Morgunblaðið - 17.02.1984, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 17.02.1984, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. FEBRÚAR 1984 5 Menningarvcrölaunahafar DV og fulltrúar þeirra fyrir utan Hótel Holt í gær. Frá vinstri: Egill Eðvarösson, sem tók viö kvikmyndaverðlaunum sem fulltrúi Sagafilm, Valdimar Harðarson, sem hlaut byggingarverðlaunin, Magnús Loftsson, stjórnarformaður Stúdcntaleikhússins, sem tók við leiklistarverðlaununum, Katrín Briem, sem tók við myndlistarverðlaununum fyrir loður sinn, Jóhann Briem listmálara, Thor Vilhjálmsson, sem hlaut bókmenntaverð- launin fyrir þýðingu á sögu eftir Malraux, og Jón Nordal, sem hlaut tónlistarverðlaunin. Tillaga um Kristin Ziemsen sem forstjóra Framkvæmdastofhunar Á FUNDI stjórnar Framkvæmda- stofnunar ríkisins var samþykkt að gera þá tillögu til forsætisráðherra að Kristinn Ziemsen, starfsmaður lánadcildar Framkvæmdastofnunar. verði scttur forstjóri Framkvæmda- stofnunar meðan Sverrir Her- mannsson gegnir ráðherrastörfum. Kristinn Ziemsen er fæddur í Reykjavík 15. janúar 1942, sonur hjónanna Christian Ziemsen, nú apótekara í Laugarnesi og Grethe Ziemsen, lyfjafræðings, en hún er nú látin. Hann lauk stúdentsprófi úr stærðfræðideild Menntaskólans á Akureyri 1961 og cand. oecon. -prófi úr viðskiptafræðideild Há- skóla íslands 1966. Að loknu námi hóf Kristinn störf fyrir Efna- hagsstofnun. 1971 fór hann til starfa hjá Landsbanka íslands hjá Atvinnujöfnunarsjóði. Eftir að Atvinnujöfnunarsjóður var lagður niður 1972 fór hann til Fram- kvæmdastofnunar ríkisins og hef- ur starfað þar síðan, meðal annars að málefnum Byggðasjóðs. Kristinn Ziemsen er kvæntur Helgu Helgadóttur og eiga þau þrjá drengi, 5, 9 og 12 ára gamla. Kristinn Ziemsen Menningarverð- laun DV afhent Menningarverðlaun DV fyrir árið 1983 voru afhent í gær, í há- degisverðarboði í Uingholti Hót- els Holts. í frétt frá DV segir að þeir sem verðlaunin hlutu hafi verið: Bókmenntaverðlaun hlaut Thor Vilhjálmsson fyrir þýðingu sína á skáldsögunni Hlutskipti manns eftir André Malraux. Tónlistarverðlaunin hlaut Jón Nordal fyrir framlag sitt til ís- lenskrar tónlistar á árinu. Leiklistarverðlaunin hlaut stúdentaleikhúsið fyrir kraft- mikið og gott starf á síðasta ári. Myndlistarverðlaunin hlaut Jó- hann Briem fyrir framlag sitt til íslenskrar myndlistar. Verð- laun fyrir kvikmyndagerð hlaut Sagafilm fyrir kvikmyndina Húsið og verðlaun fyrir bygg- ingarlist hlaut Valdimar Harð- arson fyrir hönnun á stól, sem framleiðsla er hafin á erlendis. Verðlaunagripina hannaði Jens Guðjónsson gullsmiður. Verð á Tropicana hækkar um 30% VERÐ á Tropicana-appelsínusafa hefur hækkað töluvert, úr 44 krónum og 80 aurum, hver lítri, í 59 krónur og 20 aura. I»essi hækk- un, sem nemur um það bil 30% kemur í kjölfar uppskerubrests Soðningin hækkar um 5—8,3% VERÐLAGSRÁÐ heimilaði á miðvikudag hækkun á fiski í smásölu og er hækkunin á bil- inu 5—8,3%, samkvæmt upp- lýsingum sem Mbl. fékk hjá (Jeorg Ólafssyni verðlags- stjóra. Samkvæmt því hækka ýsuflök úr 65 krónum í 70 krónur kílóið, eða um 7,7%. Ýsa með haus hækkar úr 29 krónum í 31 krónu kílóið, eða um 6,9%, en hausuð ýsa hækkar úr 36 krónum í 39 krónur kílóið, eða um 8,3%. Þá hækka þorskflök úr 60 krónum í 63 krónur kílóið eða um 5%. sem varð í Flórída sakir mikilla frosta sem voru þar nú í vetur. „Appelsínutrén voru á mjög viðkvæmu stigi þegar frostið skall á og orsakaði einhverjar mestu skemmdir sem orðið hafa á uppskeru í Bandaríkjunum," sagði Davíð Scheving Thor- steinsson, forstjóri Smjörlíkis hf., er Mbl. ræddi við hann nú fyrir skömmu. „Við kaupum inn appelsínuþykkni frá Flórída og hefur verð á því til útflutnings hækkað um 35%, en innan Bandaríkjanna nemur hækkun- in allt að 50%. Trén voru ótrúlega illa farin og skemmd eftir frostin og sennilega líða sex til átta ár þar til þau ná sér að fullu," sagði Davíð Scheving Thorsteinsson að lokum. Leiörétting • Sú villa varð í frétt Morgun- blaðsins af samningamálum ál- versins í Straumsvík í fyrradag, að sagt var að laun í álverinu væru 27.700 krónur á viku. Að sjalfsögðu var átt við mánaðar- laun en ekki vikulaun. Eru hlutaö- eigandi beðnir velvirðingar á mis- tökunum. Broadway-pakki Flugleiða fyrir aðeins 3.445 krónur! Flugleiðlr bjóða flug. gistingu i 2 nætur, kvöldverð og skemmtun á Broadway fyrir 3.545 krónur! , P liMAIW FLUGLEIÐIR YLJUM 0KKUR VIÐ ARINELD MINNINGANNA Á BR0ADWAY — GLÆSILEGASTA SAMKOMUHÚSI LANDSINS Heiðursgestur Steindór Hjörleifsson leikari Kynnir Páll Þorsteinsson Matseðill kvöldsina: Léttreyktur lambalærisvöðvi Maison meö ristuöum ananas, sykurbrúnuöum jarðeplum, gulrótum, mais, hrásalatl og r jómaar parssósu. is meö perum, rjóma og bláberjasósu. MÐ BYRJAR í 12 söngvarar Hinir síungu og sívinsælu söngvarar Ragnar Bjarnason, Erla Traustadóttir, Þorgeir Ástvaldsson, Óöinn Valdi- marsson, Ómar Ragnarsson, Þuríöur Siguróardóttir, Harald G. Haralds, Sverrir Guðjónsson, Pálmi Gunnars- son, Einar Júlíusson, Björgvin Hall- dórsson og Sigurður Ólafsson. 50 vinsælustu lög síöustu áratuga rifjuð upp. Undirleik annast hin fra- bæra Hljómsveit Gunnars Þórðarson- ar. Sérstakur gestur hljómsveitarinn- ar er Gísli Helgason. Það er a morgun sem hið stórvinsæla „Manstu lagið?“ í gegnum tíðinaer

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.