Morgunblaðið - 09.03.1984, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 09.03.1984, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. MARZ 1984 Sveit Samvinnuferða/Landsýnar varð í öðru saeti í sveitakeppninni. Með þeim spilaði Einar Guðjohnsen en hann hefir getið sér gott orð sem spilari í Bandaríkjunum. Talið frá vinstri: Einar Guðjohnsen, Sigurður Sverrisson, Hörður Blöndal, Valur Sigurðsson. Forseti BSÍ, Björn Theodórsson, er lengst til hægri. Þannig lítur sjóndeildarhringurinn út frá sjónarhorni bridgespilarans. Mikill fjöldi áhorfenda þannig að ekki sést á næsta borð. Myndin er frá leik Samvinnuferða/Landsýnar og sveitar Guðjóns Einarssonar. Myndir MourunblaAið/Arnór. Bandaríska sveitin yfirburðasigurvegari á Bridgehátíð: Sveit Guðjóns Einars- sonar kom mest á óvart Hvað er að gerast á þessu borði? Jú þetta mun vera sveit Hermanns Þórs Erlingssonar að bera saman bækur sínar eftir leik. Bridge Arnór Ragnarsson Bandaríkjamennirnir Alan Son- ‘ag. Steve Sion, Mark Molson og Alan Cokin unnu glæsilegan sigur í sveitakeppninni á Bridgehátíð sem lauk aðfaranótt þriðjudags. Hlutu þeir 161 stig af 170 mögulegum. Mótið var spilað eftir Monrad- kerfi, alls 7 umferðir, og voru gefin 20 stig í fjórum fyrstu umferðun- um en 30 stig í hinum síðari. Er skemmst frá því að segja að Bandaríkjamenn sigruðu í öllum sínum leikjum með miklum mun. Spiluðu þeir af miklu öryggi og ef eitthvað bar þar út af komu and- stæðingarnir þeim til hjálpar á einn eða annan hátt. Sveit Samvinnuferða/Land- sýnar varð í öðru sæti með 118 stig en sveit Gests Jónssonar fékk einnig 118 stig, en var með lakara punktahlutfall. Ekki var mikið um óvænt úr- slit í mótinu. Einna mest kom á óvart „skrapsveit" Guðjóns Ein- arssonar, sem endaði í 10. sæti eftir slæman skell í síðustu um- ferð gegn Samvinnuferðum/- Landsýn. Sveit Guðjóns hafði þá m.a. unnið sveit Hans Göthe í 6. umferð með 23 gegn 7. í þessari sveit spiluðu Hreinn Hreinsson, Böðvar Magnússon, Guðjón og Hrannar Erlingsson en hann var langyngstur keppenda, aðeins 15 ára gamall. Markverð úrslit í fyrri um- ferðum mótsins: 2. umferð: Tony Sowter — Sigurður Vilhjálmsson 5—15 Jón Hjaltason — Hans Göthe 15—5 Gestur Jónsson — Þórarinn Sigþórsson 20—+3 3. umferð: Tony Sowter — Ólafur Lárusson 4—16 Alan Sontag — Gestur Jónsson 20—+5 Úrval — Jón Þorvarðarson 3—17 Þórarinn Sigþórsson Baldur Kristjánsson 8—12 Sigurður Vilhjálmsson — Thorsten Bernes 20—+1 4. umferð: Jón Hjaltason — Alan Sontag 3—17 Úrval — Þorfinnur Karlsson 5—15 5. umferð: Ólafur Lárusson — Runólfur Pálsson 0—30 Þórarinn Sigþórsson — Guðjón Einarsson 6—24 Nokkuð japl, jaml og fuður varð fyrir síðustu umferðina hvaða sveit ætti að fara í hakka- vélina (bandarísku sveitina). Yngsti keppandi mótsins, Hrannar Erlingsson. Hann og sveitarfélagar hans komu mjög á óvart í mótinu. Sveit Thorstens Bernes hafði 103 stig en sveit Runólfs Páls- sonar hafði 102 stig. Við nánari athgun skorblaða á meðan verið var að raða saman sveitum kom í ljós að sveitirnar voru jafnar og að það var sveit Runólfs sem átti að spila gegn Sontag á töfl- unni en sveit Thorstens gegn sveit Gests. Alan Sontag rúllaði sveit Run- ólfs upp ef talað er á fagmáli svo að þeir komu ekki til álita með verðlaun. Sveit Gests gerði draum Thorstens að engu með 23—7-sigri og sveit Samvinnu- ferða/Landsýnar stóð með pálm- ann í höndunum eftir 30—0-sig- ur gegn sveit Guðjóns Einars- sonar. í sveit Samvinnuferða/Land- sýnar spilaði Einar Guðjohnson en hann hefir verið fjarri góðu gamni hér í áraraðir en getið sér gott orð sem spilari fyrir „West- an“, en sveitina skipa annars Valur Sigurðsson, Sigurður Sverrisson, Jón Baldursson og Hörður Blöndal. í silfurliðinu spiluðu Gestur Jónsson, Sverrir Kristinsson, Jón Páll Sigurjónsson, Sigfús Örn Árnason og Ragnar Magn- ússon. Lokastaða efstu sveita: Alan Sontag 161 Samvinnuferðir/Landsýn 118 Gestur Jónsson 118 Tony Sowter 110 Thorsten Bernes 109 Sigurður B. Þorsteinsson 108 Hans Göthe 103 Runólfur Pálsson 102 Úrval 97 Guðjón Einarsson 94 Þórarinn Sigþórsson 90 Jón Hjaltason 88 Þorfinnur Karlsson 87 Baldur Kristjánsson 83 Vilhjálmur Þór Pálsson 82 Ágúst Helgason 82 Andreas Richter 80 Verðlaun í sveitakeppninni