Morgunblaðið - 17.02.1984, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 17.02.1984, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. FEBRÚAR 1984 17 Kafn eftir dr. Jón Öttar Ragnarsson Ef marka má munnmsli á mannkynið uppgötvun kaffisíns að þakka athugulum arabískum geita- hirði sem var uppi fyrir 1100 árum eða svo ... og geitunum hans. Hann tók eftir því að geitur sem gæddu sér á sérkennilegum rauð- um ávöxtum eða berjum sem uxu á runnum á gæslusvæði hans urðu fljótt fjörugar úr hófi fram. I>að var þó ekki fyrr en á fimm- tándu öldinni að farið var að rækta kaffi í Arabíu, við borgina Mocca í Yemen, þaðan sem besta kaffi heims kemur enn þann dag í dag. Kaffi og saga Allt til loka miðalda nutu Evr- ópumenn lifsins án þorra þeirra lystisemda sem nú setja mestan svip á tíðarandann: kaffi, te, kakó, tóbak og sterkir vímugjafar. Eina algenga vímuefnið á þessum tíma var áfengið. Var það óspart kneyfað, enda ekki vitað til að skortur á vímuefnum hafi staðið neinum fyrir þrifum. Nema auðvitað múhameðstrú- armönnum. Þeim var neitað um áfengi. Voru þeir því snemma á höttunum eftir heppilegum nautnalyfjum til að leysa áfeng- ið af hólmi. Voru kaffidrykkir fyrst á boðstólum í Kaíró árið 1510 og ollu samstundis deilum. Lauk þeim með því að kaffidrykkja var löghelguð meðal múham- eðstrúarmanna. En nú voru nýir tímar í upp- siglingu: Öld endurreisnar og landafunda. Áður en varði tóku að streyma til Evrópu ný nautnalyf og vímugjafar frá öll- um heimsins hornum. Fyrst var það kaffið frá Arabíu, síöan te frá Kína og loks kakó (og tóbak) frá Nýja heiminum. Þar með voru allir þrír koffeindrykkir mannkyns komnir til sögunnar. Kaffið breiddist óðfluga út um Evrópu á 16. og 17. öld. Olli það víða hatrömmum deilum, en slíkt virtist aðeins auka almenn- an hróður þess og vinsældir. Og alls staðar spruttu upp kaffihús, fyrst í London (eftir 1650) og svo á meginlandinu og Ameríku. Urðu þau víða mið- stöðvar stjórnmálaumræðu og þjóðfélagsólgu. Fyrst um sinn kom kaffið að- eins frá Yemen, en fljótlega fóru llollendingar að rækta það í ný- lendunum. Á 19. öld náðu Brasil- íumenn loks undirtökum í kaffi- verslun. Kaffí og íslendingar Kaffi hafa íslendingar án efa kynnst á 17. öld eins og flestar aðrar Evrópuþjóðir. Almenn varð neyslan þó ekki fyrr en löngu seinna: um og eftir síðustu aldamót. í dag eru þeir í hópi mestu kaffidrykkjuþjóða heims. Nemur neyslan um það bil 10 kílóum á hvert mannsbarn, eða sem svarar um það bil 3 bollum af kaffi á mann á dag. Þegar haft er í huga að í hverj- um bolla af kaffi eru milli 50 og 100 milligrömm af koffeini, er Ijóst að dagsneyslan jafngildir um það bil 150—300 mg af koffeini. Þessar tölur sýna þó einungis . meðalneysluna. Augljóst er að sumir bragða aldrei kaffi og aðr- ir drekka þar af leiðandi marg- falt meira en meðalgildinu nem- ur. Enda þótt koffein verki örv- andi á miðtaugakerfið eru áhrif kaffidrykkju afar einstaklings- bundin. Ekki má heldur gleyma að koffein er vanabindandi. Af þessum sökum veitist flest- um erfitt að takmarka neysluna við það magn sem gefur hag- stæðasta örvun án aukaverkana: 1—2 bolla fyrir þorra fólks á dag. Fari dagsneyslan yfir þetta mark getur brugðið til beggja vona og eftir 5 bolla á dag koma fráhvarfseinkenni sé henni skyndilega hætt: höfuðverkur og taugaspenna. Þegar neyslan verður enn meiri — eða 6—7 bollar á dag — FÆDA OG_______ HEILBRIGÐI fylgja henni oft afar óheppilegar aukaverkanir, þ.