Morgunblaðið - 26.02.1984, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 26.02.1984, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. FEBRÚAR 1984 33 Ási í Bæ sjötugur SUrfsfólk Alþýðubankans á Akurcyri ásamt aóalgjaldkera bankans í Reykjavflt: f.v. Kristín Jónsdóttir, bankastjóri, Jóna Helga Hauksdóttir, aðalgjaldkeri, Ingunn Arnadóttir, bankaritari, og Brynja Fridfinnsdóttir, gjaldkeri. Gunn- laug Árnadóttir, gagnaskráningarriUri, sem líka mun sUrfa við bankann, er á námskeiði hjá bankanum í Reykjavík. Ljósm. Mbl. GBerg. Alþýðubankinn með útibú á Akureyri: „Horfi björtum augum til framtíðarinnar“ — segir Kristín Jónsdóttir, bankastjóri Akureyri, 23. febrúar. „ÉG HLAKKA til að Ukast á við þau verkefni sem framundan eru og vonast til að Alþýðubankanum og Akureyring- um eigi eftir að semja vel í framtíð- inni,“ sagði Kristín Jónsdóttir, banka- stjóri Alþýðubankans á Akureyri, sem tekur til sUrfa á morgun að Ráðhús- torgi 5. Kristín Jónsdóttir hefur starfað óslitið að bankamálum frá árinu 1967, þegar hún réðst til Landsbank- ans í Reykjavík og vann þar í eitt ár. Þá fluttist hún til Kaupmannahafn- ar og starfaði þar á árunum 1968 til 1973, hjá Den Danske Bank, en kom síðan aftur til íslands og vann hjá Landsbankanum að nýju fram til ársins 1977, að hún réðst til Alþýðu- bankans, sem aðalféhirðir og af- greiðslustjóri þar til á vordögum 1983, að hún var skipuð til að setja á fót útibú bankans á Akureyri. Krist- ín hefur síðan í júní á sl. ári verið búsett á Akureyri og hvernig líst henni á að setjast hér að? „Mér leist strax vel á það og ég verð að segja að þann tíma sem ég hef þegar dvalið hér hefur ekki dreg- ið úr því áliti mínu að hér sé gott að vera. Hér er gott og rólegt mannlíf, Akureyringar hafa tekið mér ákaf- lega vel og ég horfi björtum augum til framtíðarinnar." Vitað er að Alþýðubankinn hafði ráðgert að hefja starfsemi hér um mitt síðasta ár, en staðið hefur á leyfi bankamálaráðherra til stofn- unar bankans, hefur þetta ekki vald- ið erfiðleikum? „Vissulega hefur þetta ekki verið skemmtilegur tími, að hafa útibúið tilbúið til starfrækslu, en sífellt beð- ið eftir leyfi til rekstrar. En ekkert er þó svo með öllu illt, að ekki boði eitthvað gott og þetta hefur þó orðið til þess að ég hef fengið betra tóm til að kynnast bæjarlífinu og tel mig betur undir það búna nú að sinna og skilja þarfir bæjarbúa en ella hefði orðið." Einn banki í viðbót í bæinn, held- ur þú að það hafi verið nauðsynlegt? „Um það skal ég ekki dæma að svo stöddu, en við skulum muna hvert nafn bankans er, Alþýðubanki. Nú er ég ekki að halda því fram að aðrir bankar sinni ekki alþýðu þessa lands. En við teljum það vera höfuð- tilgang okkar að standa vörð um hag alþýðufólks í landinu og leggjum rika áherslu á trausta og heiðarlega þjónustu við alþýðuheimilin fyrst og fremst,“ sagði Kristín Jónsdóttir, bankastjóri, að lokum. — GBerg. í hálfa öld hafa ljóð og lög Ása í Bæ lifað góðu lífi með þjóðinni og enginn hefur kvartað yfir sambúð- inni og á þessari hálfu öld hefur skáldið, rithöfundurinn og fiski- maðurinn Ási í Bæ skilað frá sér bók eftir bók, tonni eftir tonn og fáir fslendingar hafa á eins sann- an hátt skrifað um líf sjómanna þessarar aldar, mannlífsþátt þess- ara óskabarna þjóðarinnar sem enginn hefur þó dekrað við. Það þarf snerpu og réttan tón í lög og ljóð sem þjóðin syngur í hálfa öld án þess að slaka á, en þessi snerpa er Ása í Bæ eðlislæg hvar sem á er litið og nú er þetta barn náttúr- unnar að verða sjðtugt, mánudag- inn 27. febrúar nk. Það er með Ása eins og fjöllin í Eyjum, maður sér þau aldrei eins. Við hvert fótmál breyta þau um svip, svo viðkvæm eru þau og sí- breytileg eftir birtu hafs og him- ins þar sem eilífðarsinfónían hljómar í sífellu. Ási í Bæ býr yfir mörgum hliðum og hann getur blásið