Morgunblaðið - 17.02.1984, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 17.02.1984, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. FEBRÚAR 1984 33 Qpið bréf til hreppsnefndar Grímsneshrepps frá Laugarlaxi hf.: Er hreppsnefndin að lýsa velþóknun sinni á illindunum? OPIÐ BRÉF til hreppsnofndar Grímsneshrepps frá Laugarlax hf. Vegna bréfs yðar frá 12/2 1984 vill stjórn Laugarlax hf. taka fram eftirfarandi: 1. Samkvæmt upplýsingum Einars Hannessonar, skrif- stofustjóra Veiðimálastofnun- ar, í sumar leið, sem var í for- svari fyrir stofnunina í fjar- veru Þórs Guðjónssonar, bar félaginu að leita heimilda og leyfa fyrir stöðvarbyggingu og rekstur félagsins hjá hrepps- nefnd í þeim hreppi, þar sem stöðin verður starfrækt. 2. Er hreppsnefnd Grímsnes- hrepps með öðrum lið bókunar- innar að lýsa velþóknun sinni á öllum þeim illindum, sem ábú- endur og aðrir við Apavatn hafa staðið fyrir og mæla jafn- framt bót aðgerðum, sem bein- línis hafa miðað að því að valda félaginu sjálfu skaða? Er hreppsnefnd Grímsneshrepps e.t.v. tilbúin að bera með þess- um aðilum ábyrgð á þeim skaða, sem þeir hafa valdið fé- laginu? 3. Eins og margsinnis hefur komið fram, er ástæða þess að ekki hefur verið haft samráð við aðila við Apavatn aðra en landeigendur Úteyjar II sú að ekkert veiðifélag er um Apa- vatn þó það sé skylt lögum samkvæmt. Engin leið er því fyrir utanaðkomandi aðila að henda reiður á því hverjir eru réttir aðilar að hagsmunum við Apavatn. Haft hefur verið fullt samráð við veiðifélag Árnes- inga um stöðvarbyggingu í Laugardalshreppi frá upphafi, árið 1980. 4. Hefur hreppsnefndin kynnt sér þau mál það rækilega að hún telji sig geta alfarið dæmt um þau? ** 5. Bréf Árna G. Péturssonar er honum sjálfum til vansæmd- ar. Hann skrifar í nafni Búnað- arfélags íslands og heldur fram sinni skoðun sem skoðun Bl bæði í bréfinu og í fréttum í blöðum. Hann hefur ekki, okkur vitandi, sett sig inn í málin frá báðum hliðum enda eru í bréfinu furðu stóryrtir sleggjudómar fyrir mann í hans stöðu. Við lýsum furðu okkar á því, að hreppsnefnd Grímsnes- hrepps skuli á þennan hátt auka á illindin, sem fyrir eru, þegar ljóst er af umfjöllun opinberra aðila um stöðina að stöðva reksturinn mun ekki hafa nein skaðleg áhrif á lífríki Apavatns. Virðingarfyllst, stjórn Laugarlax hf. Hreppsnefnd Grímsneshrepps: Lýsa andstöðu við Laugarlaxstöðina MBL. HEFUR borist yfirlýsing frá hrcppsnefnd Grímsneshrepps um fyrirhugaða laxeldisstöð við Apavatn. Er yfirlýsingin sam- hljóða bréfí, sem stjórn Laugar- lax h.f., eiganda stöðvarinnar, var sent. Yfírlýsing hreppsnefndar- innar er svohljóðandi: „Á fundi hreppsnefndar Grímsneshrepps 12. febrúar 1984 var meðal annars rætt um væntanlega starfsemi Laugar- lax hf. Eftirfarandi bókun var gerð: 1. Ekkert samráð hefur ver- ioð haft við hreppsnefnd Grímsneshrepps um útfall frá stöðinni í Apavatn, þó að um helmingur vatnsins sé í Grímsneshreppi. 2. Fyllsta stuðningi er lýst við aðgerðir ábúenda og veiði- réttareigenda við Apavatn. 3. Hreppsnefndin harmar að byggingarnefnd Laugardals- hrepps skuli hafa gefið bygg- ingarleyfi fyrir stöðinni án þess að leita samráðs við landeig- endur við Apavatn. 4. Hreppsnefndin varar al- varlega við því, að eldisstöðvar séu reistar efst á vatnasvæði og útfall fari í fengsæl veiðivötn. 5. Þá vísar hreppsnefndin til umsagnar hlunnindaráðunauts Búnaðarfélags Islands, Árna G. Péturssonar. Virðingarfyllst, f.h. hrepps- nefndar Grímsneshrepps, Ás- mundur Eiríksson, oddviti." Köku- bazar og flóa- markaður NEMAR í félagsráðgjöf á fjórða ári við Háskóla fslands halda kökubaz- ar, flóamarkað og kaffí- sölu að Hallveigarstöð- ura við Túngötu, laug- ardaginn 18. febrúar klukkan 14—18. Viðtalstími borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Borgarfulltrúar Sjálfstæöisflokksins veröa til viötals í Valhöll, Háaleitisbraut 1, á laugardögum frá kl. 10—12. Er þar tekið við hvers kyns fyrirspurnum og ábendingum og er öllum borgarbúum boöiö aö notfæra sér viötals- tíma þessa. Laugardaginn 18. febrúar veröa til viö tals Ragnar Júlíus- son og Anna K. Jónsdóttir. GERMANÍA auglýsir FASCHING — KARNEVAL í dag, föstudag, kl. 20.30 í Félagsheimilinu Seltjarnarnesi. íbúðarhúsnæói óskast Alþingi auglýsir eftir rúmgóöu íbúðarhús- næði (í húsi eða sérhæð) á góðum stað í Reykjavík. Uppl. hjá skrifstofustjóra Alþingis sími 15152. Skrifstofa Alþingis. Frakkarnir ásamt aðstoðarmönnum. Tónleikar Frakkanna á Borginni á laugardag Hljómsveitin Frakkarnir efnir á Frakkarnir eru skipaðir þeim laugardag til tónleika á Hótel Borg. Mike Pollock/söngur, Þorleifi Þetta er jafnframt í fyrsta sinn á Guðjónssyni/bassi, Finni Jó- þessu ári, að hljórasveitin kemur hannssyni/gítar og Gunnari Erl- fram. Á tónleikunum verða m.a. ingssyni/trommur. leikin lög af nýrri plötu hljómsveitar- Frakkarnir efna til annarra innar, 1984. -—-— -- - tónleika í Safari þann 23. febrúar. '•U»Milii!iWWiViliVililAViWiWiViVMWWiVilililAVitiVilAW/MWit.VMll. I vefnaðarvöruversfun í porti JL — hússins Ver/ð velkomin TAU OG TÖLUR 1 JG — portinu Hrin^bruut 121 Rcykjuvík Sími 23675 lAlilAVil.lilAVAlAlitililiV,|AlAlAlitilAVAVililil,VfliVAVAlAVAVililAl,l,tAlAlAVi*AtilAViV V.WAV.V.WMW.V

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.