á m. svefnleysi, þunglyndi og meltingartruflanir. Vanfærar konur ættu sérstak- lega að takmarka neysluna og helst hætta henni síðari hluta meðgöngunnar vegna hættu á fósturmissi, fósturláti og fæðingu fyrir tímann. Þá sýna rannsóknir að þeim sem drekka mikið kaffi er hætt- ara en öðrum við kransæðasjúk- dómum. Þetta kann þó að stafa af því að kaffiþamb og reykingar fara oft saman. Engu að síður veldur koffein tímabundinni hækkun á blóðþrýst- ingi og af þeirri ástæðu einni ætti fólk með „veikt hjarta" að nota kaffi í miklu hófi. Ekki er talið að koffein sé krabbameinsvaldur, en Iíklega krabbamcinshvati. Þá er ekki óhugsandi að önnur efni í kaffi, geti stuðlað að krabbameini. Þegar á heildina er litið er Ijóst að stór hluti fslendinga drekkur miklu meira kaffi en góðu hófi gegnir. Jafnvel meðal- neyslan (3 bollar á dag) er meiri er sá skammtur sem er æski- legastur (aðeins 1—2 bollar á dag). Þingsályktunartillaga um „friðarfræðslu“: Er í raun kennsla í alþjóðastjórnmálum Segir Gunnar Gunnarsson, kennari í alþjóðastjórn- málum í HÍ og starismaður öryggismálanefndar „MÉR VIRDIST sem svo að í þess- ari þingsályktunartillögu sé í raun- inni verið að fara fram á það að grundvallaratriði alþjóðastjórnmála verði kennd í skólum. Það er talað um að auka fræðslu um friðarmál, eins og það er orðað, en það er alveg Ijóst að friðarmál verða ekki slitin úr samhengi við orsakir átaka, þannig að um er að ræða þessar hefð- bundnu spurningar í alþjóðastjórn- málum um stríð og frið, það er að segja hverjar eni orsakir vopnaðra átaka og í framhaldi af því, hvaða leiðir eru vænlegastar til að koma í veg fyrir þau,“ sagði Gunnar Gunn- arsson, kennari i alþjóðastjórnmál- um við Iláskóla íslands og starfs- maður Öryggismálanefndar í sam- tali við Morgunblaðið. Gunnar var spurður álits á þingsályktunartillögu sem fram hefur komið, þar sem fjallað er um „friðarfræðslu" og hvatt er til frekari fræðslu um friðarmál í skólum og allt niður I dagvistar- stofnanir. „f sjálfu sér hafa þessar spurningar verið alla tíð mið- punktur rannsókna i alþjóða- stjórnmálum. Komið hafa fram ýmsar kenningar og menn hafa mjög mismunandi afstöðu og við- horf til þeirra. Jafnframt er ljóst að hvers konar fræðsla um þessi mál hlýtur að krefjast þess að grundvallaratriðum í alþjóða- stjórnmálum séu gerð skil. Það er að segja, að hún yrði að fela í sér að grein yrði gerð fyrir uppbygg- ingu og eðli hins alþjóðlega sam- félags og hreyfiöflum millirtkja- samskipta almennt," sagði Gunn- ar. „Mér sýnist góðra gjalda vert að efla fræöslu í alþjóðastjórnmál- um, þó ég verði að segja eins og er, að ég er ekki viss um að sú fræðsla eigi heima í dagvistarstofnunum og í grunnskólum, eins og það er orðað í þingsályktunartillögunni. En hins vegar held ég að þetta efni sé hægt að kenna í fram- haldsskólum, en þetta er flókið mál og ég held að það sé tæpast um það að ræða að setja þetta fram fyrir yngri nemendur. Auð- vitað er hægt að einfalda mál á ýmsan hátt, en of mikil einföldun gefur hreinlega ranga mynd. Fyrir mér væri það góðra gjalda vert að efla fræðslu um grundvallaratriði alþjóðastjórnmála, en ég met það svo að hér sé verið að fara fram á það,“ sagði Gunnar Gunnarsson. Akaicjri. 