Morgunblaðið - 09.03.1984, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 09.03.1984, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. MARZ 1984 19 Símamynd AP. Ríkisstarfsmenn mótmœla Samtök franskra ríkisstarfsmanna, aö undanteknum þeim sem sósíalistar stjórna, efndu til mikillar göngu í París til aó leggja áherslu á launahækkanir og til aó mótmæla minnkandi kaup- mætti. Urðu verulegar umferöartafir vegna göngunnar, sem var mjög fjölmenn, og bætti ekki úr skák, að ríkisstarfsmenn lögöu almennt niður vinnu í gær, þ.á m. lesta- og strætisvagnastjórar. Aðild skæruliða ekki sögð sönnuð Ashdod, ísrael, 8. mars. Al*. ÚTVARPIÐ í ísrael skýrói frá því í dag, að lögregla væri nú að rann- saka hvort hugsanlegt sé aö sprengju hafi verið komið fyrir þegar öflug sprenging varð í almennings- vagni í Ashdod í gær og ekki hafi verið um árás hermdarverkamanna að ræða eins og upphaflega var talið. I»rír létu lífið í sprengingunni og níu særðust - allt fólk af gyðingaættum. Skæruliðahreyfing Palestínu- manna, sem nýtur stuðnings Sýr- lendinga, tilkynnti í Damaskus í gær, að hún bæri ábyrgð á atburð- inum. í viðtali við ísraelska út- varpið vildi yfirmaður lögreglunn- ar í héraðinu ekki staðfesta að um „árás skæruliða" hefði verið að ræða. Að sögn lögreglumannsins var handsprengjan, sem sprakk í bif- reiðinni, sömu gerðar og þeirrar, sem ísraelski herinn notar. Vitni í bifreiðinni, sem komust lífs af, bera það við að þau hafi heyrt tif, líkt og í klukku, rétt áður en sprengingin varð. Segja þau einn farþeganna hafa seilst ofan í tösku sína, en sprengjuna sprung- ið í höndum hans áður en hann náði að aðhafast nokkuð. Lögregla hefur ekki viljað staðfesta þessa lýsingu. Pakistan: Lögregla grýtti stúdenta Islamahad. 8. mars. AP. TIL ÁTAKA kom í dag í borginni Peshawar í Pakistan milli náms- manna og lögreglu, og var sumum skólum lokað af þeim sökum. Námsmennirnir voru að mót- mæla banni stjórnvalda við stúd- entafélögum, en samkvæmt her- lögum er bannað að efna til hvers kyns mótmæla. Átökin hófust þeg- ar lögreglumenn tóku að grýta stúdentana en síðan skutu þeir að þeim táragassprengjum. Um 140 námsmenn voru handteknir og er haft eftir vitnum, að fjórir þeirra hafi verið flettir klæðum og barðir með stöfum áður en farið var með þá á brott. N-írland: Hermaður skotinn Bvlfast, N-frlandi, 8. mars. AP. TVEIR grímuklæddir meðlimir írska þjóðfrelsishersins, IRA, bönuðu í morgun ungum manni, sem gegnir herþjónustu í hlutastarfi. Hermaöur- inn var að störfum á bensínstöð, þar sem hann vinnur, er bifreið renndi upp að honum. Tveir menn voru í bílnum og skutu hermanninn af ör- stuttu færi. Hermaðurinn ungi var 13. fórn- arlambið í skærum á N-írlandi á þessu ári. Yfir 2.300 manns hafa látið lífið frá því átökin hófust fyrir hálfu fimmtánda ári. Loftárás stjórnarhersins í E1 Salvador: Tíu óbreyttir borgarar