Morgunblaðið - 26.02.1984, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 26.02.1984, Blaðsíða 25
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. FEBRÚAR 1984 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 250 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 20 kr. eintakiö. Verðbólga eða viðreisn Heildarsamningar Alþýðu- sambands og Vinnuveit- endasambands, sem undirrit- aðir vóru sl. þriðjudag, fólu í sér fjögur meginatriði: • Að tryggja sama kaupmátt á samningstímabilinu og hér var á fjórða ársfjórðungi 1983, þrátt fyrir rýrnun þjóðar- tekna frá þeim tíma. • Að bæta hlut þeirra lægst launuðu hlutfallslega meira en hinna betur settu. • 13,6% almenna launahækk- un á samningstímabilinu. • Hliðarráðstafanir af hálfu stjórnvalda sem kosta munu 300—330 m.kr. Karl Steinar Guðnason, varaformaður VMSÍ, sagði í þingræðu sl. fimmtudag, að það hafi náðst fram í þessum samningum sem mögulegt var, án átaka, sem verkafólk hafi naumast verið í stakk búið til að standa í. Æskilegt hafi ver- ið að lyfta launum hinna verst settu meir en gert var. Það hafi þó tekizt, sem ekki sé dag- legt brauð í kjarasamningum hér á landi, að mæla hinum verst settu hlutfallslega meiri leiðréttingu en betur settum. Samningurinn feli í sér 10% hækkun tekjutryggingar og 5% almenna hækkun, eða 15,5% hækkun hjá láglauna- fólki. Varaformaður VMSÍ sagði konur fjölmennastar í lægstu launaflokkunum, sem fái hlut- faílslega mesta hækkun. Það hafi því verið stigið skref í átt til launajöfnunar milli kynja. Rangt sé að halda hinu gagn- stæða fram, eins og gert hafi verið. í viðræðum við stjórnvöld bentu fulltrúar VSÍ á lækkun niðurgreiðslna á vöruverði og fulltrúar ASÍ á lækkun út- flutningsbóta á búvöru sem leið til að fjármagna hliðar- ráðstafanir stjórnvalda í framhaldi af almennum vinnumarkaðssamningum. Það kom fram í utandagskrár- umræðu á Alþingi, hjá varaformanni VMSÍ, að kann- að hefði verið, hver áhrif það hefði ef hluta núverandi niðurgreiðslna verði varið í þessu skyni. Til grundvallar hafi verið lagður neyzlugrund- völlur frá 1978/1979 og miðað við að !4 af kostnaði við niður- greiðslur gengi til þessara ráð- stafana. Niðurstöður hefðu m.a. verið þessar: • Einstætt foreldri með 150 þúsund króna tekjur á sl. ári fengi í sinn hlut 25.800 krónur, þ.e. 2.150 krónur á mánuði, en tapaði 167 krónum á mánuði í niðurgreiðslum. • Foreldri með tvö börn en sömu tekjur fengi í sinn hlut 4.300 krónur á mánuði en tap- aði í niðurgreiðslum 392 krón- um. • Einstætt foreldri með þrjú börn fengi 6.450 kr. á mánuði en missti 375 krónur í niður- greiðslu vöruverðs. „Þetta eru dæmi sem við teljum ástæðu til að skoða,“ sagði varaformaður VMSÍ, „þó við höfum ekki lagt þessa leið til.“ Rétt er að deila má um, hvort tryggingabætur, eins og hér koma inn í kjaradæmið, séu niðurgreiðslur launa eða falli undir aðra skilgreiningu. Hinsvegar verður naumast um það deilt að slíkar bætur, sem lengi hafa viðgengist, eiga í senn að tryggja lágmarksaf- komu í mannúðarþjóðfélagi og jafna lífskjör. Tryggingabæt- ur eru að hluta til tilfærsla fjármuna og að hluta til keyptur réttur; fólk á vinnu- aldri greiðir samfélaginu fjár- muni, sem það fær aftur til baka þegar sjúkdómar eða ald- ur bægir því frá daglegum störfum. Þeir samningar, sem nú hafa tekizt milli