Morgunblaðið - 17.02.1984, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 17.02.1984, Blaðsíða 40
FÖSTUDAGUR 17. FEBRÚAR 1984 VERÐ í LAUSASÖLU 20 KR. MorRunbladið/ RAX Túnið hvarf í flóðinu Sigfús Traustason, bóndi í Rauðuskriðum, er hér þungur á brún þar sem hann þræðir það sem eftir er af 50 metra vegarkafla að bænum, sem flóðið í Markarfljóti hreif með sér. Sjá nánar fregnir af flóðunum á Suðurlandi í opnu. Bandaríkja- markaður: Þorskblokkin lækkar um 3,5% ÞORSKBLOKK hefur lækkað á Bandaríkjamarkaði um 3,5%, eða úr 116 sentum pundið í 112. Guðmundur H. Garðarsson, blaðafulltrúi SH, og Sigurður Markússon, framkvæmda- stjóri sjávarafurðadeildar SÍS, sögðu í samtölum við Morgunblaðið í gær- kvöldi, að ástæður lækkunarinnar væru miklar birgðir af þorskblokk í Bandaríkjunum, sem væru tilkomnar vegna stóraukins framboðs frá Kan- ada og Evrópulöndum. Gat Guðmundur þess, að heild- arbirgðir væru taldar vera um 35 milljónir punda, borið saman við 17 milljónir punda á sama tíma í fyrra. Þá lækkaði karfablokkin úr 80 sent- um pundið niður í 75 sent, eða um 6,25%. Samkvæmt þeim upplýsingum, sem Morgunblaðið aflaði sér i gærkvöldi má lauslega áætla, að 3,5% lækkun á þorskblokk hafi í för með sér í námunda við 40 milljóna króna samdrátt í útflutningstekj- um, ef tekið er mið af tölum síðasta árs. Verðlag á þorskblokkinni hefur verið lítið breytt á undanförnum misserum, en í októbermánuði 1982 var verðið 112 sent. Það var síðan komið í 118 sent í desember 1982. Þannig hélzt verðið fram í ágúst á síðasta ári, þegar það var lækkað um 1,7% niður í 116 sent. Ríkisstjórnin gerir BHM launatilboð Fjármálaráðuneytið fyrir hönd ríkisvaldsins gerði Bandalagi há- skólamannna tilboð í kjaramálum í gær. Tilboðið mun vera innan 4% rammans sem settur er í fjárlögum um launahækkanir á árinu, en ekki Flugleiðir visa ásökunum Amarflugs á bug: Arnarflug gerði aldrei athugasemd við iðgjöldin „ÁRIÐ 1978 varð samkomulag um að flugfloti Arnarflugs og Flugleiða yrði á sameiginlegum vátrygg- ingarskírteinum. Það liggur fyrir, að þessi samvinna leiddi til stórlækk- unar á iðgjöldum Arnarflugs," segir m.a. í yfirlýsingu frá Flugleiðum vegna fréttar í Mbl. í gærdag um ágreining félagsins og Arnarflugs um tryggingargreiðslur, en Arnar- flug hefur ákveðið að skjóta málinu til dómsstóla. „Þessi samvinna hélzt óbreytt yfir fjögur tryggingartímabil, það er árin 1978—1982. Hlutur Arnar- flugs í iðgjöldum var áveðinn í samræmi við áætlanir og upplýs- ingar sem fengust á alþjóðamark- aði í London. Mjög mörg atriði koma til greina þegar iðgjöld af tryggingum flugvéla eru reiknuð út, meðal annars í hvaða heims- hluta vélunum er flogið og hvaða verkefnum þær sinna," segir ennfremur. Þá segir í yfirlýsingu Flugleiða: „Arnarflugi var ávallt tilkynnt hvaða iðgjöld kæmu til með að gilda fyrir hvert tryggingartíma- bil og gerði félagið aldrei athuga- semdir við þær upphæðir. Arnar- flug gat hvenær sem var slitið þessu samstarfi, teldi félagið hag sínum betur borgið með öðru móti. Fullyrðingum þess efnis, að Arn- arflug hafi ofgreitt iðgjöld er vís- að á bug af hálfu Flugleiða. Flug- leiðir telja ekki viðeigandi að ræða fjárhagsleg samskipti félaganna nánar á opinberum vettvangi, þótt yfirlýsingar Arnarflugs út af þessu máli gefi vissulega tilefni til þess.“ var hægt í gærkveldi að fá nánari uppiýsingar um í hverju tilboðið væri fólgið, en það verður lagt fyrir launa- málaráð BHM á fundi þess seinni- partinn í dag. Nú er beðið eftir niðurstöðum úr samningaviðræðum Alþýðu- sambands Islands og Vinnuveit- endasambands íslands, og því biðstaða í öðrum kiaradeilum. Fundur var með ASI og VSÍ í gærmorgun og til nýs fundar hef- ur verið boðað í dag. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er samkomulag í burðarliðnum, en þóýmis atriði enn óútkljáð. Aðilar í röðum beggja eru andsnúnir þeim samningsdrögum sem fyrir hendi eru og óvíst hvernig heild- arsamtökin bregðast við, þó svo samninganefndirnar nái ein- hverju samkomulagi. Stefnt er að því að hægt sé að leggja tillögur fyrir formannaráðstefnu ASl sem haldin er seinnipartinn á sunnu- dag. Rætt verður um 12 þúsund króna lágmarkslaun og samning til um það bil árs. Þá er reiknað með að ríkisstjórnin komi til móts við hina lægstlaunuðu með til- færslum af einhverju tagi. Eftir er að ákveða beinar launahækkanir, en allt er þetta enn á umræðustigi og getur breyst í samræmi við niðurstöðu annarra liða samning- anna. 10 manna samninganenfnd BSRB átti fund með samninga- nefnd fjármálaráðuneytisins í gærmorgun. Á fundinum voru vinnubrögð rædd og á 60 manna samninganefndarfundi BSRB síð- ar um daginn var ákveðið að bíða átekta með allar ákvarðanir. Fundur verður með BSRB og rík- inu í dag hjá ríkissáttasemjara, þar sem rædd verða ýmis atriði í núverandi kjarasamningi sem ágreiningur hefur verið um hvern- ig beri að túlka. 60 manna nefndin kemur saman aftur eftir helgi til að meta stöðu mála. Þá verður einnig fundur í ÍS- AL-deilunni í dag kl. 14.00. Straumur hefur ekki verið minnk- aður á kerum í álverinu undan- farna daga eins og þó var fyrir- hugað. Sú straumminnkun sem gerð var á mánudag og þriðjudag úr 103 kílóamperum í 96 á kerum í öðrum skálanum hefur verið látin duga og straumur ekki minnkaður síðan. Álhæð í kerunmum hefur hins vegar verið lækkuð í sam- ræmi við áætlun sem um það hafði verið gerð. „Sannfærður um að ég hef sigrast á hvítblæðia segir Einar Stefánsson, en bióðmergur úr systur hans var fluttur yfir í hann FYRIR rúmu ári voru Einari Stefánssyni, 32 ára rafvirkja í Kópavogi, færó þau tíðindi, að hann þjáðist af krónísku hvítblæði. Læknir hans tjáði honum að til væru lyf, sem haldið gætu sjúkdóminum niðri um tíma, en hvítblæði hefði alltaf sigrað að lokum og staðið yfir höfuðsvörðum fórnarlamba sinna. Þó kvaðst læknir hans hafa heyrt um að erlendis hefði verið skipt um beinmerg í fólki, en það væri á tilraunastigi. Einar var sendur til Sigmundar Magnússonar, læknis, til rannsókna. Einar Stefánsson, til vinstri, á heimili sínu í gærkvöldi ásamt Finnboga Kjeld. Morgunblaðið/RAX. Fyrir tilstilli Sigmundar fór Einar síðastliðið sumar til Lúnd- úna. Með honum fór systir hans, Guðbjörg Sigrún Stefánsdóttir, og beinmergur úr henni var fluttur yfir í Einar. „Ég er sannfærður um að ég hef sigrast á hvítblæði. Á bara eftir að ná upp starfs- þreki,“ sagði Einar í samtali við Mbl. á heimili sínu í Kópavogi í gærkvöldi. í dag heldur hann til Lundúna til reglubundins eftir- lits. „Þeir vilja fá að fylgjast með mér,“ sagði hann og lífið brosir við honum og fjölskyldu hans, en Einar er kvæntur Hrönn Hall- dórsdóttur og eiga þau þrjár dæt- ur. Ef fram heldur sem horfir þá er hann fyrsti íslendingurinn sem kemst yfir hvítblæði — þann skelfilega sjúkdóm. Þökk sé enn einu afreki vísindanna. „Mér datt ekki annað í hug en komið værj að leiðarlokum þegar ég fékk fréttir af því að ég þjáðist af hvítblæði. Var settur á lyf til þess að halda sjúkdóminum niðri og í rannsóknir til þess að kanna hvert systkina minna gæti gefið mér beinmerg. Ég sannfærðist fljótlega um að ég kæmist yfir sjúkdóminn. Sú sannfæring styrktist eftir að við systkinin fórum í júlí til viðtals við dr. Goldman, sem hefur þróað með- ferð gegn hvítblæði. Við fórum aftur utan í septem- ber og þá fóru beinmergsskiptin fram. Ég var settur í geisla- og lyfjameðferð til þess að drepa þær frumur, sem framleiða blóðkorn- in. Fékk svo beinmerg Guðbjargar þegar blóðframleiðsla mín hafði stöðvast. Tíu dögum síðar komu fram vísbendingar um, að blóð- framleiðsla væri hafin — að bein- mergurinn væri farinn að starfa eðlilega. Þar með hafði ég fengið blóðeinkenni systur minnar. Á 20. degi fór ég af sjúkrahús- inu. Þá var blóðframleiðsla eðlileg en ég þurfti að fara þrisvar í viku í sjúkrahúsið til rannsókna. Lið- lega 60 dögum eftir aðgerð fékk ég að fara heim. Aukaverkanir voru sáralitlar, svo og einkenni um að líkami minn hafnaði hinum nýja blóðmerg. Allt starfslið á sjúkra- húsinu, sem er í einkaeigu í Har- ley Street, var stórkostlegt. Þá hafa vinir og kunningjar verið okkur hjónunum ómetanleg stoð, að ógleymdum þeim Sigmundi og Geir Þorsteinssyni, heimilislækni okkar," sagði Einar Stefánsson. Finnbogi Kjeld, útgerðarmaður, kom á heimili Einars þegar blaða- maður var á leið út. Hann er ný- kominn frá Lundúnum, þar sem hann gaf systur sinni, Kristjönu Kjeld blóðmerg en hún er í sams konar meðferð og Einar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.