Morgunblaðið - 09.03.1984, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 09.03.1984, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. MARZ 1984 3 Samkomulag ASÍ og VSÍ: Milli 50 og 60 verkalýðsfélög hafa samþykkt „l>RÁTT FYRIR allverulcga annmarka á nýgerðum kjarasamningum ASÍ 0| VSÍ telur fundur í Verkalýðs- og sjómannafélaginu Súganda sér nauðugur si kostur að samþykkja þá við núverandi aðstæður. Fundurinn skorar á þi aðila, sem ábyrgð bera á samningsgerð á Vestfjörðum, að hefja nú þega viðrsður um leiðréttingu á verstu göllum þessara samninga, áður en þei valda alvarlegum byggðavandamálum, sem greinilega geta af þeim hlotizt, segir m.a. í ályktun fundar Verkamanna- og sjómannafélagsins Súgand: sem haldinn var í fyrrakvöld um nýgerða samninga. „Fundurinn skorar á verkafólk í fiskvinnu að íhuga alvarlega hversu mikið vit sé í, að vinna sig á fleygiferð í bónus í átt til at- vinnuleysis, sem óhjákvæmilega blasir við í sjávarplássum vítt og breitt um landið. Fundurinn skor- ar á stjórn félagsins og stjórnir annarra félaga, að athuga ræki- lega hvort breyttar forsendur í fiskvinnu, vegna aflakvóta og mis- ræmis, sem gætir í bónusgreiðsl- um eftir nýgerða kjarasamninga séu ekki næg ástæða til að endur- skoða réttmæti bónusgreiðslna yf- irleitt, samkvæmt 14. kafla um ákvæðis- og bónusvinnu í núgild- andi samningum um kaup og kjör landverkafólks á Vestfjörðum," segir ennfremur í ályktuninni. Nú hafa fimm verkalýðsfélög fellt það samkomulag sem ASÍ og VSf gerðu með sér 21. febrúar síð- astliðinn. Auk þess hafa sjö frest- að samþykkt samkomulagsins, þar af eitt samþykkt það með breyt- ingum, verkalýðsfélag Húsavíkur. Þau verkalýðsfélög sem fellt hafa samkomulagið eru: Verka- mannafélagið Dagsbrún, Reykja- vík, en það á nú í sérkjaraviðræð- um við atvinnurekendur um hafn- arvinnu í Reykjavík, sem og um sérkjarasamning í Mjólkurstöð- inni í Reykjavík. Verkalýðsfélagið og Verkakvennafélagið Snót í Vestmannaeyjum felldu sam- komulagið og hafa að undanförnu staðið í viðræðum við atvinnurek- endur, fundir voru til miðnættis í fyrrakvöld og fundur í gær og til fundar hefur einnig verið boðað í dag. Jón Kjartansson, formaður Verkalýðsfélags Vestmannaeyja sagði þungt fyrir í samningavið- ræðum og sennilega færi fljótlega að draga til einhverra úrslita. Verkalýðsfélag Tálknafjarðar og Verkalýðsfélagið Brynja, Þing- eyri, hafa einnig fellt samkomu- lagið. Þessi verkalýðsfélög hafa frest- að samþykkt samninganna og eru mörg hver í einhverjum viðræðum við atvinnurekendur um breyt- ingar á þeim: Verkalýðsfélag Skagastrandar, Iðja, félag verk- smiðjufólks á Akureyri. Þar hefur verið boðað til félagsfundar á sunnudaginn kemur, þar sem ætl- unin er að bera samningana undir atkvæði, en viðræður hafa átt sér stað við Sambandsverksmiðjurnar að undanförnu. Verslunarmanna- félag Borganess og Verslunar- mannafélag