ASÍ og VSÍ, teygja tær út fyrir flesta fjár- hagsramma, sem efnahagsleg- ar staðreyndir setja þjóðar- búskapnum. Ráðgerð launa- þróun er nokkuð á skjön við þróun þjóðartekna, sem rýrna nú þriðja árið í röð. Þorskafli verður helmingi minni 1984 en hann var fyrir aðeins tveimur árum. Verð sjávarafurða fer heldur lækkandi. Auk þess gleypir erlend skuldasöfnun, sem hefur eyrnamark fyrrum ráðherra Alþýðubandalags, fjórðung útflutningstekna á líðandi stund og í næstu fram- tíð, sem þrengir kjararamma almennings ekki svo lítið. Þjóðartekjur, sem lífskjörum ráða í landinu, væru og meiri í dag og meira svigrúm til kjarabóta, ef ekki hefðu glat- ast fimm og hálft ár, í höndum fyrrv. iðnaðarráðherra Al- þýðubandalags, við undirbún- ing þess að breyta orku fall- vatna í störf, verðmæti og grjótharðan gjaldeyri. Engu að síður telja forystu- menn ríkisstjórnarinnar að gerðir samningar skekki ekki efnahagsmarkmið ríkisstjórn- arinnar að ráði. Hjöðnun verð- bólgu verði að vísu eilítið hæg- ari fyrir vikið, en ekki svo að þjóðarskútuna hrekji af leið. Standizt þær fullyrðingar verður að telja þessa samn- inga þjóna heildarhagsmun- um. Það veltur á öllu að það takizt að halda vinnufrið í landinu, við erfiðar aðstæður, og búa þann veg um hnúta, að við getum unnið okkur upp úr öldudalnum, þrátt fyrir verð- bólguarfleifð og áföll í efna- hagslífi, einkum sjávarútvegi. Stefna núverandi ríkis- stjórnar hefur um flest gefið góða raun: Verðbólgan hefur hjaðnað jafnt og þétt, vextir lækkað umtalsvert, viðskipta- halli er nær úr sögunni. Sjáv- arútvegsdæmið hefur hinsveg- ar aukið á vandann, og það ekki svo lítið. Það gerir það hinsvegar enn nauðsynlegra að halda fast við þá stefnu sem stjórnarflokkarnir hafa markað. Hinn kosturinn er Al- þýðubandalagið og óðaverð- bólgan, með tilheyrandi upp- streymi verðlags, vaxta-vöxt- um, skuldasöfnun og kaldakoli atvinnulífs. Ef viðreisnarstefna stjórn- valda verður brotin á bak aft- ur, sem vonandi verður ekki, er sú leið ein til, að vísa því vali til þjóðarinnar í almenn- um kosningum, hvort hún vilji hverfa aftur til verðbólguára Alþýðubandalagsins eða ganga enn á brattann um sinn — að tindi nýrrar velmegunar. MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. FEBRÚAR 1984 25 Gömul rykug bók dregin fram úr bókaskápnum. Tilefnin þrjú: Fyrst norski njósnarinn Arne Treholt og allar vangavelturnar um hvað í ósköpunum fengi ung- an að því er virtist hugsjónapóli- tíkus og vel launaðan embættis- mann til að svíkja þjóð sína og hafa þann metnað mestan að gera land sitt berskjaldaða og auðunna bráð. Einkum furða yfir hve lítilfjörlegur verknaðurinn virtist í huga friðarflytjandans norska Evu Norlands — sem þó virðist nægilega fullorðin til að muna sjálf hvernig kvislingar norskir léku landa hennar — er hún í sjónvarpi og kvennahópi um friðarmál sagði að alls staðar væri til veiklynt fólk og við hefð- um alltaf vitað að til væru njósn- arar. Ekki sérstök ástæða til að kippa sér upp við það. í annan stað eru einmitt um þessar mundir uppi miklar umræður um það hvort æskilegt sé að efla ís- landssögukennslu í skólum til að auka skilning á þessari þjóð, trú á landið og menningu þess og er bryddað á að slík innræting sé af hinu vonda. 