Morgunblaðið - 11.02.1984, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 11.02.1984, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 1984 Afmæliskveðja: Alberta Alberts- dóttir ísafirði ísfirðingurinn Alberta Al- bertsdóttir er 85 ára í dag. Hún er ísfirsk að uppruna, fædd 11. febrú- ar árið 1899 í húsi því á ísafirði, sem nefnt var Messíönuhús og enn stendur í Sundstræti á ísafirði. Að öllum líkindum er það með allra elstu húsum á ísafirði, enda byggt árið 1816 og því 168 ár síðan. Foreldrar Albertu voru hjónin Messíana Sæmundsdóttir og Al- bert Brynjólfsson, skipstjóri. Þau hjónin eignuðust 11 bðrn. Þegar elsta barnið var á tólfta ári, féll heimilisfaðirinn frá. Engin orð geta lýst þeim vandkvæðum, sem móðir stóð frammi fyrir á þessum árum, við aðstæður sem þessar. Það gefur augaleið að hlutskipti Messíönu var erfitt. En í stað þess að gefast upp eða láta sinn hlut, barðist hún harðri og hetjulegri baráttu fyrir lifibrauði sínu og barna sinna og bognaði aldrei hvað sem á gekk. Um leið og þrek leyfði fóru systkinin úr Messíönuhúsi að vinna, til þess að aðstoða móður sína við að sjá heimilinu farborða. Þar lét Alberta ekki sinn hlut eftir liggja. Af þessum stóra og fríða systkinahópi er nú aðeins eitt eftir auk Albertu, Brynjólfur Alberts- son, giftur Kristínu Halldórsdótt- ur. Þau dvelja nú á Hrafnistu i Hafnarfirði. Alberta Albertsdóttir er alda- mótabarn. Hún vann hörðum höndum til þess að hafa í sig og á. Dugnaður hennar var mikill, enda komst hún vel áfram og ávann sér virðingu og traust allra þeirra sem kynntust henni. Ung giftist hún Kristjáni Stef- ánssyni, stýrimanni. Hann fórst með vélbátnum Gissuri hvíta, á árinu 1924. Þau áttu þrjú börn sem öll voru ung er faðir þeirra lést. En 3. júní árið 1927 giftist hún tengdaföður mínum, Marsellí- usi Bernharðssyni. Það var báðum mikil gæfa. Hann gekk börnunum í föðurstað og reyndist þeim ævinlega góður faðir. Alberta og Marsellíus eignuðust 10 börn, tvö þeirra dóu í æsku. Barnabörnin eru orðin 45 og barnabarnabörnin fylla marga tugi. Ég minntist á það í upphafi tssarar greinar að Alberta væri firðingur. Það eru svo sannar- lega orð að sönnu. Meiri og inni- legri ísfirðinga en þau hjón hef ég ekki fyrir hitt. Að þessu atriði vík- ur einmitt Matthías Bjarnason ráðherra í afmælisgrein er hann ritaði um Albertu 75 ára: „En það er einnig til fólk sem ekki getur hugsað til þess að hverfa frá heimabyggð sinni, hvað sem i boði er. Það er fólk sem bundið er órjúfanlegri tryggð við þá byggð sem hefur fætt það og alið og get- ur engan veginn hugsað sér að festa rætur í fjarlægum byggðum. Ég hygg að fátt myndi koma mér meira á óvart en það ef ég frétti að þau hjón hefðu í hyggju að flytjast frá ísafirði, svo fjarstæð er sú til- hugsun f huga mfnum. Þessi ágætu hjón hafa sett svip sinn á höfuðstað Vestfjarða í marga ára- tugi. Hann sem einn mesti at- hafnamaður og stjórnandi eins stærsta atvinnufyrirtækisins í bænum og bæjarfulltrúi í hartnær þrjá áratugi og hún sem eiginkona hans, sem staðið hefur fyrir einu fjölmennasta og gestrisnasta heimili í bæjarfélaginu i tæpa hálfa öld.