Morgunblaðið - 04.03.1984, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 04.03.1984, Blaðsíða 25
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. MARS 1984 Útgefandi nirlit&ífr hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 250 kr. á mánuöi innanlands. f lausasölu 20 kr. eintakiö. Fjölmiðlunartækni með aðstoð hljóðvarps og sjónvarps fleygir ört fram. I samræmi við þá þróun hef- ur losnað um einkarétt ríkisins á dreifingu efnis með þessari tækni víða um lönd. Á undanförnum mis- serum hafa til dæmis verið stigin stór skref í frjálsræð- isátt á þessu sviði í Noregi, en þar snúast deilur manna ekki fyrst og fremst um það hvort afnema beri ríkisein- okunina heldur hitt hvort leýfa skuli auglýsingar í stöðvum sem einkaaðilar reka. Ekki er ástæða fyrir íslendinga að blanda sér í þær deilur. Hér á landi hafa ríkisfjölmiðlarnir verið virkir þátttakendur í sam- keppninni um auglýsingar. Og í frumvarpi um afnám einokunar ríkisins á út- varpsrekstri sem Ragnhild- ur Helgadóttir, mennta- málaráðherra, lagði fram á alþingi fyrir skömmu er ráð fyrir því gert að hljóðvarps- og sjónvarpsstöðvar sem leyfi fá til þráðlausra send- inga samkvæmt frumvarp- inu geti aflað sér tekna með auglýsingum og verði hlut- ur auglýsinga í dagskrá slíkra stöðva svipaður og hjá Ríkisútvarpinu. „Er þetta í raun gert til að auð- velda stöðvunum að vanda til dagskrárefnis," eins og segir í greinargerð frum- varpsins. Það var Ingvar Gíslason, menntamálaráðherra úr Framsóknarflokknum, sem skipaði nefnd til að endur- skoða útvarpslögin. Út- varpslaganefndin skilaði áliti í október 1982 á meðan Ingvar var enn mennta- málaráðherra. Hann lagði frumvarpið sem nefndin samdi hins vegar ekki fram á alþingi. Hafa verið miklar umræður um málið meðal aðila úr stjórnarflokkunum undanfarna mánuði en nú hefur Ragnhildur Helga- dóttir sem sagt lagt málið fram á þingi með einni breytingu frá því að út- varpslaganefndin gekk frá því og felur breytingin það í sér að á hverju heimili skuli aðeins greiða afnotagjald af einu sjónvarpsviðtæki. Með frumvarpinu er fylgiskjal þar sem Fylkir Þórisson, tæknifræðingur hjá sjónvarpinu, ritar um nýja tækni á sviði útvarps- reksturs og hefst greinar- gerð hans á þessum orðum: „Fram til þessa hefur Ríkis- útvarpið haldið einkarétti sínum á hljóðvarpi og sjón- varpi að mestu óskertum, ef frá er talið hljóðvarp og sjónvarp á Keflavíkurflug- velli. Ekki var það vegna þess að Ríkisútvarpið gengi svo hart fram í að vernda þennan rétt sinn, heldur að- allega vegna þess að búnað- ur til sendinga var ekki auð- fenginn og efni til flutnings sömuleiðis ekki aðgengilegt, þó það gildi ekki um hljóð- varp í jafn ríkum mæli og um sjónvarp. En með til- komu nýrrar tækni er nú svo komið að næstum hver og einn getur komið sér upp búnaði sem nota má til út- sendinga á hljóði og (eða) mynd í smáum stíl. — Hér við bætist að efni til flutn- ings er auðfengið. í framtíð- inni er því líklegt, að við hlið núverandi miðlunar- leiða hljóðvarps og sjón- varps komi aðrar svæðis- bundnar leiðir eða rásir, þar sem dagskrá er sniðin við smærri