Morgunblaðið - 17.02.1984, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 17.02.1984, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. FEBRÚAR 1984 13 Hluti þorravökunefndar talid fri vinstri: Harpa Rúnarsdóttir, Sveinn Árnason kennari, Hafþór Guðjónsson kennari, Kjartan Gylfason, Kristján Valdimarsson og Sigríður K. Árna- dóttir. Ljósm. Mbl. KEE. Hljómsveitin „Felan“ sem setti nýtt íslandsmet í maraþonleik. Gítarleikarinn (lengst til vinstri) heitir Jón Eyþórsson, Alfreð Alfreðsson leikur á trommur og Jón Harry Oskarsson leikur á bassa. Þegar myndin var tekin höfðu þeir leikið í 25 klukkustundir. l.jósm Mbi. Júlíus. Þorravaka Menntaskólans viö Sund: „Mæting í skólann aldrei betri en á Þorravökuu — segja nemendur „ ... Og það er rödd MS sem þú ert að hlusta á... Nú tökum við létta rokksyrpu ... njóttu vel... “ hljómaði um ganga Menntaskól- ans við Sund í gærmorgun er blaðamaður og Ijósmyndari áttu leið þar hjá. Rödd þessi hljómaði í gegnum kapalútvarp sem nemend- ur hafa komið upp í skóla sínu í tengslum við Þorravöku, sem nú stendur yfir og er orðinn fastur liður í starfsemi skólans. Þorravikan hófst síðastliðinn mánudag og henni lýkur á morg- un, laugardag, með kynningu á starfsemi skólans fyrir nemend- ur 9. bekkjar grunnskóla og for- eldra, auk þess sem niðurstöður úr hinum ýmsu verkefnum sem nemendur hafa unnið við í Þorravikunni, verða kunngerðar. „Við höfum starfað við undir- búning að þessu frá byrjun janú- armánaðar,“ sögðu nokkrir krakkar í Þorravökunefnd sem blm. hitti að máli í skólanum. „Fyrr í vetur komu nemendur á framfæri uppástungum um verkefni sem þeir höfðu áhuga á að vinna að þessa ákveðnu viku og samtals fengum við 60 uppá- stungur. Síðan voru 37 verkefni valin, sem nemendur starfa nú að. Þar á meðal eru verkefni sem tengjast starfi lögreglunnar, ljósmyndun, tónlist, stærðfræði, handíð og svo framvegis." Aðspurðir um hver tilgangur með Þorravökunni væri, sögðu krakkarnir að ætlunin væri fyrst og fremst að gefa nemendum kost á að kynnast ýmsum grein- um sem lítið eða ekkert væru kenndar og kynntar í almennum kennslustundum í skólanum. „Við teljum að Þorravakan sé ákaflega jákvæður hluti skóla- starfsins, kennarar taka þátt í þessu með okkur, bæði undir- búningi og framkvæmd og nán- ara samband milli kennara og nemenda myndast. Á Þorravöku fellur hefðbund- in kennsla niður og krakkarnir fá að vinna að þeim verkefnum sem þeir hafa áhuga á. Þrátt fyrir að ekki sé um hefðbundið kennsluform að ræða þessa daga ÞáttUka í handíðum var geysilega mikil. Hér má sjá tvær stúlkur við tágavinnu, en auk þess flokkast vefnaður, leðurvinna, skrautskrift og fleira undir handíðir. Ljósm. Mbl. KEE. er 100% mætingarskylda og nemendur verða að gera grein fyrir öllum fjarvistum, en við fullyrðum að mæting í skólann sé aldrei betri en á Þorravöku. Hún nálgast það að vera 100%!“ Auk þeirra verkefna sem nem- endur vinna að á daginn, er boð- ið upp á ýmiskonar skemmtiat- riði i hádegi og á kvöldin. Einnig hefur kaffistofu nemenda nú verið breytt í „matsölustað" þar sem einn hópurinn sér um mat- reiðslu og þjónar til borðs. „Hljómsveit, sem þrír strákar úr skólanum skipa, setti Is- landsmet í maraþonleik á þriðju- daginn. Þeir byrjuðu að leika klukkan 18 á mánudaginn og spiluðu stanslaust í 30 klukku- stundir og fimm mínútur. Lang- mest þátttaka er í handíðum og af þátttökunni að dæma sést greinilega að áhuga nemenda á þeirri grein er engan veginn full- nægt í hinu hefðbundna kennsluformi. „Já, það er ýmis- legt sem kemur í ljós á Þorra- vöku..." sögðu krakkarnir að lokum og brostu kanvísir. Verögæzla þrátt fyrir að vörur