Morgunblaðið - 26.02.1984, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 26.02.1984, Blaðsíða 38
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. FEBRÚAR 1984 Kartöflur og kartöflunotkun ís- lendinga er mjög til umræðu eftir að alþingLsmaður varpaði þeirri sögu- skýringu fram í sjónvarpi að al- menningur á íslandi hefði ekki farið að borða kartöflur fyrr en um eða eftir 1930. Hefur fólk úr öllum landshornum hringt til blaðsins til að mótmæla þessu. Kveðst muna kartöflurækt á almennum bæjum í sinni sveit frá aldamótum og hefur eftir áum sínum frásagnir af slíku. Aftur á móti kemur fram í nýja vísi- tölugrunninum að kartöfluneysla vísitölufjölskyldunnar á íslandi hef- ur á síðustu árum minnkað úr 250 kg. á ári í 98 kg. og neyta fslend- ingar skv. könnun 1978 til 1979 ekki nema 270 gramma á dag. Þótt vond kartöfluræktunarár komi alltaf öðru hverju þá munu kartöflur þó ræktað- ar á um þúsund hekturum lands á íslandi. Kn kartöflur bárust fyrst til landsins um miðja 18. öld og hafa síðan verið hér ræktaðar til innan- landsneyslu, svo sem sjá má af ýms- um heimildum, mismikið að vísu. Er af gefnu tilefni ástæða til að rifja þá sögu nokkuð upp. Er hér gripið af handahófi niður í heimildir frá þess- um 225 árum, þeim til fróðleiks sem vilja vita. Kartöflugarður fremst á myndinni við Stiftamtmannshúsið í miðbæ Reykjavíkur. Kringum hann er myndarlegur grjótgarður. Fjærst ber Landakot við himin á þessari mynd sem sýnir Eymundssonarhornið og byggðina við sunnanvert Austurstræti um 1882. Myndin er úr Ijósmyndabók Sigfúsar Eymundssonar. artöflur hafa veriö ræktaðar á íslandi í 225 ár Teknar upp kartöflur með nútímaaðferðum. Fyrstu kartöflur hafa borist til- tölulega snemma til íslands miðað við samgöngur, því þær bárust fyrst til Spánar á 16. öld með landkönnuðum í Vesturheimi. Þegar Pizarro og menn hans komu fyrstir Evópumanna 1531 til Perú á vesturströnd Suður-Ameríku, var þar fyrir mikið menningarríki Inka. Lýsti það sér m.a. í jarðrækt íbúanna, sem ræktuðu miklar ekr- ur, veittu á þær vatni og báru á þær fuglagúanó. Á láglendi rækt- uðu þessir indjánar mikið af kart- öflum, og höfðu með sér lög og reglur um ræktun kartöflunnar. Þótt kartaflan væri mest sem skrautjurt og í grasafræðigörðum i Mið- og Suður-Evrópu 17. öldina, er það ekki fyrr en á 18. öld að kartaflan fer verulega að ryðja sér til rúms og hún þokast þá hægt og þétt norður eftir Evrópu er á öld- ina líður. Til Noregs fluttust kart- öflur um miðja 18. öldina eða um líkt leyti og þær fóru að ryðja sér til rúms í Danmörku, enda var Noregur þá eins og við í ríkjasam- bandi við Danmörku. Og hingað til íslands voru fyrstu kartöflurnar fengnar til ræktunar 1758. Gat bætt kornskortinn { tilefni af 200 ára ræktunar- sögu kartöflunnar á íslandi skrif- aði dr. Sturla Friðriksson í grein í Garðyrkjuritið 1959. Þar kemur fram að á árinu 1670 skrifaði Gísli Magnússon sýslumaður á Hlíðar- enda Birni syni sínum í Kaup- mannahöfn og bað um að senda sér kartöflur og fræ þeirra. En Gísli mun þó sennilega ekki hafa fengið þessa sendingu, því kartöfl- ur bárust ekki til Danmerkur fyrr en um 1719 og almenn ræktun þeirra ekki hafin fyrr en löngu seinna. Sturla segir líka frá því að vorið 1758 hafi F.W. Hastfer sett niður kartöflur á Bessastöðum á Álftanesi og fékk um haustið góða uppskeru, þá fyrstu hér á landi, en hann hafði verið sendur hingað af konungi til að stofna sauðfjár- ræktarbú. Björn Halldórsson pró- fastur í Sauðlauksdal pantaði sama ár skeffu af kartöflum frá Kaupmannahöfn, sem ekki komu | fyrr en í ágúst, því skipið hafði verið lengi á leiðinni. Höfðu kart- öflurnar eðlilega spírað mjög á leiðinni og voru komnar í einn þófa. Tók sr. Björn það þá til bragðs að hann setti þófann eins og hann var í stórt ílát og huldi moldu. Þetta hafði þann árangur að hann fékk nokkrar kartöflur úr þófanum um haustið. Sama ár fær hann nýtt útsæði nægilega snemma til að fá góða uppskeru. Guðlaugi Þorgeirssyni, prófasti í Görðum á Álftanesi heppnaðist þá líka að fá fullþroskaðar kartöflur og hefur deilt þeim út til vina sinna. Sá Eggert ólafsson stórar kartöflur hjá sr. Guðlaugi í Görð- um 1762. Og þá eru fleiri komnir af stað, svo sem Davíð Scheving sýslumaður