Morgunblaðið - 29.02.1984, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 29.02.1984, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDÁGUR 29. FEBRÚAR 1984 Málaliðar fá frelsi Lundúnum, 28. febrúar. AP. SJÖ breskum málaliðum sem tóku þátt í borgarstríóinu í Angóla og hafa verið þar í haldi síðan árið 1976, var sleppt í gær og komu þeir í dag til Gatwick-flugvallar í Lundún- um. I'eir neituðu að ræða við frétta- menn við komuna, heilsuðu aðeins skyldmennum og flýttu sér síðan burt. Bresk stjórnvöld létu í ljós ánægju með að mönnunum skyldi vera sleppt, en Malcolm Rifkind, aðstoðarráðherra í innanríkis- ráðuneytinu, lét þess getið að ekki bæri að líta á þá sem stríðshetjur úr helju heimtar. „Þeir komu sjálfum sér í það klandur sem þeir voru í með því að gerast málalið- ar,“ sagði Rifkin. Rifkin var á ferð í Angóla síð- astliðið haust, en hann sagði að engir samningar hafi verið gerðir við stjórnvöld í Angóla um að málaliðunum skyldi sleppt úr haldi. „Það er fremur tilkomið af batnandi sambúð Bretlands og Angóla," sagði hann, en bætti við að víst hefðu bresk stjórnvöld beð- ið stjórnvöld í Angóla að sleppa mönnunum af mannúðarástæðum. Hann sagði einnig að Angóla- stjórn hefði sýnt svo um munaði, að ekki væri góðs að vænta af henni þegar málaliðar væru ann- ars vegar og hin langa fangelsis- dvöl sjömenningana gæti orðið til að benda öðrum á hvað þeir gætu átt í vændum gerðust þeir mála- liðar í Angóla. Björnbak, frétUrilara Mbl. NORÐURLÖNDIN búa sig nú undir að skipuleggja brottflutning ríkis- borgara sinna, sem búsettir eru í ír- an og írak, eftir að aukin harka færðist í styrjöld þjóðanna. Að því er næst verður komist eru um 300 Danir í íran og írak, aðallega við kaupsýslustörf. Eng- Mondale virtist vera að glata for- skoti sínu. ('oncord, New Haropshire, 28. febrúar. AP. WALTER Mondale og Gary Hart virtust eiga jafnt fyigi á meðal kjós- enda i síðustu skoðanakönnunum, sem gerðar voru fyrir forkosningar Demókrataflokksins í New Hamp- shire, sem fram fara í dag. Kjörstað- ir loka undir miðnætti að íslenskum tíma. Samkvæmt sameiginlegri skoð- anakönnun Washington Post og inn þeirra mun þó búsettur á þeim svæðum er hafa orðið hvað verst úti í átökunum. Sendiráð Dana í báðum löndum hafa verið í stöðugu sambandi við landa sína og hafa þegar hafið undirbúning brottflutnings ef þörf þykir krefja. Hart var í örri sókn. ABC-sjónvarpsstöðvarinnar í gærkvöldi áttu Mondale og Hart að fá 30% atkvæða hvor. Var fylgi Mondale 2% minna en í næstu skoðanakönnun á undan, en Hart hafði aukið sitt um 5%. Úrtak könnunarinnar var 450 manns. John Glenn kom næstur með 14%, hafði prósenti meira í síð- ustu könnun. Fylgi Jesse Jackson Þótt strið geisi nú í fran hefur það ekki náð að stöðva áætlanir landsmanna fyrir framtíðina. ír- anir hyggja á stórinnflutning mjólkurkúa frá Danmörku. Fjög- urra manna sendinefnd er komin til Danmerkur til að velja kvíg- urnar. Alls mun ætlunin að selja frönum 3200 kýr. Glenn spáð 3. sætinu. var óbreytt á milli kannana, 8%. Aðrir frambjóðendur nutu minna fylgis á meðal kjósenda. I