Morgunblaðið - 09.03.1984, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 09.03.1984, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. MARZ 1984 Orð í belg um íslenskt mál ORÐALISTI 1 Aliurhryggur nyrcsiykkc Kurlkjiit — haschiskikl ILuui l'xif Lend —tyksteg, mellemkölle Usinlausir fuglar IkiiIosc fuglc Léttsaltað kjöt —- sprængt köd Hluöliiiðingur - bkxllunjilmg Lifrarkæfa — leverpostej lkigleggur - forskank I.æri lir, skankektille Uiigur • incllcinbov, marvpibchov Lærleggur -■ bagskank Uringa lykbrysi, spklsbrysr Lærtunga = lártimgc hrjúst incllcinhryM Lærviiðvar ~ inderlár liiuðsleik frkandeau l.undir miirbrad l'l.nsieik yderlár Magáll -- slag (i.issi inuskcl Mjóhrýggur — miirbr'adsteg 1 lalsbiri mellemskiert Netja + flom, flommefedt 1 k rabróóir forloren b.ire Kófubiti -- halestykke Para svær, flæskesvær 1 lerðablað lyndlxrv 1 Inakki halskain Rifja = kotelet 1 Iryggur hiijreb, kamstykke Saxbauti — hakkeböf 1 Iryi’gvöðvar ~ filer Síða mellemflesk + slag lluppur -- mcllcmflesk, slag Skanki — forskank, bagskank llvítpylsa medisterptilse Síða = rværreb (pá oske) llvítspað - brikasse 1 liekill - skank Skjaltlbiikubróðir = forl. skildp.iddt Hiim :■ skinke friiget svinelár) Smálki (kjötsmáki) = pilieköd Kálfabauti karbonade Smásteik = gullasch Kalfasteik : frikandeau Spikpylsa spcge|úilse Kambur tykkam Svíri =hals Kjötdeig —c ködfars Vafsteik = roulade Kjöikurl baschis Vínarpylsa = bayersk pölse Kjotseyði klar suppe Vínarsneið = Wienersnitzel Klumba klump Viiðvasneið = karbonade Kryddbauti - - bankekixl Krytldspað ragout Þæri = forpart (halv) Hvort mun ítölsk PIZZA vera betri matur en íslensk FLATKAKA? - eftir Gísla Kristjánsson Á málþingum og í rituðu orði hefur málfar í fjölmiðlum verið dagskrárefni undanfarnar vikur. Hafa ýmsir lagt sitthvað til mála um þau efni og bent á hugsanlegar leiðir til bættrar meðferðar dag- legs málfars sérstaklega. For- menn menntamálanefnda Alþing- is, þeir Halldór Blöndal og Davíð Aðalsteinsson, ásamt menntamála- ráðherra, hafa sagt álit sitt og eru á einu máli um, að víst sé ástæða til að auka vöndun málfars í fjöl- miðlum og jafnvel hafa sérstakan „málfarsráðunaut" í hlutverki þessa sviðs. Sú tillaga er athyglis- verð og reynslan mundi fljótlega sýna hvort sá fengi nokkru breytt til hins betra. Fyrir löngu hlaut ég að fara í próf hjá málfarsráðunaut erlendis til þess að mega mæla við hljóðnema útvarps þar. Þannig var mér opnað hlið að greiðri götu á þeim leiðum. Eðlilegt virðist að viðhafa álíka aðferð hér, að minnsta kosti þegar um ræðir að- ila er oft sitja við hljóðnema og tala við heyrendur. Það eru ekki allir sem hafa gullrödd og flutning orðsins eins og okkar ágæti út- varpsstjóri og snjöllustu þulir út- varpsins. Ekkert er eðlilegra en að meðferð málsins sé svo vönduð sem tök eru á þegar alþjóð skal hlusta og heyra. En það er ekki bara hið talaða orð, sem vert er að taka til athugunar þegar vanda skal meðferð og hreinleik málsins. Kitmálið Ekki virðist óeðlilegt að ritmál- ið sé skoðað um lcið og úrbætur þar reyndar eftir atvikum og með leiðsögn hæfustu aðila. Á vissum sviðum faglegra fræða birtast á prenti orð, í tíma og ótíma, sem hvorki eiga uppruna né erindi í okkar tungumáli og þá ekki heldur á prenti. Stundum eru þau al- útlensk, annars afbökuð útlenska og þá stundum áþekk því sem stundum hefur verið nefnt „gol- franska" eða með öðum orðum málleysa. Nýyrðanefnd hefur lengi verið starfandi og íslensk mál- nefnd tók við hiutverki hennar fyrir 20 árum. Til starfa þar hafa valist útvaldir aðilar, en tillögur þeirra og ákvarðanir eiga oft þrönga götu og langa til almenn- ings. Málnefndin leitar annars samvinnu við hópa hinna ýmsu sérsviða og starfandi eru orða- nefndir, vökular í þessum efnum á vissum fagsviðum. En það þarf ekki að leita lengi til að finna á prenti bæði háðuleg og hörmuleg fyrirbæri um með- ferð hluta