Morgunblaðið - 11.02.1984, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 11.02.1984, Blaðsíða 48
LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 1984 VERÐ í LAUSASÖLU 20 KR. Þrjú atriði bentu til hins sviplega atburðar Björgunarsveitarmcnn við leit í höfninni á Grundartanga. Kafarar eru að störfum í sjónum, en á milli skips og bryggju má sjá fríholt, sem köstuðust til eins og korktappar. Myndin er tekin af landgöngubrú, sem komið hafði verið fyrir þar sem hin brúin hafði verið, en hún liggur nú í höfninni. Ljósm. Mbl. Kristján Einarsson. Skór á þilfari, kaðal- stigi á skipssíðu og enginn landgangur Þór Magnússon „VIÐ vorum beðn- ir um aðstoð á tólfta tímanum í morgun af lögregl- unni í Borgarnesi, og boðin sem við fengum voru þau að fjögurra manna væri saknað af skipi í höfninni á Grundartanga. Við vorum beðnir um að gera þær ráð- stafanir sem við teldum nauðsynleg- ar til leitar,“ sagði Þór Magnússon, formaður björgunarsveitarinnar Hjálpar á Akranesi, í samtali við Morgunblaðið, en hún er ein björg- unarsveita Slysavarnafélags íslands. „Ég hafði strax samband við Hannes Hafstein, framkvæmda- stjóra Slysavarnafélagsins, og lögregluna á Akranesi og kynnti þeim málið. Síðan voru kannaðir allir möguleikar hvað mennina varðaði, en þegar ljóst virtist að slys hefði orðið talaði ég við Hannes og bað hann um að gera ráðstafanir til að útvega aðstoð frá Reykjavík og fá þyrlu til leit- ar,“ sagði Þór. „Við fórum síðan uppeftir rétt fyrir klukkan 13, en þá var orðið ljóst að slys hefði orðið. Við vorum með 15 menn, þar af tvo kafara, en einnig komu tveir kafarar frá Landhelgisgæslunni. Þegar við komum að skipinu var þrennt sem benti til þess að eitthvað óvenju- legt hefði gerst; skór voru á þilfar- inu, kaðalstigi lá niður með síðu skipsins og landgöngubrúin var horfin. Kafararnir fóru síðan niður og fundu fljótlega lík tveggja skipverja á milli skips og bryggju, nánast beint undir þeim stað sem landgangurinn hafði ver- ið. Lík hinna tveggja fundust nokkru síðar á sömu slóðum. Um það leyti sem líkin fundust kom Gísli J. Johnsen, björgunarskip Slysavarnafélagsins, með mann- skap,“ sagði Þór Magnússon. Skólabifreiðin sem valt með ellefu börn í gær, en björgun barnanna tókst giftusamlega. Morgunblaóið/ Júlíus Skólabifreið valt við Elliðavatn: Ellefu börnum bjargað — blautum og hröktum „Það var komið töluvert vatn inn í bflinn og krakkarnir voru orðnir kaldir og hræddir þegar loksins tókst að opna hurðina og við gátum hjálpað öllum út,“ sagði Ásgeir Jamil Allansson, 14 ára gamall. Ásgeir Jamjl var einn af ellefu nemendum í Árbæjarskóla í langferðabifreiðinni, sem valt af brú skammt ofan við Reykjavík í gær. Var bifreiðin, sem er skóla- bfll, á leið að Elliðahvammi að sækja nemanda þegar óhappið gerðist. Mikil hálka var og rann bif- reiðin á brúarstólpa og síðan á brúarhandriðið þegar snörp vinhviða skall á hana með ofangreindum afleiðingum. Al- varleg slys urðu ekki á fólkinu og búið var að bjarga börnunum inn í upphitaðan bíl af næsta bæ þegar lögreglu, sjúkrabíla og slökkvibíl bar að. Farið var með börnin og bílstjórann á slysa- deild Borgarspítalans þar sem hlúð var að þeim. 4% fiskverðshækkun og létt á byrðum útgerðar: Hagnaður er af vinnslu en tap- rekstur útgerðar Sjómenn og útgerðarmenn mótmæla verðákvörðuninni harðlega FISKVERÐHÆKKUN um fjora af hundraði, sem ákveðin var í gær, þýðir 230 milljóna króna hækkun á bolfiski til fiskvinnslunnar miðað við heilt ár á núverandi verði. Hækkunin leysir ekki rekstrarvanda útgerðarinnar og verður hún áfram rekin með halla þrátt fyrir aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að létta henni reksturinn. Bolfiskvinnslan verður rekin með nokkrum hagnaði í heild, en talið er að tap saltfiskvinnslunn- ar verði 5 til 6% eftir þessa hækkun. Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegs- ráðherra, segir í samtali við Morgunblaðið, að gengisfelling muni ekki fylgja í kjölfar fiskverðshækkunarinnar. óskar Vigfússon, fulltrúi sjó- manna í yfirnefnd verðalagsráðs sjávarútvegsins, sagði í samtali við Morgunblaðið, að eftir verð- ákvörðunina hlyti öllum að vera ljóst hvílík blekking væri ástund- uð innan verðlagsráðsins. „í ráðstöfunum ríkisstjórnar- innar er ekkert tekið á rekstrar- dæmi útgerðarinnar. Ég gerði mér alltaf grein fyrir því, að fiskverðið leysti ekki vanda útgerðarinnar, en ríkisstjórnin bregst algjörlega í sínum þætti og gerir ekkert í mál- inu nema tala um skuldbreytingu þar sem á að lána mönnum fyrir tapinu með hæstu vöxtum, sem þekkjast hér á landi. Þetta er eng- in lausn, menn halda bara áfram að tapa,“ sagði Kristján Ragnars- son, fulltrúi útgerðarmanna. Friðrik Pálsson, annar fulltrúi kaupenda í yfirnefndinni og fram- kvæmdastjóri SlF, sagði í samtali við blaðið, að við upphaf verðlagn- ingarinnar nú hefðu saltfiskmenn ætlað að ná til baka íþyngingar- áhrifum verðlagningar undanfar- inna ára. Það hefði ekki gengið vegna þess að þær breytingar hefðu jafnframt þýtt mikla lækk- un á tekjum bátasjómanna, sem sízt mættu við því vegna niður- skurðar á þorskveiðum. Þess vegna væri staðan sú, að eftir þessa verðákvörðun væri tap saltfiskvinnslunnar 5 til 6% þrátt fyrir lækkun útflutningsgjalda úr 5,5% í 4%.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.