Morgunblaðið - 26.02.1984, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 26.02.1984, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. FEBRÚAR 1984 47 Jóhannes í landsleiknum við Hol- lendinga í Groningen í haust. Símamynd AP. En ég hef fullan hug á því að halda áfram í atvinnumennsk- unni eitthvað lengur. Meðan maður getur hlaupið jafn mikið og ungu strákarnir og heldur sér í góðri æfingu er ekkert því til fyrirstöðu að halda áfram. Það er heldur ekki lítið atriði að hafa gaman af knattspyrnunni og ég hef alveg ægilega gaman af henni ennþá, það get ég sagt þér. Það kemur hins vegar að því að maður hættir þessu og þá hef ég mikinn áhuga á því að koma heim til íslands og taka að mér þjálfun. Vel gæti verið að ég léki með því liði líka. Ég byrjaði heima og því finnst mér alveg tilvalið að enda heima líka.“ Jóhannes kom aftur inn í landsliðið á síðasta keppnistíma- bili og lék gegn Hollendingum ytra og gegn írum hér heima, og hafði gaman af. ísland mætir Skotlandi í heimsmeistarakeppninni í haust sem kunnugt er í Glasgow og Wales-búum tvívegis: heima og heiman. Jóhannes sagðist hafa mikinn áhuga á því að berjast fyrir sæti í landsliðinu áfram í haust. „Það er minn draumur að spila fyrir ísland gegn Skot- landi," sagði Jóhannes. — SH — Hinsvegar langaði mig skyndilega að fara að leika miðherja aftur. Ég ræddi við þjálfara liðsins en á milli okkar er mjög gott samband, og sam- komulag. Ég benti á að okkur hefði ekki gengið mjög vel að skora mörk á keppnistímabilinu og vantaði tilfinnanlega mið- herja. Gæti hann hugsað sér að leyfa mér að prufa stöðuna aft- ur. Við vorum ekki í vandræðum með góða miðjumenn. Hann hugsaði málið og síðan fékk ég tækifærið og var færður fram. — Það var spennandi að vera kominn í fremstu víglínu aftur. í fyrstu þremur leikjum mínum sem miðherji skoraði ég mark. Að sjálfsögðu vantar mig meiri æfingu inni í sjálfum markteign- um. Að skora úr hálfum mark- tækifærum ef við getum orðað það svo. En ég finn mig vel og þetta á allt eftir að koma. Þetta rifjast upp fyrir manni. — Þá er ég búinn að gera það upp við mig að í vor þegar samn- ingur minn rennur út langar mig að breyta til. Skipta um félag og helst að spila í öðru landi. Hvað verður er ekki gott að segja. — Ég hef sloppið við meiðsl í vetur og er að mörgu leyti ánægður hér en vil samt breyta til. — Hvað varðar deildina hér eru úrslitin ráðin að mínum dómi. Það getur ekkert lið náð Beveren og þeir verða meistarar í ár. Deildarkeppnin hefur verið furðuleg, allir tapa fyrir öllum. Ekkert jafnvægi eða öryggi verið til hjá liðunum nema Beveren. Enda eru þeir langefstir. Ég vona bara að við sigrum Standard í bikarkeppninni. Þá erum við komnir í 4-liða úrslitin og allt getur gerst. Fyrri leik okkar á móti Standard í bikarn- um lauk með jafntefli, 2—2. Síð- ari leikurinn er á útivelli þannig að hann verður erfiðari fyrir okkur, sagði Pétur. - ÞR. Pétur Tyrfingsson f Dagsbrún: Alþýðubandalagsfor- ustan hræðíst tengsl við verkalýðsbaráttuna ASÍ-forustan spegil- mynd stjórnar- mynsturs síð- ustu ríkisstjórnar PÉTUR Tyrfingsson, sem bar fram tillögu á Dagsbrúnarfundi sl. fimmtudag um að samningar ASÍ og VSÍ yrði felldir, sem samþykkt var með yfirgnæfandi meirihluta at- kvæða á áttunda hundrað fundar- manna, telur að verkalýðshreyfingin hafi aldrei verið eins veik og nú eftir ríkisstjórnarsetu Alþýðubandalags- ins. Hann segir tilkomu og veru nú- verandi forseta ASÍ lýsa bezt ástandi hreyfingarinnar, en for- setann segir hann kjósa rólegheit og fórna pólitísku sjálfstæði á stalli ríkisstjórna. Forseta ASf segir Pétur of hátt launaðan menntamann, sem ekki skynji og skilji kjör verkamanna, og þannig menn hafi verkalýðshreyfingin lítið gagn af til baráttu. Pétur er Fylkingarmaður og segir hann Fylkingarmenn hafa sem einstakl- inga gengið inn í Alþýðubandalag- ið. Hann lýsir Alþýðubandalags- forustunni veiklundaðri gagnvart verkalýðsmálum og segir „tví- skinnung" flokksins í þeim málum koma verst niður á honum sjálf- um. Hann segir einnig forustu Dagsbrúnar úr tengslum við hinn