Morgunblaðið - 09.03.1984, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 09.03.1984, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. MARZ 1984 27 Þessar myndir voru teknar á öskuhaugunum f Gufunesi er 9.000 Islandskort voru eyðilögð. Meíro en 1^1 ísleoskir vinnustoð'f 'ótQ ■cl-ihR itósritunotvélor sporo sér tímo og irhöfn. €ru til betri meðmæli með nokkum Ijósritunorvél? Konnoðu mólið. Berðu somon skerpuno, verðið, bilonotíðnino, endmguno, v.ðholdsþjónustuno o s frv. k Viðvitumn.ð urstöðuno 1 UnheitirNftSHUft Islandskort og götukort af Rvík ÍSLANDSKORT ásamt götukorti af Reykjavík hefur nú verið gefið út í 200.000 eintökum til dreifingar inn- anlands og utan. Útgáfu kortanna annaðist fyrirtækið E. Thorsteinsson hf. í Reykjavík. Fyrirtækið E. Thorsteinsson hf. fékk leyfi opinberra aðila fyrir prentun 200.000 eintaka. Alls voru þó prentuð 209.000 eintök og var umframmagnið eyðilagt á ösku- haugunum í Gufunesi síðastliðinn föstudag. Eigandi E. Thorsteinsson hf. ei- Einar Þorsteinsson, og í fréttatil- kynningu frá honum segir, að hann vinni nú að útgáfu blaðsins „Land“, sem sé ætlað að kynna ís- lendingum ferðamöguleika hér á landi í sumar. Ríkið ekki skaðabóta skylt vegna elds- voða í Kirkjulæk I Iðnaðarráðherra fyrir hönd Raf- magnsveitna ríkisins og Rafmagns- eftirlits ríkisins og fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs hafa verið sýkn- aðir af kröfu Samvinnutrygginga um skaðabótaskyldu vegna eldsvoða í Kirkjubæ I í Rangárvallasýslu. Eldur kom upp í bænum eftir að símalína og rafmagnslína slógust saman og þótti sýnt að það hefði verið orsök cldsvoðans. í undirrétti var Raf- magnseftirlitið sýknað af kröfu Sam- vinnutrygginga, en Rafmagnsveiturn- ar taldar skaðabótaskyldar fyrir 80% tjónsins. Tildrög þessa máls eru þau, að rafmagnsspenna myndaðist í síma- Fræðslufundur um kransæðasjúkdóm FRÆÐSLUFUNDUR fyrir almenning um kransæðasjúkdóma verður hald- inn á vegum Hjartaverndar í Domus Medica laugardaginn 10. mars kl. 13.30. Heilbrigðisráðherra, Matthías Bjarnason, flytur ávarp í upphafi fundarins og síðan flytja átta fyrir- lesarar stutt erindi um ýmis atriði varðandi málefnið. Þessir fyrirles- arar eru: Stefán Júlíusson, Nikulás Sigfússon, dr. Bjarni Þjóðleifsson, dr. Guðmundur Þorgeirsson, dr. Gunnar Sigurðsson, dr. Sigurður Samúelsson, dr. Jón Óttar Ragn- arsson og dr. Þorsteinn Blöndal. Fundarstjóri verður Snorri Páll Snorrason. Þegar erindum er lokið verða hringborðsumræður, sem dr. Þórður Harðarson stýrir. línu, sem tengd var húsinu Kirkju- læk I af því að rafmagnsheimtaug að Kirkjulæk II hafði lagst á hana. Stag úr hornstaur, sem var uppí heimtaugina, hafði slitnað og staurinn hallast, en við það hafði slaknað svo á heimtauginni, að hún snerti símalínuna. Afleiðingarnar urðu þær, að eld- ur kom upp í Kirkjulæk I þann 9. september 1979 og hlaust af veru- legt tjón. Þótti sýnt að hvorki staginu né umbúnaði staursins hefði verið áfátt, né hafi starfsmönnum Raf- magnsveitna ríkisins verið tilkynnt um að stagið hefði gefið sig eða að eftirliti eða viðhaldi hafi verið áfátt. Heimtaugin slitnaði og var skeytt saman, líklega um tveimur árum fyrir brunann. Þótti sannað að Rafmagnsveitum ríkisins hafi ekki verið tilkynnt um óhappið, eða verið kunnugt um að umbúnaður heimtaugarinnar var ekki lengur á þann veg sem reglur mæltu fyrir. Ríkisvaldið var því ekki talið skaðabótaskylt. Samvinnutrygg- ingum var gert að greiða 25 þúsund krónur í málskostnað fyrir héraði og fyrir Hæstarétti. Lögmaður ríkisvaldsins var Árni Kolbeinsson, sem flutti prófmál fyrir Hæsta- rétti, en lögmaður Samvinnutrygg- inga Gunnar M. Guðmundsson, hrl. Dóminn kváðu upp Þór Vilhjálms- son, Halldór Þorbjörnsson, Magnús Þ. Torfason, Sigurgeir Jónsson og Björn Þ. Guðmundsson. Sigurgeir og Björn skiluðu sératkvæði og vildu staðfesta dóm undirréttar. Frábærir kastarar á gtrúlegu verði ^ *k *lerrimukaZ tan 17q ^eir á an kr. 290 ^ésS°Tr^0 - nrelal<tlrdLkr' fútsölustaðir um land allt: Akranes: Sigurdór Johanns- son Akureyri: Rad tovinnu stof an Borgarnes: Husprýði hf. Blönduós: Kaupfelag Hunvetn- inga Egilsstaðir: Verslun Sveins Guð- mundssonar tskifirði: Rafvirkinn Grundarfjörður: Guðni E. Hallgrims- son Homafjörður: Kaupfélag Austur- Skaftfellinga Heltisandur: Óttar Sveinbjörns- son Hafnarfjörður: Ljós og raftæki Húsavik: Grimurog Árni Hvammstangí: Versl.Sig. Pálma- sonar Isafjörður: Straumur Keflavik: Reynir Ólafsson Mosfeflssveit: Snerra Neskaupstaður: ENNCO Ólafsfjörður: Raftækjavinnustofan Patreksfjörður: Versl. Jónas Þór Sauðárkrókur: Rafsjá hf. Sauðárkrókur: K.S. Stykkishölmur Húsið Siglufjörður: Aðalbuðinhf. Selfoss: Árvirkinn sf. Vestmannaeyjar Kjarni sf. _pórshöfn: Kaupfelag Lang- nesinga Skeifunni 8 — Simi 82660 Hverfisgötu 32 — Sími 25390

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.