og hugtaka, sem bland- að er í íslenskuna með erlendum nöfnum, þótt alkunn séu íslensk heiti, sum gömul og gróin, önnur nýyrði og viðurkennd á æðstu stöðum. Svo mikillar fyrirgreiðslu og að- stoðar hef ég notið við störf mín um áratugi, fyrst hjá Nýyrðanefnd og síðar hjá Islenskri máínefnd, að ég tel mér skylt að benda öllum á, — er orð þessi lesa — að hjá aðil- um greindra nefnda fást öruggir vegvísar um meðferð málsins. Þegar þetta er getið er viðeig- andi að víkja að vissum atriðum prentaðs máls, er komið hefur Þakklæti mitt í þeirra garð sé hér með vottað og fram borið. Sem fagmaður á allt öðru sviði og bara venjulegur leikmaður á sviði móðurmálsins, á ég engum meiri þakkir að gjalda um hag- ræðingu orðanna í rituðu máli en hinum mikla meistara íslensks máls, dr. Halldóri Halldórssyni, að öllum öðrum ógleymdum. Sem rit- ara framangreindra nefnda um langa áraröð kom það í hans hlut að greiða margar flækjur fyrir mig, stundum í sambandi við ein- stök orð og einnig við frágang vissra ritsmíða. Lambakjöt Lambaschnitzel Lambagullasch Lambalnnanlæri Lambastroganoft Lambafondue Lambafillet Lambagrillpinnar Lambageiri Nautakjöt Nautaschnitzel Nautagullasch Nautastroganoff Nautafondue Nautabuff i befnlausa fugla Nauta roast beef Folaldakjöt Folaldaschnitzel Folaklagullasch Fofaldalundlr Fofaldaflllet FoWdainnanlaari Fofaldabuff i befnlausa fugla Folalda roast beef Þessi röð kjöttegunda birtist sem auglýsing í Morgunblaðinu fyrir jól- in í vetur. Er nokkur furða þótt fólk spyrji hvort um sé að ræða smyglaða vöru? Nöfnin gætu gefið það til kynna. fyrir augu lesenda fyrr og síðar. Fyrst þá Nýyrði I, II og III, sem út komu á árunum 1953—1955, aðal- lega um landbúnað og fiskveiðar, en menn virðast ekki þekkja, eða hafa annars að engu. Að ritum þessum stóðu oddvitar íslensks máls í Nýyrðanefnd. Kjöt og nýting þess Árið 1966 gaf Búnaðarfélag Is- lands út Fræðslurit með heiti for- skriftar þessa atriðis. Við gerð þess unnu fagmenn frá sviði kjöt- iðnaðarins, skólastjórar Hús- mæðrakennaraskólans, Mat- sveina- og veitingaþjónaskólans og svo íslensk málnefnd. í stað skólastjóranna kom síðan Adda Geirsdóttir, húsmæðrakennari, sem ásamt öðrum samverkaaðil- um var með til verkaioka. Hér var hlutur Málnefndarinnar mjög mikilvægur þáttur, því að þar var ítrasta viðleitni sýnd til þess að innfæra íslensk heiti þar sem ríkj- andi voru annars á okkar tungu erlend orð og alls konar ambögur og skrípaheiti, nánar tiltekið í málfari matreiðslumanna og framreiðslufólks. Lengi hef ég og margir fleiri skynjað að þær stéttir, er stunda matseld og framreiðslu, misþyrma íslensku máli flestum eða öllum fremur í orðafari og meðferð sér- heita. Með þróttmiklu starfi frá hendi Málnefndar við útgáfu nefnds Fræðslurits, var komið á vettvang langri röð íslenskra heita, bæði nýlegra og gamalgró- inna í okkar máli. Sá listi birtist í nefndu Fræðsluriti og fylgir grein þessari ljósrit af honum. í eftir- farandi atriðum er hins vegar auðsætt að umræddar stéttir, er hafa meðferð kjöts á milli handa og hagræða því til matseldar, hafa að litlu eða engu orðafar íslensks máls um þessi efni. Það sannar m.a. að auglýsing; úrklippa úr henni fylgir hér með, en hún birt- ist í Morgunblaðinu fyrir jólin í vetur. Þar er ekki verið að tjá nöfnin á íslensku, nema í hófi, og auðsætt er að viðurkennd heiti Málnefndar eru þar að engu höfð. Umræddur orðalisti yfir ýmis heiti kjöts er í Fræðsluritinu til- færður með dönskum orðum yfir sömu hluti. En verslunarmönnum og matseldarfólki er sannanlega tamt að leita á þýskar og franskar slóðir eftir nöfnum á fyrirbærun- um, íslenskan er þar utangarðs, jafnvel norræn heiti líka. Flatbaka eða pizza Þann 15. febrúar sl. birti Tím- inn heilsíðugrein í umsjón B. St. og K.L. Hún fjallaði um rétt sem á ítölsku nefnist „Pizza“. Sem sjálfstætt orð og í samtengingum kemur ítalska heitið fyrir