Morgunblaðið - 29.02.1984, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 29.02.1984, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. FEBRÚAR 1984 „Ég veit eiginlega við hverju maður bjóst. Þættirnir eru nátt- úrulega allir í beinni útsendingu. Við undirbúum hvern þátt daginn áður, það er að segja að þegar við erum búnir að borða hádegisskyr- ið okkar, hefjum við undirbúning að næsta þætti. Við erum allir þrír í fullu starfi við þetta og í raun og veru er maður allan sólarhringinn að hugsa um morgunþáttinn. Það tekur að meðaltali 15 klukkutíma að undirbúa hvern þátt, en við er- um þrír og því eru það um fimm klukkutímar á mann og svo eru tveir tímar í útsendingu á dag. Þetta er ákaflega skemmtilegt starf, það ríkir góður andi hjá okkur, en þar sem allir þættirnir eru í beinni útsendingu getur ým- islegt óvænt komið fyrir. Um dag- inn fékk ég til dæmis hláturskast, eins og gerst getur á bestu bæjum. En þetta var svo pínlegt, því ég gat ekki einu sinni lesið textann af blaðinu fyrir framan mig. Tækni- maðurinn iækkaði þá bara niður í okkur og setti plötu á fóninn. Þá ákváðum við að slá þessu öllu upp í grín og báðum Þorgeir að koma og taka þátt í því með okkur. Hann kom og tilkynnti með ákaf- Peninga- markaðurinn GENGIS- SKRÁNING NR. 41 — 28. FEBRÚAR 1984 Kr. Kr. Toll- Ein. Kl. 09.15 Kaup Sala gengi 1 Dollar 28,870 28,950 29,640 1 St.pund 42,894 43,012 41,666 1 Kan. dollar 23,058 23,122 23,749 1 Dönsk kr. 3,0215 3,0299 2,9023 1 Norsk kr. 3,8447 34554 3,7650 1 Saensk kr. 3,7032 3,7134 3,6215 1 FL mark 5,1293 5,1435 4,9867 1 Fr. franki 34964 3,6064 3,4402 1 Belg. franki 0,5417 0,5432 0,5152 1 8t. franki 134349 13,3718 13,2003 1 Holl. gyllini 9,8276 9,8548 9,3493 1 V-þ. mark 11,0893 11,1201 10,5246 1ÍL líra 0,01783 0,01788 0,01728 1 Austurr. sch. 1,5720 14764 1,4936 1 PorL escudo 0,2200 0,2206 0,2179 1 Sp. peseti 0,1921 0,1927 0,1865 1 Jap. yen 0,12388 0,12423 0,12638 1 Irskt pund SDR. (SérsL 34,081 34,175 32,579 dráttarr.) 30,6471 30,7316 Vextir: (ársvextir) Frá og með 21. janúar 1984 INNLÁNSVEXTIR: 1. Sparisjóðsbækur.............. 15,0% 2. Sparisjóösreikningar, 3 mán.1). 17,0% 3. Sparisjóðsreikningar, 12. mán. 11... 19,0% 4. Verðtryggðir 3 mán. reikningar. 0,0% 5. Verötryggöir 6 mán. reikningar. 1,5% 6. Ávísana-og hlaupareikningar... 5,0% 7. Innlendir gjaldeyrisreikningar: a. innstæöur í dollurum.......... 7,0% b. innstæöur í sterlingspundum. 7,0% c. innstæður í v-þýzkum mörkum... 4,0% d. innstæöur í dönskum krónum.... 7,0% 1) Vextir færöir tvisvar á ári. ÚTLÁNSVEXTIR: Rás 2 kl. 10: Morgunþáttur — spurningaleikur og glæsileg verðlaun „Við verðum með spurningaleik í dag og verðlaunin verða veglegri en þekkst hefur í útvarpi áður,“ sagði Páll Þorsteinsson, einn þriðji hluti stjórnenda Morgunþáttarins á rás 2. Spurningarnar verða almenns eðlis um allt milli himins og jarð- ar og hiustendur geta hringt til okkar ef þeir telja sig vita rétt svar, nú og þeir sem hafa rétta svarið á reiðum höndum fá sem- sagt þessi glæsilegu verðlaun, sem ég vil samt ekki upplýsa hver eru. Okkur líður vel hér á rásinni, Það er vorhugur í okkur öllum og við erum vissir um að vorið er rétt ókomið, við lítum upp til sólarinn- ar og sjáum ekki einu sinni snjó- inn!