voru 1200 dalir í 1. verðlaun, 800 dalir í 2. verðlaun og 500 dalir í 3. verðlaun. Þá voru veitt gull- stig; 10 stig fyrir 1 sæti, 7 stig fyrir 2. sæti, 5 stig fyrir 3. sæti og 3 stig fyrir 4. sætið. Mikill fjöldi manna fylgdist með mótinu sem lauk á öðrum tímanum aðfaranótt þriðjudags. Forseti Bridgesambands Islands, Björn Theódórsson, afhenti þá verðlaun fyrir sveitakeppnina og sleit mótinu. „Ljóð með stórt vængjahaf ‘ Umsagnir um nýjustu Ijóðabók Knuts Odegaard NORSKA Ijóó.skáldió Knut Öde- gaard sem er hér vel þekktur, meðal annars vegna þess að hann hefur fengizt við að þýða íslenzk Ijóð yfir á norsku, fékk fyrir nokkru öðru sinni heiðursverðlaun Norsku málnefnd- arinnar. Ödegaard mun vera fyrsti Norðmaðurinn sem fær þessi verð- laun tvisvar og í bæði skiptin hefur þcss sérstaklega verið getið að hann hafi ekki sízt hlotið þessa eftirsóttu viðurkenningu vegna starfs síns og framlags til þýðingar íslenzkra Ijóða á norsku. Knut Ödegaard sendi svo frá sér nýlega sína sjöttu ljóðabók, „Bie- surr, laksesprang", og hefur hún fengið mjög lofsamlega dóma í Noregi. Mbl. hafa borizt nokkrar umsagnanna og verður hér á eftir sagt frá þeim í lauslegri þýðingu og endursögn. Ingar Sletten Kolloen segir í Aftenposten, að ljóð Ödegaards séu „full af rauðu blóðkornunum — það sem gefi skáldskap súrefni — líf“. Kolloen segir að frá því Knut Ödegaard hafi sent frá sér fyrstu bók sína og þar til nú hafi hann skipað sér á bekk fremstu Ijóðskálda Noregs og ljóð hans hafi verið þýdd á frönsku, ensku og íslenzku. „Hann (Ödegaard) hefur fengið okkur í hendur óvenjulega lifandi og fjölbreyti- lega bók, sem „við þurfum á að halda, að minnsta kosti flest okkar,“ segir Kolloen. Hann segir ennfremur að „Biesurr, lakse- sprang" hafi inni að halda fjölda- mörg ljóð sem séu innblásin af upplifun og reynslu unga fólksins á uppvaxtarárum skáldsins. „En lesandi fær ekki á tilfinninguna að hann sitji og blaði í einkasafni óviðkomandi manns. Það er aðal ljóðanna, að höfundur færir þau í þann búning að þau nái almennri skírskotun." Honum hafi tekizt að segja eitthvað alveg nýtt um efni sem hafi áður verið sagt á aumk- unarverðan og klisjukenndan hátt. „Lyrisk helsebot" er fyrirsögn á grein Eilifs Armand í Bergens Tidende. Þar segir eftir stuttan inngang: „Og leyfist mér að taka það fram að ég hef sjaldan lesið jafn innblásna og áleitna tjáningu um upplifun barnsins á náttúru, veðrum, vindum, fólki og atburð- um. Knut Ödegaard nær upp í hin- ar stóru hæðir í þessari ljóðabók. í hverju ljóði af öðru færir hann okkur villtar óbeizlaðar sýnir og bjartan boðskap, og mikla upplif- un. “ Hann vitnar í ýms Ijóðanna og ítrekar síðan að sjaldan hafi Ödegaard tekizt að koma jafn ein- læglega til skila innilegri ljóð- rænu í ótal litbrigðum. „Það var heilsubót að kynnast þessum ljóð- um. Mér fannst blóðið renna hrað- ar um æðar mér og frísklegar, meðan ég var að lesa þau.“ Knut Ödegaard Odd Solumsmoen segir í Ar- beiderbladet: „í mörg ár hafa norsk ljóðskáld haft það að megin- markmiði að frelsa heiminn. Að yrkja ljóð um bombuna og kúgun (á konum), gegn Nixon og síðan Reagan. Og þegar hefur verið bent á, hversu slæm ljóðin væru, hefur því verið svarað til, að gagnrýn- andinn væri íhaldssamur eða karlrembusvín og svo framvegis. Eftir þetta sé ákaflega hressandi að lesa „Biesurr og laksesprang". Hér er þemað lífið sjálft, hvorki meira né minna. Og heimurinn er jafn ófrelsaður á eftir. Bæði heim- urinn og lesendur geta varpað öndinni léttar. Enda staghverfist skáldið aldrei í hrifningu sinni. Myndbreytingar hans standist og þær leysi hver aðra af hólmi eins og dagurinn nóttina. Hér sé ekki fyrir að fara orðagjálfrinu, sem oft einkenni súrrealísk ljóð. „„Bie- surr og laksesprang" verður ein af fáum ljóðabókum vetrarins. Bók sem hægt er að lesa aftur — já, hún krefst þess af okkur að við gerum það.“ í umsögn Aksel Rolf Arnesen í Adresseavisen segir að Knut Ödegaard yrki ljóð með mik- ið vængjahaf. Hann yrkir um æsku og öra lífsgleði í titilljóði bókarinnar. Hann geti verið beizk- ur, mjúkur og ljóðrænn og hann geti ort ljóð full af táknum. Og allt þetta hafi hann mjög vel á valdi sínu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.