15. febnur. „VIÐ FLUTTUM út úr íbúð okkar á laugardaginn var og þar meó er víst dómi llæstaréttar fullnægt," sagði Ólafur Kafn Jónsson, Þingvallastræti 22 á Akureyri, þegar Mbl. ræddi við hann í gær. Eins og áður hefur komið fram í fréttum var gert samkomulag í út- burðarmálinu sem Gríma Guð- mundsdóttir, meðeigandi Ólafs og Daniellu konu hans að Þingvalla- stræti 22, höfðaði gegn þeim og Hæstiréttur staðfesti á sínum tíma. Samkomulag varð um að Ólafur og Danielle kona hans Gunnar Gunnarsson ásamt fimm börnum þeirra hjóna, flyttu út fyrir 15. febrúar. „Félagsmálastofnun Akureyrar útvegaði okkur mjög þokkalega íbúð í Glerárhverfi, sem að vísu er nokkuð úrleiðis vegna skólagöngu barna okkar, en við munum vænt- anlega geta notað húsnæði okkar að Þingvallastræti sem biðskýli fyrir börnin á meðan þau eru i skóla, þannig að ekki komi til vand- ræða. Síöan er bara að bíða eftir framgangi máls okkar fyrir Mannréttindadómstólnum i Strassborg,” sagði Ólafur Rafn Jónsson. G.Berg. Ólafur Rafn og Daniclle á Þingvallastræti 22: Fluttu út á laugardaginn ERIÍENDUM GÍUJKMm] AMERÍKA POBTSMOUTH/NORFOUC Bakkafoss 9. mars City of Hartlepool 20. mars Bakkafoss 28. mars City of Hartlepool 10. april NEW YORK Bakkafoss 8. mars City of Hartlepool 19. mars Bakkafoss 29. mars City of Hartlepool 9 april HALIFAX Bakkafoss 12. mars Bakkafoss 2. apríl BRETLAND/MEGINLAND IMMINGHAM Eyrarfoss 12. febr. Álafoss 19. febr Eyrarfoss 26. febr. Álafoss 4. mars FELIXSTOWE Eyrartoss 13. febr. Álafoss 20. febr. Eyrarfoss 27. febr. Álafoss 5. mars ANTVERPEN Eyrarfoss 14. febr. Álafoss 21. febr. Eyrarfoss 28. febr. Álafoss 6. mars ROTTERDAM Eyrarfoss 15. febr. Álafoss 22. febr. Eyrarfoss 29. febr. Álafoss 7. mars HAMBORG Eyrarfoss 16. febr. Álafoss 23. febr. Eyrarfoss 1. mars Álafoss 8. mars WESTON POINT Helgey 28. febr. LISSABON Urriöafoss 23. febr. LEIXOES Urriöafoss 24. febr. BILBAO Urriöafoss 27. febr. NORDURLOND/- EYSTRASALT BERGEN Dettifoss 17. febr. Mánafoss 24. febr. Dettifoss 2. mars Mánafoss 9. mars KRISTIANSAND Dettifoss 20. febr. Mánafoss 27. febr. Dettifoss 5. mars Mánafoss 12. mars MOSS Dettifoss 17. febr. Mánafoss 28. febr. Dettifoss 2. mars Mánafoss 13. mars HORSENS Dettifoss 22. febr. Dettifoss 7. mars GAUTABORG Dettifoss 22. febr. Mánafoss 29. febr. Dettifoss 7. mars Mánafoss 14. mars KAUPMANNAHÖFN Dettifoss 23. febr. Mánafoss 1. mars Dettifoss 8. mars Mánafoss 15. mars HELSINGJABORG Dettifoss 24. febr. Mánafoss 2. mars Dettifoss 9. mars Mánafoss 16. mars HELSINKI írafoss 5. mars GDYNIA irafoss 9. mars ÞÓRSHÖFN Mánafoss 23. febr. ITU--'* a _ ■ mM ■ 1 1 . ' " 1 VIKULEGAR STRANDSIGLINGAR -fram ogtilbaka fra REYKJAVÍK alla manudaga fra ÍSAFIRÐI alla þnöjudaga fra AKUREYRI alla fimmtudaga EIMSKIP

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.