almenna félagsmann. Tilbúningur Asmundar Stefánssonar Hér hafa verið rakin nokkur at- riði úr viðtali sem Mbl. tók við Pétur vegna niðurstöðu Dagsbrún- arfundarins sl. fimmtudag. Pétur var fyrst spurður um hinn póli- tíska ágreining að baki niðurstöðu fundarins. Hann svaraði: „Ágrein- ingurinn er á milli forustumann- anna og milli mín og fleiri í trún- aðarráðinu um mat á því hvernig landið liggur. Við þessir 800 töld- um betra að fella þennan samning og fara með það í höndunum til atvinnurekenda þannig að þeim væri sýnt að okkur væri full al- vara. Forustumennirnir vildu ekki múlbinda sig með að samþykkja eða fella samningana. Það þótti þeim heldur stórt skref miðað við hvernig þeir héldu að staðan væri. Þeir vildu álykta og fara síðan í atvinnurekendur með sérkröfur fyrir Dagsbrún." Pétur sagði síðan að hann teldi Dagsbrúnarforust- una vanmeta stöðuna og skoðun félagsmannanna. Yfirlýsingar um að fólk væri ekki tilbúið í aðgerðir gerði hann sérstaklega að umtals- efni og sagði þær meira og minna tilbúnar og undan rifjum Ás- mundar Stefánssonar runnar. Hann sagði Ásmund hafa komið því inn hjá Dagsbrúnarmönnum strax á fundi sl. vor að verkalýðs- foringjar á landsbyggðinni væru ekki tilbúnir til aðgerða. Pétur sagðist sjálfur hafa kannað þetta mál í einkaviðtölum við verka- lýðsforingja af landsbyggðinni, þegar Verkamannasambandsþing- ið var haldið í Vestmannaeyjum og þar hefði aftur á móti komið í ljós að engir fundir hefðu verið haldnir, menn hefðu tekið þetta trúanlegt og eftir Dagsbrúnar- fundinn sl. vor hefði það verið lát- ið berast út að Dagsbrúnarmenn treystust ekki í aðgerðir og það svo aftur haft áhrif á landsbyggð- ina. Pétur sagðist þess fullviss að verkafólk væri tilbúið til aðgerða, það léti ekki bjóða sér upp á að vinna kauplaust í þrjá mánuði af árinu. „En aðgerðir verða að vera í samvinnu við félagsmennina. For- ustumenn Dagsbrúnar mega til dæmis nú ekki fara út í vanhugs- aðar aðgerðir. Við höfum sitthvað um það að segja hvernig best er að koma að atvinnurekendum," sagði hann. ASI-forustan spegil- mynd stjórnarmunsturs síðustu ríkisstjórnar Um stöðu verkalýðshreyfingar- innar sagði Pétur að hún hefði aldrei verið eins veik og eftir stjórnarsetu Alþýðubandalagsins í ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen. Alþýðubandalagið hefði viljað í ríkisstjórn og verkafólk fagnað því að flokkur þess kæmist að Pétur Tyrfingsson í ræðustóli á fundi Dagsbrúnar sl. fímmtudag. Ljósm. Mbl./ KÖE. völdum, en í ljós kæmi að staða þess hefði aldrei verið verri og eins og eftir setu í ríkisstjórn. Þá sagði hann Alþýðusambandsfor- ustuna í dag vera spegilmynd af stjórnarmunstri ríkisstjórnar Gunnars Thoroddsen. Ásmundur Stefánsson kæmi fyrst inn í verkalýðshreyfinguna sem launað- ur sérfræðingur og síðan yxi hann þar til metorða. Hann og Björn Þórhallsson varaformaður væru báðir úr VR, en þar væri fullt af fólki sem hefði mannaforráð. Hann sagði síðan: „Auðvitað ligg- ur meinið í því að þetta skrifstofu- veldi verkalýðshreyfingarinnar eru menn sem vilja hafa rólegheit, og vilja ekki svara neinu með valdi. Þeir vilja svara ríkisvaldinu vinsamlega og fórna pólitísku sjálfstæði hreyfingarinnar á stalli ríkisstjórna." Alþýðubandalags- forustan hrædd Pétur sagði skipulagsbreytingar á síðasta landsfundi Alþýðu- bandalags hafa orðið til þess að einstaklingar innan Fylkingarinn- ar hefðu gengið í flokkinn í því skyni að hafa áhrif þar tjl góðs fyrir verkafólk. Hann sagðist hafa fylgst gjörla með verkalýðsmálum og sagðist honum svo af afstöðu Alþýðubandalagsforustunnar, sem fram hefði komið á síðasta aðalfundi verkalýðsmálaráðs flokksins: „Það verður að segjast eins og er að pólitíska forustan er mjög hrædd við að leggja fast að verkalýðshreyfingunni að svara árásum á laun verkalýðsins. Þeir sögðu á fundinum, að Morgun- blaðið og öll íhaldsöflin í landinu mundu gera slík réttmæt andsvör verkalýðshreyfingarinnar að ein- hverjum pólitískum hráskinnaleik Alþýðubandalagsins. Ég sagði þar m.a. að verkalýðsmálaflokkur væri til afskaplega lítils ef hann mótaði ekki línu og samræmdi framgöngu sinna forustmanna og síðan keyrðu menn á því með stuðningi flokksins á þingi, með stuðningi blaðsins og samræmd- um aðgerðum. Þetta voru þeir ákaflega hræddir við. Síðan hefur það gerst innan Alþýðubandalags- ins að hinn almenni félagsmaður verður veikari og veikari, sem er afleiðing stjórnarsetunnar. Siðan eru félagarnir algjörlega trylltir út í verkalýðsforustuna. Það ríkir mjög mikil óánægja með þá.