Morgunblaðið - 17.02.1984, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 17.02.1984, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. FEBRÚAR 1984 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 250 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 20 kr. eintakiö. Viðskipta- frelsi aukið Upphaf eins mesta fram- faraskeiðs íslensku þjóð- arinnar má rekja til fyrstu ára sjöunda áratugarins þegar viðreisnarstjórnin afnam höft og skömmtun í utanríkisvið- skiptum og innflutningur var gefinn frjáls. Skrefið var þó ekki stigið til fulls, hvorki við afnám gjaldeyrisskömmtunar né verðlagshafta. Á þeim ald- arfjórðungi sem síðan er lið- inn hefur frelsið á þessum sviðum aukist smátt og smátt. Eftir að Matthías Á. Mathie- sen varð viðskiptaráðherra og Sjálfstæðisflokkurinn, helsti málssvari frelsis til orðs og æðis, fékk þannig forsjá gjald- eyris- og verðlagsmála eftir ráðherrastjórn vinstrimanna í tæp þrjátíu ár hefur hraðinn við töku frjálsræðis-ákvarð- ana í viðskiptaráðuneytinu aukist. Nýjasta dæmið um það er ákvörðunin um að fella niður hámarksálagningu í heildsölu og smásölu á ýmsum helstu neysluvörum almenn- ings frá 1. mars næstkomandi. Lengi hefur staðið til að láta frjálsa samkeppni ríkja í verslun með þessar vörur. Sé saga þeirra mála og afskipti einstakra flokka af þeim skoð- uð frá því á sjöunda áratugn- um kemur í ljós, að afnám verðlagshafta hefur verið við- kvæmt deilumál milli þeirra sem eru til hægri og hinna sem eru til vinstri í stjórnmál- um. í ársbyrjun 1970 lá við að það slitnaði upp úr samstarfi Alþýðuflokks og Sjálfstæðis- flokks í viðreisnarstjórninni vegna deilna um afnám verð- lagshafta en á síðustu stundu snerist einn ráðherra Alþýðu- flokksins gegn frumvarpi um það í þinginu. Það var ekki fyrr en Sjálfstæðisflokkurinn komst aftur í stjórn 1974—78 að tekið var til við að losa um verðlagshöftin að nýju. Síðan hefur þróunin verið í átt til meira frjálsræðis og stærsta skrefið verður stigið eftir tvær vikur. Reynslan sýnir að sjón- armiðum Sjálfstæðisflokksins hefur sífellt vaxið fylgi sam- hliða því sem keppni um hylli viðskiptavinanna hefur aukist milli verslana. „Þetta eru fyrstu skrefin í því að færa verðmyndunar- kerfið í nútímalegra horf og ég vænti þess að haldið verði áfram á þeirri braut öllum til hagsbóta," sagði Matthías Á. Mathiesen, viðskiptaráðherra, hér í blaðinu í gær í tilefni af samþykkt verðlagsráðs um af- nám hámarksálagningarinn- ar. Viðvörunarorð ráðherrans þess efnis, að afnám hins opinbera verðmyndunarkerfis hafi í för með sér einhvern að- lögunarvanda, eiga við rök að styðjast. Sá vandi er þó smá- ræði miðað við óhagræðið sem úrelt haftastefna hefur í för með sér. Nú reynir á það eins og viðskiptaráðherra bendir á að verslunin, neytendur og verðlagsyfirvöld hafi sem besta samvinnu um snurðu- lausan framgang hins ný- fengna frelsis í viðskiptum. Leiðari II (Ofveiði á karfa) Ofveiði á karfa Eg tel að allt of mikið sé f veitt af karfa, ekki síst af okkur íslendingum," sagði dr. Jakob Magnússon, fiski- fræðingur, í upphafi samtals við Morgunblaðið í gær en rætt var við hann í tilefni af ótta margra, ekki síst á al- þingi, við að Grænlendingar og Evrópubandalagið (Efna- hagsbandalag Evrópu) ætli að ganga of nærri karfanum við Austur-Grænland. Tölur sýna að íslendingar hafa farið langt upp fyrir þau mörk sem Al- þjóðahafrannsóknaráðið mælti með sem hámarksveiði á karfa við ísland, Færeyjar og Austur-Grænland en litið er á karfa á þessum miðum sem eina heild. Á alþingi hefur komið fram tillaga frá þingmönnum í öll- um flokkum undir forystu Eyjólfs K. Jónssonar, Sjálf- stæðisflokki, þess efnis að kannað verði „til fullnustu" hvort unnt sé að ná samkom- ulagi við Grænlendinga „um sameiginleg hagsmunamál, sérstaklega að því er snertir verndun fiskistofna og fisk- veiðar". Þetta er sjálfsagt baráttumál og ber að fagna af hve mikilli elju þingmenn hafa staðið að því að leggja þessa tillögu fram. Að hinu þarf jafnframt að hyggja með hvaða rökum við ætlum að hvetja Grænlendinga til að takmarka veiðar í lögsögu þeirra þegar á það verður bent að fslendingar hafi sótt af mestri hörku í karfann við fs- land, Færeyjar og Austur- Grænland. Ágúst Þorvaldsson bendir út yfir vatni umflotið túnið, þar sem sonur hans var staddur um 300 metra frá bænum er Hvítá ruddi sig. Hann komst naumlega undan. flóðbylgjunni, sem fylgdi í kjölfar brestsins. Gísli var um 300 metra frá bænum og slapp naumlega undan bylgjunni. Þetta er ekki í eina skiptið, sem Hvítá hefur ógnað Ágústi og fólki hans. „Ætli það hafi ekki verið 1953 frem- ur en 1954, að áin var búin að vera lengi í klakaböndum. Eitt sinn varð mér gengið út að bakkanum með fimm ungum börnum, sem voru á bænum, til þess að skoða ísinn. Ég hafði nauman tíma, var að flýta mér á fund, og strunsaði heim að bæ til þess að raka mig. Taldi krökkunum alveg óhætt, þar sem þau voru. Er ég leit út um gluggann nokkrum mínútum síðar hafði áin rutt sig og krakkarnir voru strandaglópar á hól, sem stóð upp úr vatninu. Ég varð að selflytja þau á hestum, en engu þeirra varð meint af þessu." Ágúst sagðist halda, að sjálfur vatnsflaumurinn skemmdi túnin ekki svo ýkja mikið, en kvaðst hræddari Ágúst Þorvaldsson á Brúnastöðum í Hraungerðishreppi: Líklegast mesta hlaup í Hvítá frá árinu 1889 „Það þýðir ekkert að væla, það hefst ekkert með slíku," sagði Ágúst Þor- valdsson á Brúnastöðum í Hraungerð- ishreppi er Morgunblaðsmenn heim- sóttu hann í gær. „Maður er alltaf að verða fyrir einhvers konar áföllum í líf- inu og það verður bara að taka því, sem að höndum ber, með æðruleysi," bætti hann við. Enn er mikið vatn umhverfis bæinn eftir að Hvítá ruddi sig í flóðinu á sunnudagskvöld, en er tekið að sjatna. Hægt hefur verið að komast á drátt- arvél til gegninga, en á mánudag og þriðjudag varð að fara á báti frá bæn- um til að sinna skepnunum. Vatnið hefur þó ekki sjatnað meira en svo, að út um stofugluggann blasir við 4 metra breiður strengur þar sem vatn- ið rennur framhjá bænum. Slíkt þætti óneitanlega sérstök sjón úr stofu- glugga á höfuðborgarsvæðinu. Þegar straumurinn var hvað mest- ur brotnaði nýlegur símastaur, sem stóð þar sem strengurinn er nú, eins og eldspýta og tvö stög, sem í honum voru, brustu eins og tvinni að sögn Ágústs. „Ég gæti trúað að þetta væri mesta hlaup í Hvítá síðan 1889. Það var í kjölfar þess, að menn hófu að reisa varnargarðana við ána og hefur hún haft tiltölulega hljótt um sig síðan, þótt vissulega hafi hún oft gert manni grikk með því að flæða yfir bakka sína. Flóðið á sunnudagskvöld var sérstakt að því leytinu til, að klakinn var orðinn svo mikill, að ánni gekk illa að ryðja sig. Það hlaut því að koma að þessu fyrr en síðar.