Morgunblaðið - 11.02.1984, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 11.02.1984, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 1984 21 Hver tekur við af Andropov? Yngri aðalleiðtogi valinn eða bráðabirgðaleiðtogi? TVEIR menn koma sterklega til greina þegar 12 aðalfulltrúar stjórn- málaráðs sovéska kommúnista- fLokksins velja eftirmann Yuri And- ropovs, ef hann hefur þá ekki þegar verið valinn. Þessir menn eru Mik- hail Gorbachev og Grigori Romanov. Gorbachev, sem er 52 ára, og Romanov, sem er 61 árs, eru yngstu aðalfulltrúarnir í ráðinu. Þeir eru einnig í hópi þriggja aðal- fulltrúa sem eru ritarar kommún- istaflokksins. Sá fjórði er Konst- antín Chernenko, leiðtogi gamalla áhrifamanna í flokknum sem áttu Leonid Brezhnev, fyrirrennara Andropovs, frama sinn að þakka. Hann er talinn leiðtogi andstæð- inga stuðningsmanna Andropovs. Það er talið styrkja stöðu Gorb- achevs að hann hefur verið lengur í Moskvu en Romanov, sem var leiðtogi flokksins í Leníngrad þangað til í fyrra. Báðir hafa þeir haft afskipti af utanríkismálum, en Gorbachev hefur gegnt mikil- vægara hlutverki í innanríkismál- um. Gorbachev hafði eftirlit með ný- afstöðnum héraðskosningum flokksins, sat í forsæti á flokks- fundi þeim sem haldinn var í Len- íngrad til að velja eftirmann Rom- anovs og tilnefndi Vitali Vorotn- ikov forsætisráðherra rússneska sovétlýðveldisins í fyrra. Chernenko er hugsjónafræðing- ur flokksins, en er orðinn 72 ára gamall og dregið hefur verið úr áhrifum hans síðan Andropov kom til valda. Völd hersins hafa greinilega aukizt og athyglin hefur því einnig beinzt að landvarnaráðherranum, Dimitri Ustinov marskálki, sem margir telja voldugasta manninn i stjórnmálaráðinu. Hann er sagður hafa átt manna mest þátt í því að Andropov var valinn eftirmaður Brezhnevs. Hann mun einnig hafa séð um daglega stjórn stjórnmálaráðsins þegar heilsa Andropovs var með versta móti. En hann er orðinn 75 ára gamall og sumir segja aö hann sé ekki mjög góður til heilsunnar. Mikhail Solomentsev hefur einn- ig verið nefndur. Hann var um skeið forsætisráðherra rússneska sovétlýðveldisins, er nú yfirmaður aganefndar flokksins og var skip- aður aðalfulltrúi í stjórnmála- ráðinu í desember sl. Val slíks manns er aðeins talið líklegt, ef ákveðið verður að skipa bráða- birgðaleiðtoga meðan „ungum" manni er gert kleift að búa sig undir starfið. Geidar Aliev, sextugur aðal- fulltrúi f stjórnmálaráðinu, hefur fengið aukin völd í tíð Andropovs og sýnt hæfni í embættisstörfum með því að hleypa nýju lífi í járnbrautaiðnaðinn. En Aliev er múhameðstrúar og frá Azerbaijan. Trú hans og þjóðerni eru alvar- legri þröskuldar. Vorotnikov er annar „ungur" stjórnmálaráðsfulltrúi (57 ára) og Andropov hefur haft mikið dálæti á honum. Hann hefur verið ein- dreginn stuðningsmaður baráttu Andropovs gegn spillingu. Hann var skipaður aðalfulltrúi í desem- ber og er talinn of mikill nýgræð- ingur í stjórnmálaráðinu til þess að hann verði valinn í leiðtoga- starfið og á ekki sæti f fram- kvæmdanefndinni. „Ustinov, Chernenko og hinir gömlu mennirnir munu hafa hlut- verki að gegna, en ekki í stöðu að- alritara," er haft eftir vestrænum stjórnarerindreka í Moskvu. „Ef það er eitthvað sem flokkurinn ætti að hafa lært á síðustu tveimur árum er það að hafa ekki aldraðan og heilsuveilan leiðtoga." Gorbachev