Morgunblaðið - 04.03.1984, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 04.03.1984, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. MARS 1984 AF INNLENDUM VETTVANGI BJÖRN BJARNASON Vinstrimennska og kjarabarátta: Rauð dagsbrún í Alþýðubandalagínu IVinstri flokkar sem setið • hafa í ríkisstjórnum á Vesturlöndum hafa ekki komist áfallalaust frá ríkisstjórnarárun- um, hvort heldur er um atvinnu-, kjara- eða friðarmál að ræða. Á meðan flokksforystan hefur verið önnum kafin við stjórnarstörf hafa órólegir hugsjónahópar vinstra megin við hana búið um sig í flokkskerfinu. Þegar forystu- menn flokkanna eru ekki lengur í vernduðum valdastólum innan veggja stjórnarráðsins standa þeir berskjaldaðir frammi fyrir flokks- mönnum. Sumir láta undan hinum öfgafullu vinstri hópum, aðrir fjarlægjast flokkinn. Gleggsta dæmið um þetta er frá Vestur- Þýskalandi. Þar hrökklaðist Willy Brandt frá kansiaravöldum þegar upp komst um njósnara austur- þýskra kommúnista á skrifstofu hans. Nú er Brandt formaður vestur-þýska jafnaðarmanna- flokksins. Helmut Schmidt, kansl- ari flokksins, tapaði hins vegar meirihluta á sambandsþinginu þegar efnt hafði verið til sam- blásturs gegn honum frá vinstri í eigin flokki. Hann hefur síðan fjarlægst jafnaðarmannaflokkinn sem er í eltingaleik við Græningj- ana en þeir eru aftur að klofna meðal annars vegna ítaka komm- únista og vinstri öfgamanna innan eigin raða. 2Í Bretlandi tóku vinstri- • sinnar í fjórða alþjóðasam- bandi kommúnista, en í því eru Fylkingin á íslandi, sig til innan Verkamannaflokksins og lögðu undir sig öll flokksfélög þar sem þeim var ekki veitt nægilega öflug andspyrna. Þeir settu að lokum verulegan svip á Verkamanna- flokkinn og leiddi það til klofnings innan raða hans. Á síðasta lands- fundi Verkamannaflokksins var þessum öfgaöflum ýtt til hliðar. Síðan hefur hagur flokksins held- ur vænkast í skoðanakönnunum miðað við afhroðið sem hann beið í keppninni við Margaret Thatcher á siðasta sumri um fylgi kjósenda. 3Svipuð hreyfing hefur verið • innan verkalýðsfélaga og í vinstri flokkunum á Vesturlönd- um. Þar hafa öfgafullir aðilar komist til valda og hika ekki við að beita verkfallsvopninu í póli- tískum tilgangi. 4Jafnaðarmannaflokkar í • Vestur-Evrópu líta á sig sem hinn „pólitíska arm“ verka- lýðshreyfingarinnar og í Banda- ríkjunum telja demókratar sig gegna sama hlutverki. Nú fara fram prófkosningar innan Demó- krataflokksins vegna vals á fram- bjóðanda í forsetaembættið gegn Ronald Reagan. Stærstu verka- lýðssamtök Bandaríkjanna, AFL- CIO, veðja á Mondale í prófkosn- ingunum og veita honum fjár- stuðning sem sagður er nema allt að 20 milljónum dollara (600 milljónir ísl. kr.). Gegn þessu hafa aðrir frambjóðendur í prófkjörinu snúist og beindi einn þeirra, John Glenn, spjótum sfnum að Lane Kirkland, forseta AFL-CIO, með þessum orðum: „Hvað heldur Kirkland að hann sé að kaupa fyrir 20 milljónir dollara? Forseta sem verður alltaf sammála AFL- CIO? Sé unnt að kaupa forseta- framboð á vegum demókrata fyrir 20 milljónir nú í vor verður það ekki eyris virði í nóvember, þegar kosið verður." Þá hefur félags- skapur í Bandaríkjunum sem er andvígur því að menn séu neyddir til þátttöku í verkalýðsfélögum sagt að hann ætli að ráða útsend- ara og senda þá inn í verkalýðs- hópa sem starfa í þágu Mondale til að