Morgunblaðið - 17.02.1984, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 17.02.1984, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. FEBRÚAR 1984 37 Jóhanna Magnús- dóttir Minning Fædd 20. janúar 1896 Dáin 6. janúar 1984 Jóhanna Jónína Magnúsdóttir var fædd 20. janúar 1896 að Tyrf- ingsstöðum í Innri-Akraneshreppi í Borgarfjarðarsýslu. Foreldrar hennar voru Magnús Guðjón Magnússon, bóndi í Sjávarborg á Akranesi, og eiginkona hans, Oddrún Jónsdóttir, sem fædd var í Efrihreppi í Skorradal. Magnús var af Vogatunguætt, sem rakin er frá Gunnlaugi Einarssyni bnda þar frá 1796 til dauðadags 1829. „Hann var listasmiður og hugvits- maður", sonur Einars Jónssonar smiðs á Silfrastöðum í Skagafirði. Kona Gunnlaugs í Vogatungu var Guðlaug Þórðardóttir Svein- björnssonar bónda í Akrakoti á Álftanesi, og Vigdísar Dav- iðsdóttur Erlendssonar prests á Tjörn á Vatnsnesi. Guðlaug var systir Sveinbjarnar á Hvítárvöll- um. Foreldrar Oddrúnar voru Jón, bóndi í Múlakoti í Lundarreykja- dal, og Jóhanna Árnadóttir Berg- þórssonar bónda á Búrfelli í Hálsasveit. Jóhanna átti því til góðra að telja, þar sem saman fóru vits- munir og listrænir hæfileikar. Faðir Jóhönnu fórst á skútunni „Svaninum" vegna ásiglingar vor- ið 1912, þá rúmlega fimmtugur að aldri. Hann þótti góður sjómaður og mikill verkamaður að hverju sem hann gekk. Húsfreyjan í Sjávarborg hélt saman heimili sínu með aðstoð Jó- hönnu dóttur sinnar, sem var elst fjögurra systkina. Þung örlög kvöddu Oddrúnu burt frá bðrnum sínum aðeins tveimur árum eftir lát eiginmanns hennar. Nú var Jóhanna 18 ára, en bræður hennar voru Júlíus 12 ára, Magnús 10 ára og Baldvin 8 ára. Næstu árin voru þeir Júlíus og Magnús í sveit í Borgarfirði, en Baldvin var í umsjá Jóhönnu, sem gekk honum í móður stað. Fljótlega eftir lát móður sinnar fluttist Jóhanna til Reykjavíkur og bjó hjá frænku sinni, Ingunni Björnsdóttur, Frakkastíg 6, sem ætíð reyndist henni með afbrigð- um vel. Hugur Jóhönnu hneigðist til hjúkrunar, en ekki gat verið um nám að ræða. Hún fékk starf við Landakotsspítala. Þar vann hún er spænska veikin gekk 1918. Lagði hún þá oft nótt við dag og sinnti jafnframt mörgum sjúkl- ingum utan spítalans. Margir undruðust þrek þessarar ungu konu. Alla tíð var sóst eftir henni til að hjúkra sjúkum og vaka yfir þeim. Henni virtist áskapað að geta gleymt sér í góðum verkum. Síðar meir vann Jóhanna lengi við framreiðslustörf, meðal ann- ars í matsölunni í Iðnó og muna líklega einhverjir eftir hinni snyrtilegu og háttvísu konu í ís- lenska búningnum, sem hún bar ætíð svo vel. Við konungskomuna 1921 var Jóhanna fengin til að ganga um beina. Það var árið 1920 að sá draumur Jóhönnu rættist að fá Magnús bróður sinn suður til sín. Hann hóf þá þegar nám í bókbandsiðn. Ári seinna kom svo Júlíus og tók að læra húsgagnasmíði. Voru nú systkinin öll aftur sameinuð á góðu heimili, sem Jóhanna stjórn- aði af smekkvisi, ráðdeild og mik- illi alúð. Baldvin lærði málaraiðn. Öll voru þessi systkin þekkt fyrir vandvirkni og listrænt handbragð. Gott uppeldi og góðar erfðir gerðu þessi systkin sterk og samhent, enda brugðust þau aldrei hvert öðru. Jóhanna aflaði sér margvíslegr- ar kunnáttu. Fatasaumur hennar var af þeirri gerð að varla var völ á betra. Margs konar hannyrðir léku henni í hendi. Jóhanna var félagslynd og lagði fram krafta sína fyrir góð mál- efni. Styrktarfélag vangefinna var hennar hjartans mál og vann hún þar mikið frá byrjun, enda hafði hún kynnst aðstæðum þessa fólks sem barðist við einangrun, úr- ræðaleysi og sorg. Guðbjörg Bene- diktsdóttir, frænka hennar, var hvatamaður að stofnun þeirra samtaka. Jóhanna var einlæg trúkona. Hallgrímskirkja var kirkjan hennar og hún naut þess að sækja