“ Undir þessi orð Matthíasar Bjarnasonar get ég og aðrir sem til þekkja svo sannarlega tekið. Sá rausnar- og myndarskapur sem ætíð einkenndi heimilishald þeirra er öllum minnisstæður sem þangað komu. Heimilið var vita- skuld stórt og þangað komu marg- ir, enda þau hjón gestrisin með afbrigðum. Margir þurftu líka að hitta húsbóndann, athafnamann- inn þjóðkunna Marsellíus Bern- harðsson. Saga þessa merka manns er mörgum kunn. Hann fæddist á Kirkjubóli í Valþjófsdal í önund- arfirði, þann 16. águst 1897. Ungl- ingsár sín ól hann þó á Ingjalds- sandi í Önundarfirði. En til ísa- fjarðar flutti hann árið 1919. Á ísafirði var vettvangur ævistarfs hans. Þar reisti hann sér bauta- stein sem lengi mun standa, líkt og til minningar um þá makalausu elju og áræði, sem einkenndi allt hans lifsstarf. Hann hófst af sjálf- um sér. Byggði upp stórt og öflugt skipasmíða- og skipaviðgerðafyr- irtæki, sem bar hróður hans um land allt. M. Bernharðsson skipa- smíðastöð smiðaði meira en 50 skip, 15 rúmlestir og stærri, auk fjölda minni báta. Marsellíus byggði einnig skipabraut fyrir 400 tonna skip og rak aðra minni. Þá reisti hann hús, þar sem hægt var að vinna að smiði skipa, allt að 400 brúttórúmlestum. Jafnframt þessum viðamiklu og erilsömu störfum var Marsellíus ötull félagsmálamaður. Hann sat i bæjarstjórn ísafjarðar í hartnær 30 ár fyrir Sjálfstæðisflokkinn og gat sér þar sem annars staðar gott orð fyrir störf sín í þágu byggðar- lagsins. Auk þessara starfa að opinberum málum gegndi hann margvíslegum öðrum trúnaðar- störfum. Marsellíus Bernharðsson var ákaflega eftirminnilegur öllum þeim sem honum kynntust. Hann hafði ákveðnar skoðanir og var sjálfstæður i hugsun. í viðtali i Lesbók Morgunblaðsins fyrir rösklega áratug sagði hann meðal annars: „Ég finn nú ekki nema gott til stöðu þjóðarinnar, en samt sem áður finnst mér einhvern veginn að of margir vinni í kring um hið opinbera. Eg held að menntunin sé komin fram úr þjálfuninni sem allri menntun er nauðsynleg til þess að árangur náist eins og efni standa til. Fólk þarf að berjast fyrir sínu fyrst og fremst án þess að þurfa að treysta á aðra um of og ef fólkið stendur ekki sjálf- stætt, stendur ísland ekki sjálf- stætt.“ f sáma viðtali segir Marsellíus um konu sína, Albertu: „Hún hef- ur verið mín hjálparhella í lifinu og það hefur ekki lítið að segja. Það hef ég reynt. Það skiptir mjög miklu máli að maður hafi fastan punkt að miða við og byggja á, þegar skip er byggt; þannig er kona manns, hún er fasti punktur- inn í lífinu.