Alþýðublaðið - 14.10.1931, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 14.10.1931, Blaðsíða 2
ALB3ÐUBBAÐIÐ Lóðapólitík og atvinnubætar. „Hvíta bandið" hefir haft lóð um allmörg ár, sem er austan við Kennanaskólann, milli Berg- staðastrætis og Laufásvegar. Þessari lóð afsalaði félagið sér um daginn og var ákveðið að skifta henni í fjórar byggingar- lóðir. Lágu sex umsóknir um löð. ir þessar fyrir síðasta fasteigna- nefndarfundi, f>ó ekkert hefði verið auglýst um lóðirnar, og voru flestar umsófcnirnar frá mönnum, sem áðúr höfðu sótt ura að fá lóð leigða, en ekki fengið. Hefðu lóðirnar Verið auglýstiar, er ekki ósennilegt að 30—40 hefðu sótt, eftir því margir sóttu um lóðirnar við Freyjugötu, og sennilega helmingur af fieim, sem sóttu, haft fé til þess að byrja strax að byggja. Fyrir atbéiha Alþýðufliokks- manna í bæjarstjórninni var samþykt þar fyrir nokkrum ár- um mjög sanngjörn reglugerð um lóðaleigu. Sá ihaldið sér ekki ann- að fært en að vera meö því að lóðir væru leigðar, fyrir sann- gjarnt verð, en hefir reynt eftir megni að hindra útleigu lóða með því að láta ekki gera nema lítið af nýjum götum um óbygö svæði og auk þess gert mönin- um á ýmsan hátt erfitt fyrir að byggja á þessum nýju lóðum- t. d. með því að setja skilyrði um stærð húsanna. Upp á siðkastið hefir verið gengið ríkt eftir því, að þeir, sem fengju íóðir, byrjuðu tafar- laust að byggja, en samit hafa lóðir verið látnar af svo skorn- um skamti, að töluvert margir menn standa svo að segja með Ipeningana í höndunum, reiðúbún- ir til þess að fara að byggja, ef þeir fá lóð leigða. Nú er það svo með fjölmarga íbúa Reykjavíkur, að þeir mundu geta toomið sér upp húsi á nokkr- um árum, ef þeir ættú völ á leigulóð. Margir gætu máske ekki gert fyrsta árið nema grafa út grunninn og bygt kjallara ann- að árið, en með þessu myndi húsum í Reykjavík samt fjölga töluvert og mörg fjölskyldan 'koma sér upp húsi, sem án þess að fá leigulóð ætti þess engan fcost. Það er því stefna Alþýðu- flokksins í þessu máli, að bær- inn sjái alt af um að gera nógar götur, svo alt af séu til nægar lóðir handa þeim, sem vilja byggja, og ætti hver maður, sem er þektur að því að stunda regliu- bundið atvinnu sina, að eiga kost á því að fá leigulóð. Ef menn eiga víst að geta fengið eins leigulóð að ári eins og í ár, fer enginn, sem veit að hann getur ekki haf- ist handa urn byggingu fyr en að ári, að biðja um lóð í ár, svo engin hætta er á því að gera þurfi mikið meira af lóðum en byrjað verður strax að byggja á. Alþýðuflofckurinn vill því að tekin séu 1—2 svæði í Vestur- bænum og 2—3 svæði í Austur- bænum, sem nú eru óbygð, og lagðar götur um þau og þeim þar með breytt í lóðir, sem Mgð- ar séu út. Er hér um vinnu að ræða, sem væri ágætlega fallin til þess að vera atvinnubótavinna, og má svq segja, að hér miegi slá þrjár flugur í einu höggi: út- vega fjölda manns vinnu, greiða fyrir því að menn geti bygt hús, (en við það skapast meiri vinna), og útvega bænum tekjur af löndum, sem hann nú hefir engar tekjur af. Hér er því um atvinnubætur að ræða, er mjög er hagkvæmt að framkvæmdar séu, frá hvaða sjónarmiði svo sem litið er á þær. Frð fivammstanoa ;__ hefir borist svo hljóðandi sím- skeyti: „V erkamálwáfí Alpýdnsam- bands íslands. Alúðarþakkir fyrir drengilega hjálp í stéttabaráttunni. F.h. verklýðsfélagsíns „Hvöt“. Stjórnin.