hópa notenda t.d. landshlutahljóðvarp og sjónvarp eða í minni eining- um, allt niður í bæjarhverfi. Þetta er mögulegt hér á ís- landi hvort heldur sem er þráðlaust eða í gegnum kap- al, eftir aðstæðum, því hér er ekki til að dreifa þeim skorti á bylgjulengdum sem hrjáir ýmsar aðrar þjóðir." I þessum orðum er komið að kjarna málsins. Einokun ríkisins á öldum ljósvakans er orðin úrelt miðað við tækni. Fyrir utan það að hvarvetna um hinn lýð- frjálsa heim færist í vöxt að almenningur vill losna und- an forsjá ríkisins hvar sem þess er kostur og ráða sér fremur sjálfur en setja traust sitt á opinbera aðila. Sú grundvallarbreyting felst í nýja frumvarpinu að útvarpslögum að fleirum en Ríkisútvarpinu má veita leyfi til útvarps og með út- varpi er í frumvarpinu átt við hljóðvarp og sjónvarp. í þeim gögnum sem frum- varpinu fylgja kemur fram að þeir sem sátu í útvarps- laganefnd voru ekki á eitt sáttir, hvorki um afnám ríkiseinokunarinnar né það hvernig staðið skyldi að því að fjármagna einkastöðvar eftir að ríkiseinokuninni hefði verið aflétt. Vafalaust má finna aðrar og jafnvel betri leiðir til að hrinda frjálsræðinu í framkvæmd en útvarpslaganefnd leggur til. Hitt skiptir þó mestu eins og málum er nú háttað að Ragnhildur Helgadóttir skuli hafa lagt frumvarpið um afnám ríkiseinokunar á útvarpsrekstri fram á al- þingi þannig að sá aðili sem hefur vald til að breyta kerfinu frá því sem nú er geti byrjað að ræða málið. Á þingi verða margir til þess að setja stein í götu þessa máls og því er nauð- synlegt að fylgja því fast eftir. Frumvarpið má ekki verða eitt af eilífðarmálun- um sem flutt eru þing eftir þing án þess að niðurstaða fáist. Skrefið frá ríkiseinok- un á þessu sviði verðum við að stíga og það fyrr en seinna. Einokun á útvarpi MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. MARS 1984 25 Veðrabrigði eru það sem við íslendingar ættum að selja, varð einum stjórnarmanni í Bláfjalla- nefnd að orði í umræðum um erfiðleikana á að halda veginum í skíðalandið opnum stundinni lengur og hinsvegar um Hraun- gönguna fyrirhuguðu, sem draga á að ferðamenn og afla gjaldeyr- is. Og það eru orð að sönnu. Af veðrabrigðum höfum við nóg á þessum vetri á voru landi með tilheyrandi samgönguerfiðleik- um. Forsjálni mikil var það — eða slembilukka — að komin skyldu á þessum vetri stæði undir þaki fyrir 177 bíla hér í miðbæ Reykjavíkurborgar, á þeim stað sem nú mun eiga að heita kola- portið — með alþjóðlega parker- ingsmerkinu P í miðjunni. Þessi forsjálni hefur verið vel þegin þegar hvergi er hægt að losa sig við bíl fyrir sköflum og ruðningi utan akbrauta. Að minnsta kosti er alltaf kviknað rauða ljósið sem merki um að hvert stæði sé tekið þegar Gáruhöfundur kem- ur akandi inn af Skúlagötunni á morgnana upp úr níu og byrjar leitina miklu. Snjöll nafngift, sem sameinar alþjóðamál og gamlar hefðir. Þar sem bílageymslan í væntan- legri Seðlabankabyggingu er núna, var kolaport innflytjand- ans Kol & Salt á æskudögum Gáruhöfundar í Skuggahverfinu. Kolin eru horfin eins og hrika- legi kolakraninn sem flutti þau úr skipunum i