fari undan ákvæðum um hámarksálagningu: Seljendum skylt að tilkynna allar álagningar- breytingar VERÐLAGSSTOFNUN mun hafa með höndum verðgæslu á þeim vörutegundum sem felldar voru undan verðlagsákvæðum, sam- kvæmt samþykkt Verðlagsráðs í fyrradag. Framkvæmd verðgæsl- unnar verður m.a. háttað á eftirfarandi hátt: 1. Innflytjendur framan- greindra vörutegunda skulu senda Verðlagsstofnun verð- útreikninga sem greina breytingar á innkaupsverði og breytingar á myndun heildsöluverðs, þ.m.t. álagn- ingu. Aðrir innflytjendur senda stofnuninni verðút- reikninga með sama hætti og nú er skylt að gera. 2. Framleiðendur vörutegund- anna sendi Verðlagsstofnun upplýsingar um breytingar á framleiðsluverði þegar er þær verða ákveðnar. 3. Smásöluverslanir sendi Verð- lagsstofnun upplýsingar þeg- ar teknar verða ákvarðanir um álagningarbreytingar. 4. Verðlagsstofnun mun sem hingað til skrá reglulega verð á vörum í mat- og nýlendu- vöruverslunum og kanna með því þróun einstakra þátta verðlags. 5. Verðlagsstofnun mun miðla upplýsingum til almennings og stjómvalda um verðlag og verðþróun. 6. Verðlagsráð getur gripið til að- gerða s.s. hámarksálagn- ingar, hámarksverðs o.fl. ef verðlag þróast að mati ráðs- ins með óeðlilegum • og ósanngjörnum hætti. „Verðlagsstofnun leggur á það áherslu að þó að ekki verði í gildi hámarksálagning ákvörðuð af yf- irvöldum þá verður seljendum skylt að tilkynna um allar álagn- ingarbreytingar og færa fyrir þeim gild rök. Höfðar stofnunin til samvinnu við verslunina og al- menning svo að vel megi takast til um þessar breytingar á verðlags- kerfinu. Jafnframt bendir stofn- unin á að samráð um verð á milli seljenda á sama sölustigi er óheimilt þegar verðlagning er frjáls," segir í frétt Verðlagsstofn- unar. Frá kynningarfundi Bridgehátíðar. Talið frá vinstri: Sæmundur Guðvinsson blaðafulltrúi Flugleiða, Jón Baldursson starfsmaður Bridgesambandsins og Sigmundur Stefánsson formaður Bridgefélags Reykjavíkur. Straumur stórstirna til íslands á bridgehátíð ’84 Þekktustu bridgespilarar heims, Belladonna og Garozzo, verða meðal þátttakenda á bridgehátíð 1984 sem hefst 2. marz nk. Það eru Flugleiðir, Bridgesamband íslands og Bridgefélag Reykjavíkur sem hafa veg og vanda að þessu móti en það mun vera stærsti viðburður í sögu bridgeíþróttarinnar hér á landi frá upphafi. Fleiri stórstirni verða meðal þátttakenda og ber þar fyrst að ncfna Alan Sontag, núverandi heimsmeistara, sem kemur með sveit á mótið en þetta er þriðja árið í röð sem hann kem- ur á þetta mót. Þá má einnig nefna brezka parið Sowter og Lodge og Svíana Gothe og Gullberg. Sævar Þor- björnsson kemur frá Danmörku með danskan meðspilara og ítal- irnir De Falco og Santía munu skipa sveitina með Belladonna og Garozzo. Keppni í tvímenningi hefst klukkan 20.00 föstudagskvöldið 2. mars með þátttöku 44 para og verður þeirri keppni framhaldið á laugardag. Sveitakeppni hefst síðan klukkan 13.00 sunnudaginn 4. mars og verður spilað fram yfir miðnætti. Keppni hefst síðan aftur klukkan 17.00 mánudaginn 5. mars og lýkur Bridgehátíð um kvöldið með verðlaunaafhend- ingu. í sveitakeppni verða spil- aðar sjö umferðir eftir Monrad- kerfi, 16 spila leikir. Keppnisstjóri á Bridgehátíð- inni verður Agnar Jörgensson og reiknimeistari Vigfús Pálsson. Þeir sem hafa tilkynnt þátt- töku í tvímenningnum þurfa að staðfesta þátttöku með greiðslu þátttökugjalds fyrir 25. febrúar. Sveitakeppnin er öllum opin meðan húsrúm leyfir. Þátttöku- tilkynningar þurfa að hafa bor- ist til Sigmundar Stefánssonar eða Jóns Baldurssonar í síma 18350 fyrir 20. febrúar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.