þar messu, meðan kraft- ar entust. Hún fylgdist af áhuga með byggingu kirkjunnar, sem hún hafði daglega fyrir augum frá heimilinu við Freyjugötu. Um langan tíma fékk Borgfirðingafé- lagið í Reykjavík að njóta starfs hennar, en sterk átthagatryggð batt hana við Borgarfjörð. Jóhanna hafði góða skapgerð, var glöð í viðmóti og hafði næmt skyn á græskulaust gaman, en hún var einörð og hreinlynd og gat sagt meiningu sína afdráttarlaust og af fullri háttvísi. Hún hafði t Eiginmaöur minn, tengdafaöir og afi, ÞORGEIR JÓHANNESSON, Túnabergi, Hrunamannahreppi, veröur jarðsettur fró Hrunakirkju laugardaginn 18. febrúar kl. 14.00. Bílferö veröur frá BSl kl. 10.45. Sigríöur Eiríksdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. t Alúöarþakkir fyrir auösýndan hlýhug viö andlát og útför fööursyst- ur minnar, frú HEBU GEIRSDÓTTUR JÓHANNESSON, Hringbraut 57. Sigriöur Jónsdóttir. yndi af kveðskap og ljóðum, enda margir hagyrðingar í ætt hennar. Hún las mikið af góðum bókum, var mjög minnug alla tíð og kunni frá mörgu að segja úr gömlu Reykjavík. Hún var dul á eigin hagi, vinavönd og vinföst. Það var 1939 að bræðurnir Magnús og Júlíus keyptu húsið nr. 39 við Freyjugötu. Þar hefur heimili Jóhönnu staðið síðan í for- sjá Magnúsar bróður hennar, sem hefur verið henni styrk stoð og sýnt henni umhyggju til hinstu stundar. Hún naut þess einnig að hugsa um heimili hans af alúð sem hann kunni að meta. Mikil við- brigði verða nú fyrir Magnús, þeg- ar systirin er farin, þvi að þau hafa vart skilið síðan 1920. Júlíus lést árið 1974. Jóhanna veiktist fyrir þremur mánuðum, en var hress fram að þeim tíma. Síðustu þrjár vikurnar var hún á Elli- heimilinu Grund, og þar naut hún góðrar hjúkrunar og umhyggju Baldvins bróður síns, er var dag- lega hjá henni og sat hjá henni síðustu stundirnar og veitti henni hlýju af sínu hjartans þakklæti. I dag kveðja bræðurnir Magnús og Baldvin hjartfólgna systur, sem var þeim svo kær alla tíð. Við sem til þekkjum vottum þeim samúð okkar og vitum að þarna er gengin góð kona. Fjölskylda mín og ég kveðjum nú þessa góðu konu og þökkum henni trausta vináttu um árarað- ir, frá því hún kom fyrst á heimili okkar til aðstoðar í veikindum móður minnar vegna vináttu og frændsemi við hana. Síðan eru lið- in þrjátú ár. Þau síðustu sjö ár, sem móðir mín átti ólifuð eftir þetta, kom Jó- hanna að staðaldri á heimili okkar og veitti henni margar ánægju- stundir. Ég þakka henni fyrir það hve hún vildi umvefja okkur öll með velvild sinni og hjálpsemi. Við kveðjum nú Jóu frænku, eins og synir okkar nefndu hana, og biðjum Guð að blessa minningu hennar. Jóna Kristín Magnúsdóttir t Þökkum af alhug auösýnda samúö og vináttu við fráfall eigin- manns míns, fööur okkar, tengdafööur og afa, JÓNS KJARTANSSONAR, Engjavegi 12, Salfoaai. Soffía Ólafadóttir, Elinborg Jónadóttir, Victor M. Caffaro, Rannveig Jónsdóttir, Bjarni Guómundsson, Kjartan Jónsson, Margrét Jónsdóttir, Jón Ágúst Jónsson, Jarþrúóur Jónsdóttir, Guömundur Gils Einarsson og barnabörn. Lokað Vegna útfarar UNNAR BRYNJÓLFSDÓTTUR veröa skrifstofur okkar lokaöar í dag, föstudaginn 17. febrúar, frá kl. 12—15. Sindra-Stál Hf. sýning á Kjarvalsstöðum dagana 10.-19. febrúar •Mý íslensk skólahúsgögn - hönnuð með aukið heilbrigði íslenskra barna að leiðarljósi. •Mý skrifstofuhúsgögn — skrifstofustólar tölvuborð •Mý húsgögn úr beyki fyrir fundarsali og félagsheimili. •Stacco-stóllinn í nýjum búningi. Stjórnendur skóla og fýrirtækja og aðrir þeir sem láta sig varða heilbrigði skólabarna og skrifstofufólks ættu ekki að láta þessa sýningu fram hjá sér fara. STÁLHÚSGAGNAGERO STEINARS HF. SKEIFUNNI 6.SÍMAR: 33590.35110. 39555

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.