“ Eigum hægara með að gerast málsvarar verkafólks Pétur var spurður hvort hann teldi Fylkingarmenn hafa náð undirtökunum í Dagsbrún og að Alþýðubandalagsforustan hefði orðið þar undir. Hann svaraði: „Það er of djúpt i árinni tekið. Ég held að þetta sé ekki nein sérstök Fylkingarstefna sem er að ná fram. En við eigum hægara með að gerast málsvarar verkafólks eins og landið liggur." Pétur Tyrf- ingsson sagðist í lokin vera von- góður um að fleiri félög kæmu í kjölfar Dagsbrúnar og felldu samningana. „Ég á eftir til dæmis að sjá stelpurnar hjá Bæjarút- gerðinni, í Framsókn og fólkið í Iðju samþykkja þessa samninga," sagði hann. Apavatn þolir frárennsli CJ aÍÍa Y\ OQ rtlll* l/\/V Laugarlaxstöðvarinnar: UíAJIHJl U1 bann á frárennsli í vatnið? „FYRSTU niðurstöður rannsóknar á súrefnismagni Apavatns og Laugar- vatns benda til, að mikió vanti upp á að súrefnisskorts gæti í vötnunum. Bændur og landeigendur við Apavatn ættu þess vegna að geta verið rólegir þótt frárennsli væntanlegrar laxeld- isstöðvar við vatnið muni renna út í það,“ ságði Sigrún Helgadóttir, líf- fræðingur hjá Náttúruverndarráði, í samtali við blm. Morgunblaðsins. Ábúendur og landeigendur við Apavatn hafa, eins og fram hefur komið í Morgunblaðinu, haft mikl- ar áhyggjur af starfrækslu vænt- anlegrar fiskeldisstöðvar Láugar- lax hf. í landi Úteyjar II við Apa- vatn. Telja þeir að fengsælu veiði- vatni stafi hætta af frárennsli stöðvarinnar og hafa nýlega lagt blátt bann við að Apavatn taki við því. Þá hefur eigandi jarðarinnar Útey I, sem frárennslisskurður stöðvarinnar liggur um, lagt bann við að frárennslið fari um sitt land. Hyggjast landeigendurnir jafn- vel fara fram á að lögbann verði sett á.að frárennslið fari út í Apa- vatn, eða um jörðina Útey I, skv. upplýsingum Morgunblaðsins, og hafa þeir ráðið sér lögmann til að gæta hagsmuna sinna í málinu. Benda þeir á, að eðlilegra sé að frárennslið fari í Laugarvatn, sem hvort eð er sé ónýtt sem veiðivatn. Af hálfu Laugarlax hf. er því mótmælt, að áðurnefndur frá- rennslisskurður sé á vegum stöðv- arinnar, þar sé um að ræða eðli- lega framræslu í landi Úteyjar II, sem leigir fyrirtækinu land undir stöðina. Hafa deilurnar magnast mjög á undanförnum vikum, bæði heima í héraði og í blöðum. Náttúruverndarráð fékk Jón ólafsson líffræðing til að taka sýni í báðum vötnunum. Sigrún Helga- dóttir sagði í samtali við blm. Morgunblaðsins, að Jón hefði lokið greiningu sýnanna og væri fyrsta niðurstaða hans sú, að það sé „langt í frá“ að súrefnisskorts gæti í vatninu. „Hann á eftir að skila okkur endanlegri skýrslu um niðurstöður sínar og athuganir. Það ætti að geta orðið undir lok næstu viku,“ sagði hún. „Eins á eftir að meta hve mikilli mengun stöðin mun valda í vötnunum, en hún er talsverð fyrir vegna áburð- argjafar og byggðarinnar. Þó er haldið," sagði Sigrún, „að mengun frá stöðinni verði ekki nema örlítil prósenta af því, sem rennur í þau nú þegar. Svo virðist sem vötnin endurnýi sig mjög ört og að mikið streymi sé í gegnum þau.“ Kjartan Helgason, bóndi í Haga við Apavatn, sagði í samtali við blaðamann Mbl., að þar biðu menn spenntir eftir niðurstöðum Jóns Ólafssonar, sem þeir hefðu enn ekki haft nema lausafregnir af. „Við höldum að okkur höndum í bili en ræðum hvaða leiðir er best að fara við að bægja frárennslinu frá Apavatni. Það stendur enn, að bannað er að það fari um land Út- eyjar I og þá er ekki um annað að ræða, en að vatnið fari í aðra átt og í Laugarvatn. En að öðru leyti tel ég best að segja ekki mikið á þessari stundu,“ sagði Kjartan Helgason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.