirmaður KGB lagði Andropov allt kapp á að efla njósnastarfsemina erlendis, en að- stoðaði samtímis Brezhnev við að halda andófsmönnum í járngreip kerfisins, bæði heima fyrir og í leppríkjunum í Austur-Evrópu. Undir yfirstjórn Andropovs var fjölgað í KGB, þannig að nú eru þar um 500.000 manns. Þeirra á meðal eru landamæraverðir og eftirlitsmenn á landamærum Sov- étríkjanna, sem eru vafalaust þau landamæri, er bezt er gætt í öllum heiminum. Andropov er talinn hafa orðið einn af skjólstæðingum Brezhnevs skömmu eftir brottvikningu Nik- ita Khrushchev 1964, en það er einmitt Brezhnev, sem er sagður hafa gert Andropov að yfirmanni KGB og síðan að fulltrúa í stjórn- málaráðinu. Fáir stjórnmálafréttaritarar, sem fylgzt hafa með atburðum í Kreml, hafa gert ráð fyrir því, að yfirmaður KGB ætti eftir að verða aðalritari flokksins. En eftir því sem Brezhnev varð eldri og meira veikburða, tók Andropov að fram- kvæma þær ráðstafanir, sem áttu eftir að gera honum leiðina til valda greiðfærari. í maí 1982 hætti hann störfum hjá KGB og tók við stöðu sem yfirmaður skrif- stofu miðstjórnar kommúnista- Andropov. Mynd þessi var tekin um miðjan júlí í fyrra. enko, sem einnig átti sæti í stjórn- málaráðinu og sem tekið hafði við stöðu sem aðalhugmyndafræðing- ur flokksins fyrr á sama ári. Andropov bar þar hærri hlut frá borði og til þess að sýna samstöðu sína og hollustu var það Chem- enko, sem tók af skarið og bar fram þá tillögu, að Andropov yrði gerður að flokksleiðtoga. Andropov varð forseti æðsta ráðs Sovétrikjanna í júní 1983, en þá stöðu hafði Brezhnev einnig haft með hendi. Með þessu var Andropov enn að styrkja stöðu sína, þar sem með stöðu forseta var Andropov ekki aðeins flokks- leiðtogi heldur líka þjóðhöfðingi Sovétríkjanna. í upphafi ferils síns sem æðsti valdamaður Sovétríkjanna lagði Andropov sig fram við að koma á vinsamlegri samskiptum við Bandaríkin og í fyrra virtist um stutt skeið, sem batnandi sam- skipti á milli þessara ríkja væru framundan. Þannig var undirrit- aður nýr kornsölusamningur milli Bandaríkjanna og Sovétríkjanna og komizt að málamiðlun á örygg- ismálaráðstefnunni í Madrid. Síðar sama ár kom hins vegar upp hvert deiluefnið á fætur öðru. Sovétmenn skutu niður suður- kóreska farþegaþotu. Bandaríkja- menn gerðu innrás í Grenada og það slitnaði upp úr viðræðum risa- veldanna um takmarkanir á fram- leiðslu kjarnorkuvopna. Andropov sneri þá við blaðinu og tók við for- ystu í einhverju harðvítugasta orðastriði sögunnar milli austurs og vestur. Stjórn Sovétríkjanna á valda- tíma Andropovs varð stöðugt ósvífnari í garð stjórnar Ronald Reagans Bandaríkjaforseta og notaði hvert tækifæri til þess að draga einlægni Reagans i efa og kastaði allri sökinni, að slitnað hafði upp úr afvopnunarviðræðun- um um meðaldrægar og langdræg- ar kjarnorkueldflaugar, á Banda- ríkiamenn. Á heimavettvangi hvatti Andr- opov ákaft til þess, að menn vökn- uðu af þeim svefnhöfga, sem ríkt hefði i sovézku efnahagslífi og iðnskipulagningu. Þá krafðist hann þess einnig, að hert yrði á flokksaga og hugmyndafræði flokksins. Lét hann innleiða nýjar refsingar við drykkjuskap í vinnu og öðrum vinnusvikum, en hvatti til, að stjórnvöld á hverjum stað fengju meiri völd við skipulagn- ingu atvinnulífsins og dregið yrði úr alræði skrifstofuveldisins í Moskvu. Sást ekki á byltingar- afmælinu Orðrómur um, að Andropov væri orðinn alvarlega sjúkur tók þá fyrst að magnast, er hann kom ekki fram við byltingarhátíða- höldin 5.-7. nóvember og var ekki viðstaddur allsherjarfund mið- stjórnar kommúnistaflokksins seint í desember. Hvort tveggja hefur verið óhjákvæmilegur þátt- ur í starfi leiðtoga Sovétríkjanna. í fyrstu var sagt, að Andropov hefði fengið „kvef“, en í janúar var það staðfest í Pravda, málgagni kommúnistaflokksins, að hann þjáðist af nýrnasjúkdómi. Samt var því hvergi haldið fram, að hann væri alvarlega veikur, en vonir látnar í ljós um, að hann gæti senn snúið sér að þátttöku i opinberu lífi á nýjan leik. Lítið var þó í rauninni vitað um heilsufar Andropovs, en þegar það vitnaðist, að sonur hans, Igor Andropov, sem setið hefur örygg- ismálaráðstefnuna í Stokkhólmi, hefði farið þaðan i skyndi á fimmtudag, fékk sá orðrómur byr undir báða vængi, að Andropov eldri lægi fyrir dauðanum. Andlát hans var svo staðfest opinberlega i gærmorgun.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.