Morgunblaðið - 11.02.1984, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 11.02.1984, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 1984 37 fclk í fréttum Héldu upp á silfurbrúðkaupið með því að endurtaka vígsiuna + Þau hafa ólíkar skoðanir á flestu og áhugamálin eiga þau ekki sameiginleg. Þau sjást held- ur ekki of oft og vita sjaldnast hvar hitt er að finna. Þrátt fyrir þetta eru Paul Newman, 58 ára gamall og sex barna faðir, og kona hans, leik- konan Joanne Woodward, ákaf- lega hamingjusöm hjón. Þau hafa verið gift í 25 ár og ætla að halda því áfram. Upp á silfur- brúðkaupið héldu þau með því að fara til prestsins og endurtaka vígsluna. Margir hafa furðað sig á því, að þau Paul og Joanne, jafn ólík og þau eru, skuli hafa haldið þetta út í allan þennan tíma en Paul kann svör við því. „Joanne kann bæði að skamma mig og skjalla og hún getur talað við mig. Það er upp- skriftin að ást okkar." Paul Newman á líka skildar skammirnar því að hann er bæði óútreiknanlegur og uppátektar- samur. Auk þess vill hann sífellt vera að reyna fyrir sér í við- skiptalífinu og þótt á ýmsu hafi gengið verður ekki annað sagt en að nú hafi hann slegið í gegn. Nú er hann farinn að selja skyrtu- boli þar sem á stendur: „Ég hef hvílt hjá Paul Newman". Ekki bara skyrtuboli heldur líka vasa- klúta og náttkjóla og þeir hafa svo sannarlega gefið honum pen- inga i aðra hönd. Þeir seljast Paul líka farinn að hugsa um að eins og heitar lummur og nú er græða líka á poppkorninu. Paul Newman og Joanne Woodward. + Leikkonan Joan (ollinH grcðir á li og fingri á hlutverki sinu I „Dollars" og þykir eitt mesta kyntáknið nú um stundir þótt hún sé um fimmtugt Ástmaður hennar, Svfinn Peter Holm, nýtur Ifka góðs af peningastreyminu og hafa sumir kunningja Joans af því nokkrar áhyggjur. Peter hefur nefnilega aldrei verið við eina fjölina felldur, hvorki í ástamálum né f peningamálum. Hann er sakaður um vátrygg- ingasvindl f heimalandi sfnu og á þangað ekki afturkvœmt nema hann komi fyrst við á lög- reglustöðinni. COSPER — Húrra, þessi er raunveruleg. Ég var farinn að halda að ég sæi ofsjónir. Vildu ekki trúa því að hann væri karlmaður + Söngvarinn Boy George lenti f skrýtnum vandræðum nú fyrir nokkrum dögum þegar hann ætl- aði að bregða sér til Frakklands. I passanum stóð að hann væri karl- maður, en á það vildu starfsmenn útlendingaeftirlitsins franska ekki aldeilis fallast. Þeim var kannski vorkunn líka því að Boy var í japönskum kimono með fal- legar krullur f hárinu og svo hafa þeir líklega munað eftir þvf, að fyrir skömmu var hann útnefndur ein af tfu verst klæddu konum heims. Frönsku lögreglumennirnir fóru einfaldlega fram á að Boy George sannaði svo ekki yrði um villst að hann væri karlmaður. Boy þráað- ist að sjálfsögðu við að berhátta sig fyrir framan lögreglumennina og það var ekki fyrr en breska sendiráðið hafði skorist í leikinn, að hann fékk að halda áfram ferð- inni. Og það meira að segja í allri múnderingunni. Skíða- kynning Einar Úlfsson skíðakennari leiðbeinir viðskiptavinum um val á svicrbúnaði í versluninni. í dag frá kl. 10—12. A FI5CHER TYROLIA PACHSTEIN adidas TOPPmerkin í íkíðavörum öþid d ÞEKKING - REYNSLA - ÞJÓNUSTA FALKINN 105 REYKJAVÍK SUÐURLANDSBRAUT 8 - SÍMI 91-84670

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.