Morgunblaðið - 04.03.1984, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 04.03.1984, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. MARS 1984 39 ÞINGBRÉF eftir STEFÁN FRIÐBJARNARSON komst að orði, er hún bar fram fyrirspurn til Matthíasar Bjarna- sonar, heilbrigðisráðherra, um at- hvarf fyrir börn og unglinga sem neyta fíkniefna. „Á allra síðustu árum,“ sagði Guðrún, „hefur svo aukizt veru- lega bæði framboð og fjölbreytni þeirra vímuefna sem hér eru á boðstólum og aldurshópur neyt- enda orðið breiðari. Samkvæmt upplýsingum þeirra sem vinna að málum unglinga hér er í dag hóp- ur unglinga frá 13 ára aldri a.m.k., jafnvel yngri, sem neytir vímu- efna reglulega." Þingmaðurinn sagði ennfremur: „í þessum hópi eru unglingar sem flestir eru hættir í skóla og margir án þess að hafa lokið lög- boðnu skyldunámi... Þessir ungl- ingar fjármagna neyzlu sína á ýmsan hátt, með ígripavinnu, sölu og dreifingu vímuefna, eitthvað er um þjófnaði og önnur lögbrot og sögusagnir hafa heyrzt um vændi barnungra stúlkna." Spurning þingmannsins var: „Hverjar eru aðstæður hér á landi til að veita athvarf og heilbrigðis- þjónustu þeim börnum og ungling- um sem eru illa haldin andlega og líkamlega um styttri eða lengri tíma vegna fíkniefnaneyzlu?" Heilbrigðisráðherra gat þess í upphafi svars síns að stórt átak hafi verið gert í geðheilbrigðis- málum almennt síðasta hálfan annan áratug. Þar bæri hæst hin nýja geðdeild sem reist hafi verið á Landspítalalóð. Hér hafi að auki verið komið upp fleiri stofnunum og meira sjúkrarými fyrir áfeng- issjúklinga, miðað við íbúatölu landsins, en tíðkist í nokkru öðru landi. Árið 1970 var sett á stofn geðdeild barnaspítala Hringsins við Dalbraut í Reykjavík. Fíkniefnavandamál er tiltölu- lega nýtt vandamál hjá unglingum hér á landi, sagði heilbrigðisráð- herra, og þess því tæpast að vænta, að sérstök fíkniefnadeild fyrir þann aldurshóp hafi verið sett á stofn. Hinsvegar hafa „af- eitrunardeildir geðdeildanna" tek- ið við unglingum, sem hafi verið illa haldnir af fíkniefnaneyzlu og fráhvarfseinkennum. Jafnframt hafi barnadeildir og almennar lyf- lækningadeildir tekið við börnum og unglingum sem haft hafi líkamleg sjúkdómseinkenni, hvort sem þau hafi verið rakin til fíkni- efnaneyzlu eða annars. Stjórnarnefnd ríkisspítala hef- ur um nokkurt árabil, sagði ráð- herra ennfremur, haft á for- gangslísta sínum um aukna starf- semi beiðnir um starfsmanna- heimildir til að reka alhliða ungl- ingageðdeild, þar sem m.a. yrði rekin heilbrigðisþjónusta fyrir unglinga er neyta fíkniefna. Önn- ur verkefni hafi hinsvegar þótt brýnni við ráðstöfun takmarkaðra fjármuna. Hér er óhjákvæmilegt að skjóta þeirri staðreyftd inn í orðaskipti þingmanns og ráðherra, að geð- deild barnaspítala við Dalbraut býr við óviðunandi húsnæðis- þrengsli og lélegri starfsaðstöðu er verjanlegt er. Fjárveitinga- nefnd Alþingis hefði gott af því að stinga þar inn nefi og kynna sér aðstæður af eigin raun. Á fáu er brýnni þörf en aðhaldi og sparnaði í ríkisútgjöldum, eins og nú árar í þjóðarbúskapnum. Ríkisbúskapurinn þarf að axla sinn hlut í rýrnandi þjóðartekjum. Hlutfall hans í eyðslu eða ráðstöf- un þjóðartekna, á kostnað skatt- borgara, almennings og atvinnu- vega, er þegar of hátt. En þetta aðhald og þessi sparnaður á ekki að bitna fyrst og fremst á barna- geðdeild. Þar er höggvið að þeim sem hlífa á. Heilbrigðisráðherra var þung- orður þegar hann fjallaði um fíkniefnasalana. „Það þarf fyrst og fremst að uppræta þennan ósóma," sagði hann, „finna kvik- indin sem standa að baki þessi smygli og nota þetta sem féþúfu til þess að gera börn ... að aum- ingjum á tiltölulega skömmum tíma. Þar liggur meinsemdin. Hún liggur hjá þeim glæpalýð sem þetta stundar." Viðbrögðin hljóta að verða þrí- þætt: 1) Efld toll- og löggæzla, samhliða stórhertum refsingum við fíkniefnamisferli; 2) Stóraukin fræðsla og kynningarstarf: í skól- um og fjölmiðlum (sér í lagi mætti sjónvarpið taka við sér í þessu efni); 3) Björgunarstarf sem bein- ist að fórnardýrum fíkniefna- neyzlunnar, ekki sízt því ungviði, sem tálsnörur tíðarandans hafa fellt. Þessvegna var fyrirspurn Guðrúnar Agnarsdóttur tímabær. Steíán Fridbjarnarson er þing- fréttamadur Morgunblaðins og skrifar að staðaldri um stjórnmál í blaðið. VHF BÁ TA TALSTÖÐ NA AR Vakt á kanal W Skyndival kanal 16 Va/ milli hátdíara og heyrnartóls Ljósdeyfir x Aukaúttak fyrif Ihátalara Jlfotigua&lftfrtfe Metsölubladá hverjum degi! (XffU = CUEEN Guld Sjálfvirkar kaffikönnur fyrir veitingahús og fyrirtæki • Sænsk gæðafram- leiðsla úr ryðfríu stáli. • Lagar 1,8 lítra af kaffi á 5 mínútum. • Sjálfvirk vatns- áfylling. • Enginn forhitunar- tími. • Nýtir kaffið til fullnustu í uppá- hellingu. • Fullkomin raf- eindastýring. • Raka- og hitavarin. • Fáanleg 2ja og 4ra hellna. • Til afgreiðslu strax. Otrúlega Frá aðeins kr.^7 7QA hagstætt I./OU.- verð /v 1 | r llmboðs- og heildverslun, A. KarlSSOin h. r. Grófinm l, Reykjavík. , simar: 36770-86340 Gróðurhúsinu við Sigtun Kynróng Palmar “ Pessaheigiefnumv:at,lserstamg( SSKiSSS-""52* é staönum oa ve«^meðferðþem upplvsingarumpa'maog Tiiboðíhlefnihelgarinna^ Dvergpalmar. að ''kr96 0o .. Rlómavali umhelgina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.