Árnessýslu, Selfossi. Verkalýðsfélag Grindavíkur sam- þykkti að fresta samþykkt samn- ingsins og er í viðræðum við at- vinnurekendur um afnám 16—1: ára ákvæðisins og vill fá frar kröfu um vinnufatakostnai Verkalýðsfélag Húsavíkur hefu samþykkt samninga með ákveðr um breytingum og verkalýðsfélag ið Jökull á Hornafirði frestac einnig samningunum. Þau félög sem samþykkt haf samningana eru: Félag fran: reiðslumanna, Félag íslenskr hljómlistarmanna, Félag ís lenskra kjötiðnaðarmanna, Féla starfsfólks í veitingahúsunr Verkalýðsfélag Patreksfjarðai Verkalýðsfélagið Skjöldur, Flat eyri, Verkalýðs- og sjómannafélai Bolungarvíkur, Verkalýðs- og sjó mannafélag Álftfirðinga, Súðavík Verkalýðsfélag Hólmavíkur Verkalýðsfélagið Ársæll, Hofsósi Iðja, félag verksmiðjufólks Reykjavík, Verslunarmannafélaj Reykjavíkur, Verslunarmannafé lag Hafnarfjarðar, Verslunar- mannafélag Suðurnesja, Keflavík Verslunarmannafélag Akraness Félag verslunar- og skrifstofu- fólks, Akureyri, Verslunarmanna- félag Vestmannaeyja, Verka- kvennafélagið Framsókn, Verka- kvennafélagið Framtíðin, Hafnar- firði, Verkamannafélagið Hlíf, Hafnarfirði, Verkakvennafélag Keflavíkur og Njarðvíkur, Verka- lýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis, Verkalýðs- og sjó- mannafélag Miðneshrepps, Sand- gerði, Verkalýðs- og sjómannafé- lag Gerðahrepps, Garði, Verka- lýðsfélag Akraness, Verkalýðsfé- lagið Hörður, Hvalfirði, Verka- lýðsfélag Borgarness, Verkalýðs- félagið Jökull, Ólafsvík, Verka- lýðsfélagið Stjarnan, Grundar- firði, Verkalýðsfélag Stykkis- hólms, Verkalýðsfélagið Baldur, ísafirði, Verkalýðsfélag Austur- Húnvetninga, Blönduósi, Verka- mannafélagið Fram, Sauðárkróki, Verkalýðsfélagið Vaka, Siglufirði, Verkalýðsfélagið Eining, Akur- eyri, Verkalýðsfélag Þórshafnar, Verkalýðsfélag Vopnafjarðar, Verkalýðsfélag Fljótsdalshéraðs, Verkamannafélagið Fram, Seyð- isfirði, Verkalýðsfélag Norðfirð- inga, Neskaupstað, Verkamanna- félagið Árvakur, Eskifirði, Verka- lýðsfélag Reyðarfjarðarhrepps, Reyðarfirði, Verkalýðsfélag Breiðdælinga, Breiðdalsvík, Verkalýðsfélagið Víkingur, Vík í Mýrdal, Verkalýðsfélagið Rang- æingur, Hellu, Verkamannafélag- ið Báran, Eyrarbakka, Verkalýðs- félagið Þór, Selfossi og Verkalýðs- félag Hveragerðis og nágrennis. Skoðanakönnun DV: 71,1% iylgjandi kjarasamningunum AFGGRANDI meirihluti lands- manna styður nýgerða kjarasamn- inga Alþýðusambands íslands og Vinnuvcitcndasambands íslands annars vegar og samninga Banda- lags starfsmanna ríkis og bæja og ríkisvaldsins hins vegar, samkvæmt skoðanakönnun Dagblaðsins/Vísis sem birt var í gær. I könnuninni kom fram að 50,3% þeirra sem spurðir voru, kváðust fylgjandi samningunum, 20,5% voru andvígir þeim, 24,2% voru óákveðnir og 5% svöruðu ekki spurningu blaðsins. Þetta þýðir að 71,1%, sem tóku afstöðu, voru fylgjandi samningunum en 28,9% voru andvígir. Urtakið í skoðanakönnuninni var 600 manns. Jöfn