Morgunblaðið - 17.02.1984, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 17.02.1984, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. FEBRÚAR 1984 31 20 ár frá fyrsta Reykjavíkurskákmótinu: Friðrik heftir þrisvar stað- ið uppi sem sigurvegari FRIÐRIK Olafsson er sá skákmaður, sem oftast hefur unnið Reykja- víkurskákmótið en í ár eru 20 ár liðin frá því fyrsta mótið var haldið. Friðrik hefur þrívegis orðið efstur — 1966,1972 og 1976. Guðmundur Sigurjónsson vann mótið 1970, en síðan 1976 hefur enginn íslenzkur skákmaður staðið uppi sem sigurvegari. Fyrsta Reykjavíkurskákmótið fór fram árið 1964 í Lídó, þar sem nú er Tónabær. Fimm er- lendir skákmenn mættu til leiks með Mikhail Tal í broddi fylk- ingar og hann vann hug og hjörtu áhorfenda með snilldar- taflmennsku sinni. Tal vann yf- irburðasigur á mótinu — hlaut 12'zí vinning í 14 umferðum en Svetozar Gligoric frá Júgóslavíu hafnaði í öðru sæti með 11 'k vinning. Friðrik Ólafsson og Svein Johannesson frá Noregi höfnuðu í 3.-4. sæti með 9 vinn- inga. Guðmundur sigurveg- ari 1970 Árið 1970 sló Guðmundur Sig- urjónsson í gegn þegar hann sigraði á IV alþjóðlega Reykja- víkurskákmótinu. Hann hlaut 12 vinninga og náði áfanga að stórmeistaratitli og í Hastings fimm árum síðar náði hann síð- ari áfanganum og hlaut nafnbót- ina stórmeistari. í öðru sæti var Ghitescu með ll'A vinning og Amos í þriðja sæti með 11 vinn- inga. Friðrik hafnaði í 5.-6. sæti með 9% vinning. Kupreichik náði stórmeistaratitlin- um í Reykjavík þegar hann varð hlutskarpastur árið 1980. Friðrik sigur- vegari 1966 Árið 1966 var annað Reykja- víkurskákmótið haldið og aftur voru erlendir keppendur fimm, en þátttakendur 12. Þekktastur þeirra var Evgenij Vasjúkov frá Sovétríkjunum. Friðrik ólafsson varð hlutskarpastur með 9 vinn- inga — hálfum vinningi á undan Vasjúkov. Guðmundur Sigur- jónsson tefldi þá á sínu fyrsta Reykjavíkurskákmóti, 19 ára gamall, en hafnaði í 11. sæti með 3 vinninga. Árið 1968 mættu sjö erlendir skákmeistarar, þekktastir þeirra Vasjúkov og Taimanov frá Sov- étríkjunum, Robert Byrne frá Bandaríkjunum, Szabo frá Ungverjalandi og Uhlmann frá A-Þýzkalandi. Friðrik Ólafsson var helsta von íslendinga, en hann mætti til mótsins beint frá prófborðinu. Þrátt fyrir það var Friðrik á toppnum, en vantaði herzlumun. Taimanov og Vasjú- kov urðu efstir, hlutu 10 'k vinn- ing, Friðrik hlaut 10 vinninga og Robert Byrne hafnaði í fjórða sæti með 9 vinninga. Guðmundi Sigurjónssyni hafði þá vaxið ásmegin og hann hlaut 7V4 vinn- ing. Friðrik, Hort og Georghiu efstir 1972 Sjö erlendir skákmeistarar mættu til leiks á V alþjóðlega mótinu — þeirra á meðal Hort, Tékkóslóvakíu, Georghiu, Rúm- eníu, Stein og Tukmakov, Sov- étríkjunum, Ánderson, Svíþjóð, Timman, Hollandi og Keene, Englandi. Á mjög skemmtilegu móti urðu þrír jafnir og efstir, Guðmundur Sigurjónsson vann ár- ið 1970. Smyslov vann yfirburðasigur árið 1974. Mikhail Tal sigraði á fyrsta Reykjavíkurskákmótinu. Browne varð hlutskarpastur 1978. Friðrik Ólafsson, Georghiu og Hort með 11 vinninga en And- erson og Stein hlutu 10 ‘k, Tuk- makov 10, Timman 9Vfe, Keene 8‘A og svo Guðmundur Sigur- jónsson og Magnús Sólmundar- son með 6 'k vinning. Tíu ára afmælismótið var vel skipað — þá komu frá Sovétríkj- unum tveir af risum skáksög- unnar, þeir Vassily