Morgunblaðið - 17.02.1984, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 17.02.1984, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. FEBRÚAR 1984 Guðmundur Ingólfsson: Nýju svalirnar. Vladimir Schohin: Sill life. Frozen Image li'il'Jil.HMJ Valtýr Pétursson Að undanförnu hefur verið fremur rólegt á Kjarvalsstöðum. Þar hefur sem sagt ekkert verið um að vera síðan í desember á síð- asta ári, en nú eru hjólin aftur farin að snúast, og ein viðamesta sýning, sem haldin hefur verið á ljósmyndum hér á landi, opnuð fyrir fáum dögum í báðum sölum Kjarvalsstaða. Þetta er hin víð- fræga Scandinavia today-kynning, sem haldin var í Bandaríkjunum á seinasta ári, og auðvitað er hér aðeins um einn þátt þess mikla fyrirtækis að ræða. Nú er sem sé komin röðin að heimalöndunum að fá að sjá hvernig mannfólkið og umhverfið á þessu landsvæði var kynnt fyrir ölíum þeim þúsundum, er sáu þessa sýningu. Eins og ég hef þegar sagt, er þessi sýning í báðum sólunum á Kjarvalsstöðum. Þarna eru hvorki meira né minna en 468 ljósmyndir frá löngu tímabili, og ég fæ ekki betur séð en þarna sé meirihlutinn orðinn til fyrir aldamót og um aldamótin. Það er því varla rétt- nefni að kalla þetta Scandinavia today, en Frozen Image er að mín- um dómi miklu raunhæfari nafn- gift. Hér er framlagi hvers lands ekki haldið saman i einni heild, heldur öllu blandað saman, og öll þessi ólíku lönd og mannfólkið, er byggir þau, gert að einni heild. Þetta styrkir sýninguna í heild, og er tvímælalaust til hins betra fyrir alla aðila. Myndvalið í heild er mjög vandað og sýnir ýmsar hliðar á mannlífi og atburðarás stórviðburða. Daglegt amstur og lífsbarátta, gleði og sorgir, blasa þarna við. Landslagið fær einnig sess, og við blasa köld og hrjóstrug norðursvæðin. Þarna iðar enn borgarlíf, sem nú er lokið og að- eins til á plötum ljósmyndara og ritað í umferð rómantíkurinnar á bókum okkar Norðurlandamanna. Þarna eru einnig portrett af fögr- um konum og frægum persónu- leikum eins og Strindberg og Munch, en sá síðarnefndi á þarna nokkrar myndir, sem eru forvitni- legar og ekki síst með samanburði við myndlist meistarans. Einnig má benda á allt það frásögugildi, sem fólgið er í þessu myndvali. Listræna hliðin er heldur ekki lát- in fyrir bí, og svo mætti lengi telja. Ekkert veit ég, á hvaða for- sendum þessi sýning hefur orðið til, en það er auðséð, að úr mörgu hefur verið valið, og auðvitað er eins og ævinlega í slíkum tilfell- um, að eitthvað vantar, og vafa- laust hefur ýmislegt slæðst með, sem ekki var æskilegt, en látum það liggja milli hluta. í heild er þetta heillandi sýning og miklu merkilegri en mér hafði komið til hugar. Það er mikið starf að skoða slíka sýningu, svo að vel megi vera. Það er því ekki um annað að ræða en stikla á stóru og nefna aðeins það sem eftirminnilegast er þarna á ferð, og í því sambandi langar mig að benda á einstaka ljósmyndara, en eins og áður seg- ir, verður fljótt yfir sögu farið. Persónulega hafði ég mikla ánægju af myndum E. Munch, en ég er mikill aðdáandi hins ástsæla málara, og má vera að það hafi haft sitt að segja. Einn ljósmynd- ari úr þessum hópi virðist hafa fest í huga mér, en það er Vladi- tnir Schohin, Finni, sem sýnir mjög fágaðar og sterkar myndir. Er sama hvort hann á við uppstill- ingar eða annað. Þarna eru að mínum dómi listaverk á ferð. Fyr- ir löngu hef ég uppgötvað listrænt gildi verka Jóns Kaidal og dáð verk hans, en annar Islendingur kom mér á óvart í þessum hópi: August Strindberg: Sjálfsmynd í Gersau. Jón J. Dahimann, sem á þarna þrjár myndir hver annarri betri. Henry B. Goodwin sýnir frábærar konumyndir, sem virðast þarna í sérflokki. Hann mun vera Svíi. JMA TTíA-vinnustofan er með skemmtilegt verk frá því um alda- mót í Finnlandi. Karl Sandels er Svíi og nær að gera verk sín afar lifandi og fersk. Anton Blomberg er annar Svii, sem ekki verður gengið framhjá. Mynd hans af blaðasalanum á Vasabrúnni er ógleymanleg. Thomas Neergaard Krabbe var danskur læknir, sem í byrjun aldarinnar tók óborganleg- ar myndir á Grænlandi. Svo eru það hinar ógleymanlegu og dramatísku myndir Nils Strind- berg, er hann tók af dauðastrfði þeirra á Erninum, en plötur þess- ar fundust á ísbreiðunni eftir 30 ár. Saga, sem við þekkjum bæði af bók og úr sjónvarpinu fyrir nokkr- um vikum. Norðmaðurinn Knud Knudsen sýnir okkur hið spegl- andi logn