skipting var milli kynja og helmingur þeirra sem spurðir voru búa á Reykjavík- ursvæðinu og helmingur utan þess, að sögn DV. Feguröarsamkeppni —— Ungfrú og Herra ÚTSÝN, valin úr hópi gesta. Síðustu forvöö aö komast í forkeppnina. Bingó — 3 umferðir — glæsilegir feröavinningar. Inn á milli, og síðast en ekki síst, verður dansinn stiginn af list, lífsnautn og dillandi fjöri í sönnum karnival-Klúbbstíl til kl. 01.00. Hljómsveit Gunnars Þóröarsonar og í diskótekinu verða Jón Axel Ólafsson og Gunnar Gunn- arsson. Gestir eru hvattir til að klæöa sig frumlega í karnivalstíl, en annars er allur klæönaöur — og flest annað leyfilegt — eins og vera ber í karnivalhátíð. Á síöustu klúbbkvöldum seldist allt upp löngu fyrirfram, svo tryggðu þér miöa í tíma í Broadway, símar 77500 og 687370. Feróaskrtfstofan ÚTSÝN Skemmtiskrá: Kl. 19.00: Húsið opnaö með músík og Ijúffengum fordrykk handa matargestum, sem koma fyrir kl. 20.00. Ný video-kynning Útsýnar í gangi, sem sýnir góða veðrið, fjöriö og káta fólkiö í Útsýnarferðum við beztu aöstöðu sem völ er á í sumarleyfinu. Happdrættismiðinn hljóðar upp á ókeypis ÚTSÝNAR- FERÐ í vasann! Kynnir hinn skemmtilegi og síhressi Hermann Gunnarsson Kl. 20.00: Kjötkveðjuhátíöin. Ljúffengur kvöldveröur. Verð aðeins kr. 450.- Dixie-Band Svansins, leikur fjöruga Karnivalmúsík Dinnertónlist: Hillel Tokazter. Inn í karnival-borðhaldið fléttast lauflétt ferðakynning „Hopp og Hí“ á sviðinu, fislétt fimleikasýning í Frí-klúbbstíl með þátttöku gesta STEPPSTÚDÍÓ undír stjórn Kristínar Sigtryggsdóttur. Matseöill: Le Potage la Creme Canard Rjómalöguð alifuglasúpa. Les Medaillons D'Agneau De Boeuf Glóöarsteikt Broadway-buffsteik með smjörsteiktum sveppum, bök- uöum jaröeplum, sykurgljáöum gul- rótum, rjómasoðnu blómkáli, hrásal- ati og Madeirasósu. Matreiöslumeistari: Ólafur Reynis- son. VAXTARRÆKT ARPARIÐ glæsilega, Kári og Arndis, frá Líkams- og Heilsuræktinni Borgartúni 29, sýna falleg form. Ungur íslenzk- ur söngvari með „gullrödd" tekur lagið. Hinn sívinsæli SIGURDÓR SIGURDÓRSSON tekur lagið TÍZKUSÝNING: Módelsamtökin sýna nýjasta bað- og sportfatn- aðinn frá Sportfataverzluninni Spörtu og Henson. DANSSYNING frá steppstúdíói Draumeyjar — og „Seiðandi suö- rænt". Dansnýjung frá Kolbrúnu Aðalsteins. Nú veröur klúbb-kvöld Útsýnar í kamivalstfl BIPOADWAy SUNNUDAGINN 11. MARZ HILLEL TOKAZTER KRISTIN HERMANN Aösóknin aö Klúbb-kvöldum Fríklúbbsins og Útsýnar hefur veriö slík, aö ekki hefur veriö unnt aö anna eftir- spurn. Þriöja klúbbkvöldiö veröur nk. sunnudag og nú er ráö aö tryggja sér miöa í tíma. Jafnhliöa kynningu á nýrri, fjölbreyttri sumaráætlun Útsýnar með giæsilegum feröamöguleikum og kynningu á FRÍ-KLÚBBNUM, sem veitir þér þjónustu og afslætti innanlands og utan á stórlækkuöu veröi, er í boði bæjarins bezta skemmtun og fjöldi happavinninga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.