Morgunblaðið - 04.03.1984, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 04.03.1984, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. MARS 1984 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Auglýsing um laus störf Hjá Varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli erui eftirfarandi störf laus til umsóknar. Yfirmatreiöslumaöur í veitingastað liðsforingjaklúbbs. Viðkomandi veröur aö vera faglærður matreiðslumaöur og hafa minnst 3ja ára starfsreynslu á hóteli og/eða veitingastaö. Reynsla við verkstjórn æskileg. Mjög góð enskukunnátta nauösynleg. Félagsmálafulltrúi í félagsmálastofnun Varnarliðsins. Umsækj- andi hafi mjög góða þekkingu á íslenskum og bandarískum félags- og menningarmálum og hafi starfað eða stundað nám í Bandaríkjun- um. Mjög góð enskukunnátta skilyrði, þar sem starfið krefst þess að viðkomandi haldi fyrirlestra og gefi út auglýsingabæklinga á ensku. Umsóknir sendist til: Ráóningarskrifstofu Varnarmáladeildar, Keflavíkurflugvelli, eigi síðar en 9. mars nk. Nánari upplýsingar veittar í síma 92-1973. Kaupfélagsstjóri Starf kaupfélagsstjóra við Kaupfélag Stöð- firðinga er laust til umsóknar. Umsóknar- frestur er til 20. mars nk. Skriflegar umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist formanni, Há- koni Hanssyni, Breiödalsvík, eða starfs- mannastjóra Sambandsins, Baldvini Einars- syni, er veita nánari upplýsingar ásamt kaup- félagsstjóra félagsins, Guðmundi Gíslasyni. Kaupfélag Stöðfirðinga Stöðvarfirði Ritari óskast Heimspekideild Háskóla íslands óskar að ráða ritara í hálft starf. Megin verkefni ritar- ans verður vinna við innslátt á tölvu. Laun samkvæmt launakerfi BSRB. Umsækjendur sendi umsókn til Oröabókar Háskólans, Árnagarði við Suðurgötu, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf fyrir 8. mars. Deildarstjóri í matvöruverslun Matvöruverslun í Reykjavík vill ráða til sín deildarstjóra til að annast að hluta til dagleg- an rekstur og innkaup. Um er aö ræða frekar litla verslun sem selur m.a. allar almennar nýlenduvörur og kjöt. Leitað er eftir starfsmanni sem hefur stað- góða vöruþekkingu, getur stjórnað starfsfólki og á gott með að umgangast fólk. Væntanlegur umsækjandi tilgreini í umsókn sinni nafn, heimilisfang og fyrri störf og sendi augld. Mbl. fyrir 9. mars nk. merkt: „Mat- vöruverslun — 1859“. Smiðir óskast Óskum að ráða samhentan trésmíðaflokk vanan kerfismótun. Næg verkefni. Upplýsingar í síma 28876 milli kl. 1 og 5 virka daga. RÍKISSPÍTALARNIR lausar stöður Aðstoöarlæknar óskast viö geödeildir nú þegar og frá 1. apríl. Stöðurnar veitast í 4 til 12 mánuði. Umsóknir á umsóknareyðublöðum lækna sendist skrifstofu ríkisspítala fyrir 20. mars nk. Upplýsingar veitir forstöðumaöur og yfir- læknar geðdeilda í síma 29000. Hjúkrunarfræðingur óskast við sótthreins- unardeild nú þegar eða eftir samkomulagi. Dagvinna eingöngu. Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri Land- spítalans í síma 29000. Aðstoöarræstingastjórar (2) óskast viö Landspítalann og deildir tengdar spítalanum. Umsóknir er greini menntun og fyrri störf sendist fyrir 20. mars nk. til hjúkrunarfor- stjóra Landspítala sem jafnframt veitir upp- lýsingar í síma 29000. 