og máttuga þögn í norskum firði. Ellisif Wessel tek- ur lífsbaráttu Sama til úrvinnslu. Mismunandi stéttir þjóðfélagsins eru viðfangsefni Danans Heinrich Tönnies, og gefa ágæta hugmynd um árin fyrir aldamót. Einnig vil ég geta um Svíana Christer Strö- holm og Hans Malmberg, sem vekja athygli, og ekki má gleyma Dananum Peter L. Petersen (Elf- elt). Það mætti nefna mörg nöfn þessu til viðbótar, en látum af upptalningum að sinni. Á þessari miklu sýningu er fjöldinn allur af fólki, sem margt mætti um rita, en það er einfaldlega ekki pláss fyrir alla í stuttri blaðagrein. Ég bið því forláts á, hve fáir komast hér á blað, en það er sannfæring mín, að hver og einn, sem skoðar þessa sýningu, komist að þeirri niður- stöðu, að þarna sé svo margt að sjá og athuga, að það sé vel þess vert að eyða dagstund í að kynna sér ljósmyndir þær, sem valdar hafa verið. Þarna er aragrúi af verkum, sem bæði segja sögu og hafa listrænt gildi. Það mætti ef til vill svo að orði kveða, að þarna sé hluti af sögu norrænna þjóða í hnotskurn, og nú er einstakt tæki- færi til að njóta þess framlags ljósmyndara í þessari mikilvægu kynningu meðal einnar stærstu þjóðar veraldar. Þessar línur segja sjálfsagt of lítið um jafn- merkilegt fyrirbæri og þessi sýn- ing er í heild, en hver og einn get- ur lagt leið sína að Kjarvalsstöð- um og upplifað þessi verk á sinn eigin hátt. Hér á við máltækið: Sjón er sögu ríkari og ég hvet fólk til að sjá, hvað hér er á ferð. Það er til sölu alveg frámuna- lega vel gerð bók í sambandi við þessa sýningu. Nokkurs konar sýningarskrá í storu broti og vel prýdd myndum. Greinar eru þar frá hverju landi fyrir sig og Guð- mundur Ingólfsson ljósmyndari skrifar fyrir íslands hönd. Þetta er sérlega vönduð og falleg bók, eiguleg og hin mesta prýði. Auð- vitað heitir þetta rit The Frozen Image og undirtitill: Scandinavian Photography. Við lifum á miklum umbrota- tímum í listinni. Þessa setningu sér maður stundum á prenti. Það má vel vera sannleikur, og eitt má þó fullyrða. Ljósmyndatæknin hefur verið tekin í þjónustu þeirra manna, sem stunda myndlist. Ljósmyndin er orðin að listaverki, er stundum sagt, en eigum við ekki að slá því föstu, að ljosmynd- in hafi allt frá byrjun verið lista- verk, þegar rétt var staðið að hlut- unum. Stefán Gunnlaugsson Að undanförnu hefur staðið yfir sýning á verkum Stefáns Gunnlaugssonar í vinnustofu hans að Ármúla 5 á fjórðu hæð. Þetfa er þriðja einkasýning Stef- áns, en sú fyrsta hér í borg. Þarna voru 18 málverk og fimm myndir eftir dóttur listamanns- ins, Petru. Allt eru þetta myndir gerðar í olíulitum og vikri. Þær hafa því nokkuð sérstaka áferð, og einnig hefur þessi efnismeðferð áhrif á sjálfa litasamsetningu mynd- anna. Stefán er nokkuð uppruna- legur (primitífur) í verkum sín- um og sér fyrirmyndir sínar á þann hátt, er einkennir slík mál- verk. Ekki get ég nú sagt með sanni, að þessi verk Stefáns hafi haft áhrif á mig til hins betra. Hann virðist ná bestum árangri í mynd eins og nr. 11, sem er í gráum tónum, og vikurinn á vel við fyrirmyndina, sem er Keilir. Annars fannst mér þetta heldur of meinlaus myndlist hjá Stef- áni, en það er ekki að vita nema meira sé í vændum, þótt það sé ekki sjáanlegt eins og stendur. Myndir dótturinnar eru eins og búast má við af 16 ára unglingi, sem grípur í að mála svona við og við. Annað get ég ekki sett á blað um þessa sýningu og hef því litlu við þessar línur að bæta, nema hvað ég hafði gaman af að koma í vinnustofu og heimili Stefáns, en þar er bæði vistlegt og útsýni ágætt. Þetta verða sjálfsagt nokkuð síðbúnar línur, og guð má vita, hvort sýningin stendur enn. En það er nú orðið þannig í þessari borg, að sýningar fara auðveld- lega framhjá manni, sé manni ekki gert aðvart. Og þannig var nú einu sinni um þessa sýningu. Enda hefur og veðrátta ekki ver- ið hagstæð sýningum að undan- förnu. Það má með sanni segja, að íslandsmenn láti ekki ótíð hamla sinni sýningariðju. Þrátt fyrir örðuga umferð og vitlaust veður hefur hver sýningin af annarri verið í gangi í þessari borg. Það er því nærtækast að ætla, að ekkert fái stöðvað það flóð sýninga, sem verið hefur að undanförnu, en auðvitað ber það með sér margt misjafnt, eins og eðlilegt er. Vonandi batnar veð- ur með hækkandi sól og þá einn- ig sýningar. Valtýr Pétursson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.