“ Tengdaforeldrar mínir lifðu saman í farsælli sambúð í tæp 50 ár. Þau stóðu saman í blíðu og stríðu. Um margt voru þessi heið- urshjón ólík. En þau áttu líka margt sameiginlegt, sem batt sambúð þeirra svo traustum bönd- um. Umfram allt áttu þau sameig- inlegan vilja til þess að standa saman og styðja hvort annað og fyrir vikið varð sambúð þeirra svo fögur og góð. Marsellíus andaðist 2. febrúar árið 1977 á 80. aldurs- ári. Það var mér mikið lífslán að kynnast þeim tengdaforeldrum mínum, Marsellíusi heitnum og Albertu. Það var mér hollt og hef- ur reynst mér gott veganesti. Ég hef verið heimagangur á heimili þeirra í rúm 30 ár og aldrei hef ég hitt tengdamóður mína verklausa. Alltaf var hún eitthvað að starfa. Hún er mikil hannyrðakona og börn hennar og barnabörn, sem nú eru nálægt 60 talsins, eiga eftir hana miklar og fagurlega gerðar hannyrðir. Alberta er kát kona og skemmtileg og hana er alltaf gam- an að hitta. Hún er vel hress, fylg- ist með atburðum líðandi stundar og er vel heima í mörgu. Fyrir nokkrum árum fékk hún fótasár og lá þá meðal annars um eins árs skeið í sjúkrahúsi í Reykjavik, en að öðru leyti er heilsa hennar góð. Á þesum tímamótum sendi ég og fjölskylda mín afmælisbarninu bestu heilla- og hamingjuóskir og vonum að við megum njóta hennar sem lengst. Guðmundur P. Einarsson, Bolungarvík. DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11.00. Dómkórinn syngur, organleikari Marteinn H. Friöriksson. Sr. Þórir Stephensen. Messa kl. 2.00. Sr. Hjalti Guómundsson. Laugar- dagur: Barnasamkoma aö Hall- veigarstöðum kl. 10.30. Sr. Agn- es Siguröardóttir. ÁRBÆ J ARPREST AK ALL: Barnasamkoma í Safnaöarheimili Árbæjarsóknar kl. I0.30 árd. Guösþjónusta í safnaöarheimil- inu kl. 14. Organleikari Jón Mýrdal. Gideonfélagar koma í heimsókn, taka þátt í messunni og kynna félag sitt. Kirkjukaffi Kvenfélags Árbæjarsóknar eftir messu. Sr. Guömundur Þor- steinsson. Ásprestakall: Barnaguösþjón- usta kl. 11.00. Guösþjónusta kl. 2.00. Sr. Árni Bergur Sigur- björnsson. BREIÐHOLTSPREST AK ALL: Laugardagur: Barnasamkoma kl. 11.00. Sunnuóagi/r: Messa kl 2.00 í Breiöholtsskóla. Sr. Lárus Halldórsson. BÓSTAD AKIRK JA: Barnasam- koma kl. 11.00. Guösþjónusta kl. 2.00. Sr. Auöur Eir Vilhjálmsdótt- ir prédikar og ræöir viö kirkju- gesti í safnaöarheimilinu eftir messu. Kaffi og barnagæzla. Organleikari Guöni Þ. Guö- mundsson. Mánudagur: Fundur kvenfélags Bústaöasóknar kl. 20.30. Miövikudagur: Félagsstart aldraöra kl. 2—5. Árshátíö æskulýösfélagsins kl. 20.00. Sr. Ólafur Skúlason. DIGRANESPRESTAKALL: Laug- ardagur: Barnasamkoma í safn- aöarheimilinu viö Bjarnhólastíg kl. 11.00. Sunnudagur: Guös- þjónusta í Kópavogskirkju kl. 2.00. Sr. Þorbergur Kristjánsson. ELLIHEIMILIÐ GRUND: Messa