Morgunblaðið - 26.02.1984, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 26.02.1984, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. FEBRÚAR 1984 Mæðgnaminning: Guðrún Steindórs- dóttir og Guðrún Stefánsdóttir Mig langar að minnast hér með örfáum orðum mágkonu minnar Guðrúnar Steindórsdóttur er lést 18. febrúar sl. Það er erfitt að sætta sig við þegar góður vinur er kvaddur svo snögglega héðan. Kynni okkar hófust 1963 er und- irrituð giftist bróður hennar, Sig- urði. Strax frá fyrstu kynnum urð- um við góðar vinkonur, og hélst sá vinskapur alla tíð. Guðrún var mjög elskuleg í viðmóti, trygg- lynd, hjálpfús, greiðvikin og ein- staklega gjafmild og gestrisin kona. Umhyggja Guðrúnar fyrir börn- um mínum var mikil, og fram til hins síðasta fylgdist hún af áhuga með uppvexti og námi þeirra. Að lokum vil ég þakka fyrir margar ánægjulegar stundir er við áttum saman, og óska henni góðrar heimkomu í ríki hins eilífa friðar. Blessuð sé minning hennar. Irmgard Steindórsson. Þegar við fréttum lát Guðrúnar Steindórsdóttur sl. laugardags- kvöld vorum við harmi lostnar. Við áttum erfitt með að trúa því að Guðrún væri ekki lengur á meðal okkar í þessu jarðlífi. Við nutum einstakrar vinsemd- ar hennar í hvert sinn er við kom- um til íslands til dóttur okkar og frænku. Við áttum margar ánægjulegar samverustundir þar með henni. Okkur þykir leitt að Guðrún gat aldrei heimsótt okkur til Þýzkalands. Við þökkum Guðrúnu fyrir allan kærleika er hún svndi okkur og fjölskyldu okkar á Islandi. Þar sem við vitum að Guðrún var kona mjög trúuð, efumst við ekki um að vel verði tekið á móti henni á leiðarenda. Við vottum öllum ættingjum hennar og vinum á Islandi okkar dýpstu samúð. Paula Scherrenbacher-Sonnentag, Martha Sonnentag. Guðrún Stefánsdóttir Faedd 11. júní 1885 Dáin 19. júní 1982 Gudrún Steindórsdóttir Fædd 14. ágúst 1919 Dáin 18. febrúar 1984 Er ég undirrituð frétti lát Guð- rúnar Steindórsdóttur, en útför hennar fer fram á morgun, mánu- dag, frá Hallgrímskirkju, birtust mér minningar löngu liðinna tíma. Hugurinn hvarflaði í sveit- ina sólbökuðu, Hrunamannahrepp í Árnessýslu, þar sem rigningar- sumur voru óþekkt, fagur fjalla- hringurinn blasti við, hvert sem auga var litið, og síðast en ekki sízt voru yndislegir foreldrar og gnægð leikfélaga, bæði unglinga, barna og dýra. Næstu nágrannar voru á bæn- um Ási. Þar var alltaf gott að koma til heiðurshjónanna Stein- dórs Eiríkssonar, bónda þar og eiginkonu hans Guðrúnar Stefáns- dóttur. Þau hjón eignuðust 12 börn en 10 komust til fullorðins- ára. Þeirrar glaðværðar og gest- risni, sem þar ríkti er mér ljúft að minnast. Guðrún húsfreyja tók ávallt ljúfmannlega á móti okkur systr- unum, er við komum að Ási til þessa góða fólks, sem þar bjó. Guðrún var fyrirmannleg kona og falleg og út frá henni streymdi það aðdráttarafl, sem laðar að menn og málleysingja eins og seg- ull og ekki sízt lítil börn. Steindór bóndi var myndarlegur maður, röskur og duglegur og gamansam- ur, sístarfandi úti við, ýmist að byggja, breyta eða bæta, eins og það er nefnt á nútímamáli. Þau hjón voru jafnokar hvort á sínu sviði og mynduðu það andrúmsloft glaðværðar og góðvildar, sem