í Haga á Barðaströnd, sem fékk stórar kartöflur um haustið. Rekur dr. Sturla í fyrr- nefndri grein heimildasögu kart- öflunnar áfram í tvær aldir. En í upphafi segir hann: „Á íslandi var fátt eitt jurta, er nota mátti til manneldis, enda hafði þjóðin lengst af verið upp á aðra komin með allan kornmat. Kornræktunartilraunir á 18. öld höfðu að mestu mistekizt, en mönnum skildist brátt, eftir fyrstu tilraunir með ræktun hins suðræna ávaxtar, sem hér var kallaður jarðepli eða kartöflur, að hann gat vaxið og þroskazt í ís- lenzkri jörð og bætt að nokkru kornskortinn. Áð vísu gekk hægt með útbreiðslu kartöfluræktunar- innar hér á landi fyrst í stað, og oft hefur legið við að uppskeru- brestur yrði af völdum illra veðra og sjúkdóma á þessu 200 ára tíma- bili sem kartaflan hefur verið hér í ræktun. Kartöfluræktun fór þó æ vaxandi og nú er svo komið, að varla er sá matur fram reiddur, að ekki séu þar einnig karftöflur með hafðar. Eru nú (1959) ræktaðar um og yfir 90 þúsund tunnur af kartöflum í landinu." Brauð jarðar og himnagjöf Ekki hafði gengið vel að fá menn til að taka upp kartöflu- neyslu í Evrópu, en árið 1770 varð uppskerubrestur og hallæri í Mið-Evrópu, sem stóð í þrjú ár og þá tóku allir sem vettlingi gátu valdið sjálfkrafa upp kartöflu- rækt. Sá aimenningur þar syðra þá og skyldi fyrst þörfina og lærði að hagnýta sér þessa ágætu fæðu og nú var kartöflunni þar, svína- matnum, sunginn lofsöngur og hún nefnd „brauð jarðarinnar" og himnanna gjöf“, skrifar Hannes Þorsteinsson í „smábroti úr sögu kartöflunnar" árið 1924. En hvernig ætli fyrstu tilraunum hafi verið tekið hér á landi. Grípum niður í frásögn Eggerts Ólafsson- ar og Bjarna Pálssonar, sem eru að lýsa tilraunum sr. Björns í Sauðlauksdal er byrjað hafa ná- lægt 10 árum áður: „íslenzk jarð- epli þola allvel kulda. Er þau eru nægilega djúpt í moldinni, svo að vor- og haustfrost nái ekki til þeirra, kemur það ekki að sök þótt moldin gaddfrjósi I nokkurra þumlunga lagi ofan á þeim. Jarð- arávöxtur þessi hefur náð miklum vinsældum á fslandi, svo að menn telja mat þann, sem úr jarðeplun- um er gerður, ekki einungis jafn- gildi kornmatar, heldur stundum enn betri, eftir því hversu hann er tilbúinn. Nánari skýrsla um þess- ar fyrstu tilraunir sr. Björns er í Iitlu riti, sem nýprentað er um þær. Þá má það vera öllum rétti- lega hugsandi landsbúum hvöt, að konungur hefir sýnt velþóknan sína á þessu starfi hans með því að sæma hann heiðurspeningi í viðurkenningarskyni fyrir það.“ Mun þetta vera bæklingur sem Landbúnaðarfélagið lét prenta 1772 um kartöfluræktun eftir danskan prest, Trojel, og útbýta ókeypis. Landbúnaðarfélagið veitti líka Skúla Magnússyni silf- urpening fyrir kartöfluræktun 1781. Þegar kemur fram undir alda- mótin virðist kartöfluræktun far- in að breiðast út. Thodal stiftamt- maður hafði hvatt landsmenn mjög til kartöfluræktunar og sama gerði eftirmaður hans, Lev- etzow. Þegar hann flutti héðan vorið 1790 var kartöflugarður svo að segja við hvern bæ á Álftanesi og einnig á Innnesjum. Um þetta segir t.d. Sveinn Pálsson, sem er á ferðalagi 1791—97: „Eftir skamma dvöl á Bessastöðum fór ég út að Görðum. Þar á Bessastöðum, í Nesi hjá Birni lyfsala og í Reykja- vík hjá Scheel fangaverði eru bestu matjurtagarðar um þessar slóðir. Markús prófastur Magnús- son í Görðum hefur meira að segja fengið flestalla bændur í sóknum sínum til að gera kálgarða og sjá þeir sér auðvitað hag í því.“ í februarmánuði er Sveinn að lýsa hópi stokkanda og segir þá: „Oftast komu þær í kartöflugarða og rótuðu ákaft í moldinni eftir einhverju æti, sem mér tókst ekki að finna við nákvæma leit.“ Þó segir Magnús Stephensen í eftir- mælum 18. aldarinnar, að þá hafi verið mjög örðugt að fá alþýðufólk til að eta kál og kartöflur, jafnvel þótt hungur væri fyrir dyrum. Áfram stiklum við á stakstein- um og grtpum niður i heimildir. Nú árið 1806 hjá dr. Sturlu: „ Landbúnaðarfélagið hafði haldið áfram að veita verðlaun fyrir kartöfluræktun og oft hafði það sent útsæðiskartöflur til landsins, en fram að þessu hafði útbreiðslu kartöfluræktunarinnar miðað hægt áfram hér á landi." Og 1814: „Þegar aðflutningar á kornvöru

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.