“ Ágúst varð fyrir þeirri sérstæðu reynslu er klakaböndin á Hvíta brustu, að horfa upp á son sinn, Gísla, hlaupa sem fætur toguðu undan við jakaburðinn. „Jakarnir gætu hæglega rifið grassvörðinn. Tjónið kemur þó ekki almennilega í ljós fyrr en vatnið hefur alveg náð að sjatna.“ Þá taldi hann, að meginhluti 9 kiló- metra langra girðinga umhverfis tún- in væri gersamlega ónýtur. Sagðist hann til þessa ekki hafa leitað eftir aðstoð þótt hann hefði orðið fyrir skakkaföllum, en líkast til myndi hann „athuga með vorinu" hvort Við- lagasjóðstrygging bætti honum skað- ann að einhverju leyti. Á Brúnastöðum er félagsbú, tveir bæir, og búa þar 7 manns. Ágúst hef- ur búið þarna í 65 ár, þar af var hann bóndi í 52 ár, en er nú að mestu hætt- ur búskap. Hann gegndi þingmennsku um skeið. Á bænum eru um 50 mjólk- urkýr, 80 nautgripir og 140 fjár. Tún eru um 60 hektarar og eru nær öll enn undir vatni og klakahröngli. „Túnið gersamlega horfíð í flóðinu“ - segir Sigfús Traustason, bóndi í Rauðuskriðum, sem missti 4—5 hektara tún í flóðinu á bökkum Markarfljóts „Ég átti 4—5 hektara tún undir Dím- on, en það hefur gersamlega horfið í flóðinu," sagði Sigfús Traustason, bóndi á Rauðuskriðum, er blm. hitti hann að máli í gær. Tún Sigfúsar eru alls um 40—50 hektarar, þannig að fióðið hefur eyðilagt tíunda hluta þeirra. „Við urðum þó ekki vör. við flóðið fyrr en á mánudagsmorguninn," hélt Sigfús áfram. „Veðurofsinn var slík- ur, að ekki var hundi út sigandi og við heyrðum því ekkert í skruðningunum, þótt flóðið rynni í túnjaðrinum hjá okkur. Það var ekki fyrr en við ætluðum að nota símann, að við gerðum okkur grein fyrir að eithvað hafði gerst. Hann var óvirkur og þegar ég fór út til að aðgæta hvað gæti hafa gerst blasti flóðið og afleiðingar þess við mér. Símastrengurinn var grafinn í jörð meðfram veginum og er ég sá skörðin í honum vissi ég strax skýr- 'inguna á sambandsleysinu." Vegurinn heim að Rauðuskriðum fór í sundur á tveimur stöðum. Á öðr- um staðnum var tiltölulega mjótt skarð rofið í hann, þó nóg til þess að ekki var hægt að komast yfir á jepp- um. Framar á afleggjaranum hafði 50 metra upphækkaður kafli hreinlega sópast burtu. Sigfús býr ásamt konu sinni, Sigur- veigu Guðjónsdóttur, og þremur son- um að Rauðuskriðum. Tveir sonanna ganga í Fljótshlíðarskóla og hefur faðir þeirra ekið þeim á dráttarvél til móts við skólabílinn svo þeir geti stundað námið. Yngsti sonurinn er aðeins eins árs og var eðlilega heima við er við áttum leið um. Fjölskyldan hefur aðeins búið á bænum í rúmt hálft ár, hjónin stunduðu áður búskap í Skagafirði. Fyrsti veturinn sunnan heiða ætlar því að verða þeim eftirminnilegur því auk flóðsins úr Markarfljóti hefur ófærð verið mikil þarna um slóðir undanfarnar vikur og erfitt reynst að komast eitthvað frá bænum að sögn Sigurveigar, Sigfús Traustason ásamt konu og yngsta syni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.