úr öllum áttum, fyrst og fremst sannur sjálfum sér á hverri stundu. Það var harður skóli fyrir ungl- ing, djarfsækinn, bráðgáfaðan og skemmtilegan, að horfast í augu við ólæknandi sjúkdóm, fótar- mein. Hann fékk ekki notið þess framar að klífa bergið, komast upp fyrir brún í blámann. Hann varð að hafa hægt um sig þegar félagar hans sprettu úr spori með ævintýri í hverju skrefi. En þá kleif Ási á skapinu, kleif hug- myndir sínar þar sem hvert fót- mál í berginu var íslenzk tunga, hrein og hljómmikil með fegurð- ina að bakhjarli. Eins og fossar landsins hrynur íslenzk tunga af vörum Ása í Bæ, ljóðræn, kjarn- yrt, blíð og hörð í senn þar sem mannlega hugsunin er í kili. Veiðimaður, leikari, fiskifræð- ingur, aflakló, skáld, rithöfundur, vísnasöngvari og tónskáld er Ási í Bæ, galdramaður við það sem hann tekur sér fyrir hendur. Eftir 50 ára baráttu lét hann löppina fjúka og það fyrsta sem hann sagði þegar hann vaknaði eftir aðgerðina var: „Hvar er gít- arinn?" „Alit í lagi?“ er orðtak hjá Ása í Bæ og það kemur oft fyrir í máli hins frábæra sögumanns sem kann svo listina að hrífa fólk með sér í frásögninni að þjóðleikhús heimsins blikna af öfund þegar Bæjarastíllinn er á honum. Út úr hversdagsleikanum geng- ur maður með staf, grásprengt hár, seltubarið, gróft eins og strá- in á bjargbrún, tindrandi augu. Þar sem hann fer um kvikna ævintýr og net hans í lífsins sjó búa yfir óráðinni möskvastærð. Stundum er hann ríkur, oftar fá- tækur, en alltaf glaður, þjóðern- issinni og maður, Ási í Bæ. Hann hefur barist við þorskinn, bankastjórana og brothætt líf, gleði og sorg, en hvar sem hann hefur landað hefur hann ávallt staðið uppi sem frjáls maður. Aflamaður til sjós, aflamaður fyrir íslenzka menningu, sérstæð- ur persónuleiki, Ási í Bæ. Heill og hamingja fylgi þér, gamli vin, megi lífið lengi, lengi leika við þig eins og „Trillan á öld- unum tifar létt • • • “, Árni Johnsen P.s. Það verður kvöldvaka með Ása í Bæ og vinum í Norræna hús- inu afmæliskvöldið kl. 20.30, hljóðfæraleikur, söngur og upp- lestur, öllum opið. Ólafsvík: Snjóflóð við heilsugæslustöðina EITT af snjóflóöunum sem féll f Olafsvík á miövikudagskvöldið féll úr hlíðinni fyrir ofan nýju heilsugæslu- stööina og stöðvaðist 2—3 metra frá byggingunni, en hlíðin er ekki mjög há. Þykkt flóðsins var allt að tveir metrar og breiddin um 50 metrar. Mikill snjór lá fyrir að bygging- unni þeim megin sem snéri að hlíð- inni. Hér mun hafa verið um velti- snjóflóð að ræða en ekki skriðufall í heilum flákum. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd hefur snjóflóðið stöðvast fá- eina metra frá nýju heilsugæslu- stöðinni í Ólafsvík, en ekki er búið að taka hana i notkun ennþá. Ljósmynd Mbl. Ragnar Axelsson. raöauglýsingar — raöauglýsingar — raöauglýsingar | nauöungaruppboð Fyrirtæki óskast Fyrirtæki óskast til kaups. Flest allt kemur til greina í verslun og iönaöi. Góöar greiðslur til staöar fyrir rétta eign. Þeir sem áhuga hafa sendi tilboð sitt til Morgunblaösins merkt: „F — 0141“. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 59., 60. og 63. tbl. Lögbirt- ingablaðsins 1983 á eigninni Heimabæ 3, Hnífsdal, þinglesinni eign Bjarna Þórðarson- ar, fer fram eftir kröfu Landsbanka íslands, á eigninni sjálfri þriðjudaginn 28. febrúar 1984 kl. 11.00. 24. febrúar 1984. Bæjarfógetinn á Isafiröi, Pétur Kr. Hafstein. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 113., 117. og 120. tbl. Lögbirtingablaðsins 1983 á eigninni Stórholti 11, 2. hæð B, ísafirði, þinglesinni eign Hann- esar Kristjánssonar, fer fram eftir kröfu Út- vegsbanka íslands, ísafirði, og Samvinnu- trygginga á eigninni sjálfri þriðjudaginn 28. febrúar 1984 kl. 10.00. 24. febrúar 1984. Bæjarfógetinn á ísafirði, Pétur Kr. Hafstein.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.