Morgunblaðið - 11.02.1984, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 11.02.1984, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 1984 43 Skammast mín fyrir að vera íslendingur Halldór B. Paulsrud skrifar frá Noregi: „Ég er útfluttur íslenskur dýra- vinur og sá þessa hryllilegu mynd og grein, sem fylgja bréfinu, í norsku blaði. I fyrsta skipti í öll þau 25 ár, sem ég hef búið hér, skammaðist ég mín fyrir að vera Islendingur, þegar þetta birtist. Eg skora nú á alla sanna ís- lenska dýravini að koma í veg fyrir að svona nokkuð gerist í landinu okkar. Kær kveðja." Gagnrýn- endurséu einlægir Olafur Bjarnason skrifar frá Sví- þjóð: „Velvakandi! Eftir að hafa lesið grein Gísla Sigurðssonar í Lesbókinni, laug- ardaginn 28. janúar, um list og gagnrýni, get ég ekki orða bundist. Ég er honum alveg sammála um þörf þess að gerður sé greinar- munur á stórum listaviöburðum og fálmkenndum sölusýningum viðvaninga, þegar gagnrýni er skrifuð. Én hvar á að draga mörk- in? Það hlýtur að fara eftir dóm- greind þess, sem skrifar gagnrýn- ina, hvort hann skrifar það sem hann vill skrifa, eða hvort hann skrifar um húsnæði viðkomandi sýningar. Ef eingöngu ætti að skrifa um þær sýningar sem eru í sýningar- sölum þeirra sem velja myndirn- ar, væru forráðamenn þeirra sýn- ingarsala settir I dómarasæti og þeir myndu ákveða hvað væri list og hvað ekki. Slík aðstaða er mjög varasöm, og nægir að nefna nokkra stærstu listamenn síðari tíma, svo sem Van Gough og Gauguin. Þeir hlutu ekki viður- kenningu samtímamanna sinna og Van Gough fékk aldrei að sýna myndir sínar opinberlega. Er ekki betra, að þeir sem skrifa blaðadóma, skrifi um sem flesta og séu einlægir og sannir i skrif- um sínum.“ :du ... Endursýni barnaefni Kristín hringdi og hafði eftirfar- andi að segja: — Ég vil þakka sjónvarpinu fyrir að taka tillit til hinna mörgu sem óskuðu eftir því að barnaefni yrði sýnt fyrr á kvöldin. Mig lang- ar, í leiðinni, að spyrja hvort áhugi sé fyrir að endursýna þetta efni, til dæmis síðasta þátt, áður en hinn næsti er frumsýndur, því sýningartíminn er aðeins um sjö mínútur og finnst mér það ansi stuttur tími fyrir svo vinsælt efni. Með þökk fyrir birtinguna. Enginn flug- maður í flug- málanefndinni Flugmaður hringdi og hafði eft- irfarandi að segja: — í Morgun- btaöinu á þriðjudaginn var sagt frá flugmálanefnd sem hefur verið skipuð af samgönguráðherra og fagna ég þvi að nú skuli slfk nefnd vera til, en um leið vil ég lýsa undrun minni yfir því að enginn flugmaður skuli eiga sæti í þessari nefnd. Það er ekkert sem tengist flugi, sem ekki varðar flugmenn og því hefði mér fundist rétt að einhver flugmaður ætti sæti í hinni nýju flugmálanefnd. Eg skil ekki hvernig þessi nefnd á að geta unnið sín störf án þess að f henni eigi sæti einhver aðili sem ber skynbragð á flug og þarf að nýta sér þá þjónustu sem veitt er á flugvöllum. Til gamans langar mig að geta þess, svona í lokin, að á Hornafirði er flugvöllur, sem skráður er al- þjóðaflugvöllur, en þar er ekki einu sinni vararafstöð, þannig að ef rafmagnið fer, er völlurinn ein- faldlega ljóslaus. Var þátttaka borg- arinnar í ísfilm á stefnuskránni? 1801-5897 hringdi og hafði eft- irfarandi að segja: — Ég er með fyrirspurn til meirihluta borgarstjómar sem er þannig: Var það stefnan fyrir síðustu þorgarstjórnarkosningar að mismuna einstaklingum og fyrirtækjum með því að styrkja eitt fyrirtæki en ekki annað, og þá á ég við hið nýstofnaða fyrir- tæki Isfilm. Mér finnst menn hafa gengið helst til langt með því að ráð- stafa peningum skattborgara þannig og ég veit ekki til þess að þetta hafi verið á stefnuskránni fyrir síðustu kosningar. Þá var rætt um einstaklingsframtak, en nú sér maður að allt annað er upp á teningnum. Geta þessir aðilar neitað öðr- um um stuðning.hér eftir? Og ef þetta fyrirtæki bera sg ekki, hver greiðir þá hallann? Verður ekki farið ofan í vasa skattborg- ara til að greiða hann? SamB(m(!uráíihi'rra skipar nugmálanefnd: Semur áætlun um framkvæmdirj ivegna flugmála innanlands Guðjón Einarsson fréttamaður sjónvarpsins. Góð spurning hjá Guðjóni Sólveig hringdi og hafði eftirfar- andi að segja: — Ég vil þakka Guðjóni Ein- arssyni hjá sjónvarpinu fyrir þátt- inn „Skiptar skoðanir" sem var á þriðjudagskvöldið síðastliðið og þá sérstaklega fyrir spurningu hans er hann lagði fyrir viðmælendur sína, hvort þeir treystu sér til að lifa af þeim launum, sem margir verða að sætta sig við. Ég hef lengi haft grun um að við ættum lélegustu verkalýðsforystu af öllum Norðurlandaþjóðum, þvf verkamenn á Islandi hafa svo fá- dæma lágt kaup og ég vil leggja til að þeir aðilar, sem semja um kaup og kjör fyrir verkalýðshreyfing- una, fái sama kaup og skjólstæð- ingar þeirra. Ég held að það gæti orðið árangursríkt. Að lokum langar mig að taka undir orð þeirra Húnvetninga sem fyrir skömmu skiluðu undir- skriftalistum, þar sem þeir mót- mæltu fjölgun þingmanna. Ég held að það væri allt í lagi aö fækka þeim. — —T- Mínar bestu þakkir sendi ég ykkur öllum ættingjum og óskildum sem mundu mig og glöddu á 75 ára afmælis- daginn U- febrúar. LifiÖ heil. Pálína Halldórsdóttir, Patreksfírði. SÓLBEKKJA SELJENDUR Þeir sem vilja kynnast nýju línunni frá okkur, hafi samband vegna frekari upplýsinga. Góð og sam- keppnishæf vara. METRACO DK-8420, Knebel, Denmark, sími 6—351210, telex 64340 mtc dk. fS t Askriftarsímim er 83033

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.