Morgunblaðið - 17.02.1984, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.02.1984, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. FEBRÚAR 1984 Karl Þorsteins vann Robert Byrne „ÞETTA er fyrsti stórmeistarinn sem ég legg aó velli og vonandi ekki sá síðasti,“ sagði hinn ungi skák- maður Karl Þorsteins glaður í bragði, eftir að hafa unnið banda- ríska stórmeistarann Robert Byrne í mjög fjörugri skák á Reykjavíkur- skákmótinu í gærkvöldi. Af öðrum skákum Islend- inganna má nefna að Jón L. Árna- son vann Ornstein, Friðrik Ólafs- son vann Dan Hansson, Jóhann Hjartarson og Reshevsky gerðu jafntefli, sömuleiðis Margeir Pét- ursson og Magnús Sólmundarson en De Firmian vann Helga Ólafs- son. Eftir 3 umferðir eru Alburt og De Firmian efstir og jafnir með 3 vinninga. 4. umferð verður tefld á morgun, laugardag, kl. 14 á Hót- el Loftleiðum. Hvítt: Robert Byrne. Svart: Karl Þorsteins. Sikileyjarvörn. 1. e4 — c5, 2. Rf3 — Rc6, 3. d4 — cxd4, 4. Rxd4 — Rf6, 5. Rc3 - d6, 6- Bg5 Þetta afbrigði nefnist Richter- Rauzer árásin. 6. — e6, 7. I)d2 — Be7, 8. (M) — 0-0, 9. f4 — h6, 10. Bh4 — e6, 11. Rf5 — Bxf5, 12. exf5 — exf4, 13. Dxf4 — d5, 14. Bb5?! Vafasöm áætlun, því nú vinnur heldur ekki efnilegt. 26. Hhel virðist veita mesta mótstöðu. 26. — Hfc8+, 27. Kbl — De6, 28. b3 — Rd5!, 29. Hdel Eftir 29. Hcl — De5, tapar hvít- ur a.m.k. skiptamun. 29. — Rc3+, 30. Kb2 — Rxa4+, 31. bxa4 — Hab8+, 32. Kal — Db3 og Byrne gafst upp. L. Alburt — H. Schlisxkr 1—0 Helgi Ólafsson — N. DeFirmian 0—I V.F. Zallsmtn — T. Wedberg '/i—Vi Jóhann Hjartaraon — S. Reahevsky '/i—'/i P. ('ramlinfi — P. Ontermayer ’/i—’/i D. King— E. Geller ‘/i—'/i L rhriatiansen — L. Shamkovieh 'i—‘i A. Ornstein — Jón L Árnason 0—1 C. Höi — L. Gutman 1—0 T. Balashov — Guómundur Siipirjónsson 'i—'/t R. Byrne — Karl Þorsteins 0—1 K. Ixrbron — Jonny Hector I —0 M. Chandler — H. Mayer ’/i—'/i Dan llansson — Friórik Ólafsson 0—1 ÁffÚHt KarlsNon — H. Ree 0—1 Róbert Harðarson — V. McCambridge x/t—Vi Magnús Sólmundars. — Margeir Péturs. 4—x/t M. Knezevic — Benedikt Jónasson x/t—x/i L. Schneider — Pálmi Pétursson 1—0 Haukur Angantýsson — Lárus JóhannessonO—1 Sævar Bjarnason — Halldór G. Einarsson '/*—x/i Leifur Jósteinsson — Benóný Benediktsson 1—0 Bragi llalldórsson — Elvar Guðmundsson 0—1 Pröstur Bergmann — Gordon Tajlor 1—0 K. Burger — Björgvin Jónsson Bið Bragi Kristjáns. — Guðmundur Halldórs. ’/i—x/i Hilmar Karlsson — J. Njkopp Bið Haraldur Haraldsson — Ásgeir Árnason x/i—x/t Gjlfi l'órhallsson — Kai Tielmann 0—1 Andri Á. Grétarsson — Arnór Björnsson Bið Ljósm. Mbl. Júlíus Ekið var á gangandi mann á Barónsstíg á milli klukkan 20 og 21 í gærkveldi og var hann fluttur á sjúkrahús. Þá var ekið á barn á Eiðisgrandasvæðinu eftir miðjan dag í gær, og var farið með það á sjúkrahús. Ekki var vitað um líðan hinna slösuðu í gærkveldi. Meðfylgjandi mynd var ekin á Barónsstíg. svartur leiki í sóknina. 