kl. 10.00. Sr. Lárus Halldórsson. FELLA- OG HÓLAPRESTA- KALL: Laugardagur: Barnasam- koma í Hólabrekkuskóla kl. 2.00. Sunnudagur: Barnasamkoma i Fellaskóla kl. 11.00. Guösþjón- usta í Menningarmiöstööinni viö Geröuberg kl. 2.00. Sr. Hreinn Hjartarson. FRÍKIRKJAN í REYKJAVÍK: Laugardagur 11. febrúar, ferm- ingartími kl. 14.00. Sunnudagur 12. febr.: Barna- og fjölskyldu- guösþjónusta kl. 11.00. Guö- spjalliö í myndum. Barnasálmar og smábarnasöngvar. Afmælis- börn boðin sérstaklega velkom- in. Sunnudagspóstur handa börnunum. Framhaldssaga. Viö hljóðfæriö Pavel Smid. Ferming- arbörn og fcreldrar þeirra hvattir til aö koma. Sr. Gunnar Björns- son. GRENSÁSKIRKJA: Barnasam- koma kl. 11.00. Guösþjónusta kl. 2.00. Organleikari Árni Arin- bjarnarson. Æskulýösfundur mánudagskvöld kl. 20.00. Al- menn samkoma nk. fimmtu- dagskvöld kl. 20.30. Sr. Halldór S. Gröndal. HALLGRÍMSKIRKJA: Samvera fermingarbarna laugardaginn 14. febrúar kl. 10—14. Sunnudagur 12. febr.: Barnasamkoma og messa kl. 11.00. Börnin komi í kirkjuna og taki þátt í upphafi messunnar. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. Kvöldmessa meö alt- arisgöngu kl. 17.00. Sr. Karl Sig- urbjörnsson. Þriöjud. 14. febr.: Fyrirbænaguösþjónusta, beöiö fyrir sjúkum. Miövikudagur 15. febr. Kl. 22.00: náttsöngur. Pétur Jónsson leikur á gítar. LANDSPÍT ALINN: Messa kl. 10.00. Sr. Karl Sigurbjörnsson. HÁTEIGSKIRKJA: Laugardagur: Barnaguðsþjónusta kl. 11.00. Sunnudagur: Messa kl. 11.00. Sr. Arngrímur Jónsson. Messa kl. 2.00. Sr. Tómas Sveinsson. BORGARSPÍTALINN: Guösþjón- usta kl. 10.00. Sr. Tómas Sveinsson. KÁRSNESPRESTAKALL: Laug- ardagur: Barnasamkoma í safn- aöarheimilinu Borgum kl. 11.00 árd. Sunnudagur: Guösþjónusta í Kópavogskirkju kl. 11.00 árd. Mánudagur: Bibliulestur á vegum fræösludeildar safnaöarins í safnaöarheimilinu Borgum kl. 20.30. Sr. Árni Pálsson. LANGHOLTSKIRKJA: Óska- stund barnanna kl. 11.00. Söng- ur — sögur — leikir. — Guö- sþjónusta kl. hálf tvö (ath. breyttan messutíma). Organleik- ari Jðn Stefánsson, prestur sr. Sigurður Haukur Guðjónsson. Vekjum athygli eldri sóknarbúa á því að óski þeir aðstoðar við að sækja guðsþjónustu í Lang- holtskirkju, þá láti þeir vita 1 síma 35750 milli kl. 10.30 og 11.00 á sunnudagsmorgnum. Sóknarnefndin. LAUGARNESKIRKJA: Laugar- dagur: Guösþjónusta í Hátúni 10B, kl. 11.00. Sunnudagur: Barnaguösþjónusta kl. 11.00. Guösþjónusta kl. 14.00. Þriöju- dagur: Bænaguösþjónusta kl. 18.00. Sr. Ingólfur Guömunds- son. NESKIRKJA: Laugardagur: Samverustund aldraöra kl. 15.00. Ragnar Tómasson lögm. og hestamaöur segir frá og sýnir myndir af hestamótum erlendis Matt. 6.: Er þér biöjist fyrir. (ísl. hestar). Sunnudagur: Barna- samkoma kl. 11.00. Sr. Frank M. Halldórsson. Guösþjónusta kl. 14.00. Organleikari og söngstj. Reynir