Morgunblaðið - 09.03.1984, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 09.03.1984, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. MARZ 1984 Frétiir í stuttu máli Elsti af- brotamaður heims New Yofk, 8. m«r». AP. MADUR nokkur, sem .segist vera % ira gamall og eiga 55 ára af- brotaferil að baki, var i dag da,mdur í 6 mánaAa fangelsi fyrir aA hafa féflett a.ro.k. 7 konur Taldi hann þeim trú um að hann gaeti mcð lítilli fyrirhöfn ávaxtað fé þeirra á skjótan og öruggan hátt. Ilafði bann um 8.000 dollara (240.000 ísl. krónur) upp úr krafs- inu. Reagan hittir páfann _ WasMagtoa. H. mam. AP. ÁKVKÐIÐ hefur verið að Reagan Bandaríkjaforseti hitti Jóhannes Pál páfa II að máli í Fairbanks í Alaska í maí er páfi snýr heim- leiðis úr heimsókn sinni til Kína. Ta‘p tvö ár verða þá liðin frá því að fundum þeirra bar síðast sam an. Páfi kom siðast við f N-Amer iku er hann sneri heim eftir ferð Nina um Kyrrhafslönd 1981. Finnar fá þyngri dóm Hkisinki, X. tnarN. AP. HÆSTIRÉTTUR Finnlands hefur ákveðið að þyngja dóm yfír þrem- ur mönnum, scm fundnir voru sekir um að hafa stundað njósnir Fá mennirnir þrír 8 til 20 mánaða fangelsisdóm. Ekki hefur verið upplýst í þágu bverra njósnirnar voru stundaðar, en talið er að Finnarnir hafi verið handbendi Sovétmanna. Olíuleiðsla sprengd Qttito, Kruwlor. 8. m»rs. AP. STJÓRNVÖLI) í Ecuador skýrðu frá þvi i morgun, að olíuleiðsla sem liggur hátt uppi í Andesfjiill um hefði orðið fyrir sprengingu og gæti þetta haft alvarleg áhrif á oliuútflutning ríkisins. Svo virðist sem hermdarverkamenn hafí ver- ið þarna að verkL Engin olíu- leiðsla, sem vitað er um, liggur jafn hátt yfir sjávarmáli og þessi. Útgöngu- banni aflétt í Punjab N)j» Orlhi. 8. mm«. AP. YFIRVÖLI) í Punjab-héraði af- léttu í gær þriggja vikna útgöngu- banni, sem verið hefur í gildi eftir myrkur. Skömmu síðar bárust fréttir af því að lögreglumaður hefði verið myrtur á götu úti. Ann- ar tögreglumaður særðist í skot- hríðinni. Árásarmennimir, sem eru óþekktir, hurfu út í nátt- myrkrið. Lyubimov vill ekki heim Loadoa, X. nutrs. Al*. SOVÉSKI leikhússtjórinn Yuri Lyubimov lýsti því yfir f dag, að hann hefði ekki t hyggju að snúa aftur til heimalandsins. Lyubimov hefur dvalið á Vesturlöndum frá um mitt sumar í fyrra, en hafði ekki í hyggju að biðja um pólitískt hæli. Andað hefur köldu í garð hans heimafyrir undan- farna mánuði. Hann tók ákvörðun sína eflir að fregnir bár- ust af því að arftaki hans hefði verið skipaður við Taganka- leikhúsið. Franskur löggæslumaður gengur um borð. Símamynd AP. 9 spænskir fiskimenn slasast í skothríð frá frönsku varðskipi: Sinntu ekki aðvörunar- og sigldu áfram skotum Lorrient, Frakklandi, H. mars. Al*. ANNAÐ spænsku fiskiskipanna, sem franskt varðskip skaut á eftir að þau höfðu verið tekin að ólöglegum veiðum innan franskrar landhelgi í nótt, kom til hafnar í Lorrient í morgun. Níu sjómenn á hinu skip- inu, sem særðust í skotárás franska varðskipsins, voru um borð. Verið er að draga skip þeirra til hafnar. Var það væntanlegt til Lorrient síðar í dag. Mikil reiði ríkir á Spáni vegna atviksins, en að sögn franska sjáv- arútvegsráðuneytisins í París fylgdu yfirmenn varðskipsins að- eins „alþjóðlegum reglum til hins ýtrasta". Sagði talsmaður ráðu- neytisins, að skipstjórar spænsku fiskiskipanna hefðu ekki hirt um skipanir um að stöðva er haft var samband við þá í gegnum talstöð. Þegar aðvörunarskot dugðu held- ur ekki til að hefta för skipanna skaut franska varðskipið tveimur fallbyssuskotum á annað skipið, Valle de Atxondo . Er talið að skipverjarnir níu hafi hlotið meiðsl sín er tréflísar úr skipinu lentu í þeim. Talsmaðurinn sagði ennfremur, að vitað hefði verið til þess að bæði spænsku skipin hefðu verið staðin að ólöglegum veiðum innan franskrar landhelgi a.m.k. tíu sinnum það sem af er þessu ári. Fram til þessa hefði franska land- helgisgæslan látið sér nægja að draga skipin út fyrir franska lög- sögu, en ákveðið hefði verið að grípa til róttækra aðgerða að þessu sinni „ella hefðu allir virt yfirráð yfir umræddu hafsvæði að vettugi," sagði talsmaðurinn. Þá hefur verið frá því skýrt, að Frakkar hafi sent spænskum stjórnvöldum formlega aðvörun fyrir nokkrum vikum og hótað