“ ¥@i kin tala. í sömu sveit á Snæfellsnesi og stórhýsið var bygt á melum, þar sem bóndinn þurfti að setja upp sælgætis- og greiða-sölu, til þess að geta búið í húsinu og staðist kostnaðinn, er á einni jörð búið að byggja tvílyft stórhýsi með styrk úr Byggingar- og land- náms-sjóði. Eigendurnir eru ein- hleypir menn og vinna hingað og þangað, en hafa Mgt manni jörð- ina, sem er þar með konu og tveim börnum. Maðurinn hefir ekki nema örfáar skepnur. Mest- ur hluti hússins stendur auður, því hjónin þurfa ekki nema 2—3 herbergi. Austur í Vopnafirði stendur ein bezta jörðin í eyði, þó hún sé i miðri sveit. Þar h-efir verið bygt svo stórt, að enginn maður treyst- ir sér til þess að búa á jörðinni upp á það að þurfa að borga rentur og afborganir af húsinu einu. „Að byggja landið" er ekki að hrúga niður húsum hér og þar, eins og Framsóknarflokkurinn virðist ætla, heldur að gera hús og önnur xnannvirki þar sem þörf- in er mest, skoðað frá atvinnu- legu sjónarmiði, en ekki þar sem þörfin er mest fyrir Framsóknar- flokkinn til þess að afla sér kjör- fylgis. Ibúdarhús. Leyfi byggingar- nefndar til að byggja 5 íbú'ðar- hús í Reykjavík hefir verið feng- ið á síðustu tveimur vikum. Verklýðssamtobin á Austfjörð- m. Seyðisfirði, FB. 13. okt. Á meðan Hvammistangadeilan stóð yfir lýstu verkalýðsfélögim hér eystra yfir verkbanni við skip Eimskipaféliagsins. Stóð því til, að Brúarfoss yrði ekki afgreidd- ur, þegar hann var hér síðast, en til þess kom ekki, því að deilunni var lokið áður en skip- ið kom. Samkvæmt áskorun frá verka- lýðsfélaginu hér samþykti bæjar- stjórnin að. sækja um 15 000 króna styrk úr ríkissjóði og frá 15 000—30 000 kr. að láni til at- vimnubóta í kaupstaðnium. Verka- lýðsfélagið hafði látið gera skýrslu um atvinnuleysið 1. þ. m. 120 karlmenn og 14 konur létu skrásetja sig, þar af 69 fjölskyldu- feður með 193 menn á fram- færi. — Fyrirhugaðar fram- kvæmdir eru framræsla á bæjar- landinu, stækkun vatnsleiðslu, uppfyllingar við höfnina, vega- gerðir o. fl. Bæjarstjórnin til- nefndi í atvininunefnd ríkisins fyrir hönd Seyöisfjarðankaupstað- ar Harald Guðmundsson banka- stjóra. Dómar fyrir áfenyiS" brnggnn og áfengis* sölu. Á Iaugardaginn var voru þrír karlmenn og einn kvennmaður sektuð í lögreglurétti Reykjavíkur, þar eð þau höfðu orðið uppvís að áfengisbruggun. Var uppheeð sekt- anna frá 600 til 1000 kr„ en tíl vara voru þau hvert um sig dæmd í 30—45 daga einfalt fangelsi, ef sektin yrði ekki greidd. Sama dag var önnur kona hér í bænum sektuð um 500 kr. fyrir átengissölu, að viðlögðu 20 daga einföldu fangelsi, ef sektin er ekki greidd. Á mánudaginn voru maður og