og Romanov taldir koma helzt til greina Aðalfulltrúar í stjórnmálaráðinu greiða atkvæði á fundi í Æðsta ráðinu skömmu fyrir síðustu áramót. Fremst sitja (frá vinstri) Andrei Gromyko, utanríkisráðherra, Konstantín Chernenko, og Nikolai Tokhonov, forsætisráðherra. Ónnur röð (talið frá vinstri): Grigori Romanov, Viktor Grishin og Mikhail Gorbachev. Þriðja röð, einnig talið frá vinstri: Boris Ponomarev (aukafulltrúi), Dinmukhamed Kuniav og Mikhail Solomentsev. Andropov undirritar skjal á fundi Varsjárbandalagsins í Prag. Yegor Ligachev Mikhail Solom- entsev Vitaly Vorotn- Viktor Chebrikov ikov Aðrir aðalfulltrúar i stjórn- málaráðinu eru: • Andrei Gromyko, utanríkisráð- herra, sem talinn er einn klókasti stjórnmálamaður Sovétríkjanna. Hann hefur leitt hjá sér öll átök um völd í forystu flokksins og það er talin skýringin á því hve lengi hann hefur gegnt stöðu utanríkis- ráðherra, í 26 ár. Hann tekur ekki þátt í valdabaráttunni nú. • Viktor Grishin, leiðtogi flokks- ins f Moskvu, hefur verið aðal- fulltrúi í stjórnmálaráðinu síðan 1971, en ekki verður séð að honum hafi tekizt að treysta stöðu sína í tíð Andropovs. • Dinmukhamed Kunaev, Kazaki og leiðtogi flokksins f Kazakstan f Mið-Asíu, er ekki talinn koma til greina, þar sem hann er svo fjarri Moskvu. • Vladimir Shcherbitsky, 65 ára gamall leiðtogi flokksins i Úkra- ínu, sem hefur sérhæft sig í inn- anflokksstjórnmálum og hug- sjónafræði, var talinn Brezhnev- maður og hefur ekki gegnt áber- andi opinberu hlutverki i tíð Andr- opovs. • Nikolai Tikhonov, forsætisráð- herra Sovétríkjanna, er 78 ára gamall og er ekki talinn þátttak- andi í valdabaráttunni. Breytingarnar i desember, þegar Solomentsev og Vorotnikov voru hækkaðir í tign ásamt Viktor Chebrikov, yfirmanni KGB, voru taldar treysta stöðu Andropovs. Með þeim var talið að hann hefði myndað harðsnúna sveit stuðn- ingsmanna, sem legðu áherzlu á tækni og bætta stjórn efnahags- mála í æðstu forystunni. En lín- urnar eru ekki eins skýrar og þær virðast í fljótu bragði. Romanov stendur t.d. Chernenko nær en stuðningsmönnum Andro- povs í hugsjónafræðilegum efnum, en stendur dyggan vörð um það bákn sem herinn og iðnaðurinn mynda í Sovétríkjunum. Gromyko vildi heldur að Andropov tæki við af Brezhnev en Chernenko, en síð- an hefur þá greint á um viðræð- urnar um takmörkun kjarnorku- vígbúnaðar. Ustinov virðist einnig fylgjandi harðari stefnu í kjarn- orkviðræðunum. Þrátt fyrir þetta má skipta Kremlverjum í nokkra hópa með hliðsjón af persónuleika þeirra og afstöðu. Stuðningsmenn Andropovs vilja að áhrif kerfisins verði efld, að let- ingjum verði refsað, spilling upp- rætt og efnahagurinn bættur með öruggari stjórn og aukinni hag- ræðingu. Helztu andstæðingar Andropovs hafa verið hinir gömlu stuðn- ingsmenn Brezhnevs undir forystu Chernenko — gamlir skrifstofu- embættismenn og flokksgæðingar, sem minnast „gömlu, góðu dag- anna“ undir leiðsögn Brezhnevs. Yfirleitt vilja þessir menn að ekkert verði gert, að ástandið verði óbreytt. Þeir eru aðalþröskuldur- inn, sem stendur í vegi fyrir al- varlegum nýjungum í stefnu flokksins. Að nafninu til er Chernenko annar æðsti maðurinn í valdastig- anum og á bak við hann standa gamlir Brezhnev-sinnar á borð við Tikhonov og Kunaev. Sennilega nýtur hann einnig stuðnings Grishins. Sú sveit þakklátra stuðningsmanna, sem