sí- fellt dró að gesti og gangandi. Þá er komið var að Ási var það venja okkar systranna að fara fyrst að rúmi Elínar Þorsteins- dóttur og heilsa henni, en hún lá rúmföst í mörg ár á heimilinu og var óskyld heimilisfólkinu, en tengd því á þann hátt, að bróðir hennar, Markús Þorsteinsson var kvæntur móðursystur Guðrúnar húsfreyju. Þau hjón bjuggu að Frakkastíg 9 í Reykjavík. Um- hyggja Guðrúnar og Steindórs fyrir Elínu sýndi, hvaða hjartalag húsráðendur þessa stóra heimilis höfðu. Að loknu spjalli við Elínu voru okkur boðnar góðar veitingar, sem þegið var með þökkum, en áður en heim var snúið, sníkti ég sýru, sem í dag er kölluð mysa. En þannig var, að í skemmu var alltaf stór sýrutunna. Minnist ég ennþá, hve köld og góð sýran var hjá Guðrúnu húsfreyju, vinkonu minni, en aðra eins sýru hef ég hvergi fengið. Mikið var reynt að fá mig til að hætta þessum sníkjum, en allt kom fyrir ekki. Er ég sá stóru tunnuna hennar Guðrúnar var mér allri lokið, mændi til hús- freyju, sem mér fannst þá ákaf- lega stór og sagði í bænarrómi: „Heldurðu, Guðrún mín, að ég gæti fengið dálitla sýru?" „Já, elskan mín,“ hljóðaði svar þessar- ar góðu konu. „Þó það nú væri.“ Ávítur systur minnar á heimleið- inni lét ég mér í léttu rúmi liggja, en þó hvarflaði stöku sinnum að mér, að ef til vill hefði hún nú á réttu að standa. Eins og áður er getið var heimil- ið mannmargt, því þar fyrir utan voru stundum aðkomubörn, svo og barnabörnin, er þau komust á legg, sem dvöldust þar lengri eða skemmri tíma. Var því þar oft mikið fjör á ferðum. Sum voru á okkar reki en önnur eldri. Börn þeirra hjóna voru öll fædd í Ási sem og móðir þeirra, sem var þar heimasæta á sinni tíð en Steindór maður hennar bóndasonur frá Sólheimum í sömu sveit og fæddur þar 24. júní 1884. Hann lézt 5. september 1967. Guðrún Steindórsdóttir, dóttir þeirra hjóna, sem við kveðjum nú, var fædd í Ási. Hún var ógift og barnlaus, trygglynd, vinaföst og myndarleg í öllum verkum. Hún fór 18 ára gömul að heiman til að vinna fyrir sér hér í Reykjavík í vist. Árið 1939 fór hún til Svíþjóð- ar með Elínu systur sinni, og unnu þær systur við hótelstörf þar í 6 t Hjartans þakkir til allra sem auösýndu okkur samúö og hlýhug viö andlát og jaröarför mannsins míns, GUOLEIFS K. BJARNASONAR, •imvirkja, Sörlaskjóli 44. Biöjum Drottin aö blessa ykkur öil. Fyrir hönd fjölskyldunnar. Sigurborg Eyjólfsdóttlr. mánuði. Veturinn 1940—41 stund- aði Guðrún nám í húsmæðraskóla þeim, er sú þekkta myndarkona Árný Filippusdóttir rak í Hvera- gerði um árabil. Síðan lá leiðin til Reykjavíkur aftur og starfaði Guðrún í nokkur ár hjá Mjólkurfé- lagi Reykjavíkur, en þó lengst af á heimili Hannesar læknis Þórar- inssonar og fjölskyldu, þar sem hún sá um húshaldið. Hún hafði alltaf verið heilsuhraust og hafði ekki kennt sér meins, svo vitað sé, er hún varð bráðkvödd. Börn þeirra hjóna, sem eftir lifa eru: Stefán, vinnumaður að Krossi í Landeyjum f. 1909, ókvænur og barnlaus. Guðmundur bifreiða- stjóri, Langholtsvegi 95, R., f. 1911, kvæntur Þuríði Hjálmtýs- dóttur og eiga þau 5 börn. Guð- mundur var áður kvæntur Guð- björgu Jörgensdóttur, sem hann missti en þau áttu 3 börn. Kristín