annarri könnun, sem fram- kvæmd var á vegum kapalstöðvar í ríkinu, var sigur Mondale talinn verða umtalsverður. í þeirri könn- un var honum spáð 38,2% at- kvæða, Hart 22% og Glenn 22,4%. Kjörstöðum í ríkinu verður lok- að almennt um kl. 23 að íslenskum tíma í kvöld, en talið er að taln- ingu verði ekki lokið fyrr en nokkru eftir miðnætti. Þótt kjörstöðum verði almennt lokað skömmu fyrir miðnætti er kosningunum í smáþorpinu Dix- ville Notch lokið, enda kjósendur aðeins 27. Öldungadeildarþing- maðurinn Ernest Hollings, einn þeirra átta, sem helst eru taldir koma til álita sem frambjóðendur Demókrataflokksins til forseta- kosninganna í Bandaríkjunum í haust, vann sigur í þorpinu. Hlaut 3 atkvæði. Mondale hlaut 2 og þeir Hart og Reuben Askew 1 hvor. Mannskæðar óeirðir í Nígeríu Ofstækisfullir múhameöstrúar- menn gengu berserksgang í borginni Jiimeta í Nígeríu í dag og drápu 60 manns og særðu 50 áður en herlög- reglusvcitir umkringdu þá og yfir- buguðu. 40 óróaseggjanna voru handteknir og afvopnaðir, en margir þeirra voru vopnaðir öxum, sveðjum og byssum. Yfirvöld í Nígeríu létu þess ekki getið hvað olli uppþotinu, en síð- ustu fregnir hermdu að allt væri með kyrrum kjörum í Jiimeta á ný og líf að færast í sitt eðlilega horf. Mótmæla losun eiturefna Kaupmannahöfn, 2$. febrúar. Frá Ib Kjörnhak, fréttarilara MorxunblaÖNÍiu. FIMMTflI togarar lokuðu í gær mynni árinnar Weser í V-Þýskalandi til þess að mótmæla æ vaxandi losun eiturefna í Norðursjó. Tveir danskir togarar voru á meðal þessara 50. Miklu magni eiturefna er varp- að í Norðursjó ár hvert. Mótmæli sjómanna í gær beindust einkum gegn losun títandioxíðs úr skipum frá Bremerhaven. Talið er að um 5—6 milljónum tonna af þessu efni sé árlega varpað í Norðursjó. ÍSTITTI VIÁIJ Tugir þúsunda í verkfall Lundúnum, 28. febrúar. AP. TUGIR þúsunda Breta lögðu niður vinnu víða um Bretlands- eyjar í dag til að mótmæla þeirri stefnu Margaret Thatch- er forsætisráðherra að banna starfsmönnum við leyniþjón- ustumiðstöðina í Cheltenham að vera í verkalýðsfélagi. Verk- fallið kom víða illa við, m.a. þurfti víða að fresta útförum. Frú Thatcher ávarpaði þingið og sagði að slík verkföll bæri að fordæma þar sem þau bitn- uðu fyrst og fremst á saklausu fólki. Kohl hittir Thatcher Lundúnum. 2S. febniar. AP. HELMUT Kohl, kanslari Vestur-Þýskalands kom til Lundúna í dag til viðræðna við Margaret Thatcher, forsætis- ráðherra Bretlands. Efst á baugi munu verða viðræður um framtíð Efnahagsbandalags Evrópu. Ekki staldrar Kohl lengi við, fundur hans og Thatcher mun standa yfir í tvær klukkustundir, því næst snýr Kohl strax heim á ný. Á mánudaginn kemur Francois Mitterrand Frakklandsforseti til Lundúna í sömu erinda- gjörðum og Kohl. Tveir grunaðir í haldi Birmingham, KnglAndi. 28. febrv«r. AP. LÖGREGLAN í Birmingham hefur nú handtekið annan mann sem grunaður er um að hafa ásamt fleirum rænt og myrt indverska diplómatann Quayan Raja á dögunum. Sitja því nú tveir á bak við lás og slá vegna gruns um aðild. Báðir eru þeir Kashmirmenn og að- spurðir um heimilisfang gáfu þeir upp heimilisfang frelsis- fylkingar Kashmir, sem er lltt kunn hryðjuverkahreyfing. Tíu nýjar ansjósur Wubinxtou. 