höfnínni, enda kol orðin slíkt fágæti að börn spyrja: Hvernig er að vera kolsvartur? Hafa aldrei kol séð, svo ekki dugar svarið „svartur eins og kol“. Um kolaportið var alltaf há bárujárnsgirðing og grasbekkur með henni Arnarhólsmegin. Mót suðri undir þessari girðingu var besta skjólið í miðbænum, enda mátti tíðum sjá þar karla með pyttlu. Raunar hefur varla sést maður láta fara vel um sig á Arnarhóli síðan, enda norðan- næðingurinn af hafi daglegt brauð. Nú er semsagt risinn nýr skjólveggur um kolaPortið og brátt kemur þar ofan á spari- baukur þjóðarinnar, sem geymir alla seðlana okkar. Kannski gefst þá á Arnarhóli enn betra skjól. En þar verða þá að koma nýir kúnnar, því rónarnir svonefndu eru horfnir af götum miðbæjarins. Eiga sér betra skjól í gamla Farsóttarhúsinu í Þingholtsstræti, ef þeir hafa ekki þegar þegið gott boð SÁÁ og sitja annars staðar pyttlu- lausir á spjalli. Svona er allt breytingum und- irorpið. Varla hefur formaður nýstofnaðra íbúasamtaka í Skuggahverfinu þó verið að syrgja þá er hann í fjölmiðlum lét í ljós ótta samtaka sinna við að í hverfið kæmi ekki „mann- legt“ fólk með mannleg viðhorf, ef stór fjölbýlishús kæmu í út- jaðar þess í stað verksmiðju- bygginganna meðfram Skúlagöt- unni. Orð hafa merkingu. Til að átta sig á hvers konar ómannlegt fólk gæti lagt undir sig gamla hverfið mitt, fletti ég upp í orða- bók Menningarsjóðs. Þar er „mannlegur" skilgreint „í sam- ræmi við mannseðlið" eða karl- mannlegur og Blöndal tilfærir „að taka mannlega á móti“ sem dæmi. Hvort tveggja hefði vel átt við það fólk sem bjó í húsun- um við Lindargötuna, þegar ég var að alast þar upp. Þetta var óvílið fólk og mannlegt, þótt aldrei heyrði ég neinn segja: Þakka þér guð að ég er ekki eins og annað fólk í bænum! Þetta fólk er nú flest horfið úr Skugga- hverfinu. En ekki heyrðist mér í sjónvarpinu að nýaðflutta fólkið í húsin hafi neitt breytt því. Ku vera mannlegt líka. Enn þvælist þó fyrir að skilja hvaðan von gæti verið á þessu ómannlega fólki eða fólki sem ekki hefur nógu mannleg viðhorf fyrir hverfið, sem hætta er á að komi með nýjum fjölbýlishúsum. Að vísu vottaði obbolítið fyrir því að fólkið í eina fjölbýlishús- inu í hverfinu, Bjarnaborg, væri sett svolítið í sérflokk á mínum uppvaxtardögum, en slíkt kveðið niður af fullorðnum ef á bólaði hjá okkur krökkunum. Nú á dög- um þeirrar félagslegu tízku- stefnu að skipta fólkinu upp í afmarkaða hópa undir merki- miða, unglingar á móti öldruð- um, börn á móti fullorðnum, landsbyggðafólk á móti borgar- fólki o.s.frv. þá verður kannski næsta skref mannlegir á móti ómannlegum. Enn er ekki ljóst hvaðan í ósköpunum ekki mann- lega fólkið er væntanlegt. Ekki úr Fossvoginum, þaðan sem for- maðurinn er sjálfur nýfluttur í eitt húsið á Lindargötunni. Og líklega þá ekki úr Efra Breið- holti, sem hann skipulagði með stóru blokkunum. Ur einhverju öðru hverfi í borginni eða þá utan af landi? Eg er alveg heimaskítsmát. Við þessar hugrenningar tók að rifjast upp mannlífið, sem var á Lindargötunni á sínum tíma. Þar bjó á stórum kafla mikið af starfsfólki Kveldúlfs, sjómenn af