kona, sem búa saman og átt hafa heima hér í Reykjavík þar til um s, 1. mánaðamót, dæmd fyrir áfengis- sölu. Var karlmaðurinn dæmdur í 600 kr. sekt, en konan, sem einnig hafði áður verið sektuð fyrir ólög- lega áfengissölu, var dæmd í 1000 kr. sekt og þriggja mánaða fang- elsi við venjulegt fangaviðurværi. Vararefsing, ef hún greiðir ekki sektina, er 45 daga einfalt fangelsi, auk hinnar áður töldu þriggja mánaða fangelsisvjstar. Stjórnarskiftí í Búigarín. Sofiu, 12. okt., móttekið 13. 'Ofct U. P. FB. Al'exander Mali- noff forsætisráðherra hefir beð- ist lausnar. Konungurinn hefir útnefnt Nicholas innanrikismák- ráðherra til þess að gegna störf- um forsætisráðherra óg utanrík- ismálaráðherra. Ghurginoff fjár- málaráðherra verður innanríkis- ráðherra og Stephan Stephanoff þingforseti fjármálaráðherra. Flugferðir um ísiand i vetur? Khöfn, 13. okt. (Frá fréttaritara FB.) Danska stjómin fékk í gær umsókn frá Transoontinental Air- lines Gorporation um leyfi til reglubundinna Atlantshafsflug- ferða um Grænland. Freuchen, umboðsmaður félags- ins, segir, að flugvél útbúin skíð- um leggi af stað í reynsluflug í haust. Þar að auki er áformað að 5 flugvélar fljúgi þessa leið hver sinn áfangann í janúarmán- uði. Mansjúriadeiian fyrir Þjóðabandalaglnu. Geinf, 13. okt. U. P. FB. Þjóða- bandalagið fcom saman í dag tif þess að ræða Mansjúríudeiluna og hefja rannsókn út af henni, Briand, utanrikismálaráðherra Frakklands, sat í forsetastóli. Fyrir hönd Bretlands var mætt- ur Reading, fyrir hönd Italiu Grandi ráðherra. Alfred Sze, full- trúi kínversku stjórnarinnar, bar fram kröfur um, að Japanar kveddi heim herlið sitt úr Man- sjúríu. Var Sze mjög hrærður, er hann talaði máli þjóðar sinnar. Talið er, að horfurnar út af Mansjúríudeilunni séu svo alvar- legar, að ef Þjóðabandalagið geti ekki miðlað máluim, sé engih von um árangur á afvopnumarstefn- unru'. Enn fremur, að ef alt verði í uppnámi í Asíu, muni allar til- raunir til þess að koma fjárhags- tmálum þjóðanmSa í viðunandi horf fara út um þúfur. Genf, 14. okt. UP.—FB. Fulltrúi Japana sikýrði Þjóða- bandalaginu frá því, að ógerliegt verði að halda uppi reglu í Man- sjúríu, ef japanski herinn verði kallaður burtu þaðan. Hins vegar sagði fulltrúi Kínverja, að Kína- stjórn myndi aldrei fiallast á milli- liðalausa samninga við Japana á- meðan japianskur her vælri í Man- sjúríu. Einnig krefjist Kínverjar’ skaðabóta af Japönum,. Japanski herinn verði að fara burtu. Hann einm sé orsök deilunnar. Ktnverjar og Japanar. Tokio, 13. okt. U. P. FB. Shide- hara hefir skýrt frá því, að á- kveðið hafi verið að semja milli- liðalaust við stjómina í Nanking um gmndvallaratriði Mansjúriu- deilunnar. Kvað hann það skil- yrði til sátta, að Kínverjar Iiof- uðu að hætta öllum andróðri gegn Japönum og viðurkenna samningsréttindi þeirra. Einnig lét hann þess getið, að Alhonjo hershöfðingja hefði verið falið að forðast allan yfirgang í Mansjú- ríu..

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.