Jónasson. Aöalsafnaöar- fundur Nessóknar eftir messu. Sr. Guömundur Óskar Ólafsson. Mánudagur: æskulýösfundur kl. 20.00. Miövikudagur: fyrirþæna- messa kl. 18.20. Sr. Guðmundur Óskar Ólafsson. SELJASÓKN: Barnaguösþjón- usta Ölduselsskóla kl. 10.30. Barnaguösþjónusta í íþróttahúsi Seljaskólans kl. 10.30. Guös- þjónusta Ölduselsskóla kl. 14.00. Haukur Páll Haraldsson syngur einsöng. Þriöjudagur 14. febr.: Fundur í æskulýösfélaginu Tindaseli 3, kl. 20.00. Aðalfundur kvenfélags Seljasóknar ( Selja- skólanum kl. 20.30. Föstud. 17. febr.: fyrirbænasamvera Tinda- seli 3, kl. 20.30. Sóknarprestur. SELTJARNARNESSÓKN: Guös- þjónusta í sal Tónlistarskólans kl. 11.00 árd. Sr. Frank M. Hall- dórsson. DÓMKIRKJA Krists konungs Landakoti: Lágmessa kl. 8.30. Hámessa kl. 10.30. Lágmessa kl. 14. Alla rúmhelga daga er lág- messa kl. 18.00 nema á laugar- dögum kl. 14. FELLAHELLIR: Kaþólsk messa kl. 11. HVÍTASUNNUKIRKJA Ffla- delfíu: Sunnudagaskóli kl. 10.30. Safnaöarguösþjónusta kl. 14. Ræöumaöur Daniel Glad. Al- menn guösþjónusta kl. 16.30. Ræöumaöur Gunnar Bjarnason, ráöunautur. Fórn til kirkjunnar. KFUM & KFUK, Amtmannsstíg 2B: Fjölskyldusamvera kl. 15.30. Opiö hús, myndasýning o.fl. Fjöl- skyldusamkoma kl. 16.30. Hilmar Baldursson, guðfræðingur, talar. Bænastund kl. 20 og almenn samkoma kl. 20.30. Ræöumaöur Guöni Gunnarsson. Söngur Rosemary Loyd. Á mánudags- kvöld kl. 20.30.: Biblíulestur. Samfélag og starfsgreinar, í um- sjá sr. Kristjáns Búasonar. KIRKJA ÓHÁDA SAFNAÐAR- INS: Guösþjónusta kl. 14. Kór kirkjunnar syngur. Jónas Þórir viö orgeliö. Einsöng syngur Már Mapnússon. Baldur Kristjánsson. HJALPRÆÐISHERINN: Sunnu- dagaskóli kl. 14. Bæn kl. 20 og hjálpræöissamkoma kl. 20.30. LÁGAFELLSSÓKN: Messa á Mosfelli kl. 14. Sóknarnefndin. GARÐAKIRKJA: Barnasamkoma í Kirkjuhvoli kl. 11. Guösþjónusta kl. 14. Dr. Þórir Kr. Þóröarson prédikar. Sr. Bragi Friðriksson. KAPELLA St. Jósefssystra I Garðabæ: Hámessa kl. 14. HAFNARFJARDARKIRKJA: Sunnudagaskóli kl. 10.30. Guös- þjónusta kl. 14. Sr. Gunnþór Ingason. FRÍKIRKJAN í Hafnarfiröi: Sunnudagaskóli kl. 10.30. Guös- þjónusta kl. 14. Safnaöarstjórn. KAPELLAN St. Jósfesspítala: Messa kl. 10. KARMELKLAUSTUR: Messa kl. 8.30. Rúmhelga daga messa kl. 8. YTRI-NJARDVÍKURKIRKJA: Barnaguösþjónusta kl. 11. Messa kl. 14. Fermingarbörn og foreldrar þeirra hvattir til aö koma. Sr. Þorvaldur Karl Helga- son. KEFLAVÍKURKIRKJA: Guös- þjónusta á sjúkrahúsinu kl. 10.30. Sunnudagaskóli kl. 11. Messa kl. 14. Altarisganga. Sóknarprestur. HVALSNESKIRKJA: Messa kl. 14. Sóknarprestur. AKRANESKIRKJA: Barnasam- koma kl. 10.30. Fjölskylduguös- þjónusta kl. 14. Sr. Agnes M. Siguröardóttir, æskulýösfulltrúi þjóökirkjunnar, prédikar. Vænst er þátttöku fermingarbarna og foreldra þeirra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.