húsfrú, Skyggni, Hrunamanna- hreppi, f. 1914, var gift Stefáni Guðmundssyni bónda þar, en hann lézt á nýársdag sl. Þau áttu 4 börn. Elín húsfrú, Rauðarárstíg 5, f. 1916, gift Magnúsi Vilhjálms- syni, bifreiðastjóra. Þau eru barn- laus. Eyrún húsfrú, Grindavík, f. 1921, gift Guðjóni Guðlaugssyni, starfsm. hjá Fiskimjöli og Lýsi hf. Þau eru barnlaus. Sveinbjörn bóndi að Heiði, Ásahr., Rang., f. 1924, og kvæntur Sigurbjörgu Finnbogadóttur. Þau eiga einn son. Ágúst starfsm. hjá ísal, Hraunbraut 26, Kópavogi, f. 1925, kvæntur Sigríði Sigurðardóttur. Þau eiga 6 börn. Eiríkur bóndi í Ási, f. 1928, kvæntur Barböru Suchanek, sem er pólsk. Þau eiga 3 börn. Sigurður starfsm. hjá Eim- skip, f. 1930, kvæntur Irmgard Steindórsson, sem er þýsk. Þau eiga 2 börn. Öll eru börn þeirra hjóna Guð- rúnar og Steindórs, svo og barna- börn, dugnaðar- og myndarfólk. Er faðir minn hætti starfi sakir aldurs, gafst fjölskyldunni dálítið tóm til að heimsækja sveitina fögru á ný og rifja þar upp gömul kynni. Víða var farið og meðal annars að Ási, þar sem þau Eirík- ur og Barbara kona hans hafa reist sér nýtt, afar fallegt og smekklegt hús með stórkostlegu útsýni til allra átta. Þar er alltaf jafn skemmtilegt og notalegt að koma til þessa gestrisna fólks. Úr stofuglugganum blasir við kirkjan í Hruna, en þar söng Guðrún Stef- ánsdóttir í söngkór á sinni tíð í mörg ár, og alla tíð sótti hún vel kirkju á meðan kraftar hennar entust. Þó að öll börn hennar hafi verið henni góð, svo og tengda- börn, þá held ég, þó á engan sé hallað að hlutur Eiríks og Barbörn sé þar stærstur. Guðrún dvaldist hjá þeim í mikilli ást og umhyggju og lengst af við góða heilsu hjá þessum einstaklega samhuga og samhentu, gestrisnu hjónum. Mér er það minnisstætt, eitt skipti, er við komum í heimsókn, stuttu áður en Guðrún Stefáns- dóttir lézt, að hún sat hress á rúmi sínu með handavinnu að vanda, en kisa sat fyrir ofan hana. Sælli kött hef ég ekki séð á ævi minni, og hef ég þó séð margan ánægðan kött- inn. Hann var vissulega hjá vin- konu sinni. Báðum þessum heiðurskonum flyt ég innilegar þakkir fyrir allar ógleymanlegar samverustundir og bið þeim blessunar frá mér og fjölskyldu minni. Hugheilar kveðjur fylgja þeim á nýjum brautum. Elín Karitas Thorarensen Gestur Þórðar- son — Minning Það er sólríkur sunnudagur, tveim árum fyrir síðara stríð. Á uppfyllingunni við kolakranann stendur hár maður og vörpulegur og leiðir við hönd sér drenghnokka með nær hvítan kollinn. Þeir eru að virða fyrir sér skonnortu og hinn eldri miðlar óspart af fróð- leik um fjarlæg lönd og merki- legar siglingar skipa. Honum rennur sjómannsblóð í æðum og það bregður dreymnum svip á andlitið þegar hann talar um víð- áttur heimsins. Það er ekki vandi að skilja að þessi maður hefði vilj- að sigla ef hann hefði átt þess kost. Þessi er með fyrstu minning- um af mörgum góðum sem ég á um vin minn Gest Þórðarson verslunarmann, sem lést hinn 21. þ.m. eftir löng og ströng veikindi. Gestur var eins og áður segir mikill að vallarsýn, beinn í baki og þrekinn. Andlitið var frítt og karlmannlegt, hár dökkt, mikið og liðað, skeggstæðið eilítið dökkt, miklar augabrúnir bogadregnar og augun móbrún og