1 þriðja lagi er árið 1984 og minnir á hinn forspáa og glöggskyggna rithöfund George Orwell og aðvaranir hans til þjóða heims. Þetta rann saman í hugskotinu og minnti á grein eft- ir Orwell frá árinu 1945 undir nafninu Notes on Nationalism. Því miður er ekki rúm fyrir nema glefsur úr henni. Orwell byrjar á að vísa til hugsanavenju, sem hefur áhrif á hugsanamyndun um næstum hvað sem er, en hefur ekki einu sinni hlotið nafn: „Nærtækasta nafnið er nationalismi (þjóðern- isstefna). En svo sem bráðlega kemur í ljós, þá nota ég það ekki nákvæmlega í hefðbundinni merkingu, þó ekki væri af öðru en því að hughrifin sem ég er að tala um tengjast ekki endilega því sem nefnt er þjóð — þ.e. ákveðnum kynþætti eða land- fræðilegu svæði. Þau geta tengst kirkju eða stétt eða einfaldlega verið andstæð einhverju og hafa þá enga þörf fyrir jákvæðan trúnað við eitt eða neitt. Með nationalisma á ég fyrst og fremst við þann sið að gera ráð fyrir að hægt sé að tegundagreina mann- eskjur eins og skordýr og að merkja milljóna eða tugmilljóna manna hópa „góður" eða „vond- ur“. í öðru lagi og það er mun mikilvægara á ég við þá venju að samsama sig einum hópi, setja hann ofar góðu og vondu og við- urkenna þá eina skyldu að vinna að framgangi hans. National- isma má ekki rugla saman við patriotisma (þjóðrækni). Merking beggja orðanna er venjulega svo óljós að allar skil- greiningar eru gagnrýni undir- orpnar, en gera verður greinar- mun á þessu tvennu, þar sem um ólíkar og jafnvel andstæðar hugmyndir er að ræða. Með „patriotisma" á ég við hollustu við ákveðinn stað og ákveðinn lífsmáta, sem maður trúir að sé sá besti í heiminum en hefur engan áhuga á að neyða upp á aðra. Patriotismi er í eðli sínu varnarstefna, bæði menningar- lega og á hernaðarsviðinu. Nat- ionalismi er aftur á móti óað- skiljanlegur valdafíkn. Stöðugt markmið hvers þjóðernissinna (nationalista) er að tryggja meiri völd og aukið álit, ekki sjálfum sér til handa heldur þjóðinni eða hópnumsem hann hefur kosið að sökkva sinni eigin sjálfsmynd í.“ Seinna segir hann að national- ismi tákni ekki endilega hollustu við stjórn eða land, enn síður hollustu við sína eigin þjóð og ekki einu sinni skilyrði að eining- in sem maður bindur hollustu við sé í raun til. „Þegar ég hefi gefið þessa skilgreiningu á nationaiisma, held ég að verði að viðurkennast að þessi hugsunarháttur, sem ég er að tala um, er útbreiddur með- al ensku menntastéttarinnar og útbreiddari þar en meðal fólks almennt. Fyrir þá sem eru til- finningalega á kafi í nútíma póli- tík, eru viss mál orðin svo smituð af tillitssemi við áhrifaviðhorf að ómenguð skynsamleg lausn er al- veg útilokuð ... “ segir hann. „í þessari ritgerð er ég aðallega að fjalla um viðbrögð menntamann- anna, en í þeirra hópi er jingo- ismi (þjóðernishroki) og patriot- ismi ( þjóðrækni) upp á gamla mátann næstum dauð, þó eitt- hvað virðist aðeins vera farið að bóla á slíku aftur. Varla þarf að taka fram að ríkjandi form nat- ionalisma meðal menntamanna er kommúnisminn -- og heitið þá notað í víðri merkingu og nær ekki bara yfir meðlimi kommún- istaflokksins heldur meðreið- arsveina og almennt Sovétaðdá- endur. í mínum augum er komm- únisti hér maður sem lítur til Sovétríkja sem móðurlands og telur skyldu sína að bera blak af sósíalistastefnu Rússa og stuðla að framgangi hennar hvað sem það kostar. Ekki skortir fólk af