14. — a6, 15. Ba4 — b5, 16. Bb3 — d4!, 17. Bxf6 — Bxf6, 18. Re4 — Be5, 19. Df3 — a5, 20. a4 — bxa4, 21. Bxa4 — Db6, 22. Rd2 — Rb4, 23. Rc4 — Dc5, 24. Rxe5 — Dxe5, 25. f6? Með þessu hyggst Byrne blása til sóknar, en leikurinn reynist hafa gagnstæð áhrif, því nú nær svartur frumkvæðinu. Nauðsyn- legt var 25. Hhel — Df6, 26. Kbl Stórfyrirtæki sameinast um yfírtöku Víðis hf. a.m.k. 15—20 milljóna króna hlutafé lagt fram til fimm ára yfirtöku NYTT hlutafélag með þátttöku margra fjársterkra innlendra fyrirtækja var stofnað í Reykjavík sl. miðvikudag í því skyni að yfirtaka rekstur trésmiðj- unnar Víðis í a.m.k. fimm ár. Er gert ráð fyrir að nauðsynlegum undirbúningi verði lokið í næstu viku og að þá geti hinir nýju eignaraðilar tekið við rekstrinum. Gert er ráð fyrir að hlutafé hins nýja félags verði að minnsta kosti 15—20 milljónir króna. Þar af verður Fjárfestingafélagið hf. með mest, eða um þriðjung hlutafjárins, að sögn Gunnars Helga Hálfdánarsonar, fram- kvæmdastjóra félagsins. Hlutafjársöfnun stendur enn yfir. 25. — d3!, 26. cxd3? Nú tapar hvítur þvingað, en 26. c3? - Ra2+, 27. Kd2 - Hab8, var Rannsókn á fjár- reiðum Arnarflugs: Niöurstöðu að vænta eftir helgi VEGNA beiðni Arnarflugs um ríkis- ábyrgð fyrir erlendu láni að upphæð samsvarandi 45 millj. íslenzkra króna fer nú fram sérstök rannsókn á fjárreiðum fyrirtækisins. Ekki er að vænta niðurstöðu fyrr en eftir helgi að sögn samgönguráðherra, Matthíasar Bjarnasonar. Rannsóknina annast fulltrúar samgönguráðuneytis og fjármála- ráðuneytis. Ráðuneytisstjóri sam- gönguráðuneytisins, ólafur Stein- ar Valdimarsson, sagði í viðtali við Mbl. í gær að rannsóknin væri umfangsmeiri en ætlað hefði verið og vart að vænta niðurstöðu fyrr en eftir helgi. Ríkisstjórnin tekur síðan ákvörðun um hvort ríkis- ábyrgðin verður veitt. Meðal annarra hluthafa eru hlutafélögin BM Vallá, Smjörlíki, Álafoss, Hilda, Kassagerð Reykja- víkur, JL-byggingavörur, Timb- urverslunin Völundur, Frjáls fjöl- miðlun og norska fyrirtækið Vest- nova, sem er umboðsaðili Víðis á Bandaríkjamarkaði. Forstjóri Víðis eftir að nýja hlutafélagið tekur við verður Haukur Björns- son, sem nýlega er kominn frá Bandaríkjunum eftir að hafa unn- ið að því að treysta samninga Víð- is um húsgagnasölu þar í gegnum Vestnova. Víðir mun hafa átt í erfiðleikum með að standa við alla þætti þeirra samninga. „Ástæða þess að við viljum taka við fyrirtækinu er einfaldlega sú, að við höfum trú á Víði og teljum að þar megi gera ýmsa góða hluti," sagði Gunnar Helgi í sam- tali við blaðamann Mbl. „Það verður að gerast með traustum fjárhag, markvissri stjórnum, efl- ingu markaða og nákvæmri fram- leiðslustýringu. Víðir hefur átt f erfiðleikum eins og mörg önnur fyrirtæki á fslandi, það hafa skipst á skin og skúrir. Kannski má segja að síðustu skúrirnar hafi verið erfiðari en margar fyrri. Okkur fannst að þarna væri tækifæri, sem væri skaði fyrir land og þjóð að færi í súginn. Samningur fyrirtækisins um hús- gagnasölu á Bandaríkjamarkaði er stór samningur á íslenskan mælikvarða, þótt Víðir geti vita- skuld ekki staðið í mikilli verð- samkeppni á Bandaríkjamarkaði. Fyrirtækið ætti að geta verið vel samkeppnisfært á minni mörkuð- um, þar sem sérþörfum viðskipta- vinanna væri sinnt. Við erum í rauninni ekki að gera annað en að endurtaka það, sem gert hefur verið hér í skinna- og ullariðnaði. Enn á eftir að ganga frá ýmsu varðandi fjárhagslega endur- skipulagningu fyrirtækisins en ég geri mér vonir um að við getum Rfkissaksóknari hefur höfðað