að- gerðum ef ekki yrði lát á landhelg- isbrotum spænskra fiskiskipa. Pi- MARGIR hafa orðið til að taka und- ir það sjónarmið Sir Keith Joseph kennslumálaráðherra Breta að „frið- arfræðsla“ eigi ekki að vera sérstök námsgrein í skólum. Ráðherrann lét þessa skoðun í Ijós á ráðstefnu Kvennaráðs Bretlands um friöarmál í London um síðustu helgi. Don Winters, forseti NUT, sem eru önnur stærstu samtök kenn- ara í landinu og þykja vinstri sinnuð, sagði í viðtali við Daily Telegraph að hann væri sammála ráðherranum um að umfjöllun um friðarmál í skólum ætti að vera fullkomlega sanngjörn og óhlut- dræg. Samtökin gáfu þó út á þriðjudag 24 síðna leiðarvísi um friðarfræðslu, sem sendur verður erre Mauroy, forsætisráðherra Frakka, fer til Madrid nú í vikulok og talið er fullvíst, að hann hitti Felipe Gonzales, forsætisráðherra Spánar, að máli vegna þessa máls þótt heimsókn hans hafi upphaf- lega átt að vera í einkaerindum. til 235 þúsund kennara, og er þar hvatt til baráttu gegn „hernaðar- hyggj u og þjóðrembingi". Hilary Lipkin, talsmaður „Frið- arsinnaðra kennara", en sá hópur er aðili að CND, Samtökum um kjarnorkuafvopnun, sagði í viðtali við The Times: „Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar að rétt sé að fjalla um friðarmál í venjulegum kennslustundum þegar þau efni ber á góma af einhverjum ástæð- um. En ég held líka að sérstök friðarfræðsla sé þýðingarmikil." Sir Keith Joseph sagði í ræð- unni um síðustu helgi að enda þótt ekki væri ástæða til að gera frið- armál að sérstakri námsgrein væri sjálfsagt að fjalla um mál- Breskur ráðherra um friðarfræðslu: Tilfinningar blindi ekki dómgreindina Andvígur því a6 friðarfræösla sé sérstök námsgrein í skólum London, 8. mars. Krossar teknir úr skólum Pólskir námsmenn efna til mótmæla (■arwolin og Miotno, H. mars. Al*. Mótmælaaðgerðir námsmanna í búnaðarskólanum ■ Mietno í Pól- landi í gær, sem sprottnar voru af þeirri ákvörðun skólayfirvalda að fjarlægja krossa af veggjum skólans, breiddust í dag út til þriggja annarra unglingaskóla í landbúnaðarhérað- inu fyrir sunnan Varsjá. Hin illa þokkaða óeirðalögregla kom á vettvang og hindraði stóran hóp nemenda að yfirgefa skóla- byggingarnar. Um þrjú þúsund námsmenn úr skólunum komust þó til andófsmessu í kirkjunni í Garwolin í morgun og í hádeginu. Deila námsmannanna í Mietno og yfirvalda hófst fyrir þremur mánuðum þegar farið var að fjar- lægja krossa úr opinberum bygg- ingum, þ.á m. skólum og sjúkra- húsum. Yfirvöld réttlæta þær að- gerðir með tilvísun til þess að ríki og kirkja í landinu séu aðskilin, og ríkisstjórnin aðhyllist guðleysi. Námsmennirnir, sem eru á aldrin- um 15—20 ára, eru hins vegar rómversk-kaþólskrar trúar eins og allur þorri Pólverja. ■ ■■ 1 ERLENT, Sir Keith Joseph, kennslumálaráö- herra Breta. efni stríðs og friðar í kennslu- stundum ef nemendur hefðu á því áhuga. Hann kvað augljóst að þeg- ar verið væri að kenna sögu, trú- arbrögð eða bókmenntir mundu leita á nemendur alls kyns hugs- anir um siðferðilegt réttmæti styrjalda, orsakir ófriðar o.s.frv. „Við þær aðstæður á að hvetja nemendur til sjálfstæðrar hugs- unar,“ sagði ráðherrann, „og vara þá við að láta tilfinningar blinda dómgreindina." Leikarinn William Powell látinn 91 árs H. mars. BANDARÍSKI leikarinn William Powell lést fyrir nokkrum dögum, 91 árs að aldri. Powell varð frægur fyrir leik sinn á tímum þöglu myndanna og var einn af tiltölulega fáum leikurum, sem komust klakklaust yfír umbreytinguna yfír í talmyndirnar. William Powell ætlaði sér upphaflega að verða lögfræðing- ur en kynntist leiklistinni í skóla og venti þá sínu kvæði í kross. Hann fékk lánaða 700 dollara hjá ríkri frænku sinni tii að geta stundað leiklistarnám og borg- aði henni til baka 13 árum síðar. Frami hans hófst á Broadway en þaðan lá leiðin til Hollywood. Powell lék í yfir 100 myndum en kunnastur varð hann fyrir leik sinn í „Magra manninum", leynilögreglumyndum, sem urðu mjög vinsælar. Powell lék i svo mörgum myndum með leikkon- unni Myrnu Loy, að flestir töldu þau hjón þótt svo væri ekki. William Powell var þríkvæntur og allar konurnar leikkonur. William Powell ásamt leikkonunni Myrnu Loy.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.