Morgunblaðið - 09.03.1984, Side 15

Morgunblaðið - 09.03.1984, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. MARZ 1984 15 Skuldbreytingar bænda - eftir Hákon Sigurgrímsson Fyrir Alþingi liggur nú frum- varp þess efnis að heimilað verði að breyta lausaskuldum bænda í föst lán. Þetta mál hefur verið í undir- búningi í rúm tvö ár og er af svip- uðum toga spunnið og nýleg lausa- skuldabreyting útgerðarinnar. Fyrirheit var gefið um hvort tveggja í stórnarsáttmála núver- andi ríkisstjórnar. Stjórnskipuð nefnd undir forustu Bjarna Braga Jónssonar, aðstoðarbankastjóra í Seðlabankanum, hefur fjallað um málið og á áliti hennar er frum- varpið byggt. Mikið orðaskak hefur orðið vegna þessa máls bæði á Alþingi og í fjölmiðlum, einkum þó DV og hefur þar gætt lítillar sanngirni í garð bænda svo sem vænta mátti. Fremstir í flokki gagnrýnenda eru þrír varaþingmenn sem virð- ast vera í mikilli þörf fyrir að vekja á sér athygli og einkennist málflutningur þeirra af því. Vegna þeirra sem fræðast vilja um staðreyndir þessa máls er eft- irfarandi sett á þlað. Ekki verið að gefa neitt Frumvarpið gerir ráð fyrir að veðdeild Búnaðarbanka íslands verði heimilað að breyta lausa- skuldum bænda í föst skulda- bréfalán, enda fallist skuldareig- andi á slíka aðgerð og nægileg veð séu fyrir hendi. Stjórn veðdeildar- innar ákveður lánstíma og lána- kjör. Rætt er um að lánin verði til allt að 12 ára og að fullu verð- tryggð. Þarna er því ekki verið að gefa neinum neitt heldur gefa mönnum kost á að gera samninga um skuldabyrðina og dreifa henni á lengri tíma. Hvaða skuldir eru þetta? Gert er ráð fyrir að skulda- breytingin geti náð til lausaskulda bænda vegna fjárfestinga á jörð- um þeirra árin 1979—1983, að báð- um árum meðtöldum, svo og lausaskulda vegna jarðakaupa, véla- og fóðurkaupa á sama tíma. Hér er því eingöngu um að ræða skuldir vegna búrekstrarins sjálfs en ekki skuldir sem stofnað er til vegna einkaneyslu bóndans, svo sem vegna heimilisstofnunar, inn- búskaupa o.þ.h. Nauðsynlegt er í þessu sam- bandi að hafa í huga að við verð- lagningu búvöru, uppgjör búreikn- inga og framtal til skatts er ekki blandað saman tekjum og gjöldum búsins og einkaneyslu bóndans. Allir bændur eiga að skila með skattframtali sínu svokallaðri landbúnaðarskýrslu sem er í raun rekstrarreikningur búsins. Eftir þeirri skýrslu verður þörf hvers umsækjanda væntanlega metin. Það er því mikill misskilningur, eða rangtúlkun, sem fram hefur komið í fjölmiðlum, m.a. í fréttum sjónvarpsins, að um sé að ræða að breyta öllum skuldum bænda í föst lán. Um 600 bændur hafa sótt um skuldbreytingu eða 13% bænda í landinu. Alls er óvíst að öllum þessum 600 umsækjendum standi til boða að breyta skuldum sínum þegar mál þeirra hafa verið könn- uð nánar eða þeir sjái sér hag í að taka skuldbreytingarlán þegar til kemur. Slíkt verður að meta í hverju einstöku tilviki. Bændur verða auk þess sjálfir að semja við skuldareigendurna um að þeir taki við skuldabréfunum sem greiðslu á lausaskuldum og að sjálfsögðu að tryggja nægileg veð. Hverjir sækja um? Langflestir umsækjanda eru ungir menn sem byrjað hafa bú- skap á sl. 5—8 árum, menn sem hafa verið að kaupa jörð og fjár- festa í byggingum, bústofni og vél- um. Hér er með öðrum orðum um að Hákon Sigurgrímsson „Fjárhagsvandamál ungra bænda og fjár- mögnun við kynslóða- skipti í landbúnaði er ekkert séríslenskt vandamál. Þetta er eitt aðaláhyggjuefni bænda í öllum vestrænum lönd- um og eitt helsta um- ræðuefni þar sem mál- efni bænda eru rædd á alþjóðlegum vettvangi.