njósna um aðstoð þeirra og skýra frá henni opinberlega. XXX Hér hafa verið nefnd fjögur dæmi frá útlöndum sem koma í hugann þegar litið er á þróun kjara- og verkalýðsmála hérlendis undanfarna daga. Hér á landi eru vinstri öfgahópar að færa sig upp á skaftið innan verkalýðshreyf- ingarinnar og í þeim flokki, Al- þýðubandalaginu, sem telur sig „pólitískan arm“ hennar. Ýmsir forystumenn Alþýðubandalagsins vilja hlaupa á eftir þessum öfga- hópum en aðrir ekki. Lagt er höf- uðkapp á að fela ágreininginn. Þverpólitísk greiðasemi er stund- uð til að bjarga þeim sem verst eru staddir og er einkasamningur þeirra Alberts Guðmundssonar, fjármálaráðherra, og Guðmundar J. Guðmundssonar, formanns Dagsbrúnar, forseta Verkamanna- sambandsins og þingmanns Al- þýðubandalagsins, til marks um það. Sumir velta því meira að segja fyrir sér, hvort Albert sé í sömu stöðu og væntanlegur for- setaframbjóðandi, Walter Mon- dale, gagnvart voldugu verkalýðs- félagi til að tryggja sér fjöldafylgi í forsetakosningum. Uppdráttarsýkin Pétur Tyrfingsson, Fylkingarfé- lagi, sem setti Dagsbrúnarforust- unni stólinn fyrir dyrnar þegar kjarasamningurinn var borinn upp á almennum fundi í félaginu 23. febrúar 1984, sagði í samtali við Morgunblaðið 26. febrúar, að staða verkalýðshreyfingarinnar hefði aldrei verið eins veik og eftir setu Alþýðubandalagsins í ríkis- stjórn Gunnars Thoroddsen frá því í febrúar 1980 fram í maí 1983. Af lýsingu Péturs má ráða að upp- dráttarsýki einkenni Alþýðu- bandalagið eftir stjórnarsetuna og sömu sögu sé að segja um þau verkalýðsfélög þar sem alþýðu- bandalagsmenn hafa tögl og hagldir. Þessi sýki hefur bæði í för með sér valta forystumenn og slæma málefnastöðu. Innan gamla valdahópsins I Al- þýðubandalaginu er enginn kraft- ur lengur í neinum sem getur haft frumkvæði í flokks þágu innan verkalýðshreyfingarinnar. Segja má að það hafi slitnað upp úr milli Ásmundar Stefánssonar, forseta Alþýðusambandsins, sem er al- þýðubandalagsmaður og reri á sínum tíma á framboðsmið flokks- ins í Reykjavík, og Svavars Gestssonar, flokksformanns, í baráttunni fyrir sveitarstjómar- kosningarnar í maí 1982. Efnt var til aðalfundar verkalýðsmálaráðs Alþýðubandalagsins um það bil mánuði fyrir kosningarnar. Þar var ályktað á þann veg að kosn- ingarnar væru kjarabarátta. Um sömu mundir stóðu yfir samn- ingaviðræður Alþýðusambandsins og Vinnuveitendasambandsins. Fulltrúar vinnuveitenda túlkuðu ályktun verkalýðsmálaráðsins á þann veg að þeir sem að henni stæðu, Ásmundur Stefánsson meðal annarra, teldu úrslit kosn- inganna ráða mestu um kjör á vinnumarkaði og því væri rétt að fresta kjaraviðræðunum fram yfir kosningar. Við þessu brást Ás- mundur á þann veg að afneita pólitískri forsjá Alþýðubandalags- ins og Svavars Gestssonar. Til- raunin til að breyta kosningabar- áttunni í kjarabaráttu mistókst. Síðan hafa ekki verið birtar nein- ar ályktanir frá aðalfundum verkalýðsmálaráðs Alþýðubanda- lagsins: „Það verður að segjast eins og er að pólitíska forustan er mjög hrædd við að leggja fast að verkalýðshreyfingunni að svara árásum á laun verkalýðsins," sagði Pétur Tyrfingsson. Flokkurinn opnaður Alþýðubandalagið tapaði illi- lega í sveitarstjórnarkosningun- um 1982, ekki síst hér í Reykjavík. Við það magnaðist gagnrýni á Svavar Gestsson og ráðherrana. Ólafur R. Grímsson, þáverandi þingflokksformaður, sá sér leik á borði. Hann leitaðist við að ná for- ystu fyrir óánægjuöflunum og rit- aði grein af því tilefni í Þjóðvilj- ann. Bar hún yfirskriftina: „Kosn- ingaúrslitin: Álvarleg viðvörun — hvað næst!