féllu San Salvador og Washington, 8. mars. AP. SKÆRULIÐAR vinstri manna í El Salvador halda því fram að stjórnarherinn hafi í gær fellt 10 óbreytta borgara í einni mestu loftárás sem gerð hefur verið um mánaðarbil á landsvæði norður af höfuðborginni San Salvador, sem skæruliðar ráða yfir. Stjórnarherinn segir að loft- árásin hafi verið gerð, en hún hafi beinst að hersveitum skæruliða og ekki óbreyttum borgurum. Ríkisstjórn Ronald Reagans hefur að undanförnu reynt að sannfæra öldungadeild þingsins um nauðsyn aukinnar fjárveit- ingar til að styðja herinn í E1 Salvador og uppreisnarmenn sem berjast gegn herstjórn sandinista í Nicaragúa. Undirtektir hafa ekki verið nægilega góðar, og svo kann Veður víða um heim Akureyri 8 skýjaó Amsterdam 7 léllskýjað Aþena 13 heiöskírt Bracelona 17 heióskírt Berlín 3 skýjaó Brtissel 8 heiðskírt Buenos Aires 29 skýjaó Chicago +4 snjókoma Dublin 12 heióskírt Frankfurt 9 skýjaó Genf 8 haióskírt Helsinki 0 skýjaó Hong Kong 18 skýjaó Jerúsaiem 13 skýjaó Jóhannesarborg 26 skýjaó Kairó 21 skýjaó Kaupmannahöfn 8 heióskírt Las Palmas 20 skýjað Lissabon 19 heiðskírt London 7 skýjaö Los Angeles 28 heiðskírt Malaga 16 heióskirt Mallorca 18 lóttskýjaó Miami 29 skýjaó Montreal +12 heiöakfrt Moskva 0 skýjaó Hew York 5 heiöskírt Osló 6 heiðskírt París 13 skýjaó Peking 8 skýjaó Porth 28 skýjaó Reykjavik 6 pokumðða Ríó de Janeiró 37 skýjaö Róm 17 heióskírt San Francisco 19 skýjaó Seoul 8 heiðskírt Stokkhóimur 5 heiðskírt Sydney 20 skýjað Tókýó 11 skýjaó Vancouver 11 skýjað Vinarborg 8 heiöskirt Varsjé 5 heiöskírt Þórshöfn 8 rigning að fara að forsetinn neyðist til að grípa til einhliða ákvarðana um aukinn hernaðarstyrk. í stjórnarher E1 Salvador eru um 41 þúsund hermenn, en í sveit- um skæruliða eru taldir vera um 8.000 manns. Filippseyjar: Verða ráð- herrar að sitja á þingi? Manila, 8. mars. AP. MARCOS, forseti Filipseyja, sagði í dag, að hann kynni að víkja þeim ráðherrum úr stjórn sinni sem ekki ná kjöri í þingkosningunum sem fyrirhugaðar eru í maímánuði. í fréttatilkynningu frá forsetan- um var þess ekki getið hver yrði framtíð þeirra ráðherra núverandi stjórnar sem ekki eru í framboði í kosningunum. í stjórninni sitja 22 ráðherrar, en aðeins níu þeirra voru kjörnir á þing í síðustu kosn- ingum í landinu árið 1978. Rannsókn á morðinu á Benigno Aquino: Framburður vitna bendir á hermann Manila, 8. mars. AP. TVEIR öryggisverðir, sem starfa hjá einkafyrirtæki á flugvellinum í Man- ila á Filipseyjum, héldu því fram við vitnaleiðslur í dag, að Benigno Aqu- ino leiðtogi stjórnarandstöðunnar, hafi verið skotinn þegar hann gekk niður tröppur flugvélarinnar sem flutti hann til landsins, en stjórnvöld hafa fram að þessu haldið því fram að skotárásin á hann 21. ágúst í fyrra hafi ekki verið gerð fyrr en hann var kominn með fast land und- ir fót, og kommúnisti hafi verið þar að verki. Ef