sérlega greindarleg og hýr. Hann var ein- stakt snyrtimenni og prúðmenni svo af bar, ætíð vel klæddur, eng- inn trúi ég að hafi séð öðruvísi þau 77 ár sem hann setti svip sinn á miðborg Reykjavíkur. Rétt nýlega rakst ég inn í Fatabúðina, þar sem annað prúðmennið af eldri kyn- slóðinni í verslunarstétt afgreiðir enn viðskiptavinina nákvæmlega eftir þeirra þörfum, en ekki lög- málum prangs og skrums. Hann hafði orð á því að þeim færi fækk- andi af hans kynslóð, en hún mót- aði sannarlega vandaða verslunar- hætti þessa lands. Hvernig við höldum á í dag er svo annar kapít- uli. Þá áratugi sem Gestur vinur minn starfaði við verslun, þekkt- ust ekki víxlar „án afsagnar" og ég veit að hann þekkti ekki annað en hárfína nákvæmni í starfi. Hann hóf ungur störf við heildverslun Ingimars Brynjólfssonar, að mig minnir hann segði 1923, en það fyrirtæki hét síðar I. Brynjólfsson & Kvaran og var það ætíð allum- svifamikið fyrirtæki í innflutn- ingsverslun, vel virt stofnun þar sem Gestur eyddi allri sinni starfsævi sem gjaldkeri, þar til hann lét af störfum árið 1979, þá orðinn heilsutæpur. Þangað kom ég oft til hans fyrr- um. Vörugeymsla var á fyrstu hæðinni og lagði gjarna höfugan þef af sekkjavöru, kryddi og álna- vöru um stigagangana og húsið allt. Sami fjarræni þefurinn og við Gestur önduðum að okkur úr búlk- um farskipa á sunnudagsgöngum okkar. Á skrifstofunni var inn- virðulegur blær, starfsmenn ílent- ust gjarna og gagnkvæm vinátta gjarna í fleiri ættliði með eigend- um og starfsmönnum og mikill styrkur hefur fyrirtækinu verið að ráðvendni Gests. Hans orð var sem gull og aldrei hefi ég heyrt annað en lof og virðingu í hans garð af annarra munni. Gestur Þórðarson var fæddur að Vesturgötu 10 hinn 6. september 1907 og bjó æ síðan fyrir vestan læk og voru foreldrar hans hjónin Þórður Magnússon, Björnssonar bónda í Fagradal í Mýrdal, og Sól- veigar konu hans og Þórunn Sveinsdóttir frá Efri-Ey í Meðal- landi og Karítasar. Af bræðrum Þórunnar varð Jóhannes listmál- ari Kjarval nafntogaðastur og var alltaf mjög kært með þeim Gesti og man ég sem næst daglegar heimsóknir Jóhannesar til frænda síns um árabil. Úr Verslunarskóla íslands út- skrifaðist Gestur 1927, en hans gæfudagur var 29. maí 1937, er hann kvæntist föðursystur minni. Kristínu Helgadóttur, Guð- mundssonar málarameistara i Reykjavík, og Guðnýjar konu hans. Þeirra sonur er Helgi, fædd- ur 4. janúar 1949, kvæntur Auði Eir Gúðmundsdóttur og eru þeirra börn Jón Gestur og Kristín. Svo hagaði til að við Gestur dvöldumst undir sama þaki meðan hann lá sina hinstu legu, langa og stranga. Stundum leit ég til hans þegar getan leyfði og við vorum horfnir aftur allar götur til sumarsins ’37 þegar við horfðumst i fyrsta skipti í augu brosandi án þess að orða þyrfti við. Eins og segir í einni fornsög- unni: Aldrei heyri ég svo góðs manns getið að mér detti ekki fóstri minn í hug. Þannig mun ég minnast mins góða vinar. Landi ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn- ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í minn- ingargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíð- um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.