togurunum, fiskikonurnar sem vöskuðu og breiddu saltfiskinn á reitinn sem Eimskip huldi undir geymsluport, verkstjórar skrif- stofufólk og þarna voru trillu- karlar, lögreglumenn, rakarar o.s.frv. Leikvöllurinn okkar krakkanna, sá albesti á stak- stæðunum, í Kveldúlfsportinu, saltfiskstæðunum innan um fólkið eða við stálumst til að sulla hjá konunum og veiða fram af bryggjunni. Allt er þetta horf- ið, ásamt kálgörðunum við húsin og verður varla endurreist. En mörg gömlu bárujárnshúsin í hverfinu eru sem betur fer enn til og fengur að fá í þau aðflutt fólk, sem hefur nennu og fé til að gera þeim til góða. Að það sé mannlegra fólk en aðrir sem kynnu að koma í fjölbýlishús á lóð gamla Hafnarbíósbraggans, ljóta bílaportsins, Sláturfélags- húsanna gömlu eða í steinhúsin þar á milli vefst enn fyrir mér. Eina fallega húsið er Völundur með timburstöflum í kring. Og Kveldúlfur er þarna enn með sínum stóru sölum og portum, sem óneitanlega mætti gera að skemmtilegri búða- eða þjón- ustumiðstöð. En það hlýtur ein- mitt að byggja á því að glás af fólki komi í nágrennið til að njóta þjónustunnar og verzla. Þá yrði það kannski ekki „ómann- legt fólk“. Mundi kannski bara lífga upp á götulífið í hverfinu. Ekki mundi það flytja með sér bíla í stæði á þröngu gömlu göt- unum, því slíkum nýjum íbúum yrði gert að hafa bílastæði undir húsum sínum. Þurfa þá að vera nokkuð margir um svo dýra framkvæmd. Kannski að “mann- legt“ fólk aki ekki í bíl og hafi þá ekki með sér? Allt verður þetta víst að vera hvað með öðru. Oscar Wilde lét það alltaf eitthvað heita og sagði: Stærsti galli öfgamanns- ins er hreinskilni hans! En æi, skjótið þið okkur sem viljum halda í gamalt og gott ekki út úr umræðunni með því að blanda frumeiginleikum mannskepn- unnar í málið og flokka hana eft- ir magni af mannlegheitum! ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ : : : Rey kj a víkur bréf >♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ Laugardagur 3. marz : : : : : ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ Kveikjan að sam- fylkingu borgara- legra afla Fram til 1918, er fullveldi ísland var viðurkennt, réð afstaða fólks til „sambandsmálsins" mestu um flokkaskiptingu í landinu. Rætur þess að borgaraleg öfl sameinist í Sjálfstæðisflokknum ná þó lengra aftur. í bókinni „Ólafur Thors, ævi og störf" segir orðrétt um þetta efni: „Borgaraleg öfl voru að mestu sameinuð í kosningasamtökum Sjálfstjórnar 1918, þrátt fyrir mikil átök um menn og málefni. í stefnuskrá samtakanna er sagt, að tilgangur þeirra sé m.a. sá að vera á verði „gagnvart tilraunum af hálfu löggjafarvalds eða stjórn- valda lands og bæjar til að raska atvinnufrelsi einstaklinganna". Hér má því finna kveikjuna að stofnun Sjálfstæðisflokksins rúm- um áratug síðar; hafin barátta gegn þjóðnýtingaráformum og sósíalisma og skjaldborg slegin um eignarrétt og atvinnufrelsi einstaklingsins." Síðar í sömu bók segir: „Neistinn frá Sjálfstjórn fór nú að loga glaðar, þótt sjálf hyrfu þessi samtök inn í sögu og gleymsku ... Þegar landsmála- blaðið Vörður var stofnað nokkru síðar, var