“ ræða hluta af vaxtarbroddi bændastéttarinnar og væri það því mikið áfall fyrir bændastétt- ina og byggð í landinu ef þessir menn neyddust til að hætta bú- skap. Astæðurnar Ástæðurnar fyrir fjárhagserfið- leikum þeirra sem sótt hafa um skuldbreytingu tel ég aðallega vera fjórar. í fyrsta lagi of lítil lánafyrir- greiðsla við frumbýlinga. Fullyrða má að bændur sem kaupa jörð, bú- stofn og vélar fái að meðaltali ekki yfir 30% stofnkostnaðarins í föst- um lánum til langs tíma. Mismun- inn verða þeir að fjármagna með almennum bankalánum til skamms tíma. í öðru lagi kólnandi tíðarfar. Þrjú af fimm síðustu ár- um eru meðal köldustu ára sem komið hafa á þessari öld. Bændur hafa orðið að bera mun meira á túnin en í venjulegu árferði til þess að fá uppskeru. Heyfengur hefur þrátt fyrir þetta verið of lít- ill og hefur það neytt menn til aukinna kjarnfóðurkaupa. Þetta hvort tveggja hefur leitt til þess að útgjöld búsins verða mun hærri en verðlagsgrundvöllurinn gerir ráð fyrir. I þriðja lagi er svo verö- bólgan. Allir vita að bóndilnn fær framleiðslu sína ekki greidda að fullu fyrr en hún hefur verið seld. Hann þarf að bíða í marga mán- uði, jafnvel rúmt ár, eftir að fá uppgert að fullu. Hins vegar verð- ur hann að greiða öll aðföng jafn- óðum og hann notar þau og fjár- magna þau kaup með lánum. í 80—100% verðbólgu er erfitt að ná endum saman og síðustu krón- urnar eru orðnar heldur litlar þega þær loks fást greiddar. Samdrátturinn Fjórða megin ástæðan er svo sam- dráttur í búvöruframleiðslunni. Árið 1979 var hafinn skipulegur sam- dráttur í nautgripa- og suðafjár- framleiðslu vegna erfiðra mark- aðsskilyrða. Því til viðbótar kem- ur svo samdráttur af völdum kóln- andi tíðarfars. Á síðustu 5 árum hefur mjólkurframleiðslan dregist saman um rúm 13% og kinda- kjötsframleiðslan um fast að 20%. Þessi samdráttur hefur haft í för með sér gífurlegt tekjutap fyrir bændur og þótt menn bindi vonir við að nýjar búgreinar komi smám saman í staðinn, hefur enn ekkert náð að fylla þetta skarð. Það liggur í augum uppi að slíkt tekjutap kemur verst við þá sem nýlega hafa byrjað búskap, eru skuldum vafnir og hafa e.t.v. ekki enn náð upp fullum afköstum í búrekstrinum. Kemur skuldbreyting aö gagni? Eðlilegt er að menn spyrji hvort skuldbreyting af þessu tagi komi að varanlegu gagni fyrir þá bænd- ur sem í hlut eiga. Nokkur reynsla er fyrir hendi í því efni því að nokkrum sinnum áður hafa bænd- ur fengið svipaða fyrirgreiðslu. Sýnir reynslan að í langflestum tilvikum hefur þessi aðgerð gert mönnum kleift að losna úr skulda- fjötrunum. Hitt er svo annað mál hvort ekki er skynsamlegra að koma í veg fyrir að svona vanda- mál skapist með því að veita frumbýlingum það rúma lánafyr- irgreiðslu að þeir geti með góðu móti komist af í stað þess að hafa hana jafn nauma og nú er og þurfa síðan að grípa til björgunar- aðgerða á fárra ára fresti. Það hlýtur að vera æskilegt að þeim bændum, sem á annað borð er rúm fyrir miðað við þann mark- að sem við höfum, séu sköpuð við- ráðanleg starfsskilyrði. Alþjóölegt vandamál Fjárhagsvandamál ungra bænda og fjármögnun við kyn- slóðaskipti í landbúnaði er ekkert séríslenskt vandamál. Þetta er eitt aðaláhyggjuefni bænda í öllum vestrænum löndum og eitt helsta umræðuefnið þar sem málefni bænda eru rædd á alþjóðlegum vettvangi. Eðli síns vegna getur hefðbundinn landbúnaður ekki skilað stofnkostnaði á jafn skömmum tíma og ýmsar aðrar atvinnugreinar og hefur því orðið afskiptur í harðnandi samkeppni síðustu ára um hylli þeirra sem fjármagninu ráða. Hikon Sigurgrímsson er fram- kvæmdastjórí Stéttarsambands bænda. ----- Bestu léttvínin - eftir dr. Jón Óttar Ragnarsson Sú var tíð að þjóðmálaumræða á fslandi var svo útkjálkaleg að hún snerist mest um hver ræðu- manna væri „þjóðhollastur", „vísindalegastur" eða annað