Morgunblaðið - 26.02.1984, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 26.02.1984, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. FEBRÚAR 1984 Við sem ætluðum að verða stórleikkonur í höfuðborginni — segir svslumannsfrúin og leikkonan Ingunn Jensdóttir í viðtali Það var ekki laust við að undrunarsvip brygði fyrir á andliti danska siðameistarans Trampe greifa sem hann var sestur upp í bflinn í Öræfasveit og æddi í bflalestinni með lögreglu á undan og eftir á eftir drottningu sinni Ingríði, forseta íslands og sýslumanni, er hann áttaði sig á því að það var sýslumannsfrúin sjálf sem sat undir stýri á þessu ferðalagi. Undirrituðum blaðamanni Mbl. kemur ekki á óvart þótt Ingunn Jensdóttir láti sér ekki bregða óvænt verkefni, eftir að hafa hvað eftir annað verið drifin aðvörunar- laust með fleira fólki inn á heimili hennar í mat og veglegar móttökur á undanförnum árum. Borgarbarnið úr Reykjavík, ballettdansarinn og leik- konan úr l>jóðleikhúsi höfuðborgarinnar hefur sannarlega hlotið nýtt og ólíkt verkefni og lífsstfl fyrir fimm árum, er hún gerðist sýslumannsfrú í Höfn í Hornafirði. En leiklistin hefur þó ekki verið látin víkja fyrir verkefn- um og aðstæðum, því brátt tók hún að setja á svið og síðan að leika sjálf með Leikfélaginu í Höfn, sem flutti m.a. Skáld-Rósu við góðan orðstír heima og í Osló í fyrrasumar með Ingunni í titilhlutverkinu. Og þegar við gripum hana í viðtal í borgarferð með sýslumanninum og litlu dótturinni, rétt sloppin þangað í bfl áður en vatnavcxtirnir miklu lokuðu leið, hafði hún af því mestar áhyggjur að komast ekki snarlega akandi til baka vegna æfinga á nýju íslensku leikriti, sem frumsýna á í Höfn undir leikstjórn Brynju BenedikLs- dóttur. En taflrnar í borginni útilokuðu einmitt fyrir henni öllum undan- komuleiðum frá löngu ámálguðu viðtali. hár, meira að segja fædd og uppal- in í Vesturbænum, einkabarn þeirra Guðrúnar Ingileifar Guð- mundsdóttur frá Lómatjörn og Jens Magnússonar, íþrótta- kennara, sem árum saman var fimleikameistari fslands. Ekki heldur Ingunn þó að fimi föður hennar og áhugi á líkamsþjálfun hafi haft áhrif á að hún féll svo fyrir ballettdansinum að hún helgaði honum nánast líf sitt frá 10 ára aldri fram yfir tvítugt. — Ástæðan fyrir því að við ákváðum allar vinkonurnar að fara í ballet- skóla Þjóðleikhússins þegar hann var stofnaður 1951—52 var sú að ballettmeistarinh danski Erik Bisted leigði heima hjá einni vin- konunni á Grenimel 16, segir hún. Þegar móðir vinkonu minnar ætl- aði svo að aka okkur öllum tíu í litla Austin 8 bílnum sínum, æxl- aðist það svo að ég gleymdist. Beið árangurslaust og hljóp svo í spretti upp í Þjóðleikhús, þar sem ég ætlaði ekki að þora að leggja til inngöngu í þetta musteri þegar á hólminn var komið. Valgerður Tryggvadóttir var þá fram- kvæmdastjóri nýstofnaðs List- dansskóla Þjóðleikhússins og tók á móti okkur. Fall var fararheill þarna sem oft áður. Ingunn var sú eina af vinkonunum sem hélt áfram í ballettinum. — Erik Bisted var svo mikil persóna, segir hún. Hann var eins og guð í okkar aug- um. Hann gaf sig algerlega að þessu verkefni og tókst að byggja ballettinn