nálægt 20 sinnum í nefndri grein og myndin, sem hér með fylgir (úr- klippa) undirstrikar þýðingu þessa nafns á erlendu máli??? Umsjónaraðilar þessarar grein- ar minnast hins vegar hvergi á ís- lenska heitið á sama rétti sem fs- lensk málnefnd hefur staðfest og komið áleiðis til almennings á prenti. Flatbaka er íslenska nafn- ið, sem umsjónaraðilar nefndrar greinar hafa að engu. Þarna er glöggt dæmi um lítilSvirðingu á viðleitni til notkunar á íslenskum heitum á hlutum og hiigtökum, út- lenskan er þar í öndvégi hjá mat- reiðslufólki og framreiðslu- mönnum. Höm eða skinka Það er ekki úr vegi að minnast enn á eitt orð, sem umræddar stéttir hafa alveg utanveltu, en það er forn-norræna orðið „höm“. Orðabók Fritzners skilgreinir það orð, en alls ekki það heiti, sem hér er almennast notað um sama lík- amshluta eða kjötbita, en það er „Nýyrðanefnd hefur lengi verið starfandi og íslensk málnefnd tók við hlutverki hennar fyrir 20 árum. Til starfa þar hafa valist útvaldir aðilar, en tillögur þeirra og ákvarðanir eiga oft þrönga götu og langa til almennings.“ nafnið „skinka“. Bretar hafa þó tileinkað sér og nota enn og alltaf ham. Við notum það aðeins í at- hafnasambandi skepnanna, þær hama sig, þ.e. þær beina lærum sínum upp í vindinn. Engan hef ég heyrt segja né séð skrifa að skepna skinki sig. Ekki skal hér fullyrt, að orðið skinka sé óhæft í notkun, það er ekkert því til fyrirstöðu að aðlaga erlend orð íslenskri tungu þegar málfræðin hindrar ekki, en látum málfræðingana „prímsigna" nöfn- in. En orðið höm er forn-íslenskt þó að ókunnugt sé þeim sem mest fjalla um kjöt og nýtingu þess. Meistari einn í íslensku kom inn í kjötverslun í fyrra og kvaðst ætla að kaupa höm. Hvað er nú það? var svarið af hálfu afgreiðslumanns- ins. Sem leikmaður í þeim efnum sem hér eru til meðferðar, hef ég gripið tækifærið til að leggja orð í belg til að tjá hug minn til styrkt- ar því sem íslenskt er, og ef verða mætti til framdráttar starfsemi Islenskrar málefndar og annarra lærifeðra svo straumur íslenskra orða yfir hluti og hugtök fái greiða framrás til fjöldans. Til liðs við Málnefndina eru orðanefndir starfandi á ýmsum fagsviðum, en miklu fleiri þurfa að leggja lið þessum vettvangi. Gísli Kristjínsson er íyrrrerandi ritstjóri „Freys". Innlánsstofnanir 1983: Aukning innlána um 80% en útlána 75% INNLÁN hjá innlánsstofnunum jukust um tæplega 80% á síðasta ári, en á sama tíma jukust útlánin um tæplega 75%. Heildarinnlán námu 19,127 milljónum króna í árslok. en til samanburðar um 10,634 milljónum króna í árslok 1982. Útlán innlánsstofnana námu samtals um 19,900 milljónum króna í árslok sl„ en til saman- burðar um 11,392 milljónum króna í árslok árið 1982. Ef litið er á innlánin námu spariinnlán samtals um 15,121 milljón króna í árslok, en til samanburðar um 8,611 milljón- um króna í árslok 1982. Aukn- ingin er því tæplega 76% milli ára. Aukningin í almennum innlánum var nokkru minni eða liðlega 65%. Þau voru um 7,619 milljónir króna í árslok, en um 4,607 milljónir króna í árslok 1982. Aukningin í vísitölubundnum innlánum varð mun meiri, en nemur meðaltalinu. Heildar- innlán, sem voru vísitölubund- in, í árslok voru um 5,655 millj- ónir króna, en til samanburðar um 2,846 milljónir króna í árs- lok 1982. Aukningin milli ára er um 99%. Mest varð aukningin á innlánum á gjaldeyrisreikning- um, eða liðlega 135%. Þau námu samtals um 1,039 milljónum króna í árslok, en til saman- burðar um 442 milljónum króna í árslok 1982. Útlán til fyrirtækja námu um 14,633 milljónum á síðasta ári, en til samanburðar um 8,364 milljónum króna á árinu 1982. Aukningin milli ára er því um 75%. Aukningin á útlánum til einstaklinga var heldur meiri, eða um 78%. Þau námu samtals á síðasta ári um 3,791 milljón króna, en til samanburðar um 2,128 milljónum króna á árinu 1982.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.