Morgunblaðið - 29.02.1984, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 29.02.1984, Blaðsíða 32
EITT KORT AU5 SIAÐAR MIÐVIKUDAGUR 29. FEBRÚAR 1984 VERÐ í LAUSASÖLU 20 KR. Forsætisráðherra um samning Alberts við Dagsbrún: Mæli ekki með þessum samningi í ríkisstjórn Japanskur eftir- litsmaður gæðir sér á loðnuhrogn- um nýkomnum úr skiljunni í Fiski- mjölsverksmiðj- unni í Vestmanna- eyjum í gær. Morgunblaðið/ Sigurgeir — Opinn víxill, segir Þorsteinn Pálsson VERULEGRAR óánægju gætti í herbúðum ríkisstjórnarflokkanna í gær eftir að kunnugt varð að fjármálaráðherra gekk árdegis í gær til samninga við forustumenn Dagsbrúnar um skipun starfsnefndar til að vinna að samræm- ingu launa og kjara Dagsbrúnarmanna, sem vinna hjá því opinbera, við launakjör opinberra starfsmanna. Ásmundur Stefánsson forseti ASI segir í viðtali í Mbl. í dag að ASÍ muni krefjast sömu kjarabóta fyrir aðra félaga innan ASÍ. Davíð Oddsson, borgarstjóri, segir aftur á móti, að borgarstjórn hafi alls ekki í hyggju á þessu stigi að ganga til slíkra samninga. Haft var eftir forsætisráðherra, Steingrími Hermannssyni, í út- varpsfréttum í gærkvöldi, að samningur þessi sé einsdæmi. Hann sagðist myndu kalla saman ríkisstjórnarfund strax á föstudag, er hann kemur heim af þingi Norð- BSRB-ríkið: Samning- ar voru á lokastigi SAMNINGAR RSKB og fulltrúa fjármálaráðherra voru á lokastigi, þegar Morgunblaðið hafði sam- band við Guðlaug Uorvaldsson ríkissáttasemjara á miðnætti sl. — Segja má að samningarnir séu í burðarliðnum og ef allt gengur samkvæmt áætlun verð- ur skrifað undir í nótt, sagði rík- issáttasemjari. Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins er samningur ríkis- ins og BSRB byggður á sama grunni og samningur VSÍ og ASÍ á dögunum. urlandaráðs til að fjalla um málið. Þar yrði tekin ákvörðun um hvort ríkisstjórnin stæði að samþykkt þessa máls, en hann sagðist ekki geta mælt með því. Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir í viðtali við Mbl. í dag, að hann vonist til að þarna sé um mikinn misskilning að ræða, annars sé málið mun alvarlegra en það líti út fyrir að vera. Samningnum lýsir hann sem opnum víxli, sem honum komi á óvart að fjármálaráðherra skuli gefa út. Matthías Bjarnason, heil- brigðis- og tryggingaráðherra, sagði í viðtali við Mbl. í gær, að hann hefði ekkert um samninginn vitað fyrr en á ríkisstjórnarfund- inum og að hann hefði valdið sér miklum vonbrigðum. Samningur- inn mun hafa komið samráðherr- um fjármálaráðherra í opna skjöldu á ríkisstjórnarfundinum í gærmorgun og bókuðu fulltrúar beggja stjórnarflokkanna athuga- semdir, þar sem þeir kröfðust m.a. nánari skýringa og lýstu furðu sinni á málsmeðferð fjármála- ráðherra. Samningurinn, sem dagsettur er í gær, og undirritaður af fjármála- ráðherra, formanni og fram- kvæmdastjóra Dagsbrúnar og full- trúum Vinnumálanefndar ríkisins er svohljóðandi: „Aðilar eru sam- mála um að samræma launataxta og ýmis önnur kjör Dagsbrúnar- manna sem vinna hjá hinu opin- bera launakjörum opinberra starfsmanna sem vinna sambæri- leg störf. Aðilar eru sammála um að skipa starfsnefnd til að vinna að frekari útfærslu og skal hún hafa lokið störfum eigi síðar en 10. marz nk. Samkomulag þetta gildir frá 1. marz 1984.