Morgunblaðið - 09.03.1984, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 09.03.1984, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. MARZ 1984 11 "HflNN “aTRKK OPP R ÞVÍ W RRWERRRBÍLSTJQRRRNIR YR9U W MINNSTRKOSTl EKKI FLEIRI EN BILRRNIR" Metdagar í sköp- un útflutningsverð- mæta í Bolungarvík? Bolungarvík, 5. marz. UNDANFARNA daga hafa verið miklar annir í vinnslu sjávarafurða hér í Bolungarvík. Frá því loðnan fór að berast hingað fyrir nokkrum vikum, hefur verið unnið á vöktum í Sfldarverksmiðju E.G., en um síðustu helgi hafði verið landaö hér um 6.000 lestum af loðnu. Úr síðustu loðnuförmunum hafa verið skilin hrogn úr loðnunni og þau unnin í frystingu. Gengur sú vinnsla mjög vel enda hefur vel verið að undirbúningi staðið og allt gert til að uppfylla ströngustu kröfur. Þá hefur verið mikil vinna í rækjuvinnslu Ishúsfélagsins. Rækjuveiðarnar í fsafjarðardjúpi hafa gengið vel og í lok síðustu viku höfðu bátarnir lokið við að veiða þann kvóta, sem úthlutað var, en búizt er við að leyfður verði einhver viðbótarkvóti. Þá hefur rækjutogarinn Sveinborg, sem stundar úthafsrækjuveiðar, landað hér tvisvar í febrúar, sam- tals um 55 lestum. Afli togaranna hefur verið nokkuð tregur frá áramótum, en hins vegar hafa línubátarnir aflað sæmilega. Til dæmis var afli Hugrúnar um 10 lestir síðastlið- inn miðvikudag og daginn eftir um 11 lestir. Sama dag landaði Jakob Valgeir 15 lestum eftir tvær lagnir. Það hefur því verið alllíf- legt atvinnulíf hér undanfarið, a.m.k. hvað snertir vinnslu sjávar- afla. Ef til vill hafa síðustu dagar verið metdagar í sköpun útflutn- ingsverðmæta hér í Bolungarvík. — Gunnar Akureyri: Þrír sóttu um skóla- stjórastarf Síðuskóla Akureyri, 7. marz. f G/ER rann út umsóknarfrestur um starf skólastjóra Síðuskóla á Akur- éyri, sem ráðgert er að byggður verði í sumar og að þar hefjist skólastarf þegar í haust. Að sögn Sigrúnar Sveinbjörns- dóttur, varaformanns skólanefnd- ar Akureyrar, hafa borizt þrjár umsóknir um starfið, en vera kann að einhverjar umsóknir séu á leið til nefndarinnar í pösti. Þau sem sækja um skólastjóra- stöðuna eru: Ingólfur Ármanns- son, kennari við Gagnfræðaskóla Akureyrar og formaður skóla- nefndar, Ingvar Ingvarsson, kenn- ari við Lundarskóla á Akureyri, og Þórunn Bergsdóttir, kennari við Barnaskóla Ákureyrar. Ekki er búizt við því að skóla- nefnd taki afstöðu til umsókna þessara fyrr en seint í næstu viku. — G.Berg Wterkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiöill! Komdu í rúmaslag Nú borgar sig að kaupa rúm úrvalið er stórkostlegt gæðin mikil, verðið lágt og afborgunartilboð okkar hagstætt Tilboð meðan birgðir endast og athugiö aö þó tegundir séu margar, eru aöeins fá rúm til af hverri gerö. Rúm m/dýnu undir 10.000 2.000 út gr. 1.000 á mán. Rúm m/dýnu 10.000 15.000 3.000 út gr. 1.500 á mán. Rúm m/dýnu 15.000 20.000 4.000 út gr. 2.000 á mán. Rúm m/dýnu yfir 20.000 5.000 út gr. 2.500 á mán. ■yivm'H ■ ‘wamm w imi 18.740,- Tegund Dolly 4.000 út 2.000 á mán. Opið föstudag til kl. 8 (20) laugardag til kl. 4 (16) BnSBáGNAHÖLlIN BÍLDSHÖFÐA 20 - 110 REYKJAVÍK S 91-81199 og 81410

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.