4. mars 1984. Húsnæði óskast 3ja—4ra herbergja íbúð óskast fyrir erlend- an hjúkrunarfræðing frá 15. apríl nk. Upplýsingar veittar á skrifstofu hjúkrunarfor- stjóra Landspítala. Atvinnutækifæri Laghenta og samviskusama menn vantar nú þegar eða seinna til framleiöslustarfa í véla- sal. Mötuneyti á staðnum. Upplýsingar hjá tæknideild í síma 50022. Rafha, Hafnarfirði. Skrifstofustarf Óskum eftir að ráða ritara á skrifstofu okkar. _ Laun og vinnutími eftir samkomulagi. Upplýsingar um starfið verða veittar á skrifstofunni milli kl. 3 og 5 næstkomandi fimmtudag. Lögmenn, Árni Einarsson, Ólafur Thóroddsen, Suðurlandsbraut 20. Rafeindatækni- fræðingur (Tölvumál — markaösmál og stjórnun) Nýútskrifaður rafeindatæknifræðingur óskar eftir framtíðarstarfi þar sem heiðarleiki og reglusemi er í fyrirrúmi. Hef reynslu og menntun á sviði markaðsmála, stjórnunar og tölvumála. Góð málakunnátta í ensku, dönsku og þýsku. Tilboðum skal skilað til Mbl. fyrir 12. mars merkt: „Frumleiki og framtakssemi — 3004“. Byggingartækni- fræðingur Viö leitum aö tæknimenntuöum trésmið með löggildingu á Reykjavíkursvæðinu, sem getur unnið sjálfstætt og haft umsjón meö bygg- ingarframkvæmdum. Starfið er fólgið í aö hafa eftirlit með bygging- um, yfirfara teikningar og vera til ráögjafar. Þeir sem áhuga hafa leggi nöfn sín og upp- lýsingar um aldur, menntun og fyrri störf inn á augld. Mbl. merkt: „Sjálfstæður — 1838“ fyrir 15. mars nk. BORGARSPÍTALINN LAUSAR STÚDUR Tölvudeild Starfið er fólgiö í þróun, viðhaldi og rekstri hugbúnaðarkerfa fyrir einstakar deildir spítalans. Krafist er háskólamenntunar í raungreinum eða annarrar sambærilegrar menntunar ásamt starfsreynslu. Reynsla í kerfishönnun/forritun verkefna fyrir smátölvur er æskileg. Nánari upplýsingar um starfið veitir forstöðu- maöur tölvudeildar, sími 81200. Umsóknar- frestur er til 16. marz 1984. Læknaritari Staða læknaritara við heilsugæzlustöð Fossvogs í Borgarspítalanum er laus til um- sóknar. Starfsreynsla æskileg. Upplýsingar um stöðuna veitir yfirlæknir í síma 85099 milli kl. 11 og 12. Staöa reynds aöstoöarlæknis til eins árs við slysa- og sjúkravakt / Slysadeild Borg- arspítalans er laus til umsóknar. Staðan veit- ist frá 1. apríl 1984. Umsóknarfrestur er til 12. marz nk. Staöa aöstoöarlæknis til sex mánaöa viö slysa- og sjúkravakt Slysadeildar Borgarspítal- ans er laus til umsóknar. Staðan veitist frá 1. apríl 1984. Umsóknarfrestur er til 12. marz nk. Upplýsingar veitir yfirlæknir deildarinnar í síma 81200. Reykjavík, 4. marz 1984. BORGARSPímiNN 0 81-200 HILDA HF. Bolholti 6, sími 81699 Ritari — útflutningur Óskum eftir að ráöa ritara til aðstoðar sölu- stjóra. Vélritunarkunnátta nauðsynleg auk enskukunnáttu, þýsku- og frönskukunnátta æskileg. Starfið veitir möguleika á að vinna sjálfstætt. Umsókn meö upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist Hildu hf., fyrir 10. mars. Auglýsinga- og útlitshönnun Tímaritsútgáfa óskar að ráöa aöstoðarmann- eskju við hönnunarstörf hálfan eða allan dag- inn. Gæti byrjaö nú þegar. Reynsla æskileg. Umsækjendur vinsaml. tilgreini aldur og fyrri störf og sendi upplýsingar til augl.deildar Morgunblaðsins merktar: „Hönnun — 0157“. Heimilishjálp óskast Þrennt í heimili. Vinnutími 6 tímar á viku, þriöjudag og fimmtudag, 3 tímar í senn. Aðeins kemur til greina þrifinn og samvisku- samur starfskraftur, sem áhuga hefur fyrir heimilisstörfum. Umsóknir sendist augl.deild Morgunblaösins merktar: „H — 5050“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.