þeir hafa komið sér upp í kerfinu, er stór, en síðustu breytingar sýna að hallað hefur undan fæti hjá þessum mönnum að undanförnu. Mitt á milli þessara manna standa ýmsir óháðir menn, fyrst og fremst Ustinov, fulltrúi hernað- ar- og iðnaðarbáknsins, og Grom- yko. Til þess að halda stöðu sinni verða stuðningsmenn Andropovs að reka stuðningsmenn Chernenk- ös. Samkvæmt fyrri reynslu þarf nýr leiðtogi a.m.k. fimm ár til þess að tryggja sér örugg völd. Senni- lega hefði staða stuðningsmanna Andropovs orðið tryggari ef hann hefði lifað lengur. Þeir hafa trú- lega gert sér vonir um langdregna valdabaráttu til þess að fá meiri tíma til þess að tryggja sér sem allra bezt svigrúm. Stuðningsmenn Chernenkos geta séð sér leik á borði og áhrif þeirra eru enn svo sterk að ekki er hægt að útiloka að þeir verði ofan á. Ef það tekst verður klíka Andro- povs að víkja. Ef það tekst ekki verður stuðningsmönnum Chern- enkos smám saman vikið úr flokksforystunni. Kosningar til héraðsstjórna kommúnistaflokksins að undan- förnu hafa sýnt að barátta stuðn- ingsmanna Andropovs fyrir hreinsunun á landsbyggðinni hef- ur ekki gengið eins vel og við var búizt. Það gæti bent til þess að fjarvera Andropovs hafi grafið undan áhrifum stuðningsmanna hans. Alls voru rúmlega 30 nýir flokksritarar skipaðir í héruðum Sovétríkjanna í tíð Andropovs, en þar af hafa aðeins 19 verið skipað- ir síðan héraðskosningarnar hóf- ust í september. Þó hafði því verið spáð fyrir kosningarnar að skipt yrði um fjórðung leiðtoga á lands- byggðinni. Ráðstefna um 140 héraða var haldin eftir kosningarnar og Gorb- achev, umsjónarmaður kosn- inganna, yfirfór ræðurnar, sem þar voru fluttar, ásamt Yegor Lig- achov. Hann var skipaður flokks- ritari í desember og fékk það verk- efni að fjalla um persónuleg mál- efni. óvissan vegna veikinda And- ropovs hefur greinilega styrkt stöðu þeirra sem voru taldir í mestri hættu vegna þeirra breyt- inga sem Andropov beitti sér fyrir. Enginn var rekinn á ráðstefn- unni. Nokkrir flokksritarar sögðu af sér, en fengu að halda virðingu sinni. Tekið var fram að þeir létu af störfum af aldurs- og heilsu- farsástæðum. Sumir landsbyggð- arleiðtogar, sem héldu völdum sín- um, hafa sætt harðri gagnrýni í blöðum, t.d. leiðtogar flokksins í Rostov. Andropov var tilnefndur í 20 kjördæmum í kosningum sem eiga að fara fram til Æðsta ráðsins í marz, en Chernenko og Tikhonov í aðeins fjórum. Tilnefningar stjórnmálaráðs- fulltrúa voru birtar almenningi í þessari röð: Andropov, Tikhonov, Chernenko, Grishin, Ustinov, Romanov, Vorotnikov, Gorbachev, Gromyko, Solomentsev, Shcherb- itsky, Aliev. Fulltrúunum var rað- að eftir mikilvægi samkvæmt venju. Staða Vorotnikov kom einna mest á óvart. Ef til vill verður fundin bráða- birgðalausn á valdabaráttunni með því að skipa t.d. Ustinov eða Grishin bráðabirgðaleiðtoga. Lík- legast er þó talið að endanlegur arftaki Andropovs verði valinn úr röðum hinna „yngri" manna, sem hann reyndi að efla að áhrifum síðustu mánuðina sem hann lifði. Af þeim eru „Ung-Tyrkirnir“ Romanov og Gorbachev og e.t.v. Vorotnikov líklegastir í svipinn, en valdabaráttan getur orðið löng og henni munu fylgja miklir flokka- drættir og pólitísk óvissa. Valda- baráttan getur einnig valdið óvissu og jafnvel hættu í alþjóðamálum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.