Alþýðublaðið - 13.10.1931, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 13.10.1931, Blaðsíða 3
AJs PÝÐUBtiÐÍÖ 50 aara. 50 aora. Elepliant-cigarettnr iHnm^HHrinnHnnBHHHHHS Ljúffengar og kaldar. Fást alls staðar. I heildsoln hjá Tibaksverzlun Islands h. í. Mitt i allsnægtunum. Beztu og mestu hagfræ&ingar heimsins brjóta höfuöin um pað, sem nú er aðalumhugsunar- efni allra manna: Hvernig fara mennirnir að því að varast það, að verða kyrktir af geysibirgð- um þeim af framleiðslu, er þeir skapa með auknum framförum á sviði vinnu- og vél-vísinda? Næstum á öllum sviðum er af- ar-mikil yfirframleiðsla: Kom, gúmmí, baðmull, sykur, kaffi o. s. frv. er til í miklu stærri stíl en menn þurfa nú til lífsfram- færis (þ. e. atvinnuleysingjarnir, 25 milljónir, geta ekki keypt). Sama er að segja um járn, kol og olíu. Hin geysilega framför vélaiðt unnar og aukning vinnuhraðans hefir bæði í landbúnaði og iðn- aði skapað hina verstu kreppu, sem noklsurntíma hefir dunið yf- ir auðvaldsskipulagið. Einn af fremstu fjármálamönn- um og þjóðmegunarfræðinguim Þýzkalands, Lederer prófessor í Heidelberg, hefir í bók, sem er nýútkomin og heitir: „ Verklegar framfarir og atvinnuleysi“, rann- sakað mjög nákvæmlega, hvaða áhrif vélaiðja og'verklegar fram- farir hafa í núverandi auðvalds- þjóðfélagi, sem stefnir öllu að aiikinni framleiðslu. Hinar vélrænu framfarir gera vinnuþrekið óþarft að mestu og auka framleiðsluna, en sala henn- ar skapar möguleika fyrir aukn- ingu auðmagnsins og gróða handa auðmönnum og iðjuhöld- urn. Lederer prófessor rann- sakar hvort mögulegt sé með verðlækkunum og kauplækkunum að skapa vinnu handa þeim mönnum, sem endurbæturnar á vélunum hafa gert atvinnulausa, og hann kemst að þeirri niður- stöðu, að það sé ekki hægt nema að örlitlu leyti. Hann sýnir fram á að hin mikla auðsöfnun og þar með fylgjandi aukin stéttaskifting stríði gegn heilbrigðri skynsemi, og hann kemst að þeirri niður- stöðu, að dnottnar auðvaldsþjóð- félagsins eigi að eins um tvent að velja: annaðhvort fá þeir eng- an ágóða, og þar með er dregið úr því, er eykur framtaþ þeirra, — eða að þeir fá gróða, en þar með er öllu jafnvægi lokið og er eins og nú er komið. Verður ekki þjóðnýting atvinnutækjanna eina leiðin til bjargar út úr þessum ógnum? spyr Lederer prófessor, en sjálfur virðist hann hallast mest að því að vænta þess, að kapitalistarnir hætti að hugsa um hagnað, . en reki iðntæki sín með það eitt fyrir augum, að skapa lífsmöguleika fyrir fólkið. En slíkum kapitalisma er ekki hægt að búast við, hann er svo langt frá virkileikanum eins og jörð frá sólu. -r SELJAST. Næstu daga seljum við kringum 100 flókahatta fyrir 3,00 og 5,00 kr. Komið meðan nóg er úr að velja: Hattaverzlun, Maju Ólafssou, Laugavegi 6. Þegar menn fara að hugsa um vélrænu framfarimar, yfirfram- leiðsluna og atvinnuieysið og rekja það í sundur, verður það ofur skiljanlegt. Gustav Bang segir í einni bök sinni, þar sem hann tekur til meðferðar mikla atvinnukreppu, er var fyrir stríð: Við skulunt hugsa okkur hóp manna, sem í sameiningu framleiðir nauðsynjar sínar. Einnig í svona samtökum getur orðið yfirframleiðsla, en hún skapar að eins meiri eyðslu, eða er geymd. Hún skapar enga óhamingju. Einnig í þjóöfélagi jafnaðar- stefnunnar, heldur Bang áfram, getur orðið yfirframleiðsla, en í staðinn fyrir eins og nú er, að yfirframleiðslan skapar hungur, atvinnuleysi og harðrétti, þá myndi hún verða skoðuð sem sannkölluð guðsgjöf. Hún myndi verða til þess að vinnutíminn yrði styttur. en það þýddi meiri menn- ingu, meira frelsi. Þegar aðalatriðið er að frarn- leiða markaðsvöru, án tillits til afkomu heildarinnar, þá skapar yfirframleiðsla eymd og volæðL Þannig er ástandið nú. Markaðs- vörurnar liggja og bíða eftir „góðu verði“ í geymsluhúsumum og vélarnar framleiða nótt og dag — en verkalýðurinn sveltur. Þetta lagast aldrei fyr en þjóð- in sjálf rekur framleiðslutækin, ræður yfir framleiðslunni og mið- ar hana eingöngu við þarfir landsins barna, en ekki við gj-ó'ða fárra einstaklinga. Ösm ds&sgJja® og vegássm. Læ knafélagið hefir ákveðið að leggja niður hina svonefndu „embættaveitinga- nefnd“ sína. Heilsufarsfréttir. (Frá skrifstofu landlæknisins.) Heilsufarsskýrslur fyrir septem- bermánuð eru fcomnar af öllu landinu. Af farsóttum var lang- mest um kvefksótt, veiktust 620, af iðrakvefi 554 og af hálsbóigu 363. Af öðrum farsóttum var hverfandi lítið talsins. — I Reykjavík vikuna 27. sept. til 3. okt.: Af kvefsótt veiktust 96, af hálsbólgu 57, af iðrakvefi 27, af kveflungnabólgu 10 og af miumn- bólgu 3. Þá viku döu 5 manns hér í Reykjavík. Verkakvennafélagið „Framsökn" heldur fund í kvöld kl. 8V2 í alþýðuhúsinu IÖnó uppi. Þess er vænst, að félagskonur fjölsæki fundinn. Karl Jónasson byggingameistari frá Winnipeg kom með Gullfossi á laugardag- inn. Hefir hann dvalið vestra í 18 ár, en er ættaður úr Þihg- eyjarsýslu. Segir hamn mjög mik- ið atvinnuleysi í Winnipeg. Með meiddan mann kom enskur togari hingað í gær. Hafði maðurinn meiðst á fæti við vinnu í vélarrúminu. Múrarafélag Reykjaviknr heldur fund í baðstofunni miðvikudaginn 14. október kl. 8. Nýir félagar hafa að- gang að tund num. Stjórnin. Tannlækningastofa mín, Hverfisgöta 14, er opin 10—6 (aðrar stundir eftir samkomulagi). Bezt að psnta sér tíma til að spara bið Sími 270. Lægsta verð. Brynjúlfur Björnsson. Þrátt fyrir gengis- breytingar sel ég alt með gamla lága veið- inu. T. d. Sykur á 25 og 30 aura. Hveiti á 20 aura. — í pokum á 2 kr. Haframjöl 25 aura. 1 kg. dós fiskibollur kr. 1,30 Sólarljósolíu á 27 aura líter. Verzlið þar, sem vörurnar eru bezt- ar og ödýrastar. Magnús Páimason, Þórsgötu 3. Simi 2302. Hjönaband. Á laugardaginn gaf lögmaður sarnapr í hjónaband Sigurást Guð-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.