“ Albert Guðmundsson segir m.a. í viðtali við Mbl. að hann væri með þessu einvörðungu að samræma tekjur manna sem ynnu hlið við hlið hjá því opinbera. Hann taldi samninginn alls engin áhrif hafa á samningamálin í heild og sagði sveitarfélögin vel hafa efni á að framfylgja samkomulaginu. Guð- mundur J. Guðmundsson, formað- ur Dagsbrúnar, segir samninginn spor í rétta átt og innihald hans vera eitt af þeim atriðum sem Dagsbrúnarmenn væru lengi búnir að reyna að fá leiðréttingu á. Ha- lldór Ásgrímsson sem gegndi starfi forsætisráðherra í gær segir m.a. í viðtal í Mbl. í dag að hann telji samninginn mjög óheppi- legan. Hann segist líta á hann sem samning um að halda áfram að semja og í lok viðtalsins segir hann það mál Sjálfstæðisflokks- ins, hvort hann ætli að standa við stefnu ríkisstjórnarinnar, Fram- sókn muni standa við sitt. Sjá viðtöl á bls. 2 og í miðopnu. Vitorðsmaðurinn í ÁTVR-ráninu: Kveðst hafa fengið 250 þús. í sinn hlut NÚ HEFIIR tekist að hafa upp á mestum hluta fjárins, sem William James Scobie hefur viðurkennt að hafa rænt af tveimur starfsmönnum ÁTVK fyrir utan útibú Landsbanka íslands við Laugaveg. Við húsleit fann Rannsóknarlögregla ríkisins um 950 þúsund krónur, sem William hafði komið fyrir, og um 234 þúsund krónur hafa fundist hjá piltinum, sem hefur játað aðild að ráninu. Á milli 200 og 300 þúsund krónur af ránsfénu voru í ávisunum. Þær voru rifnar í tætlur og sturtað niður í salerni. Þá hafði er- lendur gjaldevrir verið keyptur fyrir hluta ránsfjárins. William Scobie segist háfa greitt vitorðsmanni sínum 360 þúsund krónur fyrir hans hlut í ráninu, en pilturinn segist hafa fengið 260 þúsund krónur, kvaðst fyrst hafa fengið um 60 þúsund kr. Áfram er unnið af fullum krafti að rannsókn málsins. Játning um þjófnaðinn í Iðnaðarbankanum liggur ekki fyrir. William er þó grunaður um að hafa verið þar að verki. Ymislegt hefur skýrst um atburðarásina þann 17. febrúar þegar ránið var framið. Pilturinn ók William vestur að Háskólabíói. Þar tók William leigubí) og rændi honum síðan skammt frá Hótel Loftleiðum. Á meðan lagði piltur- inn hinni bifreiðinni við Brautar- holt, skildi lyklana eftir, gekk niður Laugaveginn og fylgdist með rán- inu. William lagði leigubifreiðinni norðan við Landsbankann meðan hann framdi ránið. Hann missti einn peningapokann á bílastæðinu á flóttanum, en hélt upp í Brautar- holt og skipti um bifreið. Honum var ljóst að hann hafði tapað hluta ránsfjárins og ók því á eigin bifreið á ný að bílastæði Landsbankans og sótti pokann án þess að nokkur yrði þess var. Hrognatakan hafin undir eftirliti Japana HROGNATAKA úr loðnu er hafln í frystihúsum í Reykjavík og Vestmannaeyj- um en verð á hrognum, sem seld verða til Japans á þessari vertíð, er enn ekki endanlega Ijóst. I samningum Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna við japanska kaupendur er miðað við 2.100 dollara fyrir tonnið og gert ráð fyrir, að