þeirri gerð í Englandi í dag og áhrif eru mjög mikil, bein og óbein." Þetta skrifar Orwell árið 1945, sá glöggskyggni maður á undir- tóna þjóðfélaganna. Hvað kom ekki í ljós eftir hans dag? Menntamannahópurinn sem hann svo lýsti í Bretlandi var gegnsýrður njósnurum fyrir Sov- étríkin. Sá fyrsti, McLean, stakk af með vini sínum til Moskvu 1951, Philby 1963, Anthony Blunt entist til 1978 sem njósnari fyrir KGB og fullvíst talið að Hollis hafi stundað njósnir fyrir Sov- étríkin fram í andlátið. Úr menntamannahópum með sams- konar viðhorf í öðrum löndum hafa svo líka t.d. komið kana- díska moldvarpan Hugh George Hambleton, sem njósnaði innan NATO fyrir KGB 1954 til 1982, og njósnafélagar hans, Wenn- erström ofursti og Guiaume, er grófu undan sænsku og þýzku stjórninni fyrir Sovétríkin. Þeir höfðu það hluterk að hafa áhrif á ákvarðanatöku stjórna sinna og gerðu það, Wennerström í Kúbu- deilunni og Guiaume á kanslar- ann Willy Brandt, alveg eins og Arne Treholt sem sat beggja megin við samningaborðið í samningum Norðmanna við Rússa. Allir þrír límdu sig við stjórnir landa sinna. Hugleið- ingar Orwells löngu látins eru býsna fróðlegar í ljósi þess sem hefur gerst síðan og er að gerast enn, þegar maður veltir fyrir sér hvaða þættir og hvaða viðhorf Arne Treholts eru iíkleg til að hafa rekið hann í fang Sovétmanna og ekki hindrað að hann sviki Iand sitt. Hlustum aðeins meira á Orwell, þar sem hann fjallar um yfirfærðan nationalisma: „Síð- ustu 50—100 árin hefur yfirfærð- ur nationalismi verið algengt fyrirbrigði meðal bókmennta- og menntamanna (literary intell- ectuals). Með Lafcadio Hearne var umbreytingin yfir á Japan, með Carlyle og mörgum sam- tímamönnum hans yfir á Þýska- land og á okkar tímum venjulega yfir á Sovétríkin ... National- isminn lætur ekki aðeins vera að fordæma hryðjuverk sem hans hlið fremur, en hefur einstæðan hæfileika til að frétta ekkert af þeim. í 6 ár tókst aðdáendum Hitlers í Englandi að frétta ekk- ert um tiiveru Dachau og Buch- enwalds. Og þeir sem hæst for- dæmdu þýsku útrýmingarbúð- irnar, voru alveg óvitandi eða mjög óljóst vitandi um að það væru einnig slíkar búðir í Rúss- landi.“ Hér skjótast upp í hugann orð ágæts kollega á íslensku blaði, sem sagði við mig: „Við er- um hættir að verja Vietnam. Þú hefur ekki í mörg ár heyrt okkur verja það sem þar er að gerast." Og það er alveg rétt. Þeir hættu að vita af landinu þegar nýir „betri“ skúrkar tóku þar að hrjá fólkið. Eða eins og haft er eftir Jóni G. Sólnes í heita pottinum á Akureyri í skopsagnabókinni Krydd í tilveruna: „Getið þið sagt mér hvers vegna skrif Þjóðvilj- ans um innrásina í Afganistan snúast eingöngu um þátttöku Bandaríkjanna í Vietnam-stríð- inu?“ i Reykjavíkurbréf ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ Laugardagur 25. febrúar ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦< Agnar Kl. Jónsson Nú í vikunni var Agnar Kl. Jónsson, fyrrum sendiherra, bor- inn til grafar frá Dómkirkjunni í Reykjavík. Með honum er genginn einn þeirra embættismanna sem af mestum trúnaði hafa starfað í þágu íslenska lýðveldisins í tæp- lega 40 ára sögu þess. í ræðu séra Hjalta Guðmundssonar við útför- ina kom fram að Agnar Kl. Jóns- son hefði verið fyrsti embættis- maðurinn sem Sveinn Björnsson, forseti íslands, skipaði eftir að