Morgunblaðið - 11.02.1984, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 11.02.1984, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 1984 27 Friðrik Sophusson: Skatthlutfall hækki ekki milli ára sem hlutfall af tekjum greiðsluárs Fridrik Sophusson (S) mælti sl. miðvikudag fyrir breyt- ingartiliögum sem meirihluti fjárhags- og viðskiptanefndar neðri deildar flytur við skattlagafrumvarp. Frumvarpið og breytingartillögurnar miðast við það, að sögn Friðriks, „að skattbyrði tekjuskatts og sjúkratryggingargjalds verði í heild hin sama og hlutfall af tekjum greiðsluárs“ 1984 og 1983. Friðrik sagði endurskoðaða þjóðhagsáætlun reista á þeirri forsendu um tekjubreytingu milli áranna 1983 og 1984, „að tekjur á mann á árinu 1984 verði 16,5% hærri en 1983“. Hér er að sjálfsögðu átt við meðal- talstölur, sem eru breytilegar frá einum einstaklingi til ann- ars. Þjóðhagsstofnun geri nú ráð fyrir „lækkandi tekjum í frumvarpinu felast. Þannig verði hvorki persónuafsláttur né barnabætur lækkuð frá ákvæðum frumvarpsins. Því er óhjákvæmilegt að skattbyrði hinna tekjuhæstu aukizt nokk- uð, og þess vegna er lagt til að efsta skattprósentan lækki ein- ungis í 44%. Á sama hátt er skattprósenta félaga einungis lækkuð í 50% en ætti að vera 1983-84 (106. löggjafarþing) — 129. mál. Nd. 322. Breytingartillögur vid frv. til I. um breyt. á I. nr. 75 14. sept. 1981. um tekjuskatt og eignarskatt. sbr. lög nr. 21 23. mars 1983, um breyt. á þeim lögum. Frá meiri hl. fjárhags- og viðskiptanefndar (PP, FrS. PP. CieirH). 1. 1. gr. frumvarpsins falli niður. 2. Viö 3. gr. Eftirtaldar breytingar verði á 1. mgr.: a) í stað ..23%“ komi: 22.75%. b) í stað „32%“ komi: 31.5%. c) í stað „45%“ komi: 44%. 3. Við 6. gr. í stað „51%“ komi: 50%. 4. Á eftir 8. gr. bætist ný grein sem orðist svo: Heimil er opinber birting á þeim upplýsingum um álagða skatta sem fram koma í skattskrá. svo og útgáfa þeirra upplýsinga í heild eða að hluta. 5. 9. gr. frumvarpsins falh niður. milli ára úr 20% eða 21%, ef meðtalin er fjölgun gjaldenda í 16,5%. Tilgangur breytingar- tillagnanna er þessvegna að lækka heildarálagningu tekju- skatts og sjúkratryggingar- gjalds, að frádregnum barna- bótum og nýttum afslætti, um 3%, þ.e. jafnmikið og nemur breytingum á áætluðum tekjum 1984.“ Friðrik sagði að til þess að ná þessu markmiði fullkomlega hefði þurft að lækka skattpró- sentu um 3/100 og persónuaf- slátt og barnabætur um sama hlutfall. Þannig yrði hæsta skattprósenta 43,6% í stað 45%, sem er í frumvarpinu, og per- sónuafsláttur 28.470,- krónur í stað 29.350,- og barnabætur með einu barni 5.820,- í stað 6.000,-. frv. fram í upphafi, og tekur það mið af efnahagsástandinu. Lagt er til að inn komi ný grein á eftir 8. gr. frv. og hún orðist svo: „Heimil er opinber birting á þeim upplýsingum um álagða skatta sem fram koma í skattskrá, svo og útgáfa þeirra upplýsinga í heild eða hluta.“ Þessi nýja tillaga á rætur að rekja til þess að í nóv. sl. komst tölvunefnd að þeirri niðurstöðu, °ð sá aðili, sem gefið hefur út Friðrik Sophusson slíkar skrár í Reykjavík á und- anförnum árum, hafi ekki rétt til slíkrar útgáfu vegna gjald- ársins 1982, og byggði n. þessa afstöðu sína á ákvæðum laga nr. 63 frá 1981 og 98. gr. laga nr. 75 1981 og 37. gr. 1. nr. 73 1980. Þessi úrlausn tölvunefndarinn- ar orkar að sjálfsögðu tvímælis, en til þess að koma í veg fyrir misskilning og taka ákveðna af- stöðu til þessa máls þá flýtur meirihlutinn þessa breytingar- tillögu enda er það nauðsynlegt að áliti hans, að skattskráin geti legið fyrir og allir hafi að- gang að henni þegar endanlega hefur verið lagt á og kærufrest- ur er liðinn. í 5. lið bréytingartillagna er gert ráð fyrir því að 9. gr. frv. falli niður, en 9. gr. frv. er orðin að lögum, varð að lögum hinn 20. des. sl. ásamt 1. gr. frv., en 1. gr. nokkuð breytt varð að lögum hinn 20. des., en það var nauð- synlegt að ganga þannig frá þessu máli til þess að hægt væri fyrir ríkisskattstjóra að gefa út leiðbeiningar varðandi skatt- framtöl." Meirihluti nefndarinnar telur þó rétt að í stað þessa verði gengið enn lengra í ívilnun til hinna tekjulægstu og til fjöl- skyldna með börn en þegar er gert með þeim breytingum sem 49,5% skv. framangreindum forsendum. Orðrétt sagði Friðrik: „Þær breytingar sem meiri- hlutinn gerir á þingskjali 322 eru í fyrsta lagi þær að skatt- stigi tekjuskatts verði af tekj- um af 170 þús. 22,75%, — en í frv. var gert ráð fyrir 23%. Af tekjum frá 170—340 þús. kr. skattstofni komi 31,5% en var 32% í frv. og af skattstofni þar fyrir ofan verði skattstiginn 44% í stað 45%, eins og var í frv. Og loks að skattprósenta fé- laga verði 50% í stað 51% eins og var í upphaflega frv. I stórum dráttum verður dreifing skattbyrði eftir þessar breytingar mjög svipuð því sem að var stefnt með frumvarpinu. Þó lækkar skattbyrði flestra undir meðaltekjum nokkuð á kostnað hinna tekjuhæstu í samræmi við það sem fyrr segir og í samræmi við þá stefnu sem ríkisstj. fylgdi, þegar hún lagði Ennþá er Honda Civic til á ótrúlega hagstæðu verði. Civic beinskiptur, 3ja-huröa kr. 251.000.- Civic sjálfskiptur 3ja-hurða kr. 288.500.- Civic beinskiptur 4ra-hurða kr. 302.000.- Verð miðað við gengi Yo, 12638 v Tryggið ykkur bíl strax ^sDpiö í dag, laugardag kl. 1—5 Höföar til .fólks í öllum starfsgreinum!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.