m.a. talið nauðsynlegt að taka fram, að blaðið styddi „jöfnum höndum báða atvinnuvegi landsins, landbúnað og sjávarút- veg“, svo og samvinnustefnuna „í frjálsri samkeppni... (henni) eigi ekki að blanda í stjórnmáladeil- ur“. Sagt var, að þeir, sem styddu heimastjórnarmenn, vildu „hafa frjálsa verzlun og frjálst við- skiptalíf... jafnrétti allra stétta og vinsamlega samvinnu þeirra á milli... en telji stéttahatur ban- vænt mein í hverju þjóðfélagi", eins og Morgunblaðið kemst að orði 8. júní 1922. — Tónninn er sleginn. Nú hefst barátta blaðsins fyrir öflugri samstöðu borgara- stéttarinnar ... Flokkur allra stétta var í deiglunni. En áður en hann kom fullmótaður úr eldinum, þurfti hann að herðast í þeim tveimur flokkum, sem Sjálfstæðis- flokkurinn óx úr, íhaldsflokknum og Frjálslynda flokknum." Önnur uppsprett- an: íhalds- flokkurinn Nú eru sextíu ár liðin frá stofn- un íhaldsflokksins. Þann 24. febrúar 1924 lýstu 20 þingmenn á Alþingi fslendinga yfir stofnun hans. Stefna flokksins, eins og hún var túlkuð í upphafi, spannaði annarsvegar viðreisn fjárhags rík- issjóðs og hinsvegar almenn um- bótamál ýmiss konar. Jón Þorláksson, sem forystu hafði um stofnun fhaldsflokksins, sagði m.a. um nafngift flokksins, sem ýmsir, einkum yngri menn flokksins, töldu ekki lýsa stefnu hans og markmiðum rétt. „Þegar íhaldsflokkurinn var stofnaður á Alþingi 1924, tel ég, að hann með því að taka sér þetta nafn hafi lýst því, að hann teldi rétt að leggja meiri rækt við varð- veizlu þeirra verðmæta, sem fyrir voru í þjóðlífi voru, en hinir stjórnmálaflokkarnir höfðu gert.“ Ennfremur: „Þjóð vor hefur á sumum veigamestu sviðum þjóð- lífsins skarað fram úr öðrum þjóð- um að íhaldssemi. Hún hefur fram á þennan dag varðveitt forna tungu sína betur en nokkur önnur þjóð í vestanverðri Norðurálfu. Þegar ritöld hófst hér á landi sýndu lærðir menn þjóðarinnar tungu sinni þá tryggð og varð- veizluhneigð, að þeir gerðu hana að ritmáli í stað latínunnar, sem þá var ríkjandi ritmál annarra þjóða ... Það leiðir af framan- sögðu að hugsjónir fhaldsflokks- ins um þjóðskipulagið eru í öllum verulegum atriðum hinar sömu og hugsjónir þeirrar frjálslyndu stefnu, sem hann er beint fram- hald af“. Hann taldi framtíð flokksins byggjast á því „að frjáls- lyndið verði mönnum kærara en stjórnlyndið," segir í bókinni um Ólaf Thors. Hin uppsprettan: Frjálslyndi flokkurinn „Þegar fhaldsflokkurinn var stofnaður," segir í „Ólafi Thors, ævi og störfum", „töldu fimm al- þingismenn sig áfram til Sjálf- stæðisflokksins (innskot: fyrra flokks með því nafni), þeir Bene- dikt Sveinsson, Bjarni Jónsson frá Vogi, Hjörtur Snorrason, Jakob Möller og Sigurður Eggerz. Þeir héldu nafni Sjálfstæðisflokksins um hríð, buðu fram til landskjörs ásamt Félagi frjálslyndra manna í Reykjavík 1926 ...