lýðveldi var stofnað 17. júní 1944, en þá hafði Agnar bæði starfað á vegum danskra og íslenskra stjórnvalda um nokkurt skeið og var skrifstofustjóri í utanríkis- ráðuneytinu í Reykjavík við lýð- veldisstofnunina. Embættisferill Agnars Kl. Jóns- sonar í utanríkisþjónustunni er glæsilegur og mun jafnan til hans vitnað þegar leitað er fyrirmyndar að því hvernig ráðuneytisstjóra og sendiherra beri að gegna skyldu- störfum sínum. Þeir sem kynntust Agnari Kl. Jónssyni og hans glæsilegu og mætu eiginkonu, Olöfu Bjarnadóttur, og nutu gest- risni þeirra, geyma með sér gleði- legar minningar. Frásagnargleði Agnars Kl. Jónssonar var mikil, þekkingin víðtæk og hann lagði jafnan gott eitt til mála. Samhliða erilsömum embættis- störfum sem í utanríkisþjónust- unni þarf að sinna frá morgni og oft og tíðum fram á nótt lagði Agnar KI. Jónsson rækt við rit- og fræðistörf. Lögfræðingatalið er til marks um það, en mesta afrek hans á þessu sviði er Stjórnarráð íslands 1904-1964, saga stjórnar- ráðsins sem er í senn yfirlit yfir stjórnmálasöguna frá því að Hannes Hafstein varð ráðherra 1904 og næstu sextíu ár. Einar Laxness, formaður Sögufélagsins, sagði um þetta rit í minningar- grein: „Stjórnarráðssaga Agnars Klemens er mikið stórvirki og al- gert undirstöðurit um sögu ís- lands á 20. öld, og höfundur vand- aður fræðimaður, sem gjörþekkir þann efnivið sem hann fjallaði Hlutverk emb- ættismannsins Um leið og tekið er undir þessi orð Einars Laxness skal áréttað að enginn sem tekur sér fyrir hendur að rannsaka eða rita um sögu íslands á þeim 60 árum sem rit Agnars Klemens spannar getur fram hjá því gengið, svo ómetan- leg heimild er það og vandvirknis- lega unnið. í formála segist Agnar Kl. Jónsson hafa verið nærri fimm ár að semja ritið „vegna þess að allt starf við það hefur verið utan míns reglulega starfstíma", eins og hann orðar það. Mörgum með- almanninum hefði þótt nóg að geta lokið verkinu á fimm árum á „reglulegum starfstíma". Agnari Kl. Jónssyni féll aldrei verk úr hendi segja þeir sem best þekktu hann og staðfestir ritun Stjórnar- ráðssögunnar það. í þessu mikla tveggja binda rit- verki setur höfundurinn sér ekki þröngar skorður heldur rifjar allt upp sem hann telur gefa mynd af starfinu í stjórnarráðinu og lýsir því jafnframt hverjar hann telur skyldur embættismanna. Um störf ráðuneytisstjóra segir Agnar Kl. Jónsson meðal annars: „Ráðuneytisstjórar eru nánustu samstarfsmenn ráðherranna í Stjórnarráðinu. Þeir vekja athygli ráðherranna á þeim málum, sem berast ráðuneytinu, ef þau berast ekki ráðherrunum sjálfum, ræða þau við ráðherra, afla frekari upp- lýsinga og gera tillögur um svör og aðrar afgreiðslur. Að sjálfsögðu ákveða svo ráðherrarnir, hvað gera skuli. Þá reyna ráðuneytis- stjórarnir að létta undir störfin með ráðherrum á margvíslegan hátt og ekki síst t.d. með því að tala við menn fyrir þeirra hönd. Ráðherrarnir eru oft störfum hlaðnir, er alveg eins hægt að ræða málsatvik við ráðuneytis- stjóra, enda þarf ekki að efast um, að þeir skýri ráðherrunum frá samtölunum samviskusamlega alltaf þegar ástæða er til og þess er óskað. Það er mjög útbreiddur misskilningur hjá mörgum, að það þurfi endilega að tala við ráð- herra, og oft eru þeir því ónáðaðir með smávægilegum málefnum, sem geta fengið jafngóða af- greiðslu, þótt