“ — Nú hafið þið starfað á rás 2 í tæplega þrjá mánuði. Er starfið öðruvísi en þið bjuggust við? lega alvarlegri röddu að beðist væri velvirðingar á þessum leið- indum og allir höfðum við gaman af. Svo frétti ég það skömmu seinna að aðalumræðuefnið hjá saumaklúbbi nokkrum hér í borg hafi verið umsjónarmenn Morgun- þáttarins. Þeir væru ekki starfi sínu vaxnir og Þorgeir Ástvalds- son hefði meira að segja þurft að koma og biðjast afsökunar í þætt- inum. Og við sem ætluðum bara að bjarga okkur með því að slá þessu öllu upp í grín ..." Rás 2 kl. 14: Allrahanda „Eg hef reynt að vera í beinu sam- bandi við hlustendur þáttarins og hef tekið ýmiskonar málefni sem tengjast heimilinu til umfjöllunar,“ sagði Ásta Ragnheiður Jóhannes- dóttir er Mbl. ræddi við hana í gær um tveggja klukkustunda langan þátt hennar sem er á dagskrá rásar 2 á miðvikudögum frá klukkan 14 til 16. „Ég hef til dæmis rætt um vasa- peninga barna og unglinga, greiðslur unglinga til heimila sinna, barnagæslu á kvöldin, hvað greitt er fyrir hana og fleira í þeim dúr, en í þessum þætti fæ ég í heimsókn Hafstein Hafliðason garðyrkjumann. Nú er einmitt tíminn til að skipta um mold á pottablómum og hann segir meðal annars frá umpottun og gefur ráð- leggingar um blóm og plöntur. Hlustendur geta hringt í beina útsendingu og spurt Hafstein um umhirðu blóma og það er tilvalið að hlusta á þennan þátt ef menn eru farnir að huga að því að skipta um mold eða vilja fá ráðleggingar varðandi umhirðu blómanna sinna. Ég á einnig von á því að fá konu Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir. Þessi mynd var tekin af henni í út- sendingarveri rásar 1 að Skúlagötu árið 1976, en hún hefur verð viðloð- andi útvarpsstarfsemina í heil 13 ár, eða frá ársbyrjun 1971. í heimsókn til að fjalla ennfremur um vasapeninga unglinga, því sú umræða hefur verið ofarlega á baugi núna og menn eru ekki á eitt sáttir hvað hana varðar. Ég varð þess vör að það var ekki vanþörf á þætti sem fjallar um hluti sem tengjast heimilinu, því þeir eru jú mjög margir sem vinna hús- og heimilisstörf. Jú, ég hef verið viðloðandi út- varpið og þáttagerð í mörg ár,“ segir Ásta Ragnheiður aðspurð. „Mig minnir að það séu komin 13 ár frá því ég kom fyrst inn á Skúlagötuna til þáttagerðar. Hvernig mér lýst á rás 2? — Mjög vel, hér er allt svo nýtt og það er alltaf spennandi að taka þátt í einhverju nýju, annars sakna ég Skúlagötunnar alltaf svolítið svona í aðra röndina ..." sagði Ásta Ragnheiður að lokum og hún meinar það sem hún segir, það sést meðal annars á því að annað kvöld kl. 20.30 verður hún með þáttinn „Staður og stund“ á rás 1. HAMARKSVEXTIR (Verðbótaþáttur í svlga) 1. Víxlar, forvextir........ (12,0%) 18,5% 2. Hlaupareikningar ........ (12,0%) 18,0% 3. Afurðalán, endurseljanleg (12,0%) 18,0% 4. Skuldabréf .............. (12,0%) 21,0% 5. Vísitölubundin skuldabréf: a. Lánstími minnst 1% ár 2,5% b. Lánstími minnst 2% ár 3,5% c. Lánstími minnst 5 ár 4,0% 6. Vanskilavextir á mán..............2,5% Lífeyrissjóðslán: Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins: Lánsupphæö er nú 260 þúsund krónur og er lániö vísitölubundiö meö láns- kjaravísitölu, en ársvextir eru 2%. Lánstími er allt að 25 ár, en getur veriö skemmri, óski lántakandi þess, og eins ef eign sú, sem veö er í er Irtilfjörleg, þá getur sjóöurinn stytt lánstímann. LífeyrissjóAur verzlunarmanna: Lánsupphæö er nú eftir 3ja ára aöild aö lífeyrissjóönum 120.000 krónur, en fyrir hvern ársfjóröung umfram 3 ár bætast viö lániö 10.000 krónur, unz sjóðsfélagi hefur náö 5 ára aðild aö sjóönum. Á tímabilinu frá 5 til 10 ára sjóðsaöild bætast viö höfuöstól leyfilegrar láns- upphæöar 5.000 krónur á hverjum árs- fjóröungi, en eftir 10 ára sjóösaöild er lánsupphæöin oröin 300.000 krónur. Eftir 10 ára aöild bætast viö 2.500 krón- ur fyrir hvern ársfjóröung sem líöur. Því er í raun ekkert hámarkslán í sjóönum. Höfuöstóll lánsins er tryggöur meö byggingavísitölu, en lánsupphæöin ber 2% ársvexti. Lánstíminn er 10 til 32 ár aö vali lántakanda. Lánskjaravísítala fyrir janúar 1984 er 846 stig og fyrir febrúar 850 stig, er þá miðaö við vísitöluna 100 1. júní 1979. Hækkunin milli mánaöa er 0,5%. Byggingavísitala fyrir október-des- ember, sem gildir frá 1. janúar, er 149 stig og er þá miöaö viö 100 í desember 1982. Handhafaskuldabréf í fasteigna- viöskiptum. Algengustu ársvextir eru nú 18-20%. Jl Wterkurog kJ hagkvæmur auglýsingamidill! Útvarp Reykjavík /MIÐMIKUDKGUR 29. febrúar MORGUNNINN 7.00 Vedurfregnir. Fréttir. Bæn. Á virkum degi. 7.25 Leikfimi. 8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veðurfregnir. Morgunorð — Ágústa Ágústs- dóttir talar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Leikur í laufi“ eftir Kenneth Grahame. Björg Árnadóttir les þýðingu sína (21). 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynningar. Tónleikar. 9.45 Þingfréttir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). 10.45 Islenskir einsöngvarar og kórar syngja. 11.15 Úr ævi og starfi íslenskra kvenna. Umsjón: Björg Einars- dóttir. 11.45 íslenskt mál. Endurt. þáttur Guðrúnar Kvaran frá laugard. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til- kynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. SÍÐDEGIÐ 13.30 Tónlist frá Skotlandi, Sví- þjóð, Noregi og Danmörku sungin og leikin af þarlendum listamönnum. 14.30 „Klettarnir hjá Brighton" eftir Graham Greene. Haukur Sigurðsson les þýðingu sina (II). 14.30 Ur tónkverinu. Þættir eftir Karl-Robert Danler frá þýska útvarpinu í Köln. 9. þáttur: Resítatíf og aría. Um- sjón: Jón Örn Marinósson. 