28. febrúur. AP. BANDARÍSKUR vísindamað- ur, Michael Goulding, sem unnið hefur viö rannsóknir á dýralífi á lítt eða órannsökuð- um slóðum nærri upptökum Amazon-fljótsins I Brasilíu hefur bætt 10 tegundum við fiskifánu heimsins. Allar teg- undirnar eru náskyldar hver annarri og allt eru þetta an- sjósutegundir. Goulding sagði við fréttamenn að þessi fundur lofaði góðu um framhaldið. Sagðist hann reikna með því að finna allt að 200 til 500 nýjar tegundir af fiskum, en þegar hefur hann fundið 300 nýjar tegundir. „Með öllum hugsan- legum afbrigðum og undirteg- undum tel ég að Amazon geymi allt að 3000 tegundir fiska. Þetta er ótrúlegt fiskabúr og heillandi heimur," sagði Goulding. Sikhar fangelsaðir Nýju Delhi, 28. fehrú«r. AP. RÚMLEGA 75 herskáir sikhar voru handteknir I hinu róstu- sama Punjab-fylki í dag. Sök þeirra var að þeir brenndu hluta af stjórnarskrá Indlands. Indira Gandhi, forsætisráð- herra Indlands, var ómyrk í máli er hún sagði að ríkis- stjórnin myndi aldrei slá af I baráttunni við slíka öfgamenn sem notuðu bænahof sín sem vopnabúr og til þess að skipu- leggja hryðjuverk gegn alþýðu manna. Nefnd á vegum Alþjóðaflugmálastofnunarinnar: Sovésku herþoturnar brutu alþjóðareglur Montreal, kanada, 28. febrúar. AP. NEFND sérfræðinga á vegum Al- þjóðaflugmálastofnunarinnar komst að þeirri niðurstöðu í gær, að flugmenn sovésku herþotanna, sem flugu í veg fyrir s-kóresku far- þegaþotuna yfir Shakalin-eyju þann 1. september. sl. og skutu hana síðan niður, hafi brotið al- þjóðlegar reglur, sem gilt hafa í slíkutn tilvikum, áður en þeir skutu þotuna niður. Allir farþegar þotunnar, svo og áhöfn hennar, alls 269 manns, létu lífið í þessum harmleik. Til grundvallar niðurstöðu sinni leggja nefndarmenn afrit af samtölum á milli áhafna her- þotanna og sovéskra flugumferð- arstjóra á jörðu niðri. Niður- stöðurnar verða ræddar sér- staklega í framkvæmdanefnd stofnunarinnar á morgun. í niðurstöðu nefndarinnar seg- ir, að flugmenn farþegaþotunnar hafi aldrei orðið varir við sov- ésku orrustuvélarnar úr stjórn- klefanum. Sú regla mun jafnan hafa gilt, að orrustuvélar sem fljúga til móts við flugvélar, sem k \w /Ettingjar farþega í s-kóresku þotunni gráta örlög ástvina. rofið hafa lofthelgi annars lands án leyfis, láti flugstjóra við- konmandi þotu sjá til sín út um glugga stjórnklefans. Nefndin bendir á, að flugstjóri kóresku þotunnar hafi aldrei gert sér grein fyrir því, að sovéskar her- þotur væru á sveimi á hlið við þotu hans, þar sem þær hafi hvorki verið í talstöðvarsam- bandi, né látið sjá til sín. Ennfremur segir í skýrslu nefndarinnar, að ekkert hafi komið í ljós, sem bendi til þess að farþegaþotan hefur verið í njósnaflugi er hún var skotin niður, eins og Sovétmenn hafa látið að liggja. Undirbúa brottflutning þegna frá íran og írak Kaupmannahófn, 28. Tebrúar. Frá Ib Forkosningar demókrata í New Hampshire: Mondale og Hart spáð mjög svipuðu fylgi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.