“. f greininni biðlar Gudmundur Hallvardsson, Fylkingarfélagi, í ræðustól á Dagsbrúnarfundinum. í Þjóðviljanum 29. febrúar reynir Guðmundur að gera sem minnst úr því að meiri- hluti Dagsbrúnarmanna hafi stutt tillögu Fylkingar- innar og segir meðal ann- ars: „ Yfirleitt hafa það veriö áhugamál Morgunblaðsins og annarra auðvaldssnepla að þegja okkur i hel en nú allt í einu er máttur okkar slíkur, að við höfum ekki einungis Guömund J. í vas- anum, heldur líka formann Alþýöubandalagsins, Svav- ar Gestsson, og einnig 800 manna Dagsbrúnarfund. Þetta gerum við allt eins og aö drekka vatn. “ Er nokkur furða þótt maðurinn sé undrandi? Pétur Tyrfingsson, Fylkingarfélagi, hvetur Dagsbrúnarmenn til að fella tillögu stjórnarinnar og þar með nýgerða kjara- samninga. Ólafur R. Grímsson til Alþýðu- flokksins „er ljóst að með tilliti til sigra og ósigra á undanförnum ár- um, eru ærin tilefni til að Alþýðu- bandalagið og Alþýðuflokkurinn athugi rækilega afstöðu sína til samskipta flokkanna," sagði Ólaf- ur, en hann sagði einnig: „Við verðum að vígbúa verkalýðshreyf- inguna gegn VSÍ og Verslunarráð- inu sem á undanförnum árum hafa tekið upp nýja starfshætti og harðskeyttari stefnuaðstöðu. Við verðum að endurskoða starfsað- ferðir og áherslur á launabarátt- unni í Ijósi sjálfstæðra aðgerða launafólks sem sýna nýjan vilja og samstöðuþrótt .... Kemur til greina að reyna breytingar á formlegu skipulagi sem veita ein- stökum hópum möguleika á sjálfstæðri tilveru um leið og þeir tengjast flokknum." Breytingar á flokksskipulagi Al- þýðubandalagsins í þá átt sem ólafur R. Grímsson lagði til voru samþykktar á síðasta landsfundi þess í nóvember 1983. Síðan er ekki vitað um nema einn hóp með „sjálfstæða tilveru" sem hefur ákveðið að ganga í Alþýðubanda- lagið, en það er Fylkingin, félags- skapur trotskyista sem trúa á Marx og Lenín og vilja ekkert annað en heimsbyltingu. t þágu málstaðarins ætla þeir að beita sér innan Alþýðubandalagsins og verkalýðshreyfingarinnar, einkum Dagsbrúnar ef marka má opinber- ar yfirlýsingar talsmanna Fylk- ingarinnar. Fyrsta stóra styrk- leikaprufan fór fram á Dagsbrún- arfundinum 23. febrúar, þá sigraði Fylkingin en áður hafði hún reynt sig með þá Pétur Tyrfingsson og Guðmund Hallvarðsson í forystu í átökum við Guðmund J. Guð- mundsson á þingi Verkamanna- sambandsins í Vestmannaeyjum í október 1983. En í Neista, mál- gagni Fylkingarinnar, var sagt að eftir þing Verkamannasambands- ins stæðu Fylkingarfélagar með „pálmann í höndunum“. Valdabarátta í Vestmannaeyjum buðu Fylk- ingarfélagar fram tvo menn til sambandsstjórnar, þá Guðmund Hallvarðsson og Pétur Tyrfings- son, en aðeins hinn fyrrnefndi náði kjöri. Þá tókst Guðmundi J. Guðmundssyni og félögum að fella Bjarnfríði Leósdóttur frá Akra- nesi í stjórnarkjörinu í Verka- mannasambandinu: „Ég hef aldrei dregið neina dul á það að ég hef talið að flokksbræður mínir í Al- þýðubandalaginu hafi þar átt hlut að máli,“ sagði Bjarnfríður í Morgunblaðsviðtali 28. febrúar sl. um leið og hún lýsti efasemdum um það að Alþýðubandalagið væri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.