14.45 Popphólfið. — Jón Gústafs- son. 15.30 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 1620 Síðdegistónleikar. Sinfóníuhljómsveit Lundúna leikur „Mazeppa", sinfónískt Ijóð eftir Franz Liszt; Bernard Haitink stj./ Konunglega fíl- harmóníusveitin í Lundúnum leikur Sinfóníu nr. 5 í Es-dúr op. 82 eftir Jean Sibelius; Loris Tjeknavorian stj. 17.10 Síðdegisvakan. 18.00 Snerting. Þáttur Arnþórs og Gísla Helga- sona. 18.10 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. KVÖLDID_________________________ 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.50 Við stokkinn. Stjórnandi: Heiðdís Norðfjörð (RÚVAK). 20.00 Barnalög. 20.10 Ungir pennar. Stjórnandi: Hildur Hermóðs- dóttir. 20.20 Útvarpssaga barnanna: „Benni og ég“ eftir Robert Lawson. Bryndís Víglundsdóttir les þýðingu sína (3). 20.40 Kvöldvaka. a. Rógsvæla. Gils Guðmunds- son tekur saman og flytur örlagasögu frá 17. öld. b. Draumkvæði. Sigurlína Dav- íðsdóttir les fornan kveðskap. c. Kór Trésmiðafélags Reykja- víkur syngur. Stjórnandi: Guð- jón B. Jónsson. _ Umsjón: Helga Ágústsdóttir. MIÐVIKUDAGUR 29. febrúar 18.00 Söguhornið Jón og tröllskessan — íslensk þjóðsaga. Sögumaður Helga Einarsdóttir. Umsjónarmaður Hrafnhildur Hreinsdóttir. 18.15 Sárabætur Sovésk teiknimynd. Þýðandi Hallveig Thorlacius. 18.25 Eldur og orka Fræðslumynd um eldsneyti og orkulindir. Þýðandi og þulur Guðni Kolbeinsson. (Nordvision — Sænska sjón- varpið) 18.45 Fólk á förnum vegi Endursýning — 15. í boði Enskunámskeið í 26 þáttum. 19.00 Hlé 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Þröng á þingi Bresk náttúrulífsmynd frá Lengwe-þjóðgarðinum í Malawí sem er griðland nýala-antilóp- unnar og fleiri dýrategunda. Þýðandi og þulur Jón O. Edwald. 21.15 Dallas Bandarískur framhaldsmynda- flokkur Þýðandi Kristmann Eiðsson. 22.00 Úr safni Sjónvarpsins Kona er nefnd Monika Helga- dóttir Indriði G. Þorsteinsson ræðir við Moniku Helgadóttur á Mcrkigili í Skagafirði. Viötaliö var áður sýnt í Sjónvarpinu árið 1979. 22.45 Fréttir í dagskrárlok 21.10 Tatjana Nikolajewa leikur á píanó. Þríradda Inventionir eft- ir Johann Sebastian Bach. 21.40 Útvarpssagan: „Könnuðir í fimm heimsálfum" eftir Marie Hammer. Gísli H. Kolbeins les þýðingu sína (14). 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Lestur Passíusálma (9). 22.40 í útlöndum. Þáttur í umsjá Emils Bóassonar og Ragnars Baldurssonar. 23.20 íslensk tónlist. a. Þáttur fyrir málmblásara og slagverk eftir Snorra Sigfús Birgisson. Félagar í Sinfóníu- hljómsveit íslands leika. b. Klarinettusónata eftir Jón Þórarinsson. Óskar Ingólfsson og Snorri Sigfús Birgisson leika. c. Alla Marcia eftir Jón Þórar- insson. Gísli Magnússon leikur á píanó. 23.50 Fréttir. Dagskrárlok. MIÐVIKUDAGUR 29. febrúar 10.00—12.00 Morgunþáttur Stjórnendur: Páll Þorsteinsson, Ásgeir Tómasson og Jón Ólafs- son. 14.00—16.00 Allrahanda Stjórnandi: Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir. 16.00—17.00 Ryþmablús Stjórnandi: Jónatan Garðars- son. 17.00—18.00 Á íslandsmiðum Stjórnandi: Þorgeir Ástvalds- son.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.