“ Jakob Möller, sem var einn helzti leiðtogi Frjálslynda flokks- ins, kemst svo að orði, eftir sam- runa hans við fhaldsflokkinn og stofnun Sjálfstæðisflokksins í blaðagrein 1929 (og er enn stuðzt við bókina um Ólaf Thors): „Eins og kunnugt er, þá var gamli Sjálfstæðisflokkurinn starf- andi á þingi fram á síðasta kjör- tímabil, en leystist upp í lok þess. Hafði þá verið stofnað hér í Reykjavík Félag frjálslyndra manna, en fyrir stofnun þess höfðu gengizt þingmenn Sjálf- stæðisflokksins, sem þá áttu sæti á Alþingi og búsettir voru hér í bænum, ásamt ýmsum fleiri göml- um sjálfstæðisflokksmönnum. Fyrsta og helzta stefnuskrár- ákvæði þess félagsskapar var að vinna að sambandsslitum við Danmörku og fullkomnu sjálf- stæði landsins út á við... Nú hef- ur verið stofnaður Sjálfstæðis- flokkur á ný með óbreyttri stefnu gamla Sjálfstæðisflokksins, þeirri, að vinna að því að Íslendingar taki öll mál í sínar eigin hendur, að liðnu 25 ára samningstímabili, og öll gæði landsins til afnota fyrir landsmenn eina ... Og þess ber að gæta, að það er ekki sjálfstæð- ismálið eitt sem nú tengir íhaldsmenn og frjálslynda saman. Það er einnig sameiginlegt með þeim að vilja vernda það þjóð- skipulag, sem nú er.“ Tvær uppsprettur - einn farvegur í stefnuskrá Sjálfstæðisflokks- ins, eins og hún var fyrst fram sett, gætir þjóðræktarstefnu Frjálslynda flokksins öllu meir en fjármálastefnu íhaldsflokksins. Um þetta efni segir svo í ævisögu Ólafs Thors, sem þetta bréf styðst við: „Meginstefna Frjálslynda flokksins var barátta fyrir algeru sjálfstæði íslendinga ..., frjálsri verzlun og einstaklingshyggju gegn hagsmunabaráttu stétta- flokka, þannig að einstaklings- framtak var grundvöllur flokksins í innanlandsmálum. En alþjóðar- heill skyldi vera sett yfir stéttar- baráttu og einstaklingshagsmuni. í stefnuskrá íhaldsflokksins var meginatriði samkvæmt yfirlýs- ingu flokksins í upphafi viðreisn á fjárhag landssjóðs, einkum með því að draga úr opinberum álögum á atvinnuvegina og leggja niður eða sameina landsstofnanir og fyrirtæki, sem flokkurinn taldi, að þjóðin gæti án verið eða dregið saman. Af þessu sést, að stefnuskrá Frjálslynda flokksins var ekki sízt kjölfesta hins nýja Sjálfstæðis- flokks. í yfirlýsingu flokksins, þegar hann var stofnaður, segir, að flokkurinn vilji: • í fyrsta lagi „vinna að því og undirbúa það, að ísland taki að fullu öll sín mál í eigin hendur og gæði landsins til afnota fyrir landsmenn eina, jafnskjótt og 25 ára samningstímabil sambands- laganna er á enda“. • f öðru lagi, „að vinna í innan- landsmálum að viðsýnni og þjóð- legri umbótastefnu á grundvelli einstaklingsfrelsins og atvinnu- frelsis með hagsmuni allra stétta fyrir augum". • Þá hefur meginstefnu flokksins verið lýst á landsfundum á þessa leið: Varðveita og tryggja sjálf- stæði og frelsi íslands og standa vörð um tungu, bókmenntir og annan menningararf íslendinga. Treysta lýðræði og þingræði. Beita nútímaþekkingu og tækni svo að auðlindir landsins verði hagnýttar í þágu þjóðarinnar. Skapa öllum landsmönnum félags- legt öryggi “ Gæfa og styrkur borgaralegra sjónarmiða Það hefur verið gæfa og styrkur borgaralegra afla hér á landi að standa saman í stórum og sterk- um stjórnmálaflokki, sem helgað hefur sig varðveizlu fullveldis út á við og velferð og frelsi einstakl- ingsins inn á við. Flokks, sem stendur vörð um þjóðfélagsgerð þingræðis og lýðræðis, þjóðlegar