öryggisverðirnir fara með rétt mál er líklegra að hermaður hafi banað Aquino, því samkvæmt vettvangslýsingu stjórnvalda komust ekki aðrir að honum með- an hann gekk niður tröppurnar. Karl Bretaprins vill auka vernd eldri borgara: Unga fólkinu virðist í nöp við það eldra London, 8. mars. AP. KARL Bretaprins fór í dag fram á það við stjórnir tveggja góðgerð- arsjóða, sem hann hefur yfirum- sjón með, aö þeir létu fé af hendi rakna til þess að auka vernd eldri borgara. Beiðni Karls er grund- völluö á síaukinni áreitni, sem eldri borgarar í Bretlandi verða fyrir. Þá lofaði prinsinn því í ræðu, sem hann hélt í æskulýðsmið- stöð í Bermondsey-hverfinu í Lundúnum, að veita auknu fjár- magni úr sjóðunum tveimur, til byggingar fleiri slíkra mið- stöðva. Kröpp kjör eru almenn í Bermondsey. Þetta er í annað sinn á tveim- ur dögum, að prinsinn lætur áhyggjur sínar varðandi öryggi eldri borgara í ljós á opinberum vettvangi. Hann sagði í ræðu í gærkvöldi, að af þessu versandi ástandi mætti helst ætla, að unga fólkinu væri í nöp við það eldra. Sagði prinsinn nauðsyn- legt að kenna unga fólkinu að virða gamla fólkið og þau lög- mál, sem það lifir eftir. AMERÍKA PORTSMOUTH/NORFOLK City of Hartlepool 24. mars Bakkafoss 4 apríl City of Hartlepool 14. apríl Bakkafoss 24. april NEW YORK City of Hartlepool 23. mars Bakkafoss 3. april City of Hartlepool 13. april Bakkafoss 23. april HALIFAX Bakkafoss 7. april Bakkafoss 27. mars BRETLAND/MEGINLAND IMMINGHAM Álafoss 18. mars Eyrarfoss 25. mars Álafoss 1. april Eyrarfoss 8. apríl FELIXSTOWE Alafoss 19. febr. Eyrarfoss 26. mars Álafoss 2. april Eyrarfoss 9. april ANTWERPEN Álafoss 20. mars Eyrarfoss 27. mars Alafoss 3. apríl Eyrarfoss 10. apríl ROTTERDAM Álafoss 21. mars Eyrarfoss 28. mars Alafoss 4. apríl Eyrarfoss 11. apríl HAMBORG Álafoss 22. mars Eyrarfoss 29. mars Álafoss 5. apríl Eyrarfoss 12. apríl WESTON POINT Helgey 19. mars LISSABON Skip 21. mars LEIXOES Skip 22. mars BILBAO Skip 24. mars NORDURLOND/- EYSTRASALT BERGEN Mánafoss 9. mars Detlifoss 16. mars Mánafoss 23. mars Dettifoss 30. mars KRISTIANSAND Mánafoss 12. mars Dettifoss 19. mars Mánafoss 26. mars Dettifoss 2. apríl MOSS Mánafoss 13. mars Dettifoss 15. mars Mánafoss 27. mars Dettifoss 30. mars HORSENS Dettifoss 21. mars Dettifoss 4. april GAUTABORG Mánafoss 14. mars Dettifoss 21. mars Mánafoss 28. mars Dettifoss 4. apríl KAUPMANNAHOFN Mánafoss 15. mars Dettifoss 22. mars Mánafoss 29. mars Dettifoss 5. apríl HELSINGJABORG Mánafoss 16. mars Dettifoss 23. mars Mánafoss 30. mars Dettifoss 6. april HELSINKI irafoss 7. mars irafoss 2. apríl GDYNIA Irafoss 12. mars v irafoss 4. april JJ ÞÓRSHÖFN Mánafoss 24. mars VIKULEGAR STRANDSIGLINGAR -fram og til baka frá REYKJAVÍK alla mánudaga frá ÍSAFIRÐI alla þriðjudaga frá AKUREYRI alla fimmtudaga EIMSKIP *

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.