upp. Þótt hann hafi kannski ekki verið fullkominn kennari, þá var áhuginn svo mikill að hann hreif mann með. Ég man að hann stökk sjálfur með manni þvert yfir sviðið. Hann og kona hans Lísa Kjæregaard pöntuðu fyrir okkur æfingaskó og táskó, sem ekki voru til hér, og við feng- um að koma inn til þeirra til að máta skóna. Að fá að koma inn í herbergið þeirra fannst okkur vera að koma inn í musteri. Ilmur- inn þar og allt umhverfið hreif mann. Einn okkar var Helgi Skúlason, ballettdansari, sem Bisted tók með sér út til Dan- merkur. Þarna í Þjóðleikhúsinu eyddi Ingunn Jensdóttir því drjúgum hluta af æsku- og unglingsárun- um. — Maður hálf-ólst þar upp, segir hún. Var þar í listdansskól- anum á hverjum degi og á vorin þegar færðir voru upp söngleikir, sem var árvisst meðan Guðlaugur Rósinkrans réði þar ríkjum, þá lá við að maður flytti þangað alfarið. Auðvitað var reynt að líta í skóla- bækurnar fyrir vorprófin svona inn á milli, en þarna var svo margt sem glapti augu og eyru, þannig að lítið varð úr lær- dómnum. En auðvitað heillaði þetta líf. Lá viö að barnið kæmi í splitt Það hefur þá kannski verið eðli- legt framhald að Ingunn færðist af tánum og yfir í hlutverk leikar- ans á sviðinu. — Það var tilviljun, ég hafði ekkert slíkt í huga, full- yrðir hún. En það var yfirleitt ég sem lenti í því að tala, ef einhver úr ballettflokknum þurfi að segja setningu á sviðinu. En ég var svo hræðilega smámælt að félagarnir stríddu mér á því og mér þótti það leiðinlegt. Datt því í hug að fara til Ævars Kvarans og fá hjálp til að losna við smámælið. Það tókst ekki í fyrstu og margir kennarar höfðu reynt að hjálpa mér með ýmsum aðferðum, þegar Gunnar Eyjólfsson benti mér á Brand Jónsson, talkennara og skóla- stjóra Heyrnleysingjaskólans. Hann kenndi mér að setja tung- una niður með gómnum á essun- um og það dugði. En Ævar hafði viljað að ég færi í leiklistarskóla Þjóðleikhússins. 30 höfðu pantað skólavist, en aðeins 4 mættu svo f inntökuprófið þegar að því kom. 3 fengu skólavist, þar á meðal ég. Við nutum svo góðs af þessu og þetta urðu næstum einkatímar hjá okkur. Þá var farið að draga úr dansin- um hjá Ingunni. Enda átti hún þá orðið tvö börn, eiginmann og heimili. Gifti sig þegar hún var að dansa í My Fair Lady, komin fimm mánuði á leið. Dansaði can- can á sviðinu, svo að læknirinn hennar trúði varla sínum eigin augum þegar hann sá hana uppi á sviði. — Guðlaugur Rósinkrans og Erik Bisted urðu fyrstir til að vita um hvernig ástatt var, fyrir utan fjölskylduna, því barnið var komið af stað þegar æfingar hófust og þurfti að ákveða hvort ég yrði með, segir Ingunn hlæjandi. En þetta gekk allt vel. Maður var svo grannur þá, að þetta var ekkert áberandi. Og barnið kom á réttum degi. Þjálfunin var bara til bóta. Guðjón Guðnason fæðingarlæknir sagði í gamni að ekki hefði munað miklu að barnið kæmi í splitt, því Ingunn Jensdóttir. Myndina tók ÓI.K.Mag. í gardinum á æskuheimili hennar í Vesturbænum, er hún var á ferðinni í Reykjavík um daginn. splitt fylgdi dansinum á sviðinu. Þegar ég svo átti drenginn árið eftir, var ég að dansa í Pétri Gaut, og var skömmu seinna komin í