hægt verði að selja Japönum allt að 3.500 tonn, skv. upplýsingum Eyjólfs ísfeld Eyjólfsson- ar, forstjóra SH. Hann sagði að sá fyrirvari væri í samningnum, að verðið yrði ekki hærra en verð á norskum loðnuhrognum. Hjalti Einarsson, framkvæmda- stjóri hjá SH, sagði ekki endanlega ljóst hversu mikið magn yrði keypt til Japans á þessu ári. „Það er mið- að við að þeir muni kaupa 6.000- 8.000 tonn,“ sagði Hjalti. „Norð- menn hyggjast selja drjúgan hluta þess magns, þeir hafa raunar talað um allt að átta þúsund tonn. Þetta er óljóst ennþá enda eru þeir ekki byrjaðir hrognatökuna í Noregi." Eyjólfur Isfeld sagði að Norð- menn gætu „eyðilagt markaðinn ef þeir vilja. Ef þeirra verð verður mun lægra en okkar verð gæti markaðurinn tapast. Við höfum á undanförnum árum boðið sama verð og þeir en fulltrúar norsku seljendanna fóru frá Japan að þessu sinni án þess að semja um verðið. Eins og ég sagði áðan samdi ég um 2.100 dollara á tonnið en það er með þeim fyrirvara, að ef þeirra verð lækkar, þá fylgjum við þeim niður á við,“ sagði Eyjólfur ísfeld Eyjólfsson. Japanskir eftirlitsmenn kaup- enda þar í landi eru nú staddir hér og fylgjast með hrognatökunni, ekki færri en einn í hverju húsi, þar sem hrognatakan fer fram. Loðnu- hrogn borða Japanir eins og kavíar, enda ekki óáþekk vara, en eftirlits- mennirnir telja einnig loðnuna vera gómsætan mat. Var íranskeisara boðinn griðastaður á íslandi í desember 1979? Hugmyndin reyndist ekki raunhæf segir Benedikt Gröndal sem þá var utanríkisráðherra „JÁ, ÉG kannast við að þessi hug- mynd kom upp hjá aðilum á íslandi, en við nánari íhugun reyndist hún ekki raunhæf," sagði Benedikt Gröndal sendiherra er blm. Mbl. bar undir hann þá staðhæflngu f endur- skoðaðri útgáfu æviminninga Cart- ers, fyrrum Bandarikjaforseta, að ís- lensk stjórnvöld hefðu seint á árinu 1979 boðið Reza Pahlavi íranskeis- ara griðastað á íslandi, en hann var þá landflótta. „Þetta mál kom til umræðu á milli okkar Kristjáns Eldjárns forseta, en var aldrei rætt í ríkis- stjórninni. Það kom fljótlega í Ijós að þetta var ekki nein lausn á vandanum. Það var ekki möguleiki á þessu jafnvel þótt vilji hefði ver- ið fyrir hendi og um formlegt boð var aldrei að ræða. Ég veit ekki um neinn, sem vissi um viðræður okkar Kristjáns og mér er það hul- in ráðgáta hvernig Bandaríkja- menn hafa fengið fregnir af þessu," sagði Benedikt Gröndal. Benedikt vildi ekki upplýsa hverjir þeir „aðilar á íslandi" væru, sem fyrstir hefðu hreyft hugmyndinni og mundi ekki ná- kvæmlega hvenær umræður um þetta mál fóru fram. f endurskoðaðri útgáfu á Keep- ing Faith, sem er fyrsta bindi æviminninga Jimmy Carters, rek- ur forsetinn fyrrverandi m.a. af- skipti Bandaríkjastjórnar af flótta franskeisara eftir byltinguna í landinu. Hann nefnir að þegar keisarinn hafði viðdvöl á flugvelli í Texas 2. desember 1979 hafi Cyr- us Vance utanríkisráðherra hitt hann að máli og greint honum frá því að ríkisstjórnir nokkurra landa hefðu boðið honum griða- stað. Eitt landanna sem Vance nefndi var fsland.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.