aöeins hafi verið tal- að við ráðuneytisstjóra." Hér lýsir Agnar Kl. Jónsson á greinargóðan hátt hlutverki æðstu embættismanna í ráðuneytum og þeim sem handgengnastir eru ráðherrum. Pólitískir embættismenn Sama árið og Stjórnarráðssag- an kom út, 1969, voru samþykkt ný lög um Stjórnarráð íslands þar sem meðal annars var farið inn á þá braut að heimila ráðherrum að ráða til sín aðstoðarmenn sem störfuðu með þeim jafn lengi og þeir sætu í embættum en sneru sér síðan að öðrum störfum. Af ásettu ráði voru ákvæðin um hina nýju pólitísku starfsmenn í ráðu- neytunum óljós, því að talið var að um tilraun væri að ræða. Ef borin er saman lýsing Agnars Kl. Jóns- sonar á starfssviði ráðuneytis- stjóra og þau verkefni sem hljóta að koma til kasta aðstoðarmanna ráðherra ætti engan að undra þótt þar gæti komið til árekstra. Lögfræðingafélag íslands, en í því var Agnar Kl. Jónsson heið- ursfélagi, efndi á dögunum til fundar um tillögur að nýjum lög- um um Stjórnarráð íslands, sem svokölluð stjórnkerfisnefnd hefur samið og forsætisráðherra kynnti á blaðamannafundi fyrir jól. í ræðu Sveinbjörns Dagfinnssonar, ráðuneytisstjóra í landbúnaðar- ráðuneytinu, á fundinum kom fram að frá 1969 hafa 50 ráðherr- ar setið við störf í stjórnarráðinu og 26 aðstoðarmenn þeirra. Þeir embættismenn sem til máls tóku á þessum fundi töldu ekkert óeðlilegt við það að með ráðherrum kæmu pólitískir að- stoðarmenn inn í ráðuneyti. Hins vegar andmæltu þeir hugmyndum stjórnkerfisnefndar um að í stað ráðuneytisstjóra færu ráðherra- ritarar, eins og nefndin vill að að- stoðarmennirnir heiti, með æðstu stjórn í ráðuneytunum í umboði ráðherra. Full ástæða er til að taka undir þessi andmæli. Þótt ráðherra hafi síðasta orðið um Umræður um veitingu embætta bankastjóra hafa hnigið í þá átt manna á meðal að óeðlilegt sé að stjórnmálamenn ráði þar miklu og er þá væntanlega átt við aðra stjórnmálamenn en sitja í banka- ráðunum. Sýnast þeir hafa átt undir högg að sækja sem halda því fram að bankakerfið eigi ekki að endurnýja sig sjálft innan frá, ef svo má að orði komast, heldur sé bæði sjálfsagt og eðlilegt að ráða hæfa menn utan þess í æðstu stöð- ur, sækist þeir eftir þeim. Með hliðsjón af því sem hefur verið að gerast í Búnaðarbankanum mætti ætla að það væri í andstöðu við tíðarandann að leggja til að vald embættismanna í stjórnarráðinu yrði minnkað með því að auka pólitísk ítök þar eins og stjórn- kerfisnefnd leggur til að gert verði. Til þess að menn átti sig á þeim sjónarmiðum sem þarna er um að ræða væri æskilegt að meiri um- ræður yrðu um hugmyndir stjórn- kerfisnefndar á opinberum vett- vangi. Það er brýnt að rifjaðar séu upp ýmsar meginforsendur sem liggja til grundvallar í stjórnkerf- inu eins og það er núna. Það er ekki nóg að athyglin beinist að nýjungunum þeirra vegna því að alls ekki er víst að gömlu reglurn- ar séu úr sér gengnar þegar betur er að gáð. Hlutur kvenna í Stjórnarráðssögu Agnars Kl. Jónssonar stendur þetta meðal annars: „Alllengi framan af voru karl- menn eingöngu starfandi í Stjórn- arráðinu við skrifarastörf, og það var ekki fyrr en haustið 1920, að fyrsta konan var ráðin þar til starfa. Var það Inga Magnúsdótt- ir, löggiltur skjalaþýðandi og dómtúlkur, sem ráðin var í dóms- og kirkjumáladeild. Enda þótt nokkuð væri þá farið að