Morgunblaðið - 11.02.1984, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 11.02.1984, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR U- FEBRÚAR 1984 KGB-mað- ur rekinn frá Noregi OhIó, 10. febrúar. Frá Jan Erik Lauré, frétUriUra Mbl. Nýskipaöur framkvæmdastjóri sovézka bifreiðaumboösins Kon- ela Norge Bil a/s, Igor V. Granov, sem er 35 ára, hefur ver- ið vísað úr landi þar sem í ljós hefur komið að hann er foringi i sovézku leyniþjónustunni, KGB. Granov kom til Noregs 27. desember og tók við starfi sínu um áramótin. Fyrirtækið selur sovézkar bifreiðir og landbún- aðarvélar í Noregi. Granov starfaði hjá sovézku viðskipta- nefndinni i Teheran i íran á árunum 1973 til 1977. Dómsmálaráðuneytið til- kynnti í dag að Granov væri talinn hættulegur öryggi Nor- egs og því hefði hann verið rek- inn úr landi. Hefur hann frest til þriðjudags til að koma sér burtu. Engin tengsl eru talin hafa verið milli Granovs og Arne Treholts, sem nýlega var af- hjúpaður sem sovézkur njósn- ari í Noregi. Á fullri ferð upp í land- steina Osló, 10. feb. frá Jan Erik-Lauré, frétta- ritara Mbl. SKIPIÐ kom á fullri ferð upp á nesið og nam staðar milli tveggja baðklefa mörgum metrum frá ströndinni. Atvikið átti sér stað rétt fyrir utan Osló og stýrimað- urinn var alveg dolfallinn. Ekki var við veðrið að sakast að þessu sinni, það var blæja- logn og sólin skein. Stýrimaður flutningaskipsins Faste Jarl, sem hér er átt við, birtist í brúnni og skimaði í allar áttir. Hann riðaði og var sýnilega kófdrukkinn. Lögreglan kom fljótlega á vettvang og fagnaði stýrimað- ur henni með söng og dansi, en var þá handsamaður og fluttur í blóðprufu. í ljós kom að hann hafði fengið sér full mikið neð- an í því og því fór sem fór. Líbýski sendiherr- ann lést af skotsárum Róm, 10. febrúar. AP. AMMAR D. El Taggazy, sendi- herra Líbýu á Ítalíu, lést í dag, þremur vikum eftir tveir óþekkt- ir menn skutu hann í kvið, öxl og höfuð skammt frá heimili hans í Róm. Læknar á Umberto-sjúkra- húsinu í Róm sögðu að sendi- herrann, sem var 43 ára að aldri, hefði aldrei komist til meðvitundar eftir skotárásina. Maður sem ekki lét nafns síns getið, hringdi á skrifstofu AP í London skömmu eftir árásina á sendiherrann og sagði að hópur sem hann nefndi „Alborkan" bæri ábyrgð á tilræðinu. Um þann hóp er ekkert vitað, og hugsanlegt að um gabb hafi verið að ræða. AP. Rauðum fánum með svartri sorgarrönd var komið fyrir víða í Moskvu í gær vegna andláts Yuri V. Andropovs, leiðtoga Sovétríkjanna. Moskvuborg í sorgarklæðum Moskvu, 10. febrúar. AP. RAUÐIR fánar með svartri sorgarrönd blöktu í dag fyrir nöprum norðanvindinum í Moskvuborg og fólk beið í biðröðum eftir opinberri mynd af leiðtoganum, sem nú er látinn, Yuri V. Andr- opov. „Auðvitað veit ég, að hann er látinn. Það er ekki um annað tal- að,“ sagði maður nokkur, sem stóð fyrir utan Detski Mir- leikfangabúðina við Dzerzh- insky-torg. Þá hafði opinber til- kynning um andlát Andropovs ekki enn verið gefin út. Handan torgsins blöstu við höfuðstöðvar KGB þar sem Andropov hélt um taumana í 15 ár. Tilkynningin um fráfall Andr- opovs var fyrst lesin í útvarpi kl. 2.20 að Moskvutíma en síðan í sjónvarpinu. Var þulurinn í svörtum sorgarbúningi og las til- kynninguna ákaflega hægt og af miklum alvöruþunga. Nokkru áð- ur hafði dagskrá útvarps- og sjónvarps verið rofin og tekið til við að leika sígilda tónlist og út- fararlög. Blandaðist þá engum hugur um, að Andropov væri lát- inn. Fólk, sem erlendir fréttamenn tóku tali, virtist í einlægni harma dauða Andropovs og fannst flestum sem honum hefði orðið nokkuð ágengt I þá 15 mán- uði, sem hann var við stjórnvöl- inn. Verður Reagan við útför Andropovs? London, Washington, Bonn og víðar, 10. febrúar. AP. LEIÐTOGAR vestrænna ríkja kváðust í dag harma andlát Yuri V. Andropovs, leiötoga Sovétríkjanna, sem þeir kváðu miklar vonir hafa verið bundnar við, jafnt utan Sovétríkjanna sem innan. Fréttin um dauða hans barst fyrst til ráðamanna Efna- hagsbandalagsins og var BBC, breska ríkisútvarpið, búið að útvarpa henni til Sov- étríkjanna áður en skýrt var frá henni opinberlega þar í landi. Samningstilboð EBE um veiðar við Grænland: Samtök sjómanna andvíg uppkastinu Kaupmannahöfn, 10. feb. Frá Niela-Jörgen Bruun, GrænlandsfrétUritara Mbl. SAMTÖK sjómanna á Græn- landi eru einhuga um að hafna samningstilboði Efna- hagsbandalags Evrópu um greiðslur fyrir veiðiheimildir við austur- og