Smyslov og David Bronstein. Smyslov varð hlutskarpastur með 12 vinninga, Forintos frá Ungverjalandi hlaut 11, þá komu Bronstein og Velimirovic með lO'Æ en þeir Friðrik og Guðmundur hlutu 8 vinninga. Þriðji sigur Friðriks Árið 1976 sigraöi Friðrik ólafsson í þriðja sinn — hlaut jafnmarga vinninga og Jan Timman, 11, en var hærri á stig- um. í þriðja sæti var Najdorf með 10% og Tukmakov hlaut sama vinningafjölda. Tilraunabragur var á mótinu 1978. Tímamörk voru þrengd þannig að skákmenn gátu lent tvívegis í tímahraki. Mótið varð mjög skemmtilegt enda vel skip- að. Walter Browne, Bandaríkj- unum, sigraði — hlaut 9 vinn- inga, en Tony Miles frá Englandi hlaut 8% vinning. f 3.-6. sæti urðu Friðrik, Bent Larsen, Hort og Lombardy með 7% vinning, Polugajevsky, Sovétríkjunum hlaut 7%, landi hans Kuzmin 7 og Smejkal, Tékkóslóvakíu, 6% vinning. Kupreichik sló stór- meisturunum við Alþjóðlegi meistarinn frá Sov- étríkjunum, V. Kupreichik, sigr- aði á mótinu 1980 og varð á und- an sjö stórmeisturum — Browne, Byrne, Miles, Sosonko, Torre, Vasjúkov, og Guðmundi Sigurjónssyni en Friðrik ólafs- son var fjarri góðu gamni. Kup- reichik hlaut 8% vinning — heil- um vinningi meira en Browne. Róttæk breyting var gerð á X Reykjavíkurskákmótinu. í fyrsta sinn var haldið opið mót og margir sterkir skákmenn mættu til leiks. Hinn landflótta sovéski stórmeistari, Lev Alburt, varð hlutskarpastur með 8% vinning en í öðru sæti var Abramovic frá Júgóslavíu með 8 og Gurevic frá Bandaríkjunum varð í þriðja sæti með 7% vinning. Vasjúkov vann 1968 ásamt Taim- anov. Aldrei fleiri stór- meistarar en nú Aldrei í íslenzkri skáksögu hafa jafnmargir stórmeistarar mætt til leiks á skákmót og á XI alþjóðlega Reykjavíkurskákmót- ið. Fjórtán stórmeistarar settust að taflborði á Hótel Loftleiðum á þriðjudag og 17 alþjóðlegir meistarar, sem binda vonir sínar við að ná stórmeistaraárangri. Þegar í fyrstu umferð litu óvænt úrslit dagsins ljós, úrslit sem undirstrika sókn íslenzkra skákmanna. Gamla kempan Benóný Bene- diktsson gerði sér lítið fyrir og gerði jafntefli við Yuri Balashov, sem undanfarin ár hefur verið einn helsti aðstoðarmaður Ana- tolys Karpovs, heimsmeistara. Friðrik Olafsson hefur þrívegis borið sigur úr býtum, 1966, 1972 og 1976. Lev Alburt, hinn landflótta Sovét- maður, bar sigur úr býtum á fyrsta opna Reykjavíkurskákmótinu. Taimanov vann 1968 ásamt Vasjú- kov. Sævar Bjarnason sneri laglega á Efim Geller, einn af risum skáksögunnar. Róbert Harðar- son tefldi í fyrsta sinn við stór- meistara og gerði sér lítið fyrir — lagði Hans Ree að velli í skemmtilegri skák. Karl Þor- steins mætti til leiks eftir sigur sinn í Norðurlandamótinu í skólaskák og gerði jafntefli við Larry Christiansen frá Banda- ríkjunum, en hann hefur 2550 Elo-stig. Ágúst Karlsson tefldi í fyrsta sinn við erlendan alþjóð- legan meistara og vann Mac- Cambridge frá Bandaríkjunum. Nú, Friðrik Ólafsson vann í skemmtilegri skák. Það gerðu einnig Margeir Pétursson, Guð- mundur Sigurjónsson, Jóhann Hjartarson og Helgi Ólafsson. Vonir má binda við góða frammistöðu þeirra á mótinu en þeir urðu í fjórum efstu sætun- um á skákmóti Búnaðarbankans, sem er nýlokið. Texti: Hallur Hallsson Opidídagtílkl.2l TT A f\ 17 ATTp Skeifunni 15 IliluIiilU i Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.