Táningaást. En hvernig fór hún að þessu með tvö lítil börn? Því var auð- svarað: — Ég vaknaði klukkan 6 á morgnana til að þvo bleyjur, svo allt væri komið í lag þegar mamma kom til að gæta barn- anna, nægilega snemma til að ég kæmist á æfingu niður í Þjóð- leikhús kl. 10. Æfingarnar voru á morgnana og svo oft 3—4 sinnum í viku sýningar á kvöldin. Ég hikaði ekkert við að leggja það á mig, áhuginn var svo mikill. Svo skemmtilega vildi til að fyrsta danshlutverk Ingunnar var í ballettinum Dimmalimm þegar hún var 11 ára gömul og fyrsta leikhlutverkið hennar var í barna- leikritinu Dimmalimm, sem Helga Egilson samdi upp úr sögu Muggs. En síðast dansaði hún i Kabarett, m.a. kossadansinn. — Lengsti koss sem sést hefur á sviði, stóð í 3 mínútur, meðan við Þórir Stein- grímsson dönsuðum charleston, segir hún hlæjandi. Þórir var skólabróðir minn úr leiklistar- skóla Þjóðleikhússins. Við vorum þar þrjú saman, við Þórir og Edda Carlsdóttir, prestsmaddama á Bergþórshvoli. Að okkur Eddu dytti í hug að það ætti fyrir okkur að liggja að verða sýslumannsfrú og prestsmaddama úti á landi var af og frá. Við sem ætluðum að verða stórleikkonur í höfuðborg- inni. Þurfti að láta í sig 7 egg Leikhúsgestir í Reykjávík og sjónvarpsáhorfendur þekkja Ing- unni Jensdóttur úr mörgum hlut- verkum á sviði og á skjánum, jafn- vel á hvíta tjaldinu. Minnisstæð er t.d. Aníta í sjónvarpsleikritinu um Kristrúnu í Hamravík, ísa í Silf- urtunglinu í Þjóðleikhúsinu og hún var í sjónvarpskvikmyndinni Flæðarmál, sem Ágúst Guð- mundsson gerði eftir sögu Jónsar Árnasonar, í skemmtiþáttunum „Á vorkvöldi" með Sigurði Sigur- jónssyni, áramótaskaupi og mörg- um öðrum leikritum. I hinni margumtöluðu sjónvarpsmynd um Lénharð fógeta hlaut Ingunn hlut- verk konunnar sem var nauðgað. Þá var nýbúið að skera hana upp og taka botnlangann, rétt búið að taka sauminn. Flosi Ólafsson lék nauðgarann. Þetta var því ekkert þægilegt, því tökurnar voru víst einar 32 áður en yfir lauk. — Ég var alltaf að standa upp á milli og athuga hvort saumurinn hefði lát- ið sig, segir Ingunn. Það er ýmis- legt á sig lagt. Seint mun ég t.d. gleyma eggjunum sjö, sem ég varð að láta í mig þegar við vorum að taka Kristrúnu í Hamravík. Þá þurfti að taka atriðið þar sem Kristrún gamla færir Anítu svartfuglsegg og könnu af mjólk sjö sinnum. Og hún bætir við: — Þegar ég er að setja á svið, segi ég stundum þeim sem verða óþolinmóðir af því að þurfa að bíða í 10 mínútur frá því hvernig þetta var þegar var verið að setja upp söngleikina á vorin í Þjóðleikhúsinu og maður varð kannski að standa án þess að hreyfa sig úr stað frá kl. 8 til kl. 12 meðan verið var að segja tii kórn- um, kannski 30 manns, 15 dönsur- um og leikurum. Einu sinni var ég komin með beinhimnubólgu af því að standa svona lengi kvöld eftir kvöld, enda var ég þá að vaxa. En auðvitað verður að sviðsetja alla. Þetta er eins og umferð, þegar einn fer hér á annar að fara þar. Þetta tekur allt tímann sinn þegar margir eiga að vera á sviðinu í einu. Sjálfri þykir mér mjög gam- an að setja á svið. Fór dálítið út á land til þess.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.