við- Ííka. Þeir sem högnuðust mest á þessu fyrirkomulagi voru auðvit- að þeir sem minnst vissu um vís- indi og aldrei komu auga á ann- arra hag fyrir eigin kreddum. Þeir einu sem sýnast sitja fastir í þessum hugsunarhætti nú orðið eru ofstækisfullir bind- indismenn sem virðast varla skilja mun á vísindum og vísna- gerð. Ordaskipti við þennan þrönga hóp eru að vísu með því skemmti- legasta sem ég geri, en því miður álíka upplýsandi og skeggræður um ástamál við abbadís. Staðreyndin er auðvitað sú að áþreifanlegasti ávöxtur þessa einkennilega ofstækis er sá að áfengisböl á íslandi er með því versta og mesta á byggðu bóli. Skýringin er ekki vandfundin: Brennivínið — dekurbarn þessar- ar „hreyfingar" — hefur reynst ís- lendingum viðlíka búhnykkur og svartidauðinn Vestmanneyingum forðum. Hvernig á því stóö að öfga- menn á bindindi létu sér detta í hug að gerast verndarar óholl- ustunnar er og verður ein af áleitnustu spurningum íslands- sögunnar. Hitt er fyrir löngu Ijóst að þessi hópur hefur engin rök, hvað þá ráð, sem eru líkleg til að leysa þann vanda sem ofstæki og öfgar hafa komið þjóðinni í á þessu sviði. Vandi lýðræðisþjóðanna er einmitt í því fólginn að minnsti undansláttur gagnvart kröfum öfgahópa sem neita að rökstyðja mál sitt býður fasismanum heim. Léttvín og bjór Léttvín og bjór eru síður en svo einhverjar allsherjarlausnir á áfengisvandanum. Þetta er ein- faldlega það skásta áfengi sem völ er á: veikast, skaðminnst. Með því að beina neyslunni frá hinum sterkari drykkjum yfir á þá veikari og hollari mun aukin áfengismenning smám saman draga úr þessum uppsafnaða vanda. Sú stefna sem íslendingar eiga og verða að fylgja á þessu sviði verður að byggjast — ekki á af- neitun — heldur á hóflegri notk- un og víðtækri fræðslustarfsemi. Kinn afar mikilvægur þáttur í slíku fræðslustarfi er að uppfræða almenning um þá gæðaþætti sem skipta sköpum við framleiðslu á þcssum veigum. Bestu léttvín heims Gæði borðvína fara einkum eftir því hvaða vínberjaafbrigði er notað við framleiðsluna, en einnig eftir árferði, vandvirkni framleiðandans o.fl. ' Mikilvægustu afbrigðin eru án efa Cabernet sauvignon (frönsk/amerísk rauðvín), ('hardonnay (frönsk/amerísk rauðvín) Chardonnay (frönsk/- amerísk hvitvín) og Riesling (þýsk hvítvín). Sú var tíð að Frakkar og Þjóð- verjar báru höfuð og herðar yfir aðra á þessu sviði. Á síðari árum hafa aðrir — einkum Bandaríkja- menn — sótt í sig veðrið. Frakkland hefur um langt skeið verið miðstöð vínfram- leiðsiu í heiminum. Koma létt- vínin einkum frá Bordeaux (Bo), Búrgúndý (Bú), Champagne (Ch) og Rhonedalnum (Rh). Flest bestu rauðvínin koma frá Bordeaux. Eru þekktustu vínyrkjusvæðin Pauillac, Pomer- FÆDA OG HEILBRIGÐI ol, Margeaux og St. Emilion í Mé- doc-héraðinu og fáein svæði í Graves-héraðinu. Þegar íslendingar drekka þýsk hvítvín biðja þeir oftast um blönduð vín á borð við Lieb- fraumilch. En það er hægt að fá miklu betri hvítvín ef vel er að gáð. Bestu hvítvínin koma frá Rín- arsvæðinu, einkum Rheingau (RG), Rheinhesse (RH) og Rheinphalz (RP), en góð vín koma einnig frá svæðum við Mósel, Saar og Nahe. Bandarísk léttvín hafa aukist ótrúlega að gæðum á síðari ár- um. Koma flest bestu vínin frá Napadalnum í grennd við San Fransiskó, bæði rauðvín, hvítvín og kampavín. Fjölmargar aðrar þjóðir fram- leiða nú frábær vín, þ.á m. ítalir (framleiða og drekka meira af léttvínum en nokkur önnur þjóð) og Spánverjar. Lokaorð Hér hefur í stuttu máli verið fjallað um bestu léttvín heims. í næstu grein verða nöfn bestu teg- undanna gefin upp svo og þeir ár- gangar sem taldir eru bestir. Hverjir framleiða bestu léttvínin?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.