hefðir, og höfðar til allra starfs- stétta. Það hefur oft reynt á þessa samstöðu og það á oft eftir að reyna á hana. Það er ekkert eðli- legra en að skoðanir verði skiptar um einhver mál í svo stórum og víðfeðmum flokki. Samstaðan felst hinsvegar í órofa stuðningi við grundvallaratriði. Þá sam- stöðu þarf að varðveita til langrar framtíðar. Baráttan fyrir fullveldi þjóðar- innar og frelsi einstaklingsins, sem skilað hefur mörgum sigrin- um (heimastjórn 1904, fullveldi 1918, lýðveldi 1944, 200 mílna landhelgi 1976), heldur áfram. Að- ild (slands að Atlantshafsbanda- laginu, varnarsamtökum vest- rænna þjóða, er viðleitni til að tryggja fullveldi og öryggi þjóðar- innar til frambúðar í viðsjálum heimi. Þessi aðild áréttar og sam- starfsvilja með þjóðum, sem skyldastar eru okkur að menning- ararfleifð og þjóðfélagsgerð, til varðveizlu almennra mannrétt- inda og borgaralegrar þjóðfélags- gerðar. Þjóðfélagsgerð okkar er ekki gallalaus, en engu að síður sú bezta sem völ er á. Hún hefur þann kost að geta þróazt friðsam- lega eftir leiðum lýðræðis til meiri fullkomnunar. Almenn lífskjör eru hvergi betri og almenn þegn- réttindi hvergi meiri en í ríkjum V-Evrópu og N-Ameríku. Gunnar Gunnarsson, einn fremsti rithöfundur íslendinga á þessari öld, komst svo að orði um varnarviðleitni vestrænna þjóða árið 1954: „Sá er í einvígi illa settur, sem áttar sig ekki á aðstöðu sinni fyrr en á hólminn er komið, mætir þar vopnlaus og berskjalda hertygjuð- um óvini harðsnúnum. En einmitt þannig stóð á um Vesturveldin þá er loks var hafizt handa um bandalag það, sem kennt er til Atlantsála og vér íslendingar, óherskáastir allra þjóða, en forn- vígðir hugsjónum mannúðar, mannhelgi og mannréttinda, njót- um þess heiðurs að eiga hlutdeild að.“ Þessi meitluðu orð hins mikla rithöfundar eiga erindi við okkur enn í dag, kannski frekar en nokkru sinni. Gunnar Gunnarsson vitnaði í þessari sömu ræðu til orða eins af forvígismönnum Sov- étríkjanna á þeirri tíð, Manuilsky, sem fullyrti að fyrr eða síðar hlyti að sverfa til stáls milli hins frjálsa heims og kommúnismans, en hann sagði: „Sigurvon eigum vér því aðeins, að oss takist að koma óvininum á óvart. Vér verð- um að svæfa borgarastéttina. Það munum vér gera þann veg, að hleypa af stokkunum mestu frið- arsókn, er um getur. Mun þá rísa hrifningaralda, og í hinu og þessu hljótum vér að hliðra til. Auð- valdsríkin, rotin og sauðheimsk, munu hlakkandi samstarfa oss við eyðileggingu sjálfra sín. Þeim er tamt að fagna hverju vinarhóti. En um leið og slakað er á vörnun- um munum vér láta reiddan hnefa mala þau mjölinu smærra." Borgaralega þenkjandi fólk þarf að halda vöku sinni, bæði heima- fyrir, í eigin þjóðfélagi, og út á við, í samstarfi við aðrar þjóðir. I þeirri varðstöðu er Sjálfstæðis- flokkurinn sverð þess og skjöldur. Uppspretturnar eru tvær: íhald fornra dyggða og frjálslyndi til framtaks, framfara og mannúðar. En farvegurinn er einn, sjálfstæð- isstefnan, hin straumþunga elfa borgaralegra hugsjóna og mark- miða í íslenzku samfélagi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.