vesturströnd landsins. í ályktun sem þau sendu frá sér í dag segir að meta megi fiskveiðiréttindi TVITUGUR maður gerði til- raun til þess að ræna far- þegavél Olympic-flugfélags- ins gríska þegar hún var á flugi yfír Eyjahafí í dag. Hann krafðist þess að fíug- stjórinn flygi til Bandarfkj- anna, en gafst hins vegar upp fyrir lögreglu eftir að lent haföi verið í Aþenu. Flugræninginn, pípulagninga- maður frá eynni Krít, sagði flugstjóranum að I handtösku sinni væri sprengiefni, og hótaði að nota það ef ekki væri farið að fyrirmælum hans og flogið til Flórída þar sem vinkona hans væri stödd. Flugstjórinn lét sem hann ætlaði að fallast á kröfuna og lenti í Aþenu til að ná í elds- neyti, en þar komu lögreglu- menn um borð og ræninginn var yfirbugaður án þess að til átaka þau sem EBE fer fram á til 580 milljóna danskra króna (tæplega 1700 milljóna ísl. kr.), en tilboðið sem gert hef- ur verið hljóðar upp á 150 milljónir danskra króna. Farmanna- og fiskimannasam- bandið segir í fundarsamþykkt að útlendingum beri aðeins að veita kæmi. Rannsókn leiddi síðan í ljós að ekkert sprengiefni var að finna í handtöskunni. Beirút, 10. febrúar. AP. ÍSRAEI.SKAR orrustuþotur gerdu árásir á skotmörk í fjallahéruöum á yfirráðasvæði Sýrlendinga austur af Beirút. Hafinn var brottflutningur erlendra þegna í Líbanon, sem verið hafa innlyksa þar frá því síðasta átakalota hófst. Talsmaður hersins í Tel Aviv sagði orrustuþotur hafa gert árás á skæruliðastöðvar við fjallaborg- leyfi til að veiða þann fisk serh Grænlendingar sjálfir geti ekki veitt. Jonathan Motzfeldt, formaður grænlensku landsstjórnarinnar, sagði í viðtali við grænlenska út- varpið að hann teldi tilboð EBE skapa grundvöll fyrir samninga- viðræðum, en það væri ekki nógu hátt. Hann kvaðst hlynntur því að taka við greiðslum fyrir veiði- leyfi og liti svo á að þær væru bætur fyrir þann fisk sem aðild- arríki EBE fengu að veiða óáreitt við strendur Grænlands áður en til úrsagnar úr bandalaginu kom. Mestur ágreiningur er um fyrirhugaðar veiðiheimildir við vesturströndina, en á fiskimiðun- um þar hafa grænlenskir sjó- menn og útgerðarmenn mestra hagsmuna að gæta. Hugmyndin var sú að ganga frá samningum EBE og græn- lensku landsstjórnarinnar á ráðherrafundi í Brussel 21. febrú- ar nk. ina Bhamdoun, sem stendur við þjóðveginn til Damaskus. Jafnað- ar voru við jörðu tvær byggingar, „höfuðstöðvar" vopnaðra sveita er barist hafa gegn israelskum hersveitum í Líbanon. Er þetta fyrsta árás ísraela í Líbanon f fimm vikur, og talið er að hún hafi verið gerð í hefndarskyni fyrir að þremur sovézkum eldflaugum var skotið á norðurhluta ísraels. Ronald Reagan, forseti Banda- ríkjanna, tjáði sovésku þjóðinni samúð sína vegna fráfalls Andr- opovs og jafnframt var haft eftir embættismanni, sem ekki vildi láta nafns síns getið, að Reagan yrði hugsanlega við útför Andr- opovs ef búið væri að ákveða þá hver eftirmaður hans yrði. Talsmaður Margaret Thatcher, forsætisráðherra Breta, kvað hana harma andlát Andropovs og telja sumir líklegt, að hún muni verða við útför hans. Fengi hún þá tækifæri til að hitta að máli ýmsa valdamenn í Sovétríkjunum en Thatcher hefur áhuga á að bæta samskipti austurs og vesturs eins og Ungverjalandsför hennar ber vitni um. Aðrir þjóðarleiðtogar í Vestur-Evrópu sendu Sovétstjórn- inni samúðarskeyti vegna fráfalls Andropovs og sagði talsmaður Kohls, kanslara Vestur-Þýska- lands, að kanslarinn hygðist fylgja Andropov til grafar. Þess hefur víða verið getið, að miklar vonir hafi verið bundnar við forystu Andropovs en flestum ber saman um, að honum hafi ekki tekist á stuttum valdatíma sínum að koma miklu í framkvæmd. Margir hafa látið í Ijós vonir um, að eftirmaður Andropovs verði skipaður fljótlega og telja það nauðsynlegt vegna ástandsins í al- þjóðamálum. Menn hafa hins veg- ar forðast allar vangaveltur um hver líklegastur sé til að setjast í hásætið í Moskvu. Tvö bandarísk herskip fyrir utan strönd Líbanon gerðu harða skothríð á 15 skotmörk í Líbanon, þ.á m. sýrlenzka stjórnstöð í Líb- anon, og skýrðu embættismenn frá því í dag að sýrlenzkir yfir- menn hefðu verið í hópi þeirra sem féllu í árásinni. Líf var farið að færast í eðli- legra horf í Beirút í morgun, en blikur eru á lofti í borginni. Grískur flugræningi: Vildi hitta vin- konuna í Flórída Aþenu, 10. feb. AP. Hundruð útlendinga fluttir brott frá Beirút

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.