opinbert mál á hendur þremur lög- regluþjónum vegna handtöku Skafta Jónssonar, blaðamanns, í Þjóðleik- húskjallaranum 27. nóvember síðastliðinn. Embætti ríkissaksókn- ara sendi út fréttatilkynningu um gengið þarna inn í næstu viku,“ sagði hann. Þegar nýja hlutafélagið hefur tekið við rekstri Víðis verður nú- verandi aðaleigandi fyrirtækisins, Guðmundur Guðmundsson, í mikl- um minnihluta í félaginu en „hann eða fjölskylda hans geta keypt aft- ur eftir þetta tímabil", sagði Gunnar Helgi Hálfdánarson. málið í gær. Þar segir meðal annars. „í ákæru er lögreglumönnunum gefið að sök að hafa sameiginlega staðið ólöglega að handtöku á Skafta Jónssyni og tveimur lög- reglumannanna er jafnframt gefið að sök að hafa annar hvor eða báðir orðið valdir að þeim lík- amsáverkum, sem Skafti hlaut við flutning í handjárnum í lögreglu- bifreið frá Þjóðleikhúsi að lög- reglustöðinni við Hverfisgötu eins og þeim er lýst í áverkavottorði. Háttsemi lögreglumannanna er talin varða við tilgreind ákvæði almennra hegningarlaga um brot í opinberu starfi auk ákvæða um líkamsmeiðingar. Málið mun sæta dómsmeðferð fyrir sakadómi Reykjavíkur." Morgunblaðið snéri sér til Willi- ams Möller, aðalfulltrúa lögreglu- stjóra, í gær. „Ég get ekkert sagt um þetta mál fyrr en skjöl berast embættinu," var það eina sem William vildi láta hafa eftir sér. Hann sagði að engin ákvörðun hefði verið tekin um hvort lögreglumönnunum yrði vikið úr starfi meðan mál þeirra væri fyrir dómstólum. Fordæmi eru fyrir því að lögreglumönnum hefur verið vikið úr starfi eftir að opinberar ákærur hafa verið gefnar út á hendur þeim. Flugleiðir: 2.150 metrar hefðu nægt við uppgefin brautarskilyrði Morgunblaðinu barst í gær- kvöldi eftirfarandi fréttatilkynning frá Flugleiðum: „Vegna fréttatilkynningar Flugmálastjórnar um óhapp við lendingu DC-8-þotu Flugleiða á Keflavíkurflugvelli síðastliðinn sunnudag, þykir Flugleiðum rétt að upplýsa eftirfarandi: Samkvæmt DC-8-63-handbók (FAA Approved Flight Manual) er nauðsynleg flugbrautarlengd (Landing Field Length) miðað við hámarkslendingarvigt, þurra braut og góð bremsuskilyrði, 1.997 metrar, án þess að bremsu- knýr hreyfla (revers) sé notaður Samkvæmt handbókinni á vélin að stöðvast á 60% þeirrar vega- lengdar, það er á 1.198 metrum. í fréttatilkynningu flugmála- stjórnar er talið að DC-8-þotan hafi haft 2.150 metra af flug- brautinni til að stöðvast á við lendinguna á sunnudaginn. Ef brautarskilyrði við lendingu hefðu verið hin sömu og flug- stjóri þotunnar fékk uppgefið 10—11 mínútum fyrir lendingu, hafði þessi brautarlengd verið meira en nóg til að stöðva vélina á. Við léleg bremsuskilyrði er nauðsynleg flugbrautarlengd samkvæmt flugrekstrarbók Flugleiða fyrir DC-8-vélarnar sem næst 2.500 metrar og þá miðað við að bremsuknýr hreyfla sé notaur. Séu bremsu- skilyrði léleg (bremsustuðull 0,25 eða minna) er flugstjórum félagsins ráðlagt að reyna ekki lendingu. Flugleiðir benda á, að rann- sókn á tildrögum þessa óhapps er ekki lokið. Meðal annars hefur ekki verið unnið úr upplýsingum sem flugriti hefur að geyma né heldur úr hljóðbandsupptöku úr stjórnklefa." Skaftamálið: Mál höfðað gegn lögregluþjónunum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.