tíðkast, að kvenfólk væri ráðið til starfa á skrifstofum í Reykjavík, hefur ráðning Ingu Magnúsdóttur þótt það miklum tíðindum sæta, að hennar er sérstaklega getið í Morgunblaðinu. Þar segir svo hinn 8. október 1920: „Kvenmaður er nú komin í I. skrifstofu Stjórnarráðs- ins sem aðstoðarkona. Er henni ætlað aðallega að skrifa á ritvél." Stóð svo til ársins 1927, en þá réð- ust tvær stúlkur til Stjórnarráðs- ins til vélritunarstarfa, þær Sig- ríður Thoroddsen i fjármálaráðu- neytið og ólöf Sveinbjörnsson í at- vinnu- og samgönguráðuneyt- ið...“ Frétt Morgunblaðsins um ráðn- ingu Ingu Magnúsdóttur frá 8. október 1920 væri líklega talin brot á jafnréttislögunum af sum- um núna, að minnsta kosti anda þeirra, svo ekki sé meira sagt. Bréfritari leitaði upplýsinga um það, hvað margar konur vinna nú í stjórnarráðinu, en fékk þau svör bæði hjá Jafnréttisráði og launa- deild fjármálaráðuneytisins, að upplýsingar um það lægju ekki á lausu nema eftir talningu sem ekki hefur farið fram. Á þeim áttatíu árum sem nú eru liðin frá því að Stjórnarráð ís- lands var stofnað hafa aðeins tvær konur gegnt ráðherraembættum, báðar úr Sjálfstæðisflokki: Auður Auðuns, dóms- og kirkjumálaráð- herra, í tæpt ár frá haustinu 1970, og Ragnhildur Helgadóttir, menntamálaráðherra. Engin kona hefur orðið ráðuneytisstjóri, en að minnsta kosti fjórar aðstoðar- menn ráðherra, þar af tvær með ráðherrum í núverandi stjórn, Sól- rún Jensdóttir, aðstoðarmaður menntamálaráðherra, og Helga Jónsdóttir, aðstoðarmaður forsæt- isráðherra. Engin íslensk kona hefur orðið sendiherra. En þegar rætt er um frama íslenskra kvenna í stjórnkerfinu má auðvit- að ekki gleyma því að frú Vigdís Finnbogadóttir hefur verið kjörin í hið æðsta þeirra, embætti for- seta Islands, og gefur nú kost á sér til endurkjörs. pólitíska stjórn innan ráðuneyt- anna. Kom þetta fram í máli Ei- ríks Tómassonar, formanns nefndarinnar, á fundi Lögfræð- ingafélagsins. En á það var einnig bent að nefndin hefði ekki stigið skrefið til fulls að þessu leyti með þeim tillögum sem nú hafa verið lagðar fram og ekki sé unnt að meta áhrif þeirra fyrr en fyrir liggi hugmyndir um nýja reglu- gerð um Stjórnarráð íslands þar Morgunblaðið/ Sigurgeir Jónasson. sem viðfangsefnin séu skilgreind og í ljós komi hvaða mál nefndin vill að séu til meðferðar i ráðu- neytum og hver eigi heima í opin- berum stofnunum. Sé það vilji nefndarinnar að ráðuneytin breyt- ist í einskonar skrifstofur ráð- herranna og afgreiðslumál færist til stofnana er verið að stíga mun stærra skref en lýst er í tillögum nefndarinnar um ný lög um stjórnarráðið. niðurstöðu mála í ráðuneytum er ekki þar með sagt að dagleg stjórn þeirra yrði betri í höndum póli- tísks embættismanns ráðherrans en ráðuneytisstjóra sem sinna á störfum sínum af þeirri vand- virkni sem lýst er í Stjórnarráðs- sögunni. Hinu ber að fagna sem nefndin leggur til að embættis- menn í ráðuneytum séu ekki ævi- ráðnir til setu í sama stól, heldur sé einskonar hringekja í gangi í stjornkerfinu þannig að menn færist á milli embætta. Meiri pólitík í stjórnarrádid? Ljóst er af hugmyndum stjórn- kerfisnefndar að hún vill auka virkni